Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 15 Llbanon Framhald af bls. 13 Ferðaskrifstofu ríkisins þar í landi. Ekki er þó langt síðan Líba nonbúar gerðu sér grein fyrir því, hvílíka möguleika landið hafði á þessu sviði. Bygging stærsta og glæsilegasta hótels ins í Beirut, Phönicia, var t.d. stöðvuð nokkrum sinnum þar sem ráðamenn töldu að fyrir því væri enginn fjárhags- grundvöllur. En nú hálfu öðru ári eftir að það var fullgert hefur verið ákveðið að bæta 200 gistiherbergjum við þau 360, sem fyrir eru. I>ó hafa önnur hótel risið upp á sama tíma, til dæmis eins og' Coral Beach Hotel, sem við heim- sóttum kvöldið áður en við fórum frá Beirut. í>að stend- ur niður við ströndina, sér- staklega glæsilegt með lúxus- íbúðum, sundlaug o.s.frv. Þar er engu til sparað, og nætur- klúbburinn í pólinesískum stíl er hreinasti töfraheimur. En nú orðið tókum við þessu öllu eins og sjálfsögðum hlut, því að satt bezt að segja vor- um við hættir að undrast yfir því sem við sáum í þessu landi. • KLAPPAÐ Á ÞJÓNINN Eins saknaði ég þó, hve allt þettá minnti lítið á Austur- lönd, allt svo nýtízkulegt. Við komum aðeins inn í eitt veit- ingahús þar sem Austurlanda stíllinn var ríkjandi og þjón- ar búnir á gamaldagsvísu gengu um hægt og settlega. En þeir virtust meira til sýn- is, skapa andrúmsloft, en til afreka. Og á þeim stað köll- uðu gestir á þjóninn með því að klappa saman höndum. Annars er áberandi, hve marg ir líta á þetta sem fortíðina, sem eigi ekki heima í Líbanon nútímans. • SUÐRÆNN BLÓÐHITI UNDANTEKNING Líbanonsbúar eru * menn hæglátir í fasi og rólyndir og skipta ekki oft skapi að því er virtist. Tvisvar varð ég þó var við það sem kalla mætti suðrænan blóðhita. í annað skiptið á sölutorgi, þegar að- vífandi umferðasali bauð Sölubúð í þorpi á Miðjarðarhafsströnd Líbanon. • BfÐIÐ BARA OG SJAIÐ Líbanon hefur bætzt í hóp þeirra landa við Miðjarðar- haf, sem keppast nú við að laða til sín ferðamenn. Og Líbanonbúar kvíða engu. Þeir bjóða ekki aðeins upp á sól og freistandi baðstrendur — landið er ríkt af fornum minj- um og frægum sögustöðum auk heillandi landslags, fjöl- breytts skemmtanalífs og sér- staklega. elskulegs viðmóts íbúanna. — Bíðið bara og sjá- ið, segja þeir, komanai tímar munu sýna að Líbanon er ferðamannaland framtíðarinn ar. Á leiðinni frá Jeita-hellunum. fram varning sinn á yfirráða- svæði torgsala eins. Torgsal- inn þaut upp og bægði aðskota dýrinu frá með hrópum og hrindingum. Hitt skiptið var við kjör fegurðardrottningar Líbanon, þegar stúlku einni frá Tripoli var dæmt annað sætið. Foreldrar hennar, bræð ur og annað frændalið var þar mætt og lét ókvæðisorð og jafnvel stóla dynja á dóm- nefndinni og sökuðu hana um hlutdrægni.. Stolt ættarinnar hafði verið sært, • „IIALDIÐ ÁFRAM Á SÖMU BRAUT“ Líbanon er tengiliður milli austurs og vesturs. fbúarnir eru arabískir að tungu og þjóðerni, en vestrænir að menningu, menntun og lifnað- arháttum. Franska er mjög út- breitt mál þar og víða töluð á heimilum og mannamótum og fjöldinn allur er ensku- mælandi. Mjög blómleg verzl- un er í landinu. Vörur eru keyptar í austri og fluttar til vesturs og öfugt. Segja má að landsmenn séu verðugir arf- takar Fönekíumanna. Eftir síðari heimsstyrjöld- ina var kunnur belgískur efna hagssérfræðingur fenginn til landsins til þess að kynna sér ástandið þar og gera tilllögur til úrbóta, ef þörf þætti. Hann fór þangað með sérfræðingum sínum, en eftir vikudvöl í landinu snéri hann heim aftur. „Ég skil ekkert í hvernig þið farið að þessu,“ sagði hann, „en fyrir alla muni haldið áfram á sömu braut.“ „Vísindin og landbúnaðurinn" Athugasemd til Árna G. Péturssonar í MBL. 24. júní sl. birtist.löng grein eftir Árna G. Pétursson, sauðfjárræktarráðunaut Búnaðar félags fslands með heitinu „Vís- indin og landbúnaðurinn". í grein þessari tekur Árni fyrir nokkur atriði úr grein eftir mig með sama heiti, sem birtist í Mbl. 12. júní sl. Sökum þess að ég hef verið á ferðalagi, hefur mér ekki gefizt tækifæri til að svara fyrr en nú. Ég sé enga ástæðu til að svara grein Árna í heild, enda hefur hann ekki áhuga á meiri skrifum um þessi mál en orðið er, en í aðalatriðum í grein hans eru svo leiðinlegar. missagnir, að ég get ekki látið hjá líða að benda á eina þeirra. Það er óskiljanlegt, hvernig greinar mínar um rannsóknir á rauðgulu illhærunum hafa getað farið fram hjá sjálfum sauðfjár- ræktarráðunaut Búnaðarfélags- ins. Hann ætti alla vega að vita um, að þær eru til, enda þótt hann sé kannske á báðum áttum með, hvort og hvernig hann eigi að nota niðurstöður þeirra. „Engin skýrsla hefur birzt á vegum Búnaðardeildar um illhær ur í ull eða hvernig eigi að vinna gegn þeim“, segir Árni í grein sinni, og ennfremur telur hann það „........æskilegt, að Stefán gæfi sér tíma til að gera upp þær athuganir, sem fyrir liggja og það sem allra fyrst.“ Síðan ég kom að Búnaðardeild fyrst, en það var með lausaráðn- ingu haustið 1955, sem breyttist í fastráðningu 1957, hef ég skrif- að alls 8 greinar um ullarfSnn- sóknir minar, og í öllum þessum greinum er rætt meira og minna um rauðgulu illhærurnar og hvernig megi losna ,við þær með kynbótum. Þrjár þessara greina hef ég skrifað í ,,Búnaðarritið“, nánar tiltekið i 69. árg., 71. árg. og 74. árgang. Ég hef skrifað eina grein um rannsóknir mínar á gula litnum í „Frey“, 58. árg. bls. 209 og éina grein í „Árbók landbúnaðarins", 2. hefti, 1963 um sama efni. í þeim greinum er lýst'fyrstu' niður stöðum rannsókna, sem hófust á Hólum 1961 með það, hversu auðvelt væri að útrýma rauð- gulu illhærunum úr ullinni með kynbótum. Þá hef ég skrifað um þessar sömu rannsóknir í „Búnaðarblað- ið,‘ 6. tbl. 1964, 7.-8. tbl., 1964 og 5. tbl. 1965. í síðustu greininni er sagt frá helztu niðurstöðum rannsóknanna á Hólum og Reyk- hólum haustin 1963 og 1964 og sérstaklega gerð grein fyrir því, hvaða árangurs megi vænta, þeg- ar ráðizt er í að útrýlna rauð- gulu illhærunum með kynbótum. Að baki þeim greinum, sem hér er getið, liggja niðurstöður rannsókna á nærri 2,500 fjár. . Reykjavík 9. júlí, 1965. Stefán Aðalsteinsson. A5eins það bezta fyrir börnin PABLUM barnamjöl VÍÐFKÆG AMERÍSK ÚRVALSFÆÐA. Þrjár tegundir: Mixed Oatmeal Riee LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 9. ágúst. Sveinn Björnsson & Cc. Garðastræti 35. FÆST í MATVÖRUBÚÐUM OG LYFJABÚÐUM UM LANl) ALLT. Einkaumboð: A T H U G I Ð að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa ♦ Morgunblaðinu en öðrum biöðum. Umbaðs -crg heiPdverzl’un Ingi Ingimundarson hæstaréttarftimaður Klapparstíg 26 IV hæð Sími 24753. BJÖRGVIN SCHRAM Uesturgata 20 11 snni 2 43 40 MAX Sjó- og regnfatnaður Traustur og endingargóður Rafsoðinn saumur /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.