Morgunblaðið - 04.07.1965, Page 31

Morgunblaðið - 04.07.1965, Page 31
MORGUNBLADID 31 Sunnudagur 4. júlí 1965 Halifax Framhald af bls. 32 flotinn líka að leita á suðlæg- ari mið. Rússar tóku að veiða þar ýsu, síld og silfurlýsu. Jókst þá veiðin syðst á svæð- inu af þessari sókn. í stuttu máli má segja, að heildarveiðin á öllu svæðinu hafi þó aukizt, fyrst og fremst fyrir aukna sókn í tegundir, sem ekki voru veiddar áður, þ.e. síld og silfurlýsu. Flestir þorsk- og ýsustofn- arnir hafa þegar gefið há- marksveiði. Eina undantekn- ingin eru þorsstofninn við Labrador. >ví er ekki hægt að gera ráð fyrir auknum heild- arafla á þorski og ýsu á þessu svæði, þó að sóknin aukist“. — Hverjar afleiðingar getur þetta ástand haft framvegis? „Ekki hefur tekizt að á- kveða með vissu hlutfallið milli sóknar og afkastagetu karfans á svæðinu, m.a. vegna erfiðleika á því að ákvarða aldur karfa. Þó er haldið, að aukin sókn hafi í för með sér minnkandi aflamagn á sóknar einingu, t.d. 100 togtíma. Lögð var fram skýrsla fiski- fræðinga um þetta mál. Þar kemur fram einróma álit um, að hámarksarði sé náð, og í skýrslunni er hugleiðing um friðunaraðgerðir, sem hægt sé að grípa til, og talið, að frek- ari aukning á möskvastærð muni ekki koma að notum. Vísindamönnum virðist, að heppilegasta leiðin til að við- halda hámarksafla sé beinlínis takmörkun heildarveiðanna, þ. e. tekið verði upp kvótakerfi. Þó er bent á, að framkvæmd þessa kerfis yrði mjög erfið, sérstaklega vegna tíðra og ó- reglulegra breytinga á stærð stofna, sem stafa af missterk- um árgöngum. Því þurfi frek- ari rannsóknir, ef vísindalegt kvótakerfi eigi að komast á. Þetta var þýðingarmesta mál, sem lá fyrir, vegna fram- +— tíðarinnar. Fulltrúarnir fóru þó allir ákaflega varlegum orð um um það, og enginn vildi skuldbinda sig beint. Sú ósk kom þó fram, að málið yrði gaumgæfilega rætt hjá einstök um aðildarþjóðum, svo að skýrari afstaða einstakra aðila gæti komið fram á næsta fundi, að ári. Það er greinilegt, að rann- sóknir á fjárhagseðli á fisk- veiðunum eru ekki eins langt komnar á þessu sviði og fiskirannsóknir, og þyrfti að reyna að brúa það bil“. — Voru nokkrar aðrar ráð- stafanir ræddar, sem komið gætu þarna að liði? „Lítillega var rætt um al- þjóðlegt eftirlit á svæðunum. Umræðum um slík mál er þó lengra komið í NA-svæðis- nefndinni (sérstök nefnd er þar starfandi undir forystu Davíðs Ólafssonar, fiskimála- stjóra). Hefur verið ákveðið, að þjóðir, sem ekki eiga aðild að NA-nefndinni fái þar að- gang að fundum, og reynt verði að leysa þessa hlið mál- anna í einu lagi, sameiginlega. Það verður þó að taka fram í þessu sambandi, að veiðar okkar fslendinga hafa verið tiltölulega litlar, miðað við heildarveiðina, síðustu árin. f fyrra var okkar veiði 4300 tonn af karfa, og svipað magn af þorski. Þorskurinn veiddist mest við V-Grænland, en karfi við Nýfundnaland. Nauðsynlegt er þó fyrir okk ur íslendinga að fylgjast vel með öllu því, sem gerist á NV- svæðinu, sérstaklega ef tekin yrði upp skömmtun, sem eng- in ákvörðun hefur þó verið tekin um“. Síldarstúlkur Nokkrar vanar stúlkur vantar til síldar- söltunar að Haföldunni, Kaufarhöfn. Upplýsingar í síma 12298. Ólafur Óskarsson. Síldarstúlkur Nokkrar vanar stúlkur vantar til sfldar- söltunar að Óskarsstöð, Iiaufarhöfn. Upplýsingar í síma 12298. Ólafur Óskarsson. Ódýrt - Góð kaup Sængurver Koddaver Handklæði Þvottapokar Vinnuskyrtur Drengjaskyrtur kr. 190,00 — 36,00 — 29,50 — 10,00 — 146,00 — 92,00 Nærfatnaður karla og kvenna. SIGLUFJ ARDARFLUG FLU6SÝNAR h.f. HÖFUM STAÐSETT 4 SÆTA FLUGVÉL A SIGLUFIRÐI farþegaflug varah lutaflug SJÚKRAFLUG Gestur Fanndal, kaupmaður SIGLUFIRÐl Soffia, fyrrum Grikkjaprinsessa, með manni sínum Juan Carlos og dætrum tveim, Eleno, eins og hálfs árs og Cristinu( sem heitir fullu nafni Cristina Federica Victora Anb»nia de la Santisima Trinidad og telst ekki óheyrilega langt nafn þar í landi), mánaðar- gamalli Oq nýskírðrL Og ekki í þetta sinn varð það sonur essu, sem einnig gera sér vonir um að verða kóngur og drottning á Spáni þegar Franco fellur frá. Þau írena og Hugo hafa reyndar ekkert barnið átt enn, en rúmt ár er nú liðið síðan þau giftust. Carlistum, fylgjendum Hugo þykir þó ekki halla á þau hjón meðan Soffía og Juan Carlos eiga engan soninn, því það er upp haf tiJkalts Carlista trl kon- ungdæmis að þeir vildu ekki hlíta settum lögum um að konungsdæmi á Spáni mætti erfast í kvenlegg jafnt og karlegg. SVO mikið veður hefur verið gert út aí væntanlegum ríkis- arfa í Grikklandi og svo mikið um Önnu Maríu og Konstantin rætt og ritað, að eldri systir Konstantíns, Soffía, sem gift er Juan Carlos, þeim er talinn er lík- legastur til ríkrserfða á Spáni, íékk að ala annað barn sitt sem næst laus við ásókn og umtal allra þeirra sem aldrei geta séð kóngfólk í friði. Ekki er að efa, að þau Soffía og Juan Carlos hafa verið friðinum fegin, kannske enn fegnari þegar barnið var í heiminn bórið og reyndist önnur dóttirin til. Það fer ekki milli mála, að Soffía hefði heldur viljað ala manni sínum son, einkum vegna þess að sonur myndi styrkja aðstöðu þeirra gagn- vart Carlosi Hugo hinum navarrska og konu hans, írenu, fyrrum Hollandsprins- írena, fyrrum Hollandspri nsessa, meil manni sínum, Car- los Hugo, sem margir Spánverjar vilja heldur fá fyrir konung en Juan Carlos. \ — Vief Cong Framhald af bls. 1 ir í dag að sprengjuárás Banda ríkjamanna á Nam Dinh sé nýtt og alvarlegt skref í áttina til þess að breiða styrjöldina út. Verði Bandaríkjastjórn að taka afleiðingum gerða sinna. „Því meira, sem bandarísku árásar- seggirnir færa út styrjö'dina, því ákveðnari verða N-Vietnam og Þjóðfrelsishreyfing S-Viet- nam í barátva sinni“, segir í til- kynningu Hanoi-stjórnarinnar. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Agústs sigurmundssonar myndskera, sem andaðist 28. júní síðastliðinn, fer fram þriðjudag- inn 6. þ.m., kl. 3 síðdegis frá Dómkirkjunni. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Elínborg Sigurjónsdóttír, Auður Agústsdóttír, Elín Ágústsdóttir, Sigurður Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.