Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjufíagur 22. júnf 1965 SVIPMYNDIR UR LIFI BROSIOS • Frá bernskudögum Bernskuminningar? Auðvitað á ég margar minninigar frá bernsku. Frá því að ég var smá- drengur, hef ég alltaf haft áhuga á því, sem var að gerast í heim- inum. Til dæmis man ég vel eftir því, hve stríðið milli Rússa og Japana gagntók mig. Þótt ég væri þá aðeins átta ára, þekkti ég nöfn herforingjanna, sem tóku þátt í bardögum. Ég man eftir Togo aðmíráli, sem sigraði Rússa í Port Arthur og Tsou- shima árið 1905, og Rojesteven- sky, hinum óheppna andstæðingi hans. Dag frá degi fylgdist ég með atburðum við umsátrið um Port Arthur, kínversku borgina, sem Rússum var seld á leigu ár- ið 1896, Japanir unnu 1905, Rússar náðu aftur á sitt vald 1945, og Kínverjar fengu loks aftur 1954. Stjórnmálaátök í fæð- ingarborg minni, Torino, komu einnig róti á ímyndunaraflið, þvi að faðir minn var þar í fram- boði til borgarstjórnar á bræð- ingslista frjálslyndra og ka- þólakra. Hann náði kosningu, og enn heyri ég fajgnaðarlæti fjöld- ans glymja í eyrum mér, þegar niðurstöðutölurnar voru kunn- gerðar. 1 upphafi þessarar ald- ar gnæfði nafn og persónuleiki Giovannis Giolittis upp úr ítalskri stjórnmálabaráttu. Það var hann, sem kom á nýjum kosningalögum árið 1912, en þau veittu ítölsku þjóðinni því sem næst almennan kosningarétt. „Giolittisminn“, þjóðfélagslegar umbætur og aukið lýðræði gagn- tóku huigi æskumanna á ítalíu á þeim árum. Ég þarf vlst ekki að taka fram, að jafn æsandi andrúmsloft í stjórnmálum fór ekki beinlínis vel saman við nám ið, og er það ein ástæðan fyrir því, að ég á ekki sérstaklega glöggar endurminningar frá veru minni í lagadeild háskólans í Torino. Ekki bætir það úr skák. að ég var enn við nám 1914, þeg- ar heimstyrjöldin fyrri skall á. Það var ekki fyrr en tveimur ár- um síðar, í ágúst 1916, að ítalir fóru í stríðið gegn Þjóðverjum, eftir grimmilega rimmu milli „hlutleysissinna“ og „þátttöku- sinna“, þótt Austurríkismönnum hefði verið sagt stríð á hendur árið 1915. Ég hafði farið í liðs- foringjaskólann í Caserta sem sjálfboðaliði, og var síðan liðs- foringi í Alpasveitum (hinum frægu „Alpini") öll styrjaldar- árin. Fyrst barðist ég í Cadore, nálægt Cortina d’Ampezzo, sem nú er helzti vetraríþróttastaður- inn í Dolómítafjöllum, síðan var ég sendur til Monte Grappa, eftir ósigurinn við Caporetto, og að lokum til vígstöðva í Tonale- skarði, þar sem ég féll í hendur Austurríkismanna. Ég var þrjá mánuði í fangabúðum. Þar átti ég illa daga, ekki vegna slæmrar meðferðar, heldur vegna þess að allsherjarskortur var á matvæl- um. Styrjöldin 1914-1918 hafði djúp áhrif á mig andlega. Þátt- taka mín í henni kenndi mér sér í lagi, að allir menn, hverrar þjóðar sem þeir kunna að vera, geta til skiptis verið alteknir ör- væntingu og fullir hugrekkis. # Doktor í lögum — blaðamennska, stjctrnmál Doktorsritgerð mín í lögum fjallaði um endurbætur í land- búnaðarmálum, en þær voru þá knýjandi nauðsyn oig viðkvæmt vandamál. í henni voru skil- greindar og athugaðar ráðstafan- ir til þess að skipta landi jafnt milli bænda, og bent á ýmiss konar hættu, sem forðast skyldi. Meðal þeirra, sem dæmdu dokt- orsritgerð mína hæfa, var Luigi Einaudi, hinn framúrskarandi SKÖMMU eftir að ítalinn Manlio Brosio tók við em- bætti framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins, átti Jean de Madre, ritstjóri tímaritsins „NATO-letter,“ viðtal við hann, þar sem rifjaðar voru upp ýmsar endurminningar frá löngum, viðburðaríkuro og glæsilegum starfsferli fram kvæmdastjórans. „Morgun- blaðið“ birtir hér nokkra kafla úr frásögn Brosios, sem voru svör við ýmsum spurn- ingum blaðamannsins. hagfræðingur og stjórnspekingur sem var forseti ítalska lýðveldis- ins á árunum 1948 til 1955. Mér fannst ekki nauðsyn bera til þess að beina lífshlaupi mínu í neinn ákveðinn farveg, þótt ég stæði með þessa doktorsgráðu-------- Miig langaði alls ekki til þess að festa mig, heldur vildi ég fá að reyna sitt af hverju, svo að ég steypti mér út í blaðamennsku, viðskipti, lögfræðistörf og stjórn- mál. í Feneyjum kynntist ég m.a. stjórn og rekstri stórra gisti- húsa. Einn bræðra minna kynnti mig fyrir stofnanda „Rivoluzione Lib- erale“, Piero Gobetti. Þetta var fiokkur æskumanna, sem ekki að eins frjálslyndir studdu, heldur og margir kaþólskir og sósíalist- ar. Me?T hryggð í huga hafði ég orðið vitnj að því, hvernig fas- Framkvæmdastjóri NATO, þegar hann var einn hinna frægu „AIpini“ (í ítölsku Alpasveitun- um) í heimsstyrjöldinni fyrrL istar voru smám saman að ná völdunum í sínar hendur, og var þegar orðinn virkur félagi í Frjálslynda flokknum. Piero Gobetti var frábær maður, gædd- ur fágætri andlegri orku, vilja- krafti og sterkri skapgerð, sem hafði ótrúleg áhrif á ólíkasta fólk á öllum aldri, af öllum stéttum og úr hvers konar umhverfi. Fas- istar gerðu hann útlæigan, og hann dó ungur í París árið 1926. Hann er grafinn í Pére-Lachaise- kirkjugarðinum þar. 1 Frjáls- lynda flokknum var ég talinn í hópi þeirra, sem hneigðust til vinstri, en í „Frjálslyndri bylt- ingu“ var ég álitin hægri sinni. • Gegn fasistum Leiðtogi sósialista, Matteotti, var myrtur árið 1924. Þá komu lýðræðisflokkarnir á ftalíu á fót Andfasistanefndinni. Ég var full trúi „Rivoluzione Liþerale" í henni. Meðal nefndarmanna, sem unnu þar ásamt mér gegn sameig inlegum óvini, voru stjórnmála menn eins og Giuseppe Saragat og Attilio Piccioni. Brátt leið að því, að fasistastjórnin leysti upp alla pólitíska andstöðuhópa. Ég var kvaddur á fund lögregluyfir- valdanna, þar sem fingraför mín voru tekin, og mér var ráðlagt að draga mig alveig út úr stjórn- rr.álum, nema ég vildi lenda í al- varlegum vandræðum. Upp frá þessu var ég grunaður maður. Njósnað var um sérhverja hreyf- ingu mína, og ég átti æ örðug- ara með að hitta aðra, sem voru einnig ríkisstjórninni andstæðir. Þótt okkur væri með öllu ókleift að efna til raunverulegrar neð- anjarðarhreyfingar, heppnaðist okkur þó að vissu marki ap hafa samband okkar á meðal. Á yfir- borðinu háfði ég tekið upp fyrri störf sem málafærslumaður í Torino. Ég umgekkst Benedetto Croce og Luigi Einaudi töluvert. Croce var eigi'nlega hugsuður („le maitre á penser“) frjálslyndra. Ég heimsótti hann í hvert skipti, sem hann kom til Piedfinont, til þess að dveljast um helgar í Viu, Meana eða Pollone. Þegar útlitið var einna svartast, öðlað- ist ég alltaf nýja von við að hitta hann. Ég naut þess einnig að hitta Luigi Albertini að máli, sem stofnaði stórblaðið „Corriere della Sera“ (Kvöldboðberann), Ugo La Malfa, einn af leiðtogum Lýðveldisflokksins, oig Sergio Fenoaltea, aðstoðarframkvæmda stjóra NATO í pólitiskum mál- efnum frá 1952 til 1955 og nú sendiherra ítalíu í Washington. Allir, sem tóku þátt í and- spyrnuhreyfingunni í síðustu heimsstyrjöld, vita fullvel, hve það var hættulegt og erfitt starf. Ég átti sæti í Hinni leynilegu þjóðfrelsisnefnd Rómaborgar, sem hafði þau hlutverk að sam- eina lýðræðisleg öfl í borginni, aðstoða bandamenn með því að trufla og skemma samgönguæðar Hitlershersins bak við víglínuna og þjálfa væntanlega stjórnmála- menn og aðra, sem áttu að taka við ítalíu eftir stríðið. Mestur vandi var okkur á höndum, þeg- ar bandamenn gerðu landgöngu við Anzio árið 1944. Skæruliðarn ir héldu, að nú væri frelsun Róm ar yfirvofandi, og margfölduðu aðgerðir sínar. Þegar ljóst varð, að vonir okkar voru einum of Manilo Brosio og kona hanis, Clotilde, í staðnum í Farís síöastliðið sumar. ítalska sendiherrabú- skæruliðanna f hendur Þjóð- verja. Þar ber helztan að nefna Montezemolo ofursta, fyrirliða eins af skæruliðahópum konungs sinna, sem nazistar kvöldu til bana. # Ráðherra í 4 ríkis- stjórnum Þegar Mússólini var fallinn í júlí-mánuði 1943, var ekki eftir neinu að bíða. Ég hóf þegar að nýju störf mín í Frjálslyhda f.okknum. Ég var kosinn fram- kvæmdastjóri flokksins, þegar Róm hafði verið frelsuð. Árið 1944 gegndi ég stöðu ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar í hin- um tveimur ráðuneytum, sem Bononi myndaði, hvort á fætur öðru, og árið 1945 varð ég vara- forseti ríkisráðs við stjórnar- myndun Parris. Að lokum var ég útnefndur varnarmálaráð- herra í fyrstu ríkisstjórn De Gasperis. Allt voru þetta sam- steypustjórnir með öll sjúkdóms- einkenni og veikleikamerki eftir- stríðsáranna á ítalíu, sem ein- kenndust af því, hve margar ólík- ar stjórnmálaskoðanir komu upp á yfirborðið og öðluðust fjölda- liylli. Oft var erfitt að halda uppi málefnalegum umræðum i þessum ríkisstjórnum, en allir flokkar áttu á athyglisverðum að skipa. Við vorum allir nógu miklir raunsæismenn til þess að verða ekki of vonsviknir, þótt fegurstu draumar okkar, sem okk ur hafði dreymt á valdatímum fasista, næðu ekki þegar í stað fram að ganga. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá vorum við að losna úr hræðilegri styrjöld. snemmbornar, og féllu margir og við þurftum að vinna upp Manlio Brosio (fremstur í hópnum til hægri) afhendir Nikulási Svemik, þáverandi forseta Æðstaráðs Sovétríkjanaia, embættisskilríki sin, þegar hann varð sendiherra ítala í Moskvu ’47. tuttugu ár, sem lýðræðinu höfðu glatazt. # Fimm ár í Moskvu — ferðazt um Sovét- ríkin Það var í október 1946, að Pietro Nenni, sem þá var utan.- ríkismálaráðherra, hringdi til mín í Torino, til þess að segja mér, að hann væri að hugsa um að skipa mjg sem sendiherra I Moskvu. Ég hefði ekki orðið meira hissa, þótt ég hefði verið beðinn að fara til tunglsins. Auð- vitað fékk ég áhuga á tilboðinu, því að hér var um að ræða sendi- herrastöðu hjá einu stórvelda eftirstríðsáranna. Nenni sagði skömmu síðar af sér, en Sforza greifi, eftirmaður hans í ríkis- stjórn De Gasperis, staðfesti skip unina, og ég fór til Moskvu 1 janúar 1947. Ég dvaldist í höfuðhorg Sovét- ríkjanna á einkar merkilegum tíma frá pólitísku sjónarmiði séð, þ.e.a.s. þegar kalda stríðið, sem Stalín hóf, var að komast í al- gleyming. Allir kannast við Kóreustríðið, samgöngubannið við Berlín og valdaránið í Tékkó- Slóvakíu, en þessir atburðir höfðu sérstaklega mikil áhrif á líf og starf erlendra sendimanna í Moskvu. Ég verð að segja fyrir niig, að ég trúði því aldrei, að til nýrrar heimsstyrjaldar kæmi, og ég er vissulega ánægður nú yfirþví, að mat mitt á ástandinu skyldi reynast rétt. Helztu innau landsatburðir í Sovétríkjunum, meðan ég dvaldist þar, voru dauði Zdanovs og hvarf Vossnes- enskís. 1 starfi mínu fór ekki hjá því, að ég hefði bein kynni af allmörgum sovézkum leiðtogum, og þá einkum þeim Molotoff, Mikojan, Vychinsky, Zorin, Gro- myko, Malik, Bogomolov, Vino- dradoff og Kozireff (nú sendi- herra Sovétríkjanna í Róma- borg). Þótt viðræður við þá væru ekki alltaf auðveldar, fóru þær vel og kurteislega fram. Ég varð að lifa að vissu marki ein- anigraður, eins og aðrir vestræn- ir sendimenn í Moskvu, en ég fékk tækifæri til þess að tengj- ast mörgum starfsbræðrum í öðr- um sendiráðum vináttuböndum. Margt lærði ég á þeim ferðum mínum, sem mér var leyft að fara um Sovétríkin. Ég komst '"S Framhald á bls. 2L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.