Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. júlí 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN boðið geti farið vel fram. Það kumraði eitthvað í hr. Rivenhall, er hann gekk til her- bergja sinna. Þegar hann sást næst, var það nokkrum mínútum fyrir átt'a til að taka þátt í kvöld verðinum með fjölskyldu sinni. Yngstu systur hans tvær, sem skemmtu sér við að hanga út yfir handriðið á stiganum upp á hæð- ina þar sem kennslustofan var, og þær hvísluðu til hans, að hann væri svo fínn, að enginn af herr- unum mundi komast í hálfkvisti við hann. Hann leit upp, hlæj- andi, því að enda þótt hann væri vel vaxinn og viðeigandi klædd- ur í hvítar silkí-stuttbuxur, hvítt vesti, röndótta sokka og aðskor- inn frakka með mjög síðum löf- um, þá vissi hann, að helming- urinn af herrunum mundi standa honum framar í klæðaburði. En þessi innilega aðdáun litlu systr- anna hans mýkti verulega skap- ið í honum ,og er hann hafði lof að þeim að senda þjón upp til þeirra með ís, seinna, gekk hann inn í setustofuna og gat meira að segja komið sér til að hrósa systur sinni og frænku fyrir kjól- ana þeirra. Soffía hafði valið sér skraut- legasta kjólinn sinn, og Jane Storidge hafði gengið vandlega frá hárinu á henni, sem gljáði og glitraði. Frú Ombersley gat ekki annað en dáðst að búningi henn- ar og gat ekki stillt sig um að líta um leið á Cecilru með móður legri hreykni. Og faðir hennar, var einnig að dást að henni, og aðeins vantaði ungfrú Wraxton til að draga úr mestu aðdáuninni. Og það fór líka svo, að haun þurfti ekki lengi að bíða. Eftir langa umhugsun hafði ungfrú Wraxton ákveðið að koma á dansleik Soffíu, og hafði feng- ið samþykki móður sinnar með því að fullvisa hana um, að hún ætlaði ekki að taka þátt í dans- inum. Hún kom fyrst kvöldverð- argestanna í fylgd með Alfred bróður sínum, sem gaf Soffíu og Ceciliu óspart auga gegn um skaftglerið sitt, og sló þeim svo svæsna gullhamra, að Cecilia roðnaði upp í hársrætur og aug- un í Soffíu ljómuðu. Ungfrú Wraxton, sem var íklædd lítt á- berandi kjól og hafði komið með þeim ásetningi að falla öðrum í geð, gegn borgun í sama, hrós- aði einnig Ceciliu og Soffíu fyrir búning þeirra, og fékk í staðinn vingjarnlegt augnatillit frá Char les. Við fyrsta tækifæri, sem hann fékk til að komast nærri henni dró hann fram stól handa henni og sagði: — Ég þorði nú ekki að vona að þú gætir komið. Þakka þér fyrir. Hún brosti og þrýsti hönd hans ofurlítið: — Henni mömmu lík- aði það nú ekki, en sannfærðist samt um, að það gæti verið viðeigandi fyrir mig að koma, eins og á stóð. En ég þarf ekki að taka það fram að ég ætla ekki að dansa neitt. — Það þykir meér vænt um að heyra, því að með því gefur þú mér átyllu til að sleppa við það líka. Hún setti upp ánægjusvip en sagði samt: — Nei, þú verður að gera skyldu þína, Charles. Ég heimta það. — Greifafrú Vallacanas! til- kynnti Dassett. — Guð minn almáttugur, sagði Charles við sjálfan sig. Greifafrúin kom inn í salinn í allri sinn dýrð, íklædd gylltu silki, og sást varla í hana fyrir gulli og gimsteinum. Ombersley lávarður dró snöggt að sér and- ann, og stóð upp til að heilsa þessum tigna gesti með viðeig- andi viðhöfn. Hr.Rivenhall gleymdi því al- veg, að hann talaði ekki lengur við hina andstyggilegu frænku sína, og hvíslaði í eyra Soffíu: — Hvernig gaztu fengið hana til að hreyfa sig þetta mikið? Hún hló. — Nú, hún ætlaði hvort sem var að vera nokkra daga í London, svo að ég þurfti ekki annað en leigja handa henni herbergja röð í Putneyhótelinu og fyrirskipa Pepitu, þernunni henn ar, að senda hana hingað til okk- ar í kvöld, hvað sem raulaði og tautaði. 27 •— Ég furða mig á, að hún skyldi nenna að hreyfa sig þótt ekki væri meira en þetta. — O, hún vissi, að ég mundi bara koma sjálf og sækja hana, ef hún ætlaði að skrópa. Nú komu fleiri gestir og hr. Rivenhall fór að hjálpa foreldr- um sínum að taka á móti þeim, stóri salurinn fór að fyllast og klukkan var ekki nema fáar mín- útur yfir átta, þegar Dassett gat tilkynnt, að kvöldverður væri til reiðu. Gestirnir, sem söfnuðust sam- an við kvöldverðinn hefðu verið nægilega tignir til að gera hverja húsmóður hreykna, því að þarna voru margir framandi sendiherr- ar og tveir ráðherrar úr ríkis- stjórninni ásamt konum sínum. Frú Ombersley hefði getað fyllt alla sali sína aðalsfólki, en þar eð maður hennar hafði lítinn áhuga á stjórnmálum, voru póli- tíkusarnir fremur utan seiling- ar hennar. En Soffía, sem þekkti fyrst og fremst allan aðalinn, meira og minna, hafði alizt upp innan um sendiherra, og frá þeim degi er hún setti fyrst upp hár- ið og kom í síð pils, höfðu allir slíkir menn verið kunningjar hennar. Kunningjar hennar — eða öllu heldur Sir Horace — voru þarna áberandi margir, en jafnvel ungfrú Wraxton, sem var vel á verði eftir einhverri fram- hleypni af Soffíu hálfu, gat ekk- ert fundið aðfinnsluvert við hegð un hennar. Úr því að allur undir- búningur veizlunnar hafði hvílt á hennar herðum, hefði mátt bú- ast við, að hún hefði haft sig í frammi og það um of, en því fór svo fjarri og hún sýndist meira að segja hlédræg og við borðið takmarkaði hún viðræður sínar við herrana, sem sátu henni til hvorrar handar. Ungfrú Wraxton sem hafði með sjálfri sér kaliað hana flennu, varð að játa, að samkvæmissiðferði hennar, að minnsta kosti, var hafið yfir alla gagnrýni. Dansleikurinn, sem hófst klukkan tíu, var haldinn í stóra salnum baka til í húsinu, sem til þess var ætlaður. Hann var upp- ljómaður af hundruðum kerta í mikilli krystals ljósakrónu, sem hékk úr miðju lofti og hafði ver- ið tekin úr rykhlífum sínum þrem dögum áður, svo að þjón- arnir gætu fægt hana, enda gljáði hún nú og glitraði, eins og samsafn af risavöxnum demönt- um. Miklu af blómum hafði verið komið fyrir í báðum endum sal- arins, og ágæt hljómsveit hafði verið fengin, án tillits til þess, hvað hún kostaði (hugsaði hr. Rivenhall með gremju). Þrátt fyrir alla stærðina, varð salurinn brátt fullur af skraut- búnu fólki, og enginn efaðist um, að þetta yrði velheppnað sam- kvæmi, og meira gat engin hús- móðir óskað sér. Dansinn hófst á sveitadansi og hann varð hr. Rivenhall, stöðu sinnar vegna að dansa við frænku sína. Hann leysti þá skyldu sína af hendi óaðfinnan- lega og hún með yndisþokka, og ungfrú Wraxton, sem sat á stóli utan til í salnum, brosti náðar- samlegast til þeirra. Hr. Fawn- hope, sem var ‘ágætur dansmaður var um leið að dansa við Ceciliu, til mikillar gremju fyrir hr. Riv- enhall. Hann taldi, að systir hans hefði átt að ætla fyrsta dansinn einhverjum mikilvægari gesti, og ekki batnaði skápið við að heyra utan að sér aðdáunarorð um þetta fríðleikspar. Hvergi naut hr. Fawnhope sín betur en í dans sal, og hamingjusöm var hver kona, sem hann bauð upp. Öfund araugu eltu Ceciliu og fleiri en ein dökkhærð stúlka óskaði þess, að -úr því að hr. Fawnhope væri sjálfur eins og ljóshærður eng- ill, þá ætti hann heldur að sækj- ast eftir dökkhærðum en ljósum. Bromford lávarður varð of seinn að ná í fyrsta dansinn hjá Soffíu — allt fyrir skyldurækni Charles, og hafði hann þó komið með þeim fyrstu, og þar eð vals kom næst á eftir sveitadansinum, leið alllangur tími áður en hon- um tókst að dansa við hana. Með- an valsinn var dansaður, stóð hann og horfði á, og einhvernveg inn barst hann til ungfrú Wrax- ton, og skemmti henni síðan með áliti sínu á valsinum. Á því sviði var hún honum nokkurn veginn sammála, en komst þó hóflegar að orði, og sagði, að enda þótt hún væri sjálf ekkert hrifin af valsinum, væri samt ekki hægt að fordæma hann alveg, þar sem hann hefði verið leyíður í Almackklúbbnum. — Ekki sá ég hann dansaðan í landsstjórahúsinu, sagði Brom- ford lávarður. Ungfrú Wraxton, sem hafði un- un af að lesa ferðabækur, sagði: — Jamaica. En hvað ég öfunda yður af dvöl yðar í því eftirtekt- arverða landi. Ég er viss um, að það er einhter rómantískasti staður, sem hægt er að hugsa sér. Bromford lávarður, sem hafði COSPéR. — Er hætt að rigna? : / aldrei í æsku hrifizt neitt af Spænska hafinu, svaraði, að eyj- an hefði sitthvað til síns ágætis, og tók svo að lýsa hinum lækn- andi verkunum ■ heilsubrunna hennar, og allt þetta hlustaði ungfrú Wraxton á með áhuga, og sagði síðar unnusta sínum, að henni fyndist lávarðurinn vera fróður og vel menntaður. Það var liðið fram á mitt kvöldið, þegar Soffía, lafmóð eft ir hraðan vals við hr. Wychbold, stóð úf við vegg og var að svala sér með blævængnum sínum og horfa á pörin, sem snerust í hring á gólfinu, meðan herrann hennar var að ná í ískælt sítrónuvatn handa henni. Allt í einu sá hún þokkalegan herramann, sem kom til hennar og sagði brosandi: — Quinton majór, vinur minn, lofaði mér að hann skyldi kynna mig hinni ágætu Soffíu, en svo fer fanturinn í hvern dansinn eftir annan og gleymir mér al- farið. Komið þér sælar, ungfrú Stanton-Lacy. Þér afsakið, hvað ég fer óformlega að þessu, er það ekki? Það er ekki nema satt, að ég á ekkert erindi hérna, því að ég var ekki boðinn, en Charles fullvissaði mig um, að hefði ég ekki verið sagður rúmliggjandi, hefði ég áreiðanlega fengið boðs- kort. Hún horfði á hann með sínu venjulega, frjálsmannlega augna ráði og reyndi að átta sig á hon- um. Og henni leizt vel á mann- inn. Hann var lítið eitt yfir þrít- ugt, ekki beinlínis laglegur, en með viðkunnanlegan svip, sem varð enn viðkunnanlegri af því að augnaráðið var glettið. Hann var meira en meðalhár og hafði vel lagaðar herðar, og ágætan fót fyrir reiðstígvél. — Það var illa gert af Quinton majór, sagði Söffía brosandi. En þér vitið sjálfsagt, hvaða flauta- þyrill hann er. Við hefðum átt að senda yður kort? Þér verðið að fyrirgefa okkur. Ég vona, að veikindi yðar hafi ekki verið neitt alvarleg. — Onei, bara leið og auðmýkj andi, svaraði hann. — Gætuð þér trúað þvi, að maður á mínum aldri gæti fengið barnasjúkdóm eins og hettusótt? Soffía missti blævænginn. — Hvað segið þér? Hettusótt? — Hettusótt! endurtók hann JAMES BOND <■ -Þ Eftir IAN FLEMING og rétti henni blævænginn. Mig skal ekki furða þó að þér verðið hissa. — Þá eruð þér Charlbury lá- varður, sagði Soffía. Hann hneigði sig, — Það er ég og ég sé að frægð mín hefur orð- ið á undan mér. Ég hefði nú ógjarna viljað vera í huga yðar „maðurinn með hettusóttina“, en það sé ég nú samt, að ég hef orð- ið. — Við skulum setjast, sagði Soffía. Honum virtist vera skemmt, en fylgdi henni að setbekk við vegg inn. — Æ, má ég ekki ná í glas af sítrónuvatni handa yður? — Hr. Wychbold — þér þekkið hann sjálfsagt — er þegar far- inn að sækja það. En mig langaði til að tala við yður stundarkorn, því að ég hef heyrt yðar talsvert getið, skiljið þér. Fyrir 50 árum var Royale-les-eaux staður hinna ríku og þeirra, sem tefla um gull — og lífið. aðeins lítili strandbær. Nú er hann Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á EskifirSi er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafírði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans og söluturni Kaupfé- lagsins er blaðið einnig selt í lausasölu. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunólaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til f jölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.