Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 5
Fimmludagur 15. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 5 Önundur hét maður og var nefndur tréfótur, hann _ var sonur Ófeigs burlufóts, ívars- sonar beytils. — Önundur var á móti HaraJdi KtJnungi í Hafursfirði í Noregi, og lét þar önundur fót sinn. — Eftir það fór hann til íslands, og nam land á Ströndum, og var það allt frá Kleifum í Kald- rananeshreppi til Ófæru í Veiðileysufirði, og néði land- nám önundar yfir þrjór vik- ur, sem heita: Byrgisvík Kol- beinsvík og Kaldbaksvík, allt til Kaldlbakskleifar. — Önund ur gerði bú í Kaldbak og bjó þar til æviloka. — í Kaldbaks vík er fagurt um að litast í góðu veðri að sumarlagi, hana afmarka há og sérkennileg fjöll, með tröllslegum gljúfr- um, er myndast hafa í berg- vegginn. — Þar sem bergvegg urinn nær lengst sunnan vi’ð Kaldibaksvík heitir Kaldbaks- kleif. — Sagnir eru um, að Guðmundur góði hafi vígt Kleifina, er hann var á ferða- lagi um Vestfjörðu. Kleif þessi er mjöig grýtt, en yfir henni er allhótt hamraþil. Þar sem kleifin er verst yfirferð- ar kallast Ófæra," þar upp af Kaldbakur, Kaldbaksvík, Kleifar og Kaldbakur (fjallið) í baksýn. er gjá sú í fjallinu sem „Svansgjó nefnist segja forn- ar sagnir, að nafnið sé dregið af því að Svanur bóndi á Svanshóli í Bjarnarfirði, hafi týnzt í fiskróðri norður þar, og gengið síðan dauður inn í fjallið Kaldbakshorn, var sú trú ríkjandi til forna, að menn dæju í fjöll, eða hóla. Segir sögnin að þá hafi fiskimenn í Kaldbak séð Svan ganga í Kaldbaksvik. land undir kleifina, og halda inn í Svansgjána og hverfa þar inn. — Kaldbaksvíkin er fremur stutt en breið vík, og gengur hún vestur í landið fyrir norðan Kaldbakshorn. í víkurbotninum er ailstórt og mikið vatn, þar er talsverð silungsvei'ði, og er vatnið talið mjög hentugt til fiskiklaks. — Eftir dalnum fellur Kald- baksá, og fellur hún niður í vatnið. Inn í dalnum er Ön- undarhaugur, og segja munn- mæli að hann sé heygður framarlega í dalnum, og sést þar víst eitthvað af fornleg- um vegsummerkjum, sem styðjast við það sem Grett- issaga segir, að Önundur liggi í Tréfótshaugi. Ingibjörg Guðmundsdóttir. ÞEKKIRÐIi LANDBSI ÞITT? VISLKORN Sátu saman, systur tvær sem ég þurfti að rukka, heldri nöfnum heita þær hamingja og lukka. Eg fór að sýna þeim ástarhót ef þær vildu heyra og þær gáfu mér undir fót en ekki vitund meira. Skalli. AKRANE SFERÐIR. Sérlieyfisferðir Þ.Þ.Þ. Frá Bvík: alla daga kl. 5:30 írá BSÍ og kl. 6:30 írá BSR, nem'a laugardaga M. 2 frá BSR, sunnudaga kl. 9 e.h. frá BSR og 11:30 frá BSÍ. I’rá Akrainesi: kl. 8 og 12 alla daga n.ema laugariaga ki. 8 og eurmudaga toi. 3 og 6. lSimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Kaua er á leið frá Torrevieja á Spáni áleiðis tiil Austfjairðahafna. -Askja er 1 Reykjavik. H.f. Jöklar: DrangajökuU et i Le' Havre. Hofsjökull fór 6. þm. frá Hels- ingör tii NY. Langjökull kemur til Rotterdam í dag frá Catalina, Ný- fundnalandi. VatnajökuM fór í gær- ! kveldi frá Hamborg til Rvíkur. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfeli er í Reykjavík. Jökulfell lestar á Norð- I urlandshöfnum. Dísarfeia fór í gær frá Akureyri áleiðis tU Rvíkur. Litia- fell fór í gær frá Rvík tii Norður- landshafna. Helgafeli er 1 Rvík. Ha.mrafell er í Stokkhölmi fer þaðan til Hamborgar. Stapafell er væntan- legt til Rvíkur á morgun. Mæliíeli fór í gær frá Raufarhöfn til Vopnafjarð- ar. Belinda fór í gær frá Rvík til Fáskrúðsíjarðar og Vopnafjarða.r. Hafskip h.f. Langá er í Rvík. Laxá er i Rvik. Rangá er í Hamborg. Selá er í Rvík. Carl Fridolf er í Rvík. j H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka. 1 foss fór frá Grundarfirði 14. þm. til j Rvíkur. Brúarfoss kom til Rvíkur 14. þm. frá Akranesi. Dettifoss fór frá Rotterdam 13. þm. til Haimborgar og | Rvíkur. Fjall'fosis kom til Rvíkur 7. j þm. frá Siglufirði. Goðafoss kom til ! Rvíkur 8. þm. frá NY. Guilfoss fór I frá Leith 13. þm. tii Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss kom tii Rvíkur 3. þm. frá Keflavík. Mánafoss fór frá Lond- on 13. þm. til Rvíkur. Seifoss fer frá Kaupmaninahöfn 14. þm. til Ga-uta- borgar, Kristiansand og Hamborgar Skógafoss fer frá Seyðisfirði 14. þm til Hamborgar. Tungufoss fór frá Raufarhöfn 13. þm. til Antwerpen. Utan skrifstofutíma eru skipafrétt- ir lesnar i sjálfvirkan símsvara 2-1466. >f Gengið >é Reykjavik 12. júlí 1965. Kanp Sala 1 Sterlingspund ..... 119.84 120.14 I 1 Bandar doilar ......... 42,95 43.06 1 Kainadadollar .......... 39.64 39.75 100 Danskar krónur .... 619.80 621.40 100 Norskar krónur ...— 600.53 602.07 | 100 Sænskar krónur .... 830,35 832,50 100 Finnsk mörk .... 1.335.20 1.338.72 100 Fr. frankar ... ... 876,18 878,42 [ 10« Belg. frankar ...... 86,47 86,69 ] 100 Svissn. frankar ... 991.10 993.65 100 Gyllini ....... 1.191.80 1.194.86 100 Tekkn krónur ...... 596.40 598,00 100 V.-Þýzk mörk .... 1.073,60 1.076.36 ] 100 Lírur ................ 6.88 6.90 100 Austurr. sch.... 166.46 166.8 100 Pesetar ............. 71.60 71.8 Rafvélavirki — Bifvélavirki eða maður vanur viðgerðum í rafkerfi bíla óskast strax. BÍLARAFMAGN Hr. Vesturgötu 2, v/Tryggvagötu — Reykjavík. Sími 21588. ÍBUÐ TIL LEIGI) Frá 1. ágúst nk. er íbúð til leigu í nýlegu íbúðar- hverfi í vesturhluta borgarinr.ar. Til greina kemur að leigja 1, hæð hússins, 6 her> bergi auk eldhúss og baðherbergis, um 140 ferm. og stórum suðursvölum, eða 2. hæð hússins, 5 herb. um 133 ferm. ásamt rishæð með 3 góðum herbergj- um. — Hitaveita er í húsinu. Tilboð er gréini mánaðarleigu og fyrirframgreiðslu, merkt: ;,Góð íbúð 1. ágúst — 6068“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 20. júlí. NORSPOTEX HINAR LANDSÞEKKTU PLASTLÖGÐU SPÓNAPLÖTUR. Fáum með hverri skipsferð frá Noregi nýjar birgðir. Venjulegar plötustærðir 122x265 cm. Bekkjaplötur 61x265 cm. Sérstaklega sterk plasthúð. Tæknilegur ráðunautur til staðar. IVEagnús Jensson hf. Austurstræti 12. — Sími 14174. ðriýrsr íbúDir í smíHum Höfum til sölu úrval af 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðum í smíðum á langbezta staðnum í Arbæjar- hverfinu nýja. íbúðirnar sem eru með sólríkum suð- ursvölum, liggja að malbikaðri götu. — íbúð- irnar seljast tilbúnar undir tréverk, múrhúðaðar, með fullfrágenginni miðstöðvarlögn og með tvö- földu verksmiðjugleri í gluggum. Sameign fylgir fullfrágengin, múrhúðuð og máluð. Athugið að hér er um mjög góð kaup að ræða. Allar teikningar til sýnis í skrifstofunni. löggiltur fasteignasali ■ ■1 M ■ ■ Tjarnargötu 16 (AB-húsið) Sími 20925 og 20025 heima. Til sölu 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir mjög glæsilegar, íbúð- irnar seljast tilbúnar undir treverk og málningu með allri sameign full frágenginni, eða fokheldar með sameign frágenginni. Teikningar fyrirliggjandi á skrifstofunni. Fasteignastofan Austurstræti 10, 5. hæð. Sími 20270. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að sími okkar er 2-15-88 BILARAFMAGIM HF. Vesturgötu 2 v/Tryggvagötu, Reykjavík. Múrbrjótur við bambustjald. (Tarantel Press).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.