Morgunblaðið - 15.07.1965, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.07.1965, Qupperneq 17
Fimftntuctagur 15. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Guðrún Snorradóttir HINN 25. fyrra mánaðar andað- ist frú Gu'ðrún Snorradóttir, fyrr- tim ljósmóðir. Hún var fædd 26. júní árið 1881 á Þórustöðum í Ölfusi. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sinum, Kristínu Odds dóttur og Snorra Gíslasyni, er Iþar bjuggu. Voru þau hjón mik- ils metin og heimili þeirra þekkt að gestrisni og fyrirgreiðslu við þá, sem einhvers þurftu með, , Var talið, að jafnihliða dagleg- | um störfum væru þar bækur meira um hönd hafðar en al- mennt tíðkaðist. Voru þau hjón bók'hneig'ð, en eigi síður börn þeirra, en þau voru átta er upp komust. Guðrún ólst því upp m.eð mörgum systkinum á fjölmennu Iheimili, er kalla mátti í þjóð- braut. Vandist hún snemma al- genigum störfum bæði úti og inni, svo sem venja var. Kom fljótt í ljós, að hún var bæði Íhandílagin og vandvirk. Hitt Jeyndi sér þó ekki, að hugur hennar stóð eigi síður til bókar. Hún las allt, er hún náði hendi til og hafði fulil not af, því að hvorki skorti skilning né minni. Hún skrifaði fagra rithönd og hefði vafalaust átt auðvelt með allt skólanám, en um það var ekki rætt, Ytri kjör og aidar- andi leyfðu ekki slí'kt á þeim tímum. Sjálfsnám með lestri góðra bóka varð gáfuðum ung- Jingum eins konar íþrótt, sem oft veitti mikla og varanlega menntun. Þó að þeir tímar væru að mörgu leyti erfiðir og víða þrönigt fyrir dyrum í efnadegu tilliti, þegar Gúðrún var áð al- ast upp fyrir síðustu aldamót, þá eiga þó æsku og ungdómsárin ó öllum tímum sínar björtu hlið ar. En kannske hefur aldrei ver- ið eins gaman að vera ungur á íslandi, eins og á árdegi þessarar aldar, sem með auknu frelsi gaf fyilri vonir um bætt kjör og betra líf eftiir aldalangar þreng- ingar. Hvarvetna var verk að vinna og böl að bæta fyrir þá, sem vildu vel og áttu þrek í þraut. Árið 1907 hóf Guðrún búskap ó Þórustöðum með unnusta sín- um, Kristni Guðlaugssyni frá Bakkárholtsparti í sömu sveit. Giftust þau ári síðar og bjuggu á Þórustö'öum í þrjá áratugi. Eign uðust þau fimm börn. Tvö þei-rra dóu á fyrsta ári. Af börnum þeirra, sem upp komust, var Einar . elztur, dugnaðarmaður hinn mesti. Hann var búsettur í Hveragerði, en lézt árið 1949 tæp lega fertugur að aldri. Hann var kvæntur og lét eftir sig þrjá sonu. Næst var Kristín. Þótti hún mj'ög vel gefin og efnileg. Hún lézt árið 1935 eftir allmikla vanheilsu. Um tvitugsaldur. Yngsta barn þeirra, Guðlaugur Helgi, er enn á lífi. Þótti hann bráðger og skýr í æsku og hneigð ur til andlegra starfa. Hann hef- ur átt við langvarandi vanheilsu að búa. Hann kvæntist og á nokkur börn, sem nú eru upp- Ikomin. Auk barna sinna ódu þau Þórusta'ðahjón að nokkru leyti upp tvö börn og sýndu þeim í engu minna ástríki en eigin börnum. Þeir, sem þekktu búskapar- hætti í sveitum landsins á fyrstu óratugum þessarar aldar, vita gjörla, hve oft var rýr eftir- tekjan eftir langan vinnudag. Var þeim Þórustaðahjónum ljóst sem mörgum öðrum, að samtök og samhjálp geta margan fjötur leyst. Þau voru því bæði fús að leggja fram krafta sína í þágu félagsmála, þegar eftir var leitað. Svo sem mörgum mun kunnugt, var Kristinn bæði odd- viti og hreppstjóri í sveit sinni um langt árabil. Voru þau störf oft ærið tímafrek, þegar síminn og bildinn, þessi ómissandi tæki nútímans, voru þá ekki svo al- geng, að þau kæmu að þvílíkum notum sem síðar varð. En þvi oftar sem störf bóndans láigu utan heimilisins, því stærri varð hlutur húsfreyjunnar heimafyrir. Þó áð Guðrún sinnti búi og börn um af mikilli kostgæfni, voru þó störf hennar ekki eingöngu bundin við heimilið. Hún hafði mikil afskipti af félágsmálum og var meðal annars ein af stofn- endum kvenfélags sveitarinnar og formaður þess í fjölda mörg ár. Hún var líka að flestu leyti vel til forystu fallin. Auk mik- illa meðfæddra hæfileika var hún fríð og fyrirmannleg, svo að eftir var tekið, hvar sem hún fór. Framkoma hennar fyrir hönd félagsins var með þeim hætti að sómi var* að. Hún var ágætlega máli farin og virtist ávallt vera búin áð kryfja hvert mál til mergjar, áður en til umræðu kpm. Og hverju því máli veitti hún stuðning, sem líkur voru á, að gætu á einn eða annan hátt greitt úr vandamálum samfélags- ins. En innan kvenfélagsins beitti hún sér mjög fyrir því, að bágstöddum væri rétt hjálpar- hönd, þegar slys eða óhöpp steðj uðu að. En störf Guðrúnar á vett vangi félagsmála skulu ekki að öðru leyti rakin hér. Þáð var ekki að hennar skapi að flíka ■ því mikið, sem hún gerði fyrir aðra. L.jósmóðurstörf stundaði hún í sveit sinni um áratugi og farn- aðist það mjög vel. Sýndi hún oft mikinn dugnað og áræði, þegar skyldan krafðist þess. Vori'ð 1937 hætty þau hjón bú- skap á Þórustöðum og fluttu í Hveragerði. Árið eftir missti Guðrún mann sinn. Átti hún þó lengstum heima í Hveragerði. Árið eftir missti Guðrún mann sinn. Átti hún þó lengstum heima í Hveragerði það sem eftir var ævinnar. Bjó fyrst í eigin húsi, en síðar á Elliheimilinu, þegar aldur færðist yfir hana. Hún lét sér mjög annt um barnaböm- in, og fóstraði í mörg ár eina dótt ur Helga sonar síns. í Hveragerði eignaðist hún marga vini og kunningja, sem hún gat blandað geði við. Nú hafði hún oft betra næði en áður í önn dagsins að lesa góðar bæk- ur eða sinna handavinnu, sem hún hafði jafnan yndi af. Gestrisni var henni í bló'ð bor- in og urðu því margir til að líta inn til hennar. Fannst gestum tíminn oft fljótur að líða í við- ræðum.við hina fróðu og fjöd- lesnu konu, sem jafnframt var l'éti í lund og gat varðveitt með- fædda glaðværð frá æsku til elli. Þó fór hún ekki varhluta af ýms- | um erfiðleikum og vonbrig'ðum, fremur en svo margir aðrir í heimi hér. En því, mótdrægt var, mætti hún með þreki og trúar- styrk, minnug orða spámannsins: „í þolinmæði og trausti skal yðar styrkur vera.“ Þegar heilsu hennar tók veru- lega að hnigna, var henni búinn staður á Elliheimidinu Grund í Reykjavík, þar sem hún fékk hina beztu aðhlynningu. Hún var jarðsett að Kotströnd 3. þ.m. að viðstöddu fjölmenni. Vinir hennar og samferða- menn kveðja hana þakklátum huga og blessa minningu hennar. Þ. G. Guðbförg Gísladóttir IViinningarorð FRÚ Guðbjörg Gisladóttir, i Freyjugötu 45, hér í borg, and- I aðist að heimili sínu 7. þ.m., 33 ára að aldri. Útför hennar fer fram í dag. Frú Gúðbjörg var fædd að ! Þverspyrr.u í Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu 8. júní 1872. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum. V.gdísi Jónsdóttur og 1 Gísla Guðna.syni, ásamt systkin- um sínurn. Þau systkinin, börn Vigdísar og Gísla, voru 10 að tölu og eru nú öll látin. ! Ung að aidri fór Guðbjörg að heiman. Fyrst fór hún að Skip ! nolti í Hrunamannahreppi og átti þar heimili um árabil. Þaðan fór | hún að Stokkseyri og dvaldist þar einnig nokkur ár. En árið 1902 fluttist hún til Reykjavík nr og átti þar heima æ síðan. j Hinn 27. nóvember 1903 gift ist hún eftiriifandi manni sínum, Jóhanni Kr. Hafliðasyni, tré- smíðameistara, frá Birnustöðum á Skeiðum. Þau Guðbjörg og Jó- hann eignuðust 6 börn, 2 dætur og 4 syni, og lifa 5 þeirra. Eldri dótturina misstu þau árið 1917, 15 ára gamla. Auk barna sinna ólu þau upp eitt fósturbarn, son I arson sir.n Ails eru niðjar þeirra ÍSTANLEY] HANDVERKFÆRI — fjölbreytt úrval — ÍSTANLEY] RAFMAGNSHAND- VERKFÆRI ávallt fyrirliggjandi. Einkaumboð fyrir: THE STANLEY WORKS Simi r 1 LUDVIG STORH j li V 13333 Guðbjargar og Jóhanns orðnir 54 6 börn, 18 barnabörn pg 30 barna barnabörn. Guðbjörg Gísladóttir vann á langri ævi rnikið og mikilvægt starf. Hún vann fyrir heimili sitt, fjölskyldu sína og aðra í kyrrþey, með óþrotlegri fórn- fýsi og umhyggju fyrir velferð annarra. Starf hennar og fram- koma bar vott um að hún var, miklum og góðum kostum búin. Hún lagði sig alltaf og alls stað- ar fram til góðs og reyndi að færa allt til betri vegar. Þannig varð allt líf hennar og starf fag- urt forda-mi til eftirbreytni fyrir aðra. Þeir, sem þekktu hana, munu lengi minnast hennar, með virðingu og þakklæti. Vinir iiennar og vandamenn kveðja hana nú með söknuði og innilegu þakklæti fyrir allt, sem hún var þeim, og blessa minn- ingu hennar. E. H. Sendiferðabifreið Dodge ’54, yfirbyggð, til sölu og sýnis nú þegar. Bjjóstsykurgerðin Nói hf. HANDBOK HUSBYGGJENDA - NAUÐSYNLEG HVERJUM HÚSBYGGJENDA - SELD í BÓKABÚÐUM OG GEGN PÓSTKRÖFU - HANDBÆKUR HF. RO.BOX 2 68 VERZLUNARSTARF Afgreiðslustúlka í kjörbúð Viljum ráða strax afgreiðslustúlku í kjörbúð. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald S.Í.S., Sambandshúsinu. STARFSMAN NAHALD AKIÐ SJÁLF NYJUM BlL Hlmenna bifreiðnleigan hf. Klapparstíg 40. — Simi 13776 ★ KEFLAVÍK Hringbraut 10S. — Símt 1513. * AKRANES Suðurgata 64. — Sími 1170 ■jr=*BtlJU£iGAM ER ELZTA REYNDASTA OG ÓDÝRASTA biialeigan í Reykjavík. Sín ni 22-0-! 22 m . BÍLALEIGAN BÍLLINN’ 1 RENT-AN - ICECAR T SÍMI 18 8 3 3 j BILALEIGAN BILLINNj RENT-AN - ICECAR SÍMI 188 3 3 LITL A bifreiðnleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 Sími 14970 KEFLAVÍK- MELTEIG 10. SÍMl 2310 HRINGBRAUT 93B. 2210 BÍLALEIGA Goðheimar 12. Consul Cortina — Zephyr 4 Volkswagen. SÍIVil 37661

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.