Morgunblaðið - 15.07.1965, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.07.1965, Qupperneq 23
Fimmtudagur 15. júlí 1965 MORCU NBLAÐIÐ 23 Adlai Stevenson, aðalfulUrúi lands síns hjá S.Þ., flytur ræðu á Allsherjarlringinu í janúar sl., er í óefni var komið íjármálum samtakanna vegna vangoldinna xramlaga aðildarríkja S.Þ. til starfseminnar. Stevenson tatinn London, 14. jú.lí: — ADLAI E. Stevenson, aSal- fulltrúi Bandaríkjanna hjá SameinuSu þjóðunum, lézt í dag i London, 65 ára að aldri. Steveruson var á leið vestur um • haf írá Genf, þar sem hann flutti ræðu á fundi Efna hags- og Félagsmálastofnun- ar S.Þ., og kom við í London til viðræðna við Harold Wil- son, fursætisráðherra Breta, og við Michael Stewart, utan ríkisráðherra. Hann kenndi sér einskis meins, fyrr í dag, en siðdegis hné hann skyndi- lega niður á götu úti, og var fluttur á sjúkrahús. Er þang að kom var hann látinn. Adlri Stevenson hafði verið aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá S.Þ. siðan. í janúarmánuði 1961. Kennedy heitinn forseti skipaði hann í það embætti, og er Johnson tók við forseta embær.tinu bað hann Steven- son að gegna starfanum á- fram. Á vettvangi Sameinuðu Adiai þjóðanna var Stevenson kunn ur fyrir einurð sína og heið- arleik í hvívetna, og fyrir að túlka stefnu lands síns á skýr an og ijúsan hátt. Hann þótti ræðumaður góður, og mæltist oft svo að í minnum var haft. Einkuin þótti honum takast upp í hinum mörgu ræðum, er har.n flutti þau tvö skipti, er hann var í frámboði fyrir demokrata til forsetaembætt isins 1952 og 1956, bæði skipt in gegn Dwight D. Eisenhow- er. Adlai Ewing Stevenson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Los Angeles í Kaliforníu 5. febrúar, alda- mótaárið, en átti lengst af heima í Illtnois. Hann átti að afa og ainafna Stevenson þann sem var varaforseti Bandaríkj anna siðara kjörtímabil Grov er Cieveiands forsetá. Adiai Stevenson var maður víðföru’l og málkunnugur fjölda þjóðarleiðtoga um all- an heini. Hann fór umhverfis hnöttinn árið 1953, ferðaðist um Afríku þvera og endi- langa árið 1957, heimsótti Norðurlónd og Evrópu sumar ið 1958 og hélt að svo búnu til Sovéuikjanna, í fyrsta skipti í 30 ar og fór þá alla leið til Síberíu og Mið-Asíu. Árið 1960 lagöi Stevenson leið sína til Suður-Ameríku, og kom þangað aftur ári síðar til að skipuleggja og undirbúa starf semi „Aiiance for Progress“ (Alianza) áformanna um að- stoð við þróunarlönd S-Ame- ríku. í fyrra mánuði var Steven- son viðstaddur hátíðahöld þau er fram fóru í San Francisco, er þar var minnzt 20 ára af- mælis Sameinuðu þjóðanna, sem Stevenson átti sinn þátt í að stofna. Hann var sann- færður um gildi S.Þ. fyrir heiminn, og lét m.a. svo um mælt einhverju sinni, að Sam einuðu þjóðirnar væru ekki vettvangur til að heyja á kalda stríðið heldur „tæki til að stuðla að því að binda á það enda, og til að leysa menn undan aþján og hrellingum styrjaidana, fátæktar, sjúk- dóma, fáfræði og kúgunar". Stevenson gekk í skóla I Bloomjngton, Illinois og seinna í Wallingford, Conn- ecticut. Hann var í varaliði flotans til náms í sjómennsku árið 1913, og lauk prófum frá Princenton-háskóla 1922. Á há háskólaárum sínum tók hann mikinn þátt í félagslífi stúd- enta, og var m.a. ritstjóri skólablaðsins. Hann fékkst við blaðamennsku, er skóla- göngu lauk, starfaði þá við „Daily Pantograph“ í Bloom- ington, sem afi hans og nafni hafði sett á stofn árið 1846. Hann las lögfræði við Har- ward-háskóla og Northwest- ern University Law School og var tekinn í hóp lögfræðinga í Illinois árið 1926. Úr því byrjaði Stevenson að ferðast fyrir alvöru, fór m.a. um Mið- Evrópulöndin og fil Sovétríkj anna, sem fréttamaður, en sneri sér svo að lögfræðinni aftur, er heim kom og þá í Chicagu. Stevenson starfaði fyrir Landb'inaðarráð Bandaríkj- anna í Washington árin 1933 og 1934 en hvarf aftur að lögfræðistörfum 1935, og rak stóra lögfræðiskrifstofu á- samt öðrum. Árið 1941 var hann íenginn aftur til Wash ington til aðstoðar við Frank Knox, fiotamálaráðherra, og var honum innan handar allt til 1944, er Knox féll frá. Ár- ið 1943 fór hann til Ítalíu að tilhlulan Roosevelts, Banda- ríkjaforseta, sem formaður sendineindar, et lagði drög að efnahagsaðstoð og hjálp til uppbvggingar landinu, sem var í rústum eftir heimsstyrj- öldina. Adlai Stevenson var fram- bjóðandi demókrata við kjör til forseta Bandaríkjanna 1952 er repúblikanar buðu fram Eisenhower hershöfðingja, sem kjörinn var. Árið 1956 leiddu þeir aftur saman hesta sína Stevenson og Eisenhow- er, og aftur tapaði Stevenson við góðan orðstír. Sjö bækur skildi Stevenson eftir sig, skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit og var mikil virkur fyrirlesari. Hann bjó búi sínu skammt frá Liberty- ville í Llinois hin síðari ár, en átti þar sjaldan friðland lengi í einu fyrir önnum í starfi og tíðum ferðalögum í þágu lands síns og þjóðar. Steven- son skildi við konu sína árið 1949 og kvæntist ekki aftur. Þau hjón áttu þrjá sonu. Michael Stewart, utanríkis ráðherra Breta, sem talaði við Stevenson einna síðastur manriE, er þeir héldu með sér fund i morgun, mun hafa mælt f-yrir munn margra, er hann sagði, þá er honum barst andlátst'regnin: „Með Adlai Stevenson er genginn mikill stjórnmálamaður, skýrleiks- maður í hugsun og framsögn, unnandi frelsis og flegtum mönnum ríkari að mannúð og urnburðarlyndi. Hans verður minnzt í Bandaríkjunum, sem mikilhæfs embættismanns, sem ríkisstjóra Ilinois og frambjóðanda við forsetakjör, en utan Bandaríkjanna eru það síörf hans á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem halda munu minningu hans á lofti. Við. sem kynntumst honum persónulega, og hann átti márga vini hér i Bret- landi, munum hina stöku til- iitssemi hans, alúð og við- mótshlýju. Hann er harm- dauði fjölda manna um allan heim‘‘. Johnson forseti fékk frétt- irnar um andlát Stevensons skömmu áður en hann átti að flytja ræðu á fundi viðskipta- samninganefnda Bandaríkj- anna og Japans í Hvíta hús- inu og minntist hans í upp- hafi máls síns svofelldum orð- um: „Mér var efst í huga að af- lýsa þessum fundi okkar. En ég veit að það hefði Adlai Stvenson ekki viljað. Hann hefði viljað, að við héldum á- fram eins og ekkert hefði í skorizt — því honum var það jafnan fyrir mestu, að ekki yrði lát á neinum þeim störf- um, er miða að friði, fram- þróun og auknum skilningi manna á milli. Þetta er sá arfur, sem Adlai Stevenson hefur látið okkur eftir — áskorun um að halda ótrauðir áfram viðleitni okkar til að skapa betri heim og mönnunum betra líf, skapa þeim skilyrði til að lifa í friði, lausir við styrjaldir og hörm- ungar þeirra án ótta við kúg- un og ofbeldi. Þessvegna strengjum við þess heit í minningu Adlai Stevensons, sem var sannur heimsborgari og mikilmenni — að helga þessari köllun alla krafta okkar, atorku, áhuga og einbeitni. Bandarikin hafa misst einn sinn mesta málsnilling og ræðuskörung — hinn dyggi málsvari frelsis og manngildis er fallinn í valinn“. Risu fundarmenn síðan úr sætum og minntust Steven- sons með stundarþögn. Síldarnar, sem merktar eru inn á kortið, sýna hvar síldveiðiflotinn er nú að veiðum á þrem- nr svæSum, 50 milur, 80—100 mílur og 110—130 núiur SA og SA af S frá Gerpi. Gott veður á miðunum GOTT veður var á síldarmiðun- um á þriðjudag og aðfaranótt mið vikudags og nokkur veiði á þrem- ur svæðum, 50 mílur, 80-100 míl- ur og 110-130 mílur SA og SA af S frá Gerpi. Reynt var að salta^ síldina af tveimur grynnri svæðunum, en nýting er þó lé- leg. Samtals voru 40 skip með 31.100 mál og tunnur. Þessi skip voru með 1000 mál og tunnur og þar yfir: Guðmundur Péturs ÍS 1400 mál, Barði NK 1200, Gjafar VE 1200, Hamravík KE 1000, Guð- bjartur Kristján ÍS 1300, ‘Björg- úlfur EA 1700 mál og tunnur, Oddgeir 1800 mál og tunnur, Eldborg GK 1000 tunnur, Sólfari •AK 1000, Hoffell SU 1000 og Víð- ir II GK 1500. Samkvæmt upplýsingum síld- arleitarinnar var lítil veiði í gær- dag, en horfur voru á, að eitt- hvað rættist úr með nóttunni. ESKIFIRÐI, 14. júlí — Á þriðju- dag komu hingað tveir bátar með síld, Húni II. með 800 tunnur, Friðbert Guðmundsson, 300 tunnur og 400 mál. í dag hafa komið hingað: Björgúlfur 1100 mál, og 700 tunnur, Einir 250 tunnur og 150 mál, Æska 2Ö0 tunnur og 100 mál, Þorsteinn 900 tunnur, Ólafur Sigurðsson 250, Helga Guðmundsdóttir 1200, Guðrún Þorkelsdóttir 150 tunn- ur. Saltað var á söltunarstöðunni Eyri í 134 tunnur í dag, einnig á Auðbjörgu 600 tunnur og Öskju 153 tunnur. — G. W. — /jb róttir Framhald af bls. 22 eyringar hafa í þessum flokki harðsnúna sveit manna og skipa þeir fyrstu 3 sætin eftir að 12 holur hafa verið leiknar. Röðin er þannig: 1. Magnús Guðmundsson, Ak., 51 högg. 2. Sigtryggur Júlíusson, Ak., 52 högg. 3. Gunnar Sólnes, Ak., 53 högg. 4. Óttar Yngvason, Rvík, 54 högg. Jóh. Eyjólfsson, Rvík, 54 h. Einar Guðnason, Rvík, 54 h. Keppni mótsins hefst kl. 8 á fimmtudagsmorgun og verður án efa ekki lokið fyrr en 12 tímum síðar. Unglingar leika 12 hoíur, aðrir flokkar leika 24 nolur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.