Morgunblaðið - 15.07.1965, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.07.1965, Qupperneq 10
10 MORGUNRLADID Fimmt.u<3agur 15. júlí 1965 STORKOSTLEG FERÐ OG LÆROOMSRIK Geimfara leiðangurinn til Öskju. með ágætum Væntanlegir geimfarar baffa -sig í Grjótagjá. , FRÁ-ANRÉSI INDRIÐASYNI OG KJARTANI THORS Herðubreiðarlindum og Akureyri, 14. júlí. — Við erum allir á einu máli um þaðt að svæðið við Öskju, þar sem geimfararnir hafa verið við athuganir, sé hið ákjósanlegasta, sem hugs- ast getur, sagði dr. Alfred Chidester, jarðfræðingur, fyr- irliði leiðangurs bandarísku Geimferðastofnunánnar, er við hittum hann að Tnáli í sælu- húsinu í Herðubreiðarlindum í gærkvöldi. bar höfðu leið- angursmenn náttstað í nótt að lokinni heppnaðri ferð í Öskju en áleiðis til Keflavíkur héldu þeir árla dags í morgun. Chidester hélt áfram:' — Þetta svæði er stórmerki legt í jarðfræðilegu tilliti, og það er hreinasta gullnáma fyrir þá, sem nema jarðfræði, Dr. Alfreá Chidester fyrir framun sæluhúsið í Hcrðu breiðarlindum. » ef til vill ekki hvað sízt fyrir þá sök, að þarna er enginn gróður. Hvert sem litið var, mátti sjá eitthvert nýtt jarð- fræðilegt fyrirbrigði. Við hefð um getað verið heila viku í Öskju — og alltaf verið að sjá eitthvað nýtt. jarðfræðilegt fyrirbrigði. Tími okkar leyfir því miður ekki lengri viðdvöl, en piltarnir voru mjög áhuga- samir, sökktu sér niður í at- huganirnar, og hefðu gjarna viljað vera miklu lengur. Það er óhætt að segja, að landslag þarna standi næst því að vera eins og við gerum okkur í hugarlund, að það sé á tungl- inu. — Ég vildi gjarna nota þetta tækifæri, sagði Chidest- er, til að færa jarðfræðingun- um Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni þakk- ir fyrir ómetanlega leiðsögu. Án aðstoðar þeirra hefði þessi ferð verið óhugsandi. Leið- saga þeirra var ekki aðeins fólgin í ábendingum, jarð- fræilegs elis, heldur önnuðust þeir einnig skipulagningu ferð arinnar í samráði við bartda- ríska sendiráðið og varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli með slíkum ágætum, að ferðin til Islands mun seint líða úr minni. Eins hafa piltarnir haft orð á því, að blaðamenn hafi sýnt'einítaka tillitssemi með- an á athugunum stóð, en reynsla okkar af blaðamönn- um er yfirleitt slæm. Þegar sams konar athuganir fóru fram í Alaska fyrir stuttu, voru þær að mestu unnar fyr- ir gýg sökum áleitni banda- rískra blaðamanna, serh. voru eins og gráir kettir í kringum piltana. Gerðu skýrslu um athuganir sínar Geimfararnir komu frá Öskju í sæluhúsið við Herðu- breiðarlindir um náttmál í gærkvöldi, og höfðu þá lagt að baki rösklega 40 kílómetra á tveimur klukkustundum. Það var þröngt á þingi í sæluhús- inu, — fullskipaður langferða- vagn frá Guðmundi Jónassyni var nýkominn úr ferð yfir Sprengisand, nokkrir Þjóðverj ar voru þarna á eigin snærum svo og smærri ferðahópar. Alls dvöldu þessa nótt í hinu litla en vistlega sæluhúsi um 70 manns. Þegar eftir komu geimfar- anna í Herðubreiðarlindir, var fundur settur með þeim og jarðfræðingunum. Það var hálfrokkið í salnum niðri, þar sem þeir sátu við stórt lang- borð. Allt um kring voru for- vitnir áhorfendur, sem fannst heldur en ekki búbót að komu geimfaranna. Þeir stóðu í öll- um gættum og höfðu ennfrem ur raðað sér í stigann, sem liggur upp á skörina. Ef þeir hafa skilið allt það sem geim- förunum og jarðfræðingunum fór á milli, hafa þeir án alls efa orðið margs vísari um jarðfræði Öskju. Geimfararnir gáfu skýrslur um athuganir síðan, en eins og skýrt hefur verið frá, áttu þeir að skýra í höfuðdráttum frá því, hvern- ig Askja hefði orðið til, þeir áttu að finna skyldleika milli vikurgoss í Öskju 1875 og myndun öskjuvatns, þeir áttu að gefa skýringu á því, hvað- an askah hefði komið og úr hvaða efni hún væri gerð. Þegar hvert geimfaraefni hafði skilað sínu áliti, var rætt um, hvort rétt hefði ver ið athugað. íslenzku jarðfræð ingarnir úrskurðuðu, hvort svo hefði verið. í mörgum til yikum reis upp ágreiningur milli geimfaranna og jarð fræðinganna varðandi viss jarðfræðileg atriði, en jarð- fræðingarnir færðu jafnan svo gild rök fyrir sínu máli, að hinir urðu undan að láta. Það var mikið rökrætt á þessu þingi, sem var hið fjör- ugasta. Var sýnt, að geimfar- arnir höfðu haft bæði gagn og gaman af athugununum. Athuganir þeirra furðulega glöggar. Við leituðum álits Guð- mundar Sigvaldasonar, jarð- fræðings, á árangri af athug- unum geimfaranna. Hann sagði: — Athuganir þeirra voru furðulega glöggar miðað við hinn skamma tíma, ’sem þeir höfðu til þeirra, einkum þeg- ar þess er gætt, að þeir höfðu aldrei séð svæðið né heyrt þess getið. Myndir af svæð- inu teknar úr lofti, höfðu þeir að vísu, en þær fengu þeir í hendur í bílunum á leiðinni að Öskju. Þeir höfðu af þeim sökum ekki hugmynd um, að til væru frásagnir um það, hvernig umhorfs var eftir gos ið 1875. Það er með öltu ó- víst, hvort nokkur hefði kom izt að betri niðurstöður, ef þessar samtímafrásagnir væru ekki fyrir hendi. — Tilgangurinn með þess- um athugunum er sá, að gera þá hæfa til að gegna sínu hlutverki, þegar þeir verða sendir út í geiminn. Verði þeir sendir til tunglsins, verða þeir að gera þar iarð- fræðilegar athuganir. Til þess að þær athuganir komi að gagni, þurfa þeir að sjálf- sögðu að hafa góða undir- stöðuþekkingu. Margir álí'.a, að gígir á tunglinu séu eftir loftsteina, 'og það þýddi lítið að senda mann til tunglsins, sem ekki þekkti loftstein frá venjulegu jarðnesku bergi, þess vegna hefur verið lögð mikil áherzla á að veita þeim eins góða þjálfun í jarðfræði athugunum og unnt ær, en 20% af æfingum geimfara» efna eru jarðfræðilegs eðiis, Eftir því sem ég hef kom zt næst, hafa þeir haft mikla á- nægju af dvölinni í Öskju. Þeir telja það ákjósamlegasta svæði til jarðfræðiatihugana, sem hugsast getur, en áður hafa þeir kannað svipuð svæði á Hawai, í Alaska og nokkrum fylkjum Bandaríkj. anna, m.a. Oregon. Þessir pilt ar hafa því fengið allgóða undirstöðu í jarðfræ'ði eftir tveggja ára nám í þeirri grein, Þröngt á þingi. Laust eftir miðnætti var gengið til náða í sæluhúsinu í Herðubreiðarlindum. Úti Var ausandi rignimg og loft þrút- ið. Herðubrei’ð var algerlega horfin sjónum bakvið svartan skýjahjúp. Því—var það, að fólk vildi heldur láta fyrir berast inni í sæluhúsinu þótt þröng væri á þinigi, en s.lá upp tjöildum. Nutu sæluhúss- gestir skipulagshæfileika Sig- urðar Þórarinssonar, jarðfræð ings, þegar ganga skyldi til náða. Hann' staðhæfði, að oft hefðu mikl'U fleiri sofi'ð í sælu húsinu og hvatti fólk til að þjappa sér saman á gólfinu, þannig að öHum tókst að Tveir geimfaranna á hlaupum. — í baksyn sér á Herðubreið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.