Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 15
^ Þriðjudagur 22. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 15 Guðmundur G. Hagalln IÍR PARADÍS FERÐAFOLKSINS Lukket land. Moderne spanske noveller. Gyldendal. Köbenih. 1965. ., L í>EIR munu allmargir, sem hafa tekið eftir því, ef þeir á annað borð hafa tamið sér lest ur erlendra bókmennta, að úr- valssmásögur eftir marga höf- unda framandi lands, eru ekki aðeins forvitnilegar sem fagrar bókmenntir. Höfundarnir eru yfirleitt upprunnir úr ýmsum héruðum lands, og sögumar Bpegla breytilega náttúru þess, þjóðfélagsaðstseður, lífhdhætti, trú, siði og hugsunarhátt, sem allt er meira og minna mót- að af sögu þjóðarinnar, áhrif- um náttúrunnar og samskipt- um við umheiminn. Mér fyr- ir mitt leyti finnst, að ég geti fengið í slíkum sögum meiri Ikynni af þjóðunum en nokk- ur ferðabókum — já, um sumt mun gleggri hugmynd en við lestur fræðibóka, svo að ég tali nú ekki um skyndiferða lög með eins eða tveggja daga dvöl í einhverri stórborginni. í fyrra las ég úrval spænskra smásagna á sænsku. Þær sögur voru eingöngu valdar með til- liti til bókmenntalegs gildis og gerðust, að því er séð varð, all- ar fyrir þann tíma, sem Spánn varð Lokað land, og áður en hann varð svo að segja í einu vetfangi eitthvert a'lmesta ferðamannaland heimsins. Öðru máli er að gegna um sög urnar í þessari bók, og ég hafði ekki lengi gluggað í formála hennar og eftirmála, þegar ég ákvað að kaupa hana og lesa hana síðan eins fljót og mér gæfist tóm til. En áhugi minn á þessum sögum, var ekki af sömu rót- um runninn og skemmtiferða- lögin til Spánar, enda hef ég oft heyrt frá þeim sagt og um þau lesið, án þess að verða nokkru nær um nokkuð af því, sem hefur vakið áhuga minn á Spáni. Landið og veðrið er dásamlegt, fólkið vingjamlegt, gott og glatt. Ó, Spánn er draumur! .... Þetta er í fám orðum vitnisburður skemmti- ferðafólksins. Jú, Spánn mundi mörgum vera draumur, en sum um ærið ljótur draumur. Mundi hann ekki öðru hverju verða það ýmsum þeim stjórn- málamönnum lýðræðisríkjanna í heiminum, sem hafa — ým- ist með þögninni eða beinni viðurkenningu — gerzt að liokkru leyti ábyrgir á því á- standi, sem ríkir á Spáni? Og hvað um þá öldunga, sem enn eru á lífi og voru orðnir áhrifamiklir ráðamenn í lýð- frjálsum löndum á árum borg- arastyrjaldarinnar 1936—39? Þá voru lýðræðissinnar Spán- or hörmulega staddir. Nazist- ar og fasistar Þýzkalands og Italíu notuðu her löglegrar stjórnar landsins og yfirráða- svæði hans til að reyna hvað þau dygðu, eyðingartækin, — hvers mætti af þeim vænta, þegar tími væri til þess kom- inn að lata grannana, sem nú héldú að sér höndum, finna of- urltíið fyrir þessum tækjum. Og auk þessa sátu kommúnist- *r Spánar á svikráðum við eamherja sína, vildu gjarnan látá Franeó og þýzka og ít- nlska hjálparmenn hans fækka þeim sem mest — í þeim vænd um að setjast að völdunum, þegar unninn væri bugur á hérjum Francós. Þá sat Stalín f Moskvu, hlakkandi yfir því, •ð þjonar hans á Spáni fórú að hans ráðum. Eins lét hann fara að í Varsjá og síðan í Par- fs og víst hefði hann viljað táka sér í munn orð Marðar Valgarðssonar, af hann hefði þekkt þau: „Hér eigast þeir einir við. .. . “ 2. Pýreneafjöllin eru ekki að- eins landamæri Frakklands og Spánar, heldur líka hins lýð- frjálsa nægtaheims Norður- Vestur- og Miðevrópu og böl- heima ófrelsis, misréttis, fá- tæktar og vanþekkingar. Norð- urlöndin, Bretland, Miðevrópa og jafnvel Frakkland eiga við að búa meira vetrarríki og minna sólfar en lendur Pýr- eneaskagans, en yfir þessum löndum skín röðull frelsis, framfara og síaukinnar mennt unar og velmegunar. Sólarlönd in hinum megin fjallanna miklu eru hins vegar eins kon ar myrkrastofa. Á Spáni ríkir einráður hinn gamli herfor- ingi og obeldisseggur, Francó, í Portúgal mjög lærður fyrr- verandi háskólaprófessor. Þeir voru ekki ýkjamargir í lýðræð islöndunum, sem beinlínis dáðu Francó — og þó var það ekkert lítill hópur áhrifa- manna, sem taldi rétt að láta styrjöldina á Spáni afskipta lausa — ekki aðeins af ótta við að afskipti gætu leitt til heimsstyrjaldar, heldur líka sakir þess, að þeir voru hrædd ir um, að kommúnistar yrðu ofan á Spáni, ef andstæðingar Francós yrðu sigurvegarar, og þá var seinni villan verri hinni fyrri, því að vart töldu þeir við að búast, að Francó yrði framtakssamur um að boða einræði utan Spánar, en aftur á móti var annars að vænta af kommúnistiskri stjórn, sem mundi taka hönd- um saman við franska komm- únista og hlíta um allt for- sögn Stalíns til vaxtar og við- gangs heimskommúnismanum. Öðru máli gegndi um prófess- orinn á valdastólinum í Lissa- bon. Margir dáðu stjórnsemi hans, ekki sízt í fjármálum, sögðu hann fyrirmynd af óeig- ingirni og föðurlandsást og bentu á, að slíkt væri fylgi hans með þjóðinni, að hann þyrfti ekki á að halda afnámi málfrelsis, jafnvel ekki al- mennra kosninga. Skyldi það vera munur að hafa slíkan mann i æðstu völdum eða sið- ferðilega spillta lýðskrumara! Hann varð í sumra augum, meira að segja hér á íslandi, eins konar Friðrik mikli, einn af fyrirmyndarþjóðhöfðingjun- um hins upplýsta einveldis! En svo hefur þá heldur betur fall- ið á gyllinguna á prófessorn- um. Framfarirnar og velsæld- in hafa ekki orðið svo sem við var búizt, og hvað er orðið af irválfrelsinu og kosningarréttin um? Mundi ekki hafa lent í því sama og dæmin sýna að er óhjákvæmilegt, þar sem ein ræði ríkir — í hvaða mynd sem það er? Þá er og ekki laust við, að nýlendumála- stefna prófessorsins hafi vakið óróa í veröldinni .... En marg ir minnast þó einræðisherrans portúgalska af hlýju, sakir þess að í Portúgal áttu fjöl- margir þeirra friðland, sem flúðu ógnir nazismans á árum heimsstýrjaldarinnar og koni- ust síðan vestur um haf — eða til Englands. Þá var og Lissa- bon miðstöð fjölþættrar njósna starfsemi andstæðinga Hitlers og Mússólínis, þó að þar hefð- ust líka við njósnarar þessara einræðistherra, sem annars höfðu aðalstöðvar njósna sinna á Spáni. 3. 1 bókinni Lokað land eru 12 smásögur, eftir jafnmarga höf- unda. Sá elzti þeirra hefur orð ið tvítugur sama árið og borg- arastyrjöldin .spænska hófst, en ■ sá yngsti er aðeins þrítugur í ár og man því ekki ógnir sjálfrar styrjaldarinnar, að neinu nemi. Þriðji er fæddur 1919, en sá elzti af hinum 9 er 41 árs og sá yngsti 34. Ellefu af höfundum sagnanna muna því ekki aðeins það, sem gerzt hefur eftir 1939, þá er borgara- styrjöldinni lauk og heims- styrjöldin hófst, heldur líka ógnaröld þeirra þriggja ára, sem Spánverjar skiptust aðal- lega í tvær fylkingar, er börð- ust af öllu því ofstæki og allri þeirri sáru heift, sem ávallt hefur einkennt borgarastyrjald ir — og við íslendingar könn- umst við úr Sturlungu. Sögurnar í bókina hafa valið tveir menn, þýðandinn, Ebbe Traberg og spænska sagna- skáldið Júan Eduardo Zúniga. Traberg, sem hefur dvalið lang dvölum á Spáni, skrifar stutt- an formála, þar sem hann ger- ir í tiltölulega fáum orðum greirTíyrir hinni ömurlegu að- stöðu skálda og ritihöfunda þessarar þjóðar, sem hefur fyrr og síðar sýnt, að hún er gædd óvenju ríkri fegurðar- þrá og listhneigð, enda á þess- ari öld átt heimsfræga snill- inga á vettvangi heimspeki, bókmennta og myndlistar, þó að 25 ár séu nú liðin, síðan hún var keyrð í fjötra og meg- Salazar inþorri hennar mestu manna á sviði vísinda, bókmennta, blaðamennsku og myndlistar, flýðu úr landi. Traberg skýrir frá því, að sögurnar hafi allar orðið til á síðustu tíu árum — og segir, að sama sé, úr hvaða stétt hinir spænsku rithöfund- ar seinustu ára séu komnir, — þeir skrifi allir um og fyrir hinn mikla, þögla fjölda, sem þeir finni sig í samstöðu með og geri þess vegna þeirra lífs- vanda að sínum. Hann segir og að smásagan og ljóðið henti þeim betur en skáldsagan, þeim leyfist þar í rauninni meira en i henni -— óg auk þess þurfi þeir ærið víða að grípa niður. ósjálfrátt verði þeim svo meira í muna, það sem þeir þurfi að segja held- ur en fórmið, og vegna k- standsins, sem þeir fjalla um, beri frekar á skuggum en sól- skini í skáldskap þeirra, þar sé meira af. þungri alvöru en léttri gleði. Þeir líti þannig á, að í þessu landi ófreisisins verði þeir að taka að sér það hlutverk, sem dagblöðin hafi í löndum ritfrelsis og almenns kosningaréttar. En fróðlegri en formálinn er hinn langi eftirmáli skáldsr ins Zúniga. Hann er í raun- inni' ágrip af bókmenntasögu Spánar síðasta aldarfjórðung- inn. 4. Það voru ekki aðeins lærðir menn, listamenn og skáld, sem flúðu Spán, þegar auðsætt var orðið, að sigur Franoós var viss og ekki langt undan, held- ur mörg hundruð þúsund manna, er tekið höfðu þátt í vörninni gegn ofbeldis mann- inum Francó, sem sigaði Már- um á landa sína og lét sér ekki falla fyrir brjóst, þótt flugvélar Hitlers dræpu hvern einasta mann og eyðilegðu hvert hús í fáeinum misstór- um þorpum, bæði til að full- vissa sjálfan sig og sína menn um tortímingargetu þýzka loft flotans og í þeim vændum að skjóta væntanlegum andstæð- ingum í úrslitastyrjöld veru- legum skelk í bringu. Ef til Francó vill uppskar hann á fundinum 1 Múnohen ávöxt þessarar sán ingar? Áður hafði það komið fyrir í sögu Spánar og haft örlaga- þrungin áhrif á þróun menn- ingar og framfara, að tugþús- undir hinna framtakssömustu jákvæðustu og bezt menntuðu borgara landsins sáu sig knúða til að flýja land, þar eð þeirra biðu ekki aðeins fangelsanir, heldur líka píningar og dauði. Og engu síður en þá urðu af- leiðingar landflóttans 1939 af- drifarikar spænskri hagsæld og menningu. Skáldið Zúniga segir, að engir, sem ekki hafi búið á Spáni á árunum eftir landflóttann, geti gert sér í hug arlund það ömurlega tóm, sem af honum hafi leitt á sviði menningarlífsins. Stjórnarvöldin voru um hríð önnum kafin við hefndarráð- stafanir gegn þeim andstæð- ingum sínum, sem ekki höfðu flúið, og skipulagning róttækr- ar skoðunarkúgunar kostaði mikið fé og umsvif. Þá voru og skæruliðahópar í fjöllunum, og útrýming þeirra reyndist enginn hægðarleikur, því að al menningur í fjallabyggðunum studdi þá eins og hann fram- ast gat og þorði. Varð ekki sigrazt til fulls á þessum skæruliðum fyrr en hálfum öðrum áratug eftir að borgara- styrjöldinni lauk. Loks var slíkt neyðarástand meðal land- búnaðarverkamanna í sumum héruðum landsins, að þeir hófu óeirðir og lögðu undir sig landsvæði, sem stórbændur áttu, og kom þá til kasta her- sveita ríkisins að bæla óeirðirn ar niður og fangelsa uppreisn- arseggina. En þegar lítið eitt hægðist um var farið að hugsa þjpðinni fyrir andlegu fóðri. Var það hlutverk falið gömlum og ör- ugglega afturhaldssömum bóka útgáfufyrirtækjum, og varð hvorutveggja jafnléLegt, frum- samin skáldrit í anda stjórn- arvaldanna og þær þýðíngar, sem töldust meinláusar éða jafnvel stuðla áð æskilegum viðhorfum. Et'tir lok heims- styrjaldarinnar voru sendisveit ir Frakka kallaðar heim og landamærum Frakklands og Spánar lokað. Þá varð ein- angrunin að heita mátti alger á sviði menningalífsins, því að innflutningur erlendra blaða, bóka og rita var háður svo strangri ritskoðun, að hún jafn gilti innflutningsbanni á flestu sem nokkurt gildi hafði — og þá ekki sízt því, sem nýja bragð var af. Undir lok heimsstyrjaldar- innar tók þó lítið eitt að rofa til í spænskum bókmenntum. Sum þeirra skáldrita, sem þá sáu dagsins ljós á Spáni, voru ekki skrifuð aktaskrift í anda stjórnarvaldanna. Þau vituðu og ekki heldur um flótta yfir í ríki rómantísks hugarflugs, en svo voru hömlur ritskoðun- arinnar áhrifaríkar, og þrúg- andi, að þó að þessi skáldrit væru að formi og efnisvali raunsæisbókmenntir, gætti þar ekki djúptækrar skynjunar á þeim raunalega veruleika, sem þær áttu í rætur sínar. Loks kom þar — nokkru eft- ir að heimsstyrjöldinni lauk, að andblær nýs tíma í bók- menntum umheimsins tók að berast til Spánar. Hann kom frá hinum hálfrómönsku lönd- um Ameríku. Þaðan bárust ekki aðeins frumsamin skáld- rit, heldur líka þýðingar — einkum á ítölskum og banda- rískum bókmenntum. Og ung- ir menn, sem nutu meiri eða minni framhaldsfræðslu og voru andlega næmir, sulgu anda þessara bóka eins og eyðimerkurfari vatn úr brunn- um hinnar fyrstu vinjar, sem verður á leið hans. En til þess að þau fræ, sem þarna var sáð, næðu að koma upp og bera blóm, þurfti að komast hreyfing á hið kalda og þvala loft stöðnunar og vonleysis, sem grúfði yfir hinum sól- ríka Spáni. 3. Árið 1953 gerðust tveir at- burðir, sem urðu mjög áhrifa- ríkir í veldi Franoós. Hann samdi við kaþólsku kirkjuna um að hún tæki í sínar hendur alla fræðslu í gagnfræða- og menntaskólum. Ennfremur samdi hann við Bandarikin um að þau fengju herstöðvar á Spáni, og þeir samningar voru auðvitað bundnir þeim skilyrð- um, að hann hefði nokkuð fyr ir snúð sinn. Stúdentar og margt ungra menntamanna voru mjög 6- ánægðir með samninginn um einkarétt kirkjunnar til að ráða og annast fræðslu þeirra unglinga, sem höfðu skilyrði til framhaldsnáms — og raun- ar gætti einnig óánægju í hópi eldri menntamanna, því að auk þess, sem ærið mörgum þóttu völd kirkjunnar nógu mikil fyrir, var þarna um að ræða hagsmunamál þess hluta menntastéttar Spanar, sem ým ist hugðist leggja stund á kennslu í framhaldsskólum eða hafði þegar helgað' sig kennslustörfum í slíkum skól- um. Þessir menn urðu nú yfir- leitt andstæðir stjórnarvöldun- um og tóku höndum saman við áður óánægðar stéttir um und irróður gegn ofurveldi Fránc- ós að svo miklu leyti, ?em hver og einn taldi sér það óhætt, Og svipaðar afleiðingar hafði samningurinn við Bandaríkin. Kaupmenn, skrifstofumenn og handverksmenn höfðu yfirleitt verið afar íhaldssamir og fylgt Francó fast. Þeir voru mjög þjóðerriissinnnaðir og höfðu vænzt þess, að hann mundi auka veg Spánar út á við. Upp á þessa trú hafði hann hresst með þeim kröftum sínum í garð Framhald á bls. 1«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.