Morgunblaðið - 15.07.1965, Side 2

Morgunblaðið - 15.07.1965, Side 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. júlí 1965 — Alþjóðalána- — sfofnunin Framhald af bls. 24. Innlendar fjárfestingastofnanir Starfsemi Alþjóðalánastofnun- arinnar hefur í auknum mæli Ibeinzt að því að stuðla að stofn- xin innlendra fjárfestingarstofn- ana í þeim löndumj sem IFC starf ar og starfa á líkum grundvelli og hún. Leggur IFC þá oft fram fjár- xnagn til einkafyrirtækja í sam- ■vinnu við hinar innlendu stofn- anir. Sagði hr. Rodriguez, að Í>essi starfsemi hefði gefizt mjög vel og sinntu hinar innlendu íjárfestingastofnanir þá sérstak- lega hinum smærri lánum, en IFC vildi helzt ekki leggja fram minni upphæðir, en rúmlega 20 milljónir íslenzkra króna vegna kostnaðar við athuganir á fyrir- buguðum verkefnum. Reynslan af starfi Alþjóðalánastofnunarinnar Hr. Rodriguez sagði, að Al- þjóðalánastofnunin leitaðist við að vera milligöngumaður milli þróaðra landa, sem hefðu yfir miklu fjármagni að ráða og hinna sem skemmra væru á veg komin og skorti fjármagn til uppbygg- ingarstarfsemi, stofnunin reyndi að leiða saman erlent fjármagn og tæknikunnáttu og innlenda áhugamenn um atvinnuuppbygg- ingu og lagði sérstaka áherzlu á tækniþekkinguna í þessu sam- bandi, þar sem hún væri jafn mikilvæg og fjármagnið sjálft. Hann nefndi sem dæmi um starfsemi IFC, að stofnunin hefði átt þátt í að koma á fót fjárfest- ingarstofnun í Finnlandi með því að leggja fram hlutafé til hennar, en Alþjóðabankinn hefði lagt fram lánsfé. í Grikklandi hefði IFC lagt fram fé í byggingu Sementsverk- smiðju í samvinnu við innlendar lánastofnanir, sem ekki hefðu megnað að lána allt það fé sem til þurfti. IFC á nú þátt að starfrækslu 101 einkafyrirtækis í 01 landi. Samtals hefur hún lagt fram 130 milljónir dala og selt af því 27 milljónir daia aftur. Af þessum 101 fyrirtæki hafa tvö eða þrjú orðið að hætta starfrækslu vegna lélegrar stjórnar. Hr. Rodriguez sagði, að Al- þjóðalánastofnunin gerði sérfulla grein fyrir þeim takmörkunum, sem lítill markaður setti atvinnu uppbyggingu hér á landi. Athygli þeirra beindist einkum að fisk- iðnaðinum, sem skorti fjárfest- ingarlán. Hann kvaðst hafa rætt við fulltrúa Seðlabankans um hugsanlega aðild IFC, að upp- byggingu islenzks fiskiðnaðar og einnig um möguleika á því að koma hér á fót verðbréfamark- aði. Á hinu síðarnefnda væru töluverðir annmarkar, þar til fleiri fyrirtæki hefðu risið hér upp, sem skapað gætu grundvöll að káuphallarviðskiptum hér á landi. Réttast væri að byrja á einhverskonar óformlegum við- skiptum með verðbréf og hluta- bréf. Aðalverkefni sitt hefði ver- ið að kynnast aðstæðum hér á landi og kanna á hvaða sviði möguleikar á aðstoð IFC væru helzt. en það virtist aðallega í fiskiðnaðinum en einnig á fleiri sviðum. IFC mundi taka afstöðu Tveir gamlir samstarfsmenn á Morgunblaðinu hittust óvænt í Aðalstræti síðdegis í gær, Aðalsteinn Ottesen og Ivar Guðmunds- son, sem veitt hefur skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Karachi í Pakistan forstöðu undanfarin ár. ívar kom heim í gærmorgun, en fer héðan aftur eftir nokkra dvöl til Kaupmannahafnar, þar sem hann tekur við forstöðu skrifstofu S.Þ. á Norðurlöndum. Ljósm. Mbl., Ól. K. M., sem þarna átti leið um, tók myndina. Verðfall a skinnym Ga'áar gærur eflirsáitar LOKIÐ er öllum útflutningi freð kjöts, en nokkuð magn saltkjöts er enn ófíutt úr landi á Noregs- markað, sökum sérstakra óska kaupenda þar, segir Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá S.Í.S.. er hann gerir grein fyr ir söluhoifum búnaðarvara og hvað framundan er næstu mán- uðina, í grein í Árbók landbún- aðarins. Nýr-Stormur um miðjan á«;úst LÖGBIRTINGABLAÐIÐ birtir tilkynningu frá Gunnari Hall um að hann reki með ótakmark- aðri ábyrgð útgáfu vikublaðs í Reykjavík, sem heitir1 Nýr- Stormur. Skv. upplýsingum Gunnars Hall hefur útgáfa blaðsins dreg- izt nokkuð vegna sumarleyfa í prentsmiðjum, en nú mun 1. tölublað væntanlegt um miðjan næsta mánuð. til aðstoðar við einkafyrirtæki á íslandi, þegar ákveðin verkefni lægju fyrir og athuganir á þeim hefðu farið fram. Hann kvað augljóst, að ísland byggi yfir tveimur megin auðlindum, sem nýta þyrfti. ódýru vatnsafli og fiskimiðunum. Mikilvægt væri, að koma á aukinni hagræðingu og nútímatækni á svibi fiskiðn- aðar. IFC vonaðist til þess að taka þátt í því og einnig í nýjum verkefnum á sviði fiskiðnaðarins. Taskan hvarf FÆREYSK stúlka, Kristín Björk Henriksen, Hringbraut 86, kom til landsins í gærmorgun með m.s. Heklu. Þegar hún hafði látið tollskoða farangur sinn var allstór gulbrún leðurtaska, sem Kristín hafði meðferðis, flutt út í bíl, en þegar Kristín kom heim til sín í bílnum saknaði hún töskunnar. Maður, sem kom til móts við Kristínu á hafnarbakkanum, bar töskuna út í bílinn, en þurfti að fara frá honum til að sækja meiri farangur. Kann, a’ð vera, að hann hafi i athugunarleysi sett töskuna í annan bíl, eða að henni hafi verið hnuplað úr rétt- um bíl meðan maðurinn brá sér frá. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um töskuna, eru beðnir að snúa sér til rannsó'kn- arlögreglunnar. Leðuról er spennt um töskuna miðja, en í henni eru ýmsir mikilvægir per- sónulegir munir Kristínar. Eldur í bifreiðaverk- stæði á Akureyri AKUREYRI 14. júlí — í- kviknun varð í bifreiðaverk- stæðinu Þórshamri kl. tæplega 5 í dag. Verið var að hreinsa hreyfil úr stórum flutningabíl í litlu herbergi, þegar eldurinn gaus skyndilega upp, svo að her- bergið varð alelda á augabragði. Tveir menn voru staddir þar inni og gátu þeir með naumind- um forðað sér, en annar þeirra, Guðjón Oddsson, vélvirkjanemi, brendist nokkuð á fæti og var fluttur í sjúkrahús til læknisað- gei ðar. Starfsmenn verkstæðisins réð ust þegar í stað eldinum með handslökkvitækjum, sem lítt dugðu, en jafnframt var hringt á slökkviliðið, sem brá skjótt við og slökkti að fullu á hér um bil hálftíma. Var eldurinn þá kom- inn í þak hússins, sem einangrað var með kurli. Varð að rjúfa þakið til að komast fyrir eidinn. Skemmdir urðu nokkrar á hús inu, en ekki er enn að fuilu vit- að um tjón á vélum og tækjum. —Sv. P. 14 ára drengir stálu bí — og lentu í árekstri í GÆR var að draga til S-átt- ar á SV-landi og gekk á með smáskúrum. Annars staðar var hægviðri óg góðviðri um allt land og hiti 10—14 stig, mest 16 'stig í Haukatungu. Mjög grunnt lægðarsvæði suð ur af Grænlandi þokast hægt NA-eftir. í FYRRAKVÖLD um miðnætti stálu 14 ára drengir jeppa á bílastæði hér í borg og óku af stað í honum, en lentu í árekstri vi'ð kyrrstæðan VW-bíl er þeir misstu stjórn á jeppanum, og kastaðist VW-bíllinn á aðra bif- reið við áreksturinn. Skemmdir urðu litlar á bílunum. Drengirnir voru á gangi niðri í miðbæ um miðnætti, en lögðu síðan leið sína upp á bílastæði á horni Ingólfsstrætis og Hall- veigastígs. Var annar drengjanna me’ð lykil í vasanum og tókst þeim að komast inn í eina bif- reiðina, sem þarna stóð, en lyk- illinn gekk ekki að kveikjulásn- um. Gengu þeir næst að jepp- anum G 3201 og gátu opnað hann og sett í gang með lyklinum. Óku þeir síðan af stað upp Freyju- Drengur á reið- hjóli fyrir bíl SKÖMMU fyrir kl. 10 í gær- kvöldi varð drengur á reiðhjóli fyrir bíl á Hrísateig. Drengurinn, ( Gunnar Andrésson, Sundlauga- ; veg 20, mun hafa fótbrotnað og var hann fluttur i Landspítal- ann. , götu, en á Njarðargötuhorninu j kom bifreið á móti þeim og önn- ur niður Njai'ðargötu. Misstu þá sá, er við stýrið sat stjórn á jeppanum með þeim afleiðingum að hann ók á VW-bíl, sem lagt var við hornið. Kastaðist WV- bíllinn á Simcabíl er stóð þar rétt hjá. Lögreglan kom á vettvang og tók annan drenginn í vörzlu ! sína en sá er ók jeppanum, var | flúinn og kom ekki heim til sín ' fyrr en í gærmorgun. Eins og áður segir urðu litlar skemmdir á bifrei’ðunum. —■ Hækkun Framhald i bls. 24 sem hér segir: Einstök fargjöld hækki úr 4:00 í kr. 5:00. Farmiða blokkir fyrir kr. 100.00. Nú 34 mi’ðar á kr 2.94, verði 30 miðar á kr. 3.33. Farmiðablokkir fyrir kr. 25.00: Nú 7 miðar á kr. 3.57 verði 6 miðar á kr. 4,17. Einstö'k fargjöld barna: Nú kr. 1,75 hækki í kr. 2.00. Farmiða- blokkir barna fyrir kr. 25.00: Nú 20 miðar á 1,25, en vérði 18 miðar á kr. 1,39. Laigt verður til sem fyrr segir, að gjaldskrá Hitaveitunnar skuli reiknuð með 10% álagi. Þar segir ennfremur: Garnir af haustframleiðslunni er.u að mestu ieyti seldar, en unnið er ennþá að ’ hremsun þeirra í sumum garnastöðvanna. Áætlað er að flytja verði úr landi verulegt magn af mjólkurafurðum, sér í lagi af osfi, nýmjöli og kaseini, en um bað er erfitt að spá á þessii. stigi máisiiis og fer að sjálfsögðu mikið eflir því hvernig árar. Gærur af haustframleiðslunni eru allar seldar og að mestu lok ið útflutningi. Tala grárra gærá haustfran-.Ieiðslunnar 1964 hefur aukizt hluttallslega miðað við framleiðslu ársins á undan og gekk sala þeirra greiðlega. Verð lag ullar hefur verið með lægsta móti á erlendum mörkuðumá vet ur, og hafa sölur verið tregar sem af er árinu. Ull af árgang- inum 1964 reyndist heldur minni að vöxturn en árið á undan, enda færra fé á fóðrum, en búast má við talsverðri aukningu í sumar. Enn er of snemmt að spá um fáanlegt verð fyrir vorkópaskinn af þessa árs framleiðslu, en eins og kunnugt er, varð mikið verð- fall í fyrra miðað við árið á und- an. — „Mariner 4" Framhald af bls. 1 en jórðin, og hitastig þar mjög breytilegt, frá um 4 stig um ccisíus á „sumar“-dögum, niður i 60—70 stiga frost á „vetrai“-nóttum. Talið er, að „loft ’ sé ákaflega lítið, en kunni þó að geyma nokkuð vatn eða raka. Þyngdaraflið er þar mun minna en á jörð- inni, eða rúmur einn þriðji þess, sem gerist á jörðunni. 100 kg maður myndi aðeins vega um 33 kg þar. Menn liafa löngum tekið eft ir útlitsbreytingum á yfir- borði Merz. Yfirborðið er að tveiirur þriðju hlutum rauð- gult. Þá þykjast menn þar hafa merkt dökka bletti, sem breyti um lit eftir árstíðum, og sa grænleitir á hlýrri árs tímura. Margir álíta, að þar sé um gróður að ræða, sem fái vatn írá „heimsskautsís“, hvít um skautsbettum, sem virðast vaxa á kaldara tíma ársins en minnka með hlýindum. Nokkr ir stjörunfræðingar segjast hafa séð rákir í yfirborunu, sem he’zt minni á skurði. Marz hefur tvo fylgihnetti, „mána“, sem eru mjög smáir, annar aðeins um 12 km í þver mál, hinn um 26 km. Sá minni Deimos, er um 2000 km frá stjörnunni, og fer umhverfis hana c-inu sinni á hverjum 30 klukkuotundum. Phobos, sá stærri, er í um 6000 km fjar lægð, og „kemur hann up og „sezt“ þrisvar sinnum á hverjum Marzdegi. Marz er að því leyti lík jörðinni, að árstíðaskipti eru þar mjog lík og dagurinn að eins 40 mínútum lengri. Myndir, teknar i næsta ná- grenni Mars, geta varpað al- gerlega nýju ljósi á þessa reikistjörnu, sem lengi hefur verið eitt helzta rannsóknar efni stjornufræðinga. Hafa ýmsir þeirra komið fram með getgátur um, að líf kynni að vera fyrir hendi á Mars. Ekki er óhugsanlegt, að „Mariner 4“ get; varpað á það ljósi, gangi allt að óskum. Nokkur tími nnm þó líða, þar til aliar mvndirnar, sem fyrrhugað er taka, 21 talsins, verða komnar til jarðar því að hálfa níundu klukkustund tekur að senda hverja þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.