Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 16. júní 1989 MORGUNBLADID 23 Þráinn Bertelsson og Kristinn Ragnarsson. • Dúx — Gaudeamus Framhald af bls. 10 stundu og beina þeim orðum til nemenda í 3. bekk og 4. bekk máladeildar að þeir leg.gi rækt við efnafræði, en stúdentspróf í þeirri náms- grein er tekið upp úr 4. bekk. Ég kærði mig nefnilega koll- óttan í fjórðab ekk og nú spill ir einkunnin í efnafræðinni fyrir heildareinkunninni. — Hvernig fer það saman, Markús, að gegna embætti inspectoris og stunda námið? — í>að fer vel saman að minum dómi. í>etta er að vísu umsvifamikið starf, en mér er óhætt að fullyrða, að ég hafi grætt á því, þótt námið hafi setið á hakanum. Það er mikil reynsla fólgin í því. — Hvað hyggstu svo leggja stund á í nánustu framtíð? — Það verður áreiðanlega lögfræði. En í sumar verð ég blaðamaður hjá Morgunblað- inu, eins og raunar undanfar- in sumur. Nú birtist unnusta Markús- ar, Steinunn Ármannsdóttir og minnir hann á myndaök- una í Menntaskólanum. Þau hafa verið saman í bekk und- anfarin tvö ár, og á laugar- daginn verða þau gefin sam- an í hjónaband í Dómkirkj- unni. Þeim er ekki til setunnar boðið, en Markús segir við okkur að iokum: — Menntaskólaárin voru vissulega skemmtilegt tíma- bil, — en samt er svo miklu meira sem bíður framundan. 1 Átta komma núll núll Við tökum tali eina ungfrú þetta niður? — Varst þú í blönduðum bekk, Geirlaug? — Já, mjög blönduðum og skemmtilegum. — Hvað fékkstu í aðaleink'- unn? — Átta komma núll núll. — Vel af sér vikið. Og við hvaða námsgreinar hefurðu — Þau voru ósköp misjöfn að gæðum. Líklega veltur þetta allt á því, hve maður er hepp- inn. — Hvað finnst þér um upp- lestrarleyfið? — Það er slæmt fyrirkomu- lag, eins og það er nú. Það fer svo mikill tími til ónýtis, af því að fríið er svo langt í til, að Arndís var 100. kven- stúdentinn, sem útskrifast úr Verzlunarskólanum. Fyrstu stúdentar úr Verzlunarskólan- um voru útskrifaðir 1945, og nú, að 20 árum liðnum, færðu þeir skólanum að gjöf mál- verk af Vilhjálmi Þ. Gísla- syni, útvarpsstjóra, þáverandi skólastjóra Verzlunarskólans. Steinunn Armannsdóttir og Markús Örn Antonsson — hann hyggnr á lögfræðinám, hún er óráðin, hvað nema skuli. Að loknu stúdentsprófi ganga þau í hjónaband. nú tekið mestu ástfóstri? — Ensku og latínu. Af þvi að kennararnir voru svo ynd- islegir. Gunnar Norland og Jón Júlíusson. — Hvað hyggstu nema í nánustu framtíð? •— Það er alls óráðið. Eg í hópnum, Geirlaugu Magn úsdóttur. Geirlaug er dóttir ' ' ;■ ■■■" ;■ ■■ ■ ' ■ ■■ " ■■■■'■■■■■■ í einu — þú skilur, hvað ég á við? Það þyrfti að skipa próf- unum jafnt niður, eins og i Verzlunarskólanum og hafa hæfilegt frí milli prófanna. — Varstu kvíðin í prófun- um? - Ég var bara furðulega hress. Það var helzt í frönsku Og latínuprófinu, að ég var kvíðin. — En segðu okkur nú, Geir- laug, hvað þú ætlar að gera í sumar? — Já, blessaður komdu því að, að mig vantar atvinnu . . . -— Sjálfsagt. — En þá máttu helzt ekki birta mynd af mér! • 10 í hegðun Kristin Ragnarsson hittum við um það leyti, er mynda- tökunni í Hljómskálagarðin- um var lokið. Við kroppuðum í öxl hans og báðum um stutt viðtal, sem hér fer á eftir. — Voru prófin erfið, Krist- inn? — Já, og leiðinleg líka. -— Af hvað leyti? •— Þetta tekur á taugarnar. — Gekk þér ekki vel? — Þolanlega. — Ertu ánægður? — Fullkomlega. Ég fékk 10 í hegðun. — Hvað hyggstu fyrir? — Nám í arkitektur. — Hvar? — Aachen í Þýzkalandi. Mér er fortalið, að þar sé prýðis menntastofnun. — Saknarðu skólans? — Ég lí| til baka með tárin í augunum. Málverkið gerði Sigurður Sig- urðsson, listmálari, og það kom í hlut Arndísar að af- hjúpa það. Þess má enn geta, að Arn- dís er 8. stúdentinn, sem hlýt- ur ágætiseinkunn frá Verzlun- arskólanum og 4. stúlkan. Arndís er tvítug að aldri, eða einu ári yngri en samstúd- entar hennar, en það stafar af því, að hún kom í Verzlunar- skólann eftir að hafa lokið við 1. bekk gagnfræðaskóla. Hún er gift Ottó Schopka, við- skiptafræðingi og býr að Kaplaskjólsvegi 29. Við tókum hús á Arn- disi í gær og spjölluðum við hana um stund. Þegar við höfðum óskað henni til ham- ingju með hinn glæsilega námsárangur, spurðum við, hvort henni hefði veitzt prófin erfið. Hún sagði: — Sum prófin voru óneitan- lega erfið. Hin voru auðveld- ari, þegar í hlut áttu náms- greinar, sem ég hef áhuga á. — Á hverju hefurðu mestan áhuga? — Tungumálum, sérstaklega þýzku. — Hyggurðu kannski á frekari nám í þýzku? — Ef ég legg út á þá braut að læra tungumál, býzt ég við, að þýzkan verði fyrir val- inu, sem aðalmál. Og þá vænt- anlega franska eða enska sem aukagreinar. — Þú hefur starfað talsvert að félagsmálum í skólanum? — Já, ég ritstýrði Verzlun- arskólablaðinu 1963. Það er stórt og mikið blað og kemur út á Nt-mendamótsdaginn. — Þið eruð allar í hvítum drögtum, stúdínurnar frá Verzlunarskólanum. Finnst þér þær hæfa betur en svart- ar dragtir? — Það finnst mér. Þetta varð að hefð, þegar ég var í 1. bekk. Fyrst i stað var ég ákaflega mótfallin þessu og ætlaði aldeilis að vera þá ein í svartri dragt, þegar að því kæmi, — en sá smekkur hef ur aldeilis breytzt. — Og að loknum prófum farið þið í ferðalag. Hvert er ferðinni heitið? — Fyrst höldum við til Frakklands, en síðan liggur leiðin til Ítalíu. — Hvernig getið þið stað- ið straum af kostnaði við svo dýrar reisur? — Við höfum haft verzlun í skólanum, selt mjólk, vínar- brauð Oig gosdrykki. Við höf- um líka fjölritað glósur og selt, staðið fyrir dansleik o. fl. — Er þetta hefð að fara 1 utanlandsreisur? — Já, það hefur verið það í mörg ár. Fyrst í stað voru ferðirnar ekki jafn stórar í sniðum. Þá var farið utan með Gullfossi, yfirleitt til Þýzka- lands. Nú fljúgum við allar leiðir. — Hvað viltu svo að lokum segja til gamla skólans þíns, Arndís, eftir sex ára vist þar? — Skólinn hefur verið ann að heimili okkar öll þessi ár, og þess vegna verður skarðið, sem hann lætur eftir vand- fyllt. Ég vona, að við munum öll standa við þær vonir, sem við okkur eru bundnar og vera verðugir fulltrúar skól- ans okkar. Að lokum vil ég þakka skólanum og kennurum hans fyzúr þá þolinmæði, sem þeir hafa sýnt við að koma okkur áleiðis á menntabraut- inni. Ég óska svo skólanum alls góðs í framtíðinni og mun ætíð verða stolt af að segja: Ég er stúdent frá Verzlunar- skóla íslands. Magnúsar Víglundssonar og Ragnheiðar Guðmundsdóttur, læknis, og það vildi svo skemmtilega til, að Ragnheið- ur átti 30 ára stúdentsafmæli, þegar dóttir hennar útskrif- aðist. Geirlaug var með nokkr ar bækur undir hendinni. Við bentum á þær og spurðum: — Verðlaunabækur vænt- anlega? — Já, segir hún brosandi og skáskýtur á okkur augun- um: Fyrir frábæran námsár- angur í latínu, ensku og þýzku. Ertu annars að skrifa held ég hafi ekki hæfileika í neitt. — Á hverju hefurðu mestan áhuga? — Málum, þ.e. tunigumálum auðvilað. — Ætlarðu utan? — Ekki núna í haust, — seinna. — Úr því þú ert nú svona mikill málagarpur, — hefurðu dvalizt eitthvað erlendis? — Já, í Englandi, Ameríku, Spáni, Frakklandi ....... — Þetta er nóg. Fannst þér prófin erfið? Við höfum hér að ofan spjallað við nýslegna stúdenta úr Menntaskólanum í Reykja- vík. En auðvitað má ekki gleyma því að þennan sama dag brautskráðust 24 stúdent- ar úr Verzlunarskóla íslands. Hæstu einkunn á stúdents- prófi í Verzlunarskólanum hlaut Arndís Björnsdóttir, 1. ágætiseinkunn, 7,57, en þess skal getið, að í skólanum er gefið eftir einkunnakerfi heit- ið eftir Örsted og er hámarks- einkunn 8,00. Það vildi svo skemmtilega Arndis Björnsdóttir hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands. Dr Jón Gislason, skólastjóri, afhendir henni verðlaunabikar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.