Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Fimmtudagur 15. júlí 1965 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Augiýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STEFNAN I HÚSNÆÐISMÁL UM Vandamál sjúkra I Svíþjóð Almenningur nefnir velferðarríkið „Þjóðfélag biðraðanna“ Eftir Roland Huntford. ALMENNINGUR í Svíþjóð hefur gefið velferðarþjóðfé- laginu nafnið „þjóðfélag bið- raðanna“. I>ar í landi er erfitt að fá sjúkrarúm fyrir nær alla aðra en þá, sem hættu- lega eru veikir og margir sjúklingar, sem ekki þurfa aðgerð í skyndi, verða að bíða mánuðum saman, oft á annað ár. Maður nokkur, sem ég þekki vel, gat ekki fengið að leggjast í sjúkrahús fyrr en hann fékk alvarlegt hjarta áfall, og hafði hann þó haft öll einkenni hjartasjúkleika um langt skeið. Allar tilraun- ir heimilislæknis til að fá hann lagðan inn til rannsókn- ar og hvíldar höfðu reynzt án árangurs. Svo alvarlegt er nú ástand- ið í þessum málum, að borgar ráðið í Stokkhólmi hefur í hyggju að kaupa sjúkrahús í nágrenni Rómaborgar. Hug- myndin er að senda þangað sjúklinga, sem þjást af lang- vinnum sjúkdómum. Allt starfslið verður ítalskt, en heilbrigðisyfirvöldin í Stokk- hólmi bera kostnaðinn. Meginorsök þess, hvernig komið er, er sú, að mikill skortur er á hjúkrunarkonum og sérþjálfuðum aðstoðar- mönnum. Nóg er fyrir hendi af sjúkrahúsum, og yfirvöldin veita í sífellu mikið fé til nýrra sjúkrahúsa, sem eru þá að öllu jafnaði búin beztu tækjum, sem völ er á. Margir Svíar vilja kenna velferðarríkinu um, hvernig komið er. Há laun flestra stétta og full atvinna hafa dregið mikið úr áhuga manna og kvenna til að taka að sér hjúk'unar -og önnur sjúkra- liússtörí. Fáir leggja í læknis- nám vegna köllunar, eins og áður fyrr. Læknastarf táknar nú í flestra augum góðar tekj ur og virðingu. Þetta hefur haft sín áhrif á hjúkrunarkonur. Það er eng- inn skortur á hjúkrunarnem- um, en fæstar starfa lengi, ef þær þá ljúka námi. Frá því var greint í sænskri tímarits- grein fyrir skemmstu, að at- hugun hefði leitt í ljós, að aðeins um fimmta hver hjúkr- unarkona, sem lyki námi, væri enn við þau störf 10 ár- um síðar. Flestar giftast. Hjúkrun er vel virt starf, en hún er einnig góður undirbúningur undir hjónaband með læknum. Marg ar hjúkrunarkonur myndu óska eftir því að halda áfram starfi sínu eftir giftingu, en samsköttun hjóna er slík byrði, að mjög lítill hluti tekna eiginkonunnar er eftir. Því borgar það sig betur fyrir hana að sitja heima. Önnur orsök þess, að sjúkra húsin verða að vísa frá sér sjúklingum, er sú, að margir þeirra lækna, sem lokið hafa námi frá stríðslokum, hafa ekki viljað opna eigin lækna- stofur, en kosið aðstoðar- læknisstöður við sjúkrahús. Margt fólk, sem annars hefði kosið að láta stunda sig heima, verður því að leita til sjúkrahúsanna. Það er skiljanlegt, að al- menningur í Svíþjóð sé óá- nægður með ástand þessara mála, því að framlag vinn- andi fólks er mikið. Um 40 af hundraði meðaltekna renna í opinbera sjóði í formi skatta og sérálaga. Ríkið leggur hins vegar megináherzlu á ellilaun og barnalífeyri. Því verða sérálög að standa að nokkru leyti undir kostnaðinum við heilbrigðisþj ónustu. Þessi sjúkrasamlagsgjöld fara að nokkru eftir tekjum manna, og nema frá 600—1800 kr. (ísl.) á ári. Heildarupphæð sjúkrasamlagsgjalda nægir þó aðeins til að standa undir helmingi kostnaðar við heil- brigðisiþjónustuna, og afgang- urinn er greiddur af almennu skattfé. Einstaklingar njóta í staðinn ókeypis umönnunar á opinberu sjúkrahúsi í allt að tvö ár, um kr. (ísl.) 180 á dag í sjúkralaun og greiddur er hluti kostnaðar við lyf. Læknisþjónusta er þó ekki ókeypis. Ríkið greiðir aðeins þrjá fjórðu hluta launa lækna. Allir læknar, bæði þeir, sem starfa sjálfstætt, og þeir, sem eru í opinberri þjónustu, taka greiðslu af sjúklingunum sjálf um. Takmörk eru þó fyrir því, hvers læknar í opinberri þjón ustu geta krafizt, en læknar með eigin stofur hafa frjálsar hendur. Bætt lífskjör hafa mjög auk ið eftirspurn eftir læknisþjón- ustu, þ.e. svokallaðir „menn- ingarsjúkdómar" hafa aukizt, m.a. taugasjúkdómar. Mest segja þó til sín ellisjúkdóm- ar. Hlutfallsleg hækkun fæð- inga og aukinn meðalaldur (um 70 ár), hafa breytt aldurs hlutföllum þjóðarinnar. Prófessor Gunnar Björk, við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur ritað: „Þann ig verður afleiðingin, að færri ungir verða að sjá fyrir þörf- urj> fleiri eldri. Kostnaður við læknisþjónustu til handa fólki sem komið er af starfsaldri, er fjórum sinnum meiri en hlið- stæður kostnaður við fólk undir þrítugu“. Á ýmsan hátt virðast sænsk ir iæknar nú áhugaminni um sjúklinga sína en áður, en áhugameiri um eigin hagi. Á sumrin fara þeir margir í tveggja mánaða sumarleyfi, svo að örfáir læknar verða víða að sinna miklum fjölda fólks. Margar sjúkradeildir eru lokaðar á sumrin, og sums staðar heil sjúkrahús. Niðurstaðan virðist sú, að þótt velferðarríkið hafi að mestu unnið bug á fátæktinni, þá hefur það eyðilagt trúfest- ina — að því er snertir sænska lækna. Með því að kaupa sjúkrahús á Italíu eru sænsku heilbrigðisyfirvöldin að reyna að koma á jafnvægi með því að nýta starfskrafta þjóðar, sem er miklu fátæk- ari. (OBSERVER — öll réttindi áskilin). Vffirlýsing ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál hefur að vonum vakið mikla og verð- skuldaða athygli. Eru þar gef- in fyrirheit um mjög gagn- gerðar umbætur í húsnæðis- málum láglaunafólks, og einnig nokkrar hækkanir á almennum lánum Húsnæðis- tnálastjórnar. Húsnæðismálin hafa löng- um verið okkur erfið, og við höfum aldrei náð tökum á þeim að nokkru ráði. Bygg- ingarkostnaður hefur verið hár hér á landi, og húsnæðis- kostnaður hefur þess vegna verið stærri hluti árstekna manna en góðu hófi gegnir. í tíð núverandi ríkisstjórn- ar hefur verulegt átak verið gert til þess að koma þessum málum í betra horf og þá sér- staklega lánamálum húsbyggj enda. í samræmi við ákvæði júnísamkomulagsins hafa al- menn lán Húsnæðismála- stjórnar verið aukin til mik- illa muna, og lánskjör eru nú miklu betri en áður. Nú hefur ríkisstjórnin gefið fyrirheit lim nokkra hækkun þessara lána á næstu árum, en jafn- framt hefur hún boðað sér- stakar aðgerðir til þess að auðvelda efnalitlum meðlim- um verkalýðsfélaganna að eignast eigið húsnæði. Þessar aðgerðir eru á okkar mæli- kvarða í rauninni mjög rót- tækar, þar sem gert er ráð fyrir, að meðlimir verkalýðs- félaganna eigi kost á lánum allt að 80% af verðmæti íbúð- anna til 33 ára. Hér er auð- vitað um miklar umbætur að ræða fyrir meðlimi verka- lýðsfélaganna, og vafalaust "munu þeir, þegar tímar líða og þeir kynnast þessum þætti kjarasamninganna í framkvæmd, komast að raun um, að hér hafa þeir fengið miklar kjarabætur, e.t.v. mik- ilsverðari kjarabætur en þeir hafa fengið í mörg ár. Þau lánakjör, sem meðlimir verka lýðsfélaganna munu nú njóta, eru að mörgu leyti svipuð þeim, sem almennt tíðkast er- lendis. Og ef við veltum fyrir okkur, að hverju stefna beri í lánamálum húsbyggjenda almennt í framtíðinni, hlýtur stefnumarkið að liggja ein- hvers staðar nálægt því, sem meðlimir verkalýðsfélaganna munu nú eiga kost á. Engin getur öfundast yfir því, að hinir tekjulægstu þjóðfélagsþegnar eigi nú kost á sérstökum lánum til þess að eignast eigið húsnæði, og menn verða að gera sér ljóst, að íslenzk þjóð er ekki auð- ugri en svo, að töluverðan tíma mun taka að koma þess- um lánskjörum á almennt, en að því ber að stefna. í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er eins og kunnugt er, gert ráð fyrir að byggðar verði með sérstökum hætti 1000 íbúðir fram til ársins 1970, og verði 800 þeirra ráð- stafað til meðlima verkalýðs- félaganna, en 200 til útrým- ingar heilsuspillandi hús- næði. Þessar íbúðir verða byggðar með fullkomnustu tækni- og fjöldaframleiðslu- aðferðum, og verður gerð al- varleg tilraun til þess að sann reyna, hversu mikið megi lækka byggingarkostnaðinn í landinu á þann hátt. Vonandi verður þessi tilraun til þess, að við komumst upp á lag með að byggja ódýrari íbúðir heldur en hingað til. Það er eitt mikilsverðasta hagsmuna mál allra launþega í landinu að svo megi verða, og þess vegna ber að fagna yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar í hús- næðismálum, sem ber vott um, að húsnæðismálin munu í framtíðinni verða tekin mun fastari og alvarlegri tökum en áður. BREZKIR VEIÐA í LANDHELGI! F'rá því var skýrt í Morgun- blaðinu í gær, að brezku þingmennirnir, sem hér eru í heimsókn, hafi rokfiskað í ís- lenzkri landhelgi á íslenzku varðskipi. Þegar menn renna huganum aftur í tímann til ársins 1958 og 1959, þegar landhelgisdeilan milli Breta og íslendinga stóð sem hæst, er þessi veiðiferð hinna brezku þingmanria í ísl&nzkri landhelgi á íslenzku varðskipi óneitanlega skemmtilegt og táknrænt dæmi um, hvernig viðkvæm og alvarleg deilu- mál milli þjóða leysast á þann veg, að báðum aðilum er sómi að, og aldagömul vinátta þjóðanna helzt óskert. Landhelgisdeila Breta og ísledninga var mjög alvarleg, þótt til svo alvarlegra átaka hafi ekki komið í henni, að slys á mönnum hlytist af, en óneitanlega leit svo út um tíma sem vinstri stjórnin hefði haldið þannig á málun- um, að erfitt og raunar ókleift yrði að leysa deiluna, án þess að vinátta Breta og íslend- inga biði hnekki af. Alltof sjaldan eru deilumál milli þjóða leyst í friðsemd og af skynsemi. Lausn landhelgis deilunnar milli Breta og ís- lendinga er gott fordæmi um það, hvernig alþjóðleg deilu- mál á að leysa, og veiðiferð hinna brezku þingmanna er skemmtilegt tákn þess, hve happasæl og farsæl sú lausn var. SKIPAÚTGERÐ RIKISINS Á það var bent í forustu- grein Morgunblaðsins í gær, að hinn mikli greiðslu- halli ríkissjóðs á síðasta ári krefðist gagngerðrar sparnað- arstefnu í fjármálum ríkisins. í greinargerð f jármálaráðu- neytisins um afkomu ríkis- sjóðs er þess m.a. getið, að út- gjöld vegna samgangna á sjó hafi farið 20 milljónir króna fram úr áætlun. Skipaútgerð ríkisins hefur verið rekin með vaxandi halla síðustu árin, og mun rekstrarhalli hennar hafa numið nær 40 milljónum króna á síðasta ári, en rúrn- lega 20 millj. króna árið þar áður. Að vísu skal þess getið, að rekstrahallinn er svo mik- ill á síðastliðnu ári, að nokkru leyti vegna þess, að ýmis ó- venjulegur kostnaður lagðist á Skipaútgerðina, svo sem flokkunarviðgerðir á skipum og aðrar miklar viðgerðir, en samt sem áður er ljóst, að Skipaútgerð ríkisins er mikill baggi á ríkissjóði. Sérstök nefnd hefur verið skipuð til þess að endurskoða rekstur Skipaútgerðarinnar og skal engu um það spáð hver árangur verður af starfi hennar. En það er auðvitað ljóst, að með einhverjum hætti verður að tryggja lands byggðinni samgöngur á sjó með strandsiglingum, án þess að þær verði ríkissjóði gífur- leg byrði. Eðlilegast er, að einhver þeirra skipafyrirtækja sem starfandi eru hér, Eimskipafé lagið eða önnur, taki að sér þessar siglingar og væri skyn- samlegt af viðkomandi aðil- um að hefja könnunarviðræð- ur í þeim tilgangi. Alla vega er ljóst, að nýr og hagkvæmur skipakostur verð- ur að taka við strandsigling- unum til þess að bæta þ]ón- ustu við landsbyggðina í þess- um efnum og tryggja hag- kvæmari rekstur en nú er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.