Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudag-ur 22. júní 1965 CEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN — Guð minn góður, sagði lá- varðurinn, er Soffía stóð upp til að heilsa honum. En svo rak hann upp skellihlátur- og faðm- aði hana að sér, og sagði: — Hvaða, hvaða hvaða . . . J>ú ert næstum eins stór og hann pabbi J>inn. Og skrattans lík' honum í þokkabót, þegar maður atlhugar þig betur. — Ungfrú Wraxton, Ombers- iey lávarður, sagði frúin í ávít- unartón. — O, já . . . æ, komið þér sæl- ar, sagði Jávarðurinn og kinkaði vingjarnlega kolli til ungfrúarinn ar. — Ég tel þig nú til fjölskyld- unnar og er þessvegna ekki með neinar serimóníur við þig. Komdu og sittu hjá mér, Soffía og segðu mér, hvernig karli föð ur þínum líður. Hann dró Soffíu I legubekk og tók hana'tali af miklu fjöri, rifj aði upp þrjátíu ára gömul atvik, og hló hjartanlega að þeim, og lét yfirleitt eins og hann hefði steingleymt, að hann átti að borða í klúbbnum. Hann var allt af grallaralegur við ungar og lag legar stúlkur, og þegar þær voru auk þess fjöingar og hittu á hvernig hann vildi dufla við þær þá skemmti hann sér vel í ná- vist þeirra og flýtti sér ekkert að yfirgefa þær. Dassett, sem kom inn andartaki síðar til að segja til matarins, áttaði sig strax á því, hvernig á stóð, og eftir að hafa skipzt á augnatilliti við hús móður sína, fór hann fram til að láta bæta einum diski við á borð ið. Þegar hann svo kom inn aft ur til þess að segja til matar, kallaði lávarðurinn: — Ég held bara að ég verði að borða heima, eftir allt saman- Því næst tók hann Soffíu und ir arminn, og lét sem hann vissi ekki af forgangsrétti ungfrú Wraxton að þeim heiðri, og þeg ar þau voru setzt við borðið, skipaði hann henni að segja sér, hvaða flugu faðir hennar hefði fengið í kollinn að vera að fara til Perú. — Brasilíu, ekki Perú, svaraði Soffía. — O, ætli það sé ekki sama út- landið, góða mín. Aldrei hef ég vitað annan eins heimshorna- sirkil og hann föður þinn. Næst fer hann Jíklega til Kína. — Nei, það var Amherst, sem fór til Kína. í febrúar að mig minnir. Sir Horace var látinn fara til Brasilíu, af því að hann er útsmoginn í öllu, sem portú- galskt er, og það er talið, að hon um muni takast að fá ríkisstjór- ann til að hverfa aftur til Lissa bon. Beresford marskálkur er orðinn svo afskaplega óvinsæll, eins og þér vitið. Og engin furða. Hann kann ekki að sætta menn á ekki neina lagni til. — Beresford marskálkur er vinur föður míns, sagði ungfrú Wraxton við Charles, lágum rómi. — Þá verðið þér að fyrirgefa mér, aðvég skyldi segja, að hann setti ekki neina lagni til, sagði Soffía og var fljót að brosa til hennar. — Það er ekki nema satt, en ég býst við, að hann hafi marga aðra góða kosti fyrir því. Það ,er bara leiðinlegt, að hann skuli vera að klúðra því, sem hann á að gera; Ombersiey lávarður og Hubert hlógu að þessu en ungfrú Wrax ton stirðnaði öll upp, og Charles sendi frænku sinni vanþóknun araugnaráð yfir borðið, rétt eins og hann væri farinn að endur- skoða fyrsta álit sitt á henni. Unnusta hans, sem kom jafnan fram eftir ströngum reglum, varð að stilla sig um að svara yfir borðið, jafnvel þótt hún væri að sumu leyti ein af fjölskyldunni, og sýndi höfðingjauppeldi sitt með því að svara Soffíu engu, en fór þess í stað að tala við Charles um Dante, einkum þó með tilliti til þýðingarinnar eft ir hr. Cary. Hann hlustaði á hana með þolinmæði, en þegar Cecilía gerðist svo frökk að segja, að 10 hún væri hrifnarí af Byron, gerði hann enga tilraun til að þagga niður í henni, en virtist þvert á móti vera hálffegin þátttöku hennar í viðræðunum. Soffía snerist eindregið á sveif með frænku sinni, og lét þess getið, að eintakið sitt af ljóðabókinni væri orðið svo slitið, að það væri alveg að fara í hengla. Ungfrú Wraxton kvaðst ekki geta neitt sagt um verðleika skáldsins, af því að móðir sín vildi ekki hafa neitt verka hans í húsinu. Lávarð urinn tók lítt þátt í þessu bók- menntatali, en lét þess þó getið, að Skeiðvallartíðindi væri nægi legar bókinenntir fyrir sig, og svo dró hann Soffíu ú.t úr við- ræðunum með því að fara að spyrja hana um ýmsa gamla kunningja sína, sem nú prýddu hin ýmsu sendiráð, og hún hlyti að vita um. Eftir kvcJdverðinn tóku spilin að kalla á lávarðinn, svo að hann varð að fara, og ungfrú Wrax- ton fór þess hóglega á leit, að yngri systkinin mættu koma nið ur, og að hún hefði ekki séð blessunina hann Theodór síðan hann kom heím í fríinu sínu. En nefndur unglingur kom þá sjálf- krafa og með Jacko á öxlinni, og þá hneig hún aftur á bak í stólinn og æpti eitthvað upp yfir sig í mótmæla skyni. Frú Ombersley varð alveg mið- ur sín og þótti ungfrú Adder- bury hafa staðið illa í stöðu sinni að hleypa apanum út, og svipur inn á ungfrú Wraxton bar það með sér, að hún var hneyksluð. Charles hafði í fyrstu haft hálf gaman af þessu, en þegar hann sá svipinn á unnustu sinni, lét hann þess getið, að enda þótt ap inn gæti verið æskilegur i kennslustofunni, þá væri hann það ekld í setustofu húsmóður- innar, og skipaði síðan Theodór með rödd, sem bauð ekki upp á nein andmæli, að fara með hann úf tafarlaust. Theodór setti upp ólundarsvip og sem snöggvast var móðir þeirra á glóðum, að nú færi allt í uppnám. En Soffía bjargaði þessu við og sagði: — Já, farí5u með hann upp, Theo- dór- Ég hefði átt að vara ykkur við því, að honum er ekki annað verra gert en fara með hann í samkvæmi. Og flýttu þér nú, því að ég ætla að kenna ykkur þetta fræga spil, sem ég lærði í Vín. Hún ýtti honum út um leið og hún talaði, og lokaði á eftir hon um. Þegar hún sneri sér við, sá hún að Charles leit hana köldu augnaráði, og hún sagði: — Er ég fallin í ónáð hjá þér fyrir að koma með leikfang handa_ börn unum, sem þér er illa við? Ég full vissa þig um, að hann er alveg meinlaus og þú þarft ekkert að vera hræddur við hann. — Ég er ekki minnstu vitund hræddur við hann, hvæsti Char- les. — Og það er afskaplega fal- legt af þér að gefa börnunum hann. — Charles, Charies- sagði Ama bel og tognði í ermina hans. — Hún færði okkur líka páfagauk, sem talar svo afskaplega vel! Það var bara hún Addy, sem breiddi alltaf teppi yfir búrið, af því að hún hélt, að einhverjir ruddalegir sjómenn hefðu kennt honum að tala. Segðu henni að gera það ekki! — Ó, guð minn, ég er alveg búin að gera mig ómögulega, æpti Soffía í uppgerðar örvænt- ingu. — Og mannskrattinn lof- aði, að páfagaukurinn skyldi ekk ert segja, sem gæti fengið neinn til að roðna. Hvað á nú til bragðs að taka? En Chárles var farinn að hlæja og sagði: — Þú verður að lesa bænirnar þínar yfir honum á hverjum degi, Amabel, til þess að koma lionum í betra skap. Heyrðu frænka. Hann Horace frændi sagði okkur, að þú værir svo góð siúlka og mundir ekki valda okkur neinum vandræð- um. Nú ertu búin að 'vera hjá okkur tæplega hálfan dag. Mig hryllir að hugsa til þeirrar eyði leggingar, sem þú verður búin að valda að viku liðinni! 4. KAFLI Það hefði varla orðið sagt, að kvöldverðarboð frú Ombersley hefði verið aJlskostar velheppn að, en það vakti hinar og þessar umþenkingar hjá flestum þátt- takendunum. Ungfrú Wraxton hafði neytc friðarins, sem varð þegar börnin settust við spilin og fært sig nær tengdamóður sinni tilvonandi, og tekið upp hljóð- skraf við hana, en loks sneri hún heim til sín, sannfærð um, að hversu meinlaus sem Soffía kynni að vera, þá væri hún að minnsta kosti illa uppalin, og hefði þörf á ýmsum leiðbeining um um hegðun. Hún hafði sagt frú Ombersley, að henni þætti leitt, að dauðsfallið í fjölskyld- unni hefði dregið brúðkaupið á langinn, bar sem hún fyndi að hún hefði getað orðið tengda- — Það eru 7 drengir og 8 stúlkur. móður sinni mikil hjálp í þessu núverandi mótlæti hennar. Þeg ar frúin svaraði því til, og dá- litið snöggt, að sér fyndist ekki heimsókn frænku sinnar neitt mótlæti, brosti ungfrú Wraxton þannig, að það sást, hve hraust lega hún ætlaði að taka öllu, og loks lét hun þess getið, að hún hlakkaði til þegar hún færi að geta létt einhverjum áhyggjum af tengdamóður sinni. Þetta gat nú ekki þýtt annað en það, að ungu hjónin ætluðu sér að búa á einni hæðinni í húsinu, og frú in varð lítt hrifin við þá tilhugs un. Þetta fyrirkomulag var reynd ar alls ekki óhentugt, en frúin mundi mörg dæmi þess, að það bafði gefizt illa. Ekki sízt hjá Melbourne-fjöl- skyldunni. Að vísu mundi ungfrú Wraxton a’.drei setja húsið á ann an endann með óhemjulegum móðusýkisliöstum, en það var lít il huggun. Hitt yrði engu þolan legra, þegar hún færi að hafa heillarík áhrif á systkini Char- less og taka á sig skyldur, sem frúin kærði sig ekkert um að losna við. Charles, sem hafði átt alvarleg ar viðræður við unnustu sína um leið og hann hjálpaði henni upp í vagninn, fór í háttinn í óróu skapi. Hann gat ekki annað en viðurkennt réttmæti að- finnslna Sugeníu, en þar eð hann var sjálfur hreinn og beinn að innræti, kunni hann vel við hisp urslausa framkomu Soffíu, og neitaði alveg að fallast á, að hún tranaði sér fram á óviðeigandi hátt. Honum fannst hún yfirleitt alls ekki neitt hafa tranað sér fram,’ og þessvegna þótti honum það einkennilegt, hversu hún hafði breytí öllu andrúmsloftinu í húsinu. Það hafði hún gert, en hann var ekki viss um, hvort hann væri neitt hrifinn af því! Hvað Soffíu sjálfa snerti, þá hafði hún ennþá meira umhugs unarefni, þar sem frændfólk hennar var, þegar hún gekk til náða. Henni fannst hún vera kom in á ógæfusamt heimili. Cecilía kenndi Charles um þetta, og lík lega með réttu. En Soffía var enginn heimalningur og það hafði ekki kostað ,hana meira en tíu mínútur að taka mál af JAMES BOND Eftir IAN FLEMING f Til allrar ógæfu fyrir Le Chiffre lokaði franska lögreglan klúibbum lians. — Og hvað gerðist þá? Hann varð skelfingu lostinn við þá tilhugsun, að Rússar mundu komast að raun um það, að hann hefði glatað fé þeirra. Þess vegna reyndi hann að vinna þá aftur í spilavítinu. Ombersley lávarði. Vafalaust var hann mikill kross á Charles, og þar sem fjölskyldan að öðru leyti var hrædd við hann, var það engin furða þótt hann væri orðinn harðstjóri á heimilinu. Samt gat Soffía ekki trúað því, að hann væri óbetranlegur, því að Tina hafði hænzt að honum, en þegar liann hló var eins og hann brey ttist allur. Hún fann honum helzt til foráttu, að hann skyldi hafa valið sér svona þraut leiðinlega unnustu. Hún tók sér það nærri, að svona góður mað- ur ætti konu, sem mundi gera sitt bezta til að eyðileggja allt, sem var gott til í honum, en ýta undir hitt, sem verra var. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Borgarnes Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í lausasölu á þcssum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu SIIELL við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Búðardalur Utsölumaður MBL. í Búð- ardal er Kristjana Ágústsdótt- ir. Blaðið er líka selt í Benz- ínafgreiðslu B.P. við Vestur- landsveg. Stykkishólmur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skai á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. AKUREYRI Afgreiðsia Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess i bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjórð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.