Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. júlí 1965 MORGUNBLAÐID 11 li oni a sér einliwers staðar lyrir. Um 8 leytið í morgun var ihaldið af stað áleiðis til Akur eyrar. Það var glampandi sól, og leiðangursmenn sáu nú fjallahringinn í fegursta Ijósi. í Lindarhrauni var numið staðar. Þar stigu geimfararnir út úr bílnum og tóku á rás eftir veginum um hrauni'ð. "Þegar þeir höfðu hlaupið all- lan.gan veg, kom bíllinn á eft- ir þeim og tók þá upp í aftur. Þeir virtust furðu brattir í morgunsárið að hlaupa svo Jangan veg meðan sólin skein én afláts, — að minnsta kosti blésu þeir vart úr nös, þegar þeir stigu aftur upp í bíl- inn. Líkamleg þjálfun er ef- íaust einn liður í aefingum þeirra, og eftir þessu að dæma •verður ekki annað séð en að úthaldið sé með bezta roóti. Bað i Grjótagjá Að ráði Sigurðar Þorarins sonar var næsti viðkomustað- ■ur við Mývatn, en þar er sem kunnugt er einhver dýrðleg- esta og iafnframt ævintýraleg ©sta baðlaug á öllu landinu .— og þott víðar væri leitað. Leiðangursmenn voru í fyrstu fremur vantrúaðir á, að Unnt væri að lauga sig í 40 stiga* heitu vatni í hellisskúta niðri í jörðinni. Þeir áttu eftir að sannfærast um, að orð Sigurð er voru ekki staðlausir staf- ir. — Ég hefði aldrei trúað þessu, sagði fyrirliði leiðang ursins, þar sem hann svaml- aði með gleraugun í gjánni. Hann stundi af vellíðan og sagði: — Hugsa sér, hvað lífið get ur verið dásamlegt! Þeir höfðu í fyrstu verið tregir til að lauga sig í gjánni enda var kvenfólk það fyrsta eem þeir sáu, þegar þeir litu niður. en ætlun þeirra var að Jauga sig án fata. Sigurður kom fljótt til skjalanna og benti ungfrúnum á, að önnur Jaug vami á næsta leiti fyrir kvenþjóðina. Upp úr því tínd- ust geimfararnir niður i gjána hver á fætur öðrum. Þeir, sem einu sinni voru komnir niður í, hrópuðu til féiaga sinni, sem stóðu hikandi á- lengdar. — Komiði niður í- Þið vitið ekki, livers þð farið á mis- Það var dálítið heitt í fyrst- unni, — nei, það þýðir ekki að stinga bara tánni ofaní. Það er alveg mátulega heitt, þegar þið eruð komnir alla leið. Geirnfararnir þurftu að spyrja að mörgu í sambandi við þetta jarðfræðilega und- ur, þar sem þeir svömluðu í gjánni, en Sigurður Þórarins son gaf þeim góð og greið svör. Að loknu baðinu, sagði einn geimiarmn við okkur: — Þetta var eina leiðin til að láta þreytuna hverfa eftir slrangt ferðalag — og mikla vinnu. Ég hefði aldrei trúað, að hægt væri að iáta sér líða svo vei. Stórkostleg ferð og lærdómsrík Eftir skamma dvöl að Mý- vatni var haldið til Akur- eyrar, þar sem tvær flugvél- ar biðu eftir að flytja leiðang urinn lil Keflavikur. Sigurð- ur Þórarinsson og Guðmund- ur Sigvaidason voru um borð líka. Það var sannkölluð kennsiustund í jarðfræði, þeg ar flogið var yfir hálendi ís- iands. yfir Surtsey og hraun- in á Reykjanesskaga. En hvað fannst geimförun- um sjálfum um ferðina í Öskju. Við leituðum álits þeirra. skömmu áður en þeir stigu upp í flugvélarnar. Charles A. Bassett sagði: — Þetta hefur verið stór- kostleg ferð og sérstaklega lærdómsrík. Ég hef lært mik- ið í jarðfræði á þessum skamma líma. Einkum hef ég lært mikið um það, hvernig lesa má jarðsöguna úr jarð- lögunum. ísland er.mjög fal- legt land og merkilegt í jarð- fræðilegu tilliti. Þá vil ég ekki láta hjá tíða að minnast á fólk ið, sem mér hefur virzt vera einstaklega gestrisið. Russell L. Schweickart sagði: — Ferðin hefur verið mjög lærdómsrík og ég þori að full yrða, að við höfum lært mikið á henni. Askja er einstök í sinni röð, en hún og svæðið í kringum hana er í jarðfræði- legu tilliti athyglisverðasta svæði, sem við höfum séð. Ég er mjóg ánægður með kom- una hingað, — ég hef að vísu farið hér um áður. Það var á árúnum 1961 og 1962, en þá hafðx ég ekki tíma til að skoða mig um. Watter Cunningham sagði: — ísland er frábærlega fal- legt land, einstakt í jarðfræði legu tilliti. Ég er viss um, að allir, sem tóku þátt í þessum leiðangri hafa lært heilmikið á þessari ferð okkar í Öskju, sem var mjög skemmtileg í alla staði. Ég varð dálítið undr andi og jafnframt hrifinn, þeg ar ég sá Vaglaskóg. Ég hélt ekki, að svona tré yxu á fs- landi. Skógurinn er líka á svo fallegum stað. Annað, sem vakti sérstaka athygli mína, þótt það komi jarðfræðinni ekkert við, var hve hraustleg- ir allir íslendingar eru. Eugene A. Cernan sagði: — Ég er mjög ánægður með ferðina, sem var einstaklega skemmiileg. í Öskju eru sam ankomin eins mörg jarðfræði leg fyrirbrigði og hugsazt get ur. Eini annmarkinn á Öskju ferðinni var sá, hve langt þurfti að aka. Það olli því, að við fengum mun minni tíma til að skoða okkur um en ég heíði kosið. Miklu betra hefði verið að fara á staðinn á einhvern fljótlegri hátt, t.d. í þyrlu. Ég hef haft sérstaka ánægju af komu minni hing- að. Á íslandi hef ég séð af- skekktustu og auðustu staði, sem cg hef augum litið. í ann an stað hef ég séð á íslandi staði, sem jafnast á við feg- urstu staði, sem ég hef séð. Geiiruararnir, þar sem þeir sitja á hraunhellu fyrir ofan m. nni Grjótagjár. — Þeir eru tal- ið frá vinstri, aftari röð: Donn F. Eiselc, Clifton C. Williams, Eugene A. Cernan, David R. Scott og Russel L. Schweickart. — Freinri röð: WiIIiam A. Anders, Alan L. Bean, Walter Cunnnigham, Roger B. Chaffee og Charles A. Bassett. — Vietnam Framhald af bls. 1 S-Vietnam, hvort þar réðu sjón- armið næstu ára, eða líðandi stundar. Kvað ráðherrann bæði sjónar- miðin tekin til greina, jöfnum höndum. „Aðstæðurnar breyt- ast“, sagði hann, og „við breyt- um áætlunum okkar. Við ráðum ekki aðstæðunum. Við getum ekki sagt fyrir um það, hvað ráða menn í N-Vietnam hyggjast fyr- ir“. Ekki vildi McNamara gefa upp neinar ákveðnar tölúr um hugsan lega liðsflutninga, en nú eru um 75.000 bandarískir hermenn í S- Vietnam. Hins vegar sagði hann, að í liði Viet Cong væri nú um 65.000 skæruliðar, sem reglulega tækju þátt í bardögum, en að auki væru fyrir hendi um 100.000 skæruliðar, sem grípa mætti til. Lýsti ráðherrann þróuninni undanfarið á þá leið, að skæru- liðar hefðu lagt til atlögu í stærri og stærri hópum. Réðust þeir nú oftar og lengur til atlögu enn fyrr. Aðspurður um, hvort til greina kæmi að setja á stofn í S-Viet- nam sameiginlega yfirstjórn herja Bandaríkjanna og S-Viet- nam, svaraði McNamara, að slíkt kæmi ekki til greina, og bætti við: „Herlið Bandaríkjanna í S- Vietnam hefur verið undir banda rískri stjórn, og svo verður fram- vegis. Sama gildir um her lands- manna sjálfra". Þó tók hann fram, að aðgerðir beggja herjanna væru samræmdar eins vel og kostur væri á. Einn fréttamanna spurði ráð- herrann að því, hvort fyrirhugað- ar væri einhverjar þær aðgerðir, sem „rétt gætu að mun“ hlut and stæðinga Viet Cong. Svarið var á þá leið, að slíkar ákvarðanir væru algerlega í höndum stjórn- arhersins í S-Vietnam. Það vakti athygli á blaðamanna fundinum, að McNamara svaraði aldrei þeirri spurningu, hvort bandarískir hermenn í S-Viet- nam kynni að grípa til stórfelldra aðgerða gegn kommúnistum. Sömuleiðis sagði Johnson, for- seti, í gær, að ekki væri hægt að fullyrða, að ekki myndi koma til stórátaka í SA-Asíu, því að eng- inn vissi, hvað næstu vikur og mánuðir bera í skauti sér. Associated Press segir í lok fréttar sinnar í dag, að sú yfir- lýsing forsetans í gær, að fyrir dyrum séu „nýjar og alvarlegar" ákvarðanir, kunni hugsanlega að boða alvarlegar fregnir á næst- unni. Hins vegar megi einnig telja, að hér sé um enn eina við- vörun til Viet Cong að ræða, þess efnis, að Bandaríkin muni ekki horfa á það aðgerðarlaus, að S- Vietnam falli í hendur kommún- istum. — Davies Framhald af bls. 1 á morgun, fimmtudag. Stjórn- málafréttaritarar telja víst, að forsætisráðherrann muni gera sitt til að draga fram ljósari hlið- ar málsins, sem margir telja þó engar, þar sem Davies hafi ekki náð eina takmarki ferðarinnar, að fá jáyrði stjórnar N-Vietnam við umræðum um vopnahlé og frið. Ástæðurnar fyrir því, að ekki er búizt við, að Wilson muni telja för Davies án alls árangurs, eru fyrst og fremst tvenns konar: ★ Forsætisráðherrann vilji ekki viðurkenna, að það hafi ver ið ljóst frá upphafi, að slík för myndi ekki bera neinn árangur. Margir þingmanna íhaldsflokks- ins -brezka og stjórnarandstöð- unnar hafa haldið því fram, að öll afskipti Wilson af málinu séu í þágu kommúnista í N-Vietnam. Þá vilji Wilson reyna að vinna að framkvæmd hugmyndar þeirr ar, sem fram kom á fundi sam- veldislandanna í London nýlega, en þá var, eins og kunnugt er, samþykkt að senda friðarnefnd til Kína, Sovétríkjanna og N- Vietnam. Ekkert þessara ríkja vildi þó taka móti nefndinni. Sé forsætisráðherrann í klípu, því að hann vilji hvorki móðga ráða- menn samveldisins, sem féllust á hugmyndina um nefndina, né ráðamenn N-Vietnam. Félagslíf Ferðafélag íslands ráðgerir eftirtaldar ferðir um næstu helgi: . 1. Hvítárnes — Þjófádalir, kl. 20 á föstudagskvöld. — 2. Hvanngil (Fjallabaksveg- ur syðri), kl. 14 á laugardag. 3. Landmannalaugar kl. 14 á laugardag! 4. Hveravellir og Kerlingar- fjöll, kl 14 á laugardag. 5. Þórsmörk, kl. 14 á laugar dag. 6. Sögustaðir Njálu, kl. 9,30 á sunnudag. — Leiðsögumaður í þá ferð verður dr. Haraldur Matthíasson. Farmiðar í allar ferðirnar seldir á skrifstofu félagsins, öldugötu 3, sem veitir náShri upplýsingar. Símar 11798 og 19533. Á miðvikudagsmorgun kl. 8 er ferð í Þórsmörk. Sölustjóra vantar í fyrirtæki. sem selur allskonar fatnað o. fl. Listhafendur leggi inn umsókn íyrir föstudagskvöld, ásamt upplýsingum um fyrri störf, merkt: „6002“. Lítið hús Einbýlishús, helzt í Vesturbænum óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl., - 6061“. Keflavík Stýrimann og háseta vantar á 64 lesta bát er stund ar humarveiðar. — Upplýsinga'- i sima 7144, Kefla- víkurflugvelli og hjá skipstjóranum, Klapparstíg 5, Keflavik. Stúlka óskast > skrifstofustarfa hálfan daginn í ágúst og „eptembermánuði. — Upplýsmgar í síma 24344 kl. 1—6 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.