Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐID Fimmtudagur 15. júlí 1965 Aukavinna — Prentari óskar eftir aukavinnu. — Vinnur vaktavinnu. Upp- lýsinga'r í síma 34658. Klæðum húsgögn Klæðum og gerum upp bólstruð' húsgögn. Sækjum og sendum yður að Kostnað arlausu. Valhúsgögn, Skóla vörðustíg 23. — Sími 23375. Ryðbætum bíla með plastefnum. Ársábyrgð á vinnu og efni. Sækjum bíla og sendum án auka- kostnaðar. Sólplast hf, Lágafelli, Mosfellssveit. — Sími um Brúarland 22060. Nýkomnar sumarblússur ódýrar í mörgum litum. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. Ráðskona Stúlka óskast í sveit um óákveðinn tíma. Upplýsing- ar í síma 34872, eftir klukkan 3 e.h. Loftpressur til leigu. — Gustur h.f. Sími 23902. Tek að mér að smíða eldhúsinnréttingu og fata- skápa. Sími 41373. Vantar 2—4 herb. íbúð í Hafnarfirði eða Reykja- vík 1. sept. eða fyrr. Uppl. í síma 31053. Múrarar Tilboð óskast í að múr- húða utan Goðheima 2. — Uppl. í síma 30648 og 32903 Til sölu lítil þvottavél og barna- vagga á hjólum. Upplýsing ar í síma 51895. Geymsluhúsnæði Ca. 150 ferm. geymsluhús næði, er til leigu. Uppl. í símum 19811 og 40489. Lækkað verð á prjónagarni, sem hefur óhreinkast smávegis eða þvælst í hillum. Margar tegundir. HOF, Laugav. 4. Sængurveradamask Margar tegundir. Mjög gott verð. HOF, Laugavegi 4. Til sölu stálvaskur með blöndunartækjum og minnsta tegund af Rafha- eldavéL. Uppl. í síma 17665 Ef þér þurfið að kaupa hjól undir heyvagn, kerru eða aftaní- vagn, þá hringið í síma 10624, frá kl. 18—20. ÞAÐ er alveg örugt, Sir. Horna fjarðar-TUNGLIÐ er bezt! Storlí- urinn sagði að hann hefði verið að fljúga yfir miðborginni, sem svo er nefnd til aðgreiningar frá Silf- urtúni og Smálöndum, og þar í Grjótaþorpinu, þar sem fróðir menn telja, að Hallveig Fróða- dóttir hafi a.m.k. haft sorphaug sinn, hitti hann æfareiðan mann. Storkurinn: Það er sjón að sjá, þig, maður minn! Maðurinn: Já, í dag er ég reið ur, í dag vil óg drepa. Sjáðu þessa bíla hérna í Bröttugöt- unni. Þarna loka þeir alveg þessari mjóu götu. Ég er búinn að bíða hér í hálftíma, og þeir segjast fara þegar þeim sýnist. Hérna er bæði matvöru- verzlun og efnaiaug, sem þurfa vörusendingar, en allt um það, þessir bílar hafa engan rétt til að stöðva þannig umferð á op- inberri götu. Hvar er lögreglan nú? Er hún máski í felum úti í Fischersundi, sem er nú ein vandræ'ðagatan til? Fyrst ég náði í þig, storkur minn, bið ég þig skila því til þessara ósvifnu bílstjóra, að framvegis mun ég skrifa upp númer bílanna, leiða vitni að og kæra þá, ef þeir láta ekki af þessu athæfi. Storkurinn var manntetrinu al- veg sammála og með það flaug hann upp á Morgunblaðshúsið, stóð á annari löppinni og söng við raust í gleði sinni yfir sum- arblíðunni. í RÉTTIR Frá Mæðrastyrksnefnd. HvíldaTvika Mæðrastyrksnefndar að Hlaðgerðar- koti í Mosfelissveit verður 20. ágúst. Umsókn sendist nefndirmi sem fyrst. Al'Lar nánari upplýsingao: í síma 14349 daglega miHi 2—4. Kvenfélagasamband íslands: Skriif- stofan verðu-r lokuð um tíma vegna sumarLeyfa og eru konur vinsamleg- ast beðnar að sniúa sér til formanms saanb andisins, frú. Helgu Magnúsdóttur á BlikaötÖðuan, sími um Brúarland með fyrirgreiðslu meðan á sumar- ieyfum stendur. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins í Reykjavík fer í 8 daga skemmtiferð 21. júlí. Allar upplýsingar í Verzlun- inni Helma, Haifnajrstræti, sími 13491. Aðgöngumiðar verða seldir félagskon- um á föstudag geng framvísun skír- teina. Rauða kross deild Hafnarf jarðar: Aðalfundur er í kvöld kl. 8:30 í húsi Jóns Mathiesens (uppi á Lofti) kaup- manns við Strandgötu. Gjafabréf sundlaugarsjóðs Skála- túnsheimilisins fást í Bókabúð Æsk- unnar, Kirkjuhvoli, á skrifstofu Styrkt arfélags vangefinna, Skólavörðustíg 18 og hjá framkvæmdanefnd sjóðsins. Ferðanefnd Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík efnir til skemmtiferðar 1 Borgarnes og um Borgarfjörðinn n.k. sunnudag, 13 júlí. Farið verður frá Fríkirkjunni ki. 8.30 f.h. Farmiðar eru seldir í Verzlunirmi Bristol. Nánari upplýsingair 1 símum 18789, 12306 og 23044. Óháði söfnuðurinn. Sunnudaginn 18. júlí kl. 9 að morgni fer safnaðar- fólk í skemmtiferðalag. Leiðin, sem farin verður, er um Kaldadal og víða um Borgarfjarðarhérað. Farseðl- ar seldir hjá Andrési Andréssyni, Laugaveg 3. Konur Keflavík! Orlof húsmæðra verður að Hlíðardalsskóla um miðjan ágúst. Nánari upplýsingar veittar í símum 2030 ; 2068 og. 1695, kl. 7—8 e.h. til 25. júlí. — Orlofsnefndin. Borgarbókasafn Reykjavíkur er lokað vegna sumarleyfa til þriðjudagsins 3. ágúst. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS KVÖLDÞJÓNUSTA VERZLANA Vikan 12. júlí til 16. júlí: Drífandi, Samtúni 12; Kiddabúð, NjáLsgötu 64; Kjötbúð Guðiiaugs Guð i mundssonar, Hofsvallagötu 16; Kosta- I kjör s.f., Skipholti 37; Verlun Aldan, Öldugötu 29; Bæjarbúðin, Nesvegi 33; Hagabúðin, Hjarðarhaga 47; Verzíímin Réttarholt, Réttarholtvegi 1; Suruui- búðin, Mávahlíð 26, Verzlunin Búrið Hjal'lavegi 15; Kjötbúðin, Laugavegi | 32; Mýrarbúðin, Mánagötu 18; Eyþórs búð, Brekkulæk 1; Verzhinin Bald- ursgötu 11; Holtsbúðin, Skipasundi 51; Silli & Valdi, Freyjugötu 1. Verzl. Einars G. - Bjamaeonar v/Breiðholts- veg. Verzlu-n Vogaver, Gnoðarvogi 44—46. Verzlunin Ásfoúð, Selási; Kron Skólavörðustíg 12. Smóvorningur Kirkja hefir verið reist á Þing völlum þegar eftir kristnitöku. Kirkjur voru þar len.gi tvær, að menn ætla, sóknarkirkja og þin.gkirkja. Núverandi kirkja var reist um 1860. Hún rúmar um 50 majins. Mitt er silfrið, mitt er gullið, segir Drottinn hersveitanna. (Hagg. 2,8). 2 L x. i I Nætur- og helgidagavarzla I dag er fimmtudagur 15. júlí 1965 og er það 196. dagur ársins; fiftir lifa 169 dagar. Skilnaður postula. 13. vika sumars. Árdegisflæði kl. 07:30. Síðdegisflæði kl. 19:50. iNæturvörður í Reykjavík vik- una 10.—17. júlí 1965 er í Vest- urbæjar Apóteki. Upplýsingar um Iæknaþjón- ustu í borginni gefnar í sím- svara Læknafélags Reykjavíkur, sími 18888. Slysavarðstofan í Heilsuvemd- arstöðinni. — Opin allan sólar- hrineinn — símí 2-12-30. Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur: Á skrifstofu- tíma 18222, eftir lokun 18230. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga lækna í Hafnarfirði í júlímán- uði 1965: 7/7 Ólafur Einarsson, 8/7 Eiríkur Björnsson, 9/7 Guð- mundur Guðmundsson, 10/7 Jósef Ólafsson. 10—12/7 Guð- ur Einarsson, 14/7 Eiríkur Björna son, 15/7 Guðmundur Guðmunds son, 16/7 Jósef Ólafsson, 17/7 Eiríkur Björnsson. Framvegis verður tekið á móti þeim, er gefa vilja blóð i Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga. fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—lf f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Laugar^aga frá kl. 9 ’l f.h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegiia kvöldtímans. Holtsopótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9. — 7., nema laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi daga frá kl. 1 — 4. Hinn 5. júní s.l. voru gefin sa.man í hjónaband í ísafjaröar- kirkju af séra Sigurði Kristjáns- syni ungfrú Kristín B. Krist- mundsdóttir, ísafirði og Riohard O. Þórarinsson, Reykjavík. Heim ili þeirra er á Hvassaleiti^ 6, Reykjavík. (Ljósjn.: B.L.G. ísa- firði) HNIPL MAÐUR kom að máli við Dagbókina í gær og kvartaði yfir, hve hnupl barna í Há- teigshverfi væri algengt. Mað urinn sagði að þrívegis hafi böm gert tilraun til að stela úr hílskúr hans að Flókagötu 45 og síðast í fyrradag hefðl strák, svona á að gizka 10 ára gömlum, tekizt að stela verkfærakistu, sem staðið hafi í bílskúrnum. Maðurinn seg- ist hafa séð tii stráksa, en ekki náð að handsama hann. Hann kvað þetta hafa gerzt um hádegið, svo að augljóst væri, að þessir strákar væra ekkert feimnir við þessa iðju sína. Það eru þvi vinsamleg tilmæli til foreldra og annarra sem kynnu að verða varir við, að börn séu að leik meff verkfæri og önnur áhöld, að skila þeim á sinn stað. Enn- fremur sagði maðurinn að náðst hafi mynd af stráksa, er hann hljóp með kistilinn, svo að hezt er fyrir hann að skila honum hið fyrsta, ella muni hann láta birta mynd- ina. Aheit og giafir Sólheimadrengurinn afh. Morgunbl.: NN 100. Blindu börnin á Akureyri afh. Mbl.: Þórhallur Tr. 100. Pakistansöfnunin afh. Mbl.: HL 1000. Strandarkirkja: SJ 50; Gróa Ófeigs- dóttir 200; GJ 200; Hog U 50; GJ 100; MJ 50; Ómerkt í bréfi 100; SP 100; BJÞ 500; Dúna 300; X 50! HS 25; Frá 5 systkinum 200; MB 100; Handboltast. ' UMSK 235; Ragnar 85; SG 200; MI 50; | XS 10; Gauðlaug 50; NN 100; KM 200; HJH 600; KG 25; GamaH áheit 50; AF 125; NN 100; Gísli Kristinss 1200; X—2 100; JHT 1000; Guðríður Guð- mundsdóttir 200; GG 50; EP 50; DB 100; Gamalt áheit 430. HIÐ FAGRA LIF Bæjarbíó sýnir fram að helgi frönsku myndina La Belle Vie, sem fjallar um hermann, sem kemur í orlof. Er myndin hin ágæt- asta og gleymlst ekki strax, eins og segir í auglýsingum dagblað- anna, sá NÆST bezti Lási kokkur var exnhverju sinni á skipi, sem hreppti vont ve'öur. .Á-imáttugur minn! Skipxð er að farast, og ég ekki búinn að þvo upp.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.