Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. júní 1965 Þóra S. Þorvaldsdóttir Minningarorð „Saelir eru hógværir". Þessi «rð komu mér í hug þegar ég Irétti lát frú Þóru Þorvaldsdótt- ur, Framnesvegi 5. Hún átti þá persónutöfra sem gott er að minnast og engum gleymist sem henni fengu að kynnast. Hún var fædd að Tungufelli í Svarfaðardal og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Hún giftist árið 1927 eftirlif- andi manni sínum Guðmanni Þorgrímssyni frá Miklhóli í Við- víkursveit Skagafirði. Þau voru allra fyrstu búskapar ár sín á Kolkós, en fluttu brátt að æsku heimili Þóru, að Tungufelli og bjuggu þar lengst af síðan. Þar komu þau upp níu mannvænleg- um börnum, en urðu fyrir þeirri þungu raun að missa einn son sinn tæplega tvítugan að aldri af slysförum. Eftir það undu þau ekki lengur fyrir norðan, en fluttu fyrir nokkrum árum hingað suður enda flest börn þeirra þá hingað komin og sezt hér að. Það sem mér fannst einkenna Þóru heitina mest, var hið ró- lega og híýja viðmót hennar. Manni leið sérlega vel í návist þessarar myndarlegu og gáfuðu konu, og þeir eru margir sem fóru betri af hennar fundi. Hún var einlæg trúkona og það hef- ur áreiðanlega létt henni þá erf- iðleika sem mættu henni. Hún var umhyggjusöm eiginkona og móðir og betri amma er van- fundin. Ég sendi eiginmanni hennar og börnum og öðrum ættingjum þar á meðal háöldr- uðum föður, búsettum á Dalvík, . \ mmlegar .samuðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Kristín Jóhannesdóttir. „Far þú og ger hið sama“ GUNNAR Bjarnason fyrrverandi skólastjóri á Hólum í Hjaltadal og enn ýmislegt virðulegt að embættisheiti reynir að þvo hend ur sínar af hrossakaupskapnum á Hólum um árið með því að jórtra upp játaða sök mína, þá að hafa villzt á hálfgleymdu er- indi annars manns og haldið það heimaíengið og bætt svo við það öðrum erindum tveimur, svo lok- ið yrði kvæðinu eða, ef öðruvísi skyldi á misferlinu standa, að hafa hugsað allt að því sömu kvæðisbyrjun og annar maður og, birt það ljóðmæli, án þess að| þrautleita hvort nokkuð slíkt hefði borizt á blað annars staðar og er það skrýtið siðskyn að halda sinn hlut batna við hrösun annarra. En það er rétt hjá G. B. að ef uppfinningamaður eða skáld dett ur ofan á sama óg annar, finnur það upp en síðar eða hreinlega hnuplar því, þá er ha'nn óheim- ildarmaður að hugmyndinni eða smíðisgripnum en sá fyrri á þar alla frægð af og fjárvonir í. Ég lét það og verða mitt fyrsta verk, þegar ég sá hvað hafði hent mig, að játa verknaðinn og biðjast af- sökunar. „Far þú“, Gunnar Bjarnason, „og ger hið sama.“ Sigurður Jónsson frá Brún. Hara!dur Loftsson beykir Minning Fæddur 3. ágúst 1893. Dáinn 13. júní 1965. Lífs þíns hér er lokið för, lagt á nýjar brautir, þár sem bíða betri kjör bakvið liðnar þrautir. Hér í gegnum skin og skúr skapaveginn gekkstu. Leysa vanda ærnum úr ýmsa tíma fékkstu. Þér til starfa lag var léð, — lyftir þungum tökum. Fannst mér þú í flokki með frægum Grettis mökum. Ei var lífs þíns gata greið, — gleði sjaldan þegin. Virtist mér þín lægi leið, löngum skuggamegin. Gæfan stundum góðan yl gaf þó sólarmegin, hún þá gegnum skýjaskil skreytti geislum veginn. Heilsan brast og hetjan sjúk harma veginn þræddi. Örlaganna frost og fjúk feist um sálu næddL Þó var barizt þrautar til, — þung var lífsins glíma. Tíðum þá ei skiptu skil skúrum, langa tíma. Raunir harðar þoldir þú þunga sjúkdóms undir. Heim þó næga björg í bú barst þú allar stundir. Ör og viðkvæm var þín önd, vafin tryggðum beztum. Áttir vinarhug og hönd, hlýrri og betri flestum. Atvinna Stúlkur vanar saumaskap óskast við heimasaum. — Upplýsingar kl. 10—12 f.h. Ekki svarað í síma. Lækjargötu 4. Hlýir fylgja héðan þér, hugir frænda og vina. Nú þá kljáð til enda er æviþrautahrina. Börn og kona þylja þökk þér, við leiðarenda. Og með hrærðum hugum, klökk, hjartans kveðjur senda. Þó mig elli þjaki fár, þú ei hverfur minni. Fjörutíu og átta ár okkar stóðu kynni. Öllum þessum árum frá, — eftirleit þó vöndum, finnast snurður engar á okkar vinaböndum. Hlýja þökk minn hugur tér, heillavinur kæri. Ég af hræðru hjarta þér hinztu kveðju færi. Daníel Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.