Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 24
157. tbl. — Fiirmit«da£ur 15. júlí 1965 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað — í engú sambandi við nýgerða kjarasamninga Frá blaðamannafundinum í fær: Dr. Jóhannes Nordal, Seðlabaruk astjóri og £. Kodriguez, fulltrúi Alþjóðalánastofnunarinnar í VVa shington. Á FUNDI borgarráðs Reykjavík- borgar sj. þriðjudag var lögð fram tillaga um hækkun á gjald skrám Strætisvagna Reykjavík- ur og Hitaveitunnar og var sam- þykkt að leggja til við borgar- stjórn, sem kemur saman til fundar í dag, að gjaldskrá Stræt- isvagna Reykjavíkur verði hækk uð að meðaltali um 15.9%, en gjaldskrá Hitaveitunnar um 10%. Xillagan um hækkun gjald- skránna var samþykkt í borgar- ráði af fulltrúum Sjálfstæöis- flokksins og Framsóknarflokks- ins, en fulltrúi Alþýðubandalags- ins lagði fram tillögu um, að Alþjóðalánastofnunin leggur fram hlutafé í einkafyrirtæki — Fulltrúi IFC staddui hér á landi AÐ undanförnu hefur dvalizt hér á landi á vegum Seðlabankans, fulltrúi Alþjóðalánastofnunarinm ar í Washington (International Finance Corporation, IFC), E. Rodriguez. IFC er starfrækt á vegum Alþjóðabankans í Was- hington og er hlutverk stofnun- arinnar að efla atvinnuvegi í þátttökurikjunum með lánveit- ingum t>l einkafyrirtækja og með öðrum heppilegum hætti. Hr. Rodriguez hefur kynnt sér að- stæður hér á landi og kannað möguleika á aðstoð IFC til upp- byggingar atvinnuvega hérlendis. Á fundi með blaðamönnum í Takinarkaðar bifreiðastöður gær kynnti dr. Jóhannes Nordal hr. Rodriguez og skýrði hann nokkuð frá starfsemi IFC og heimsókn sinni hingað. Hann kvað þetta vera fyrstu heimsókn fulltrúa Alþjóðalánastofnunarinn ar til íslands, en Alþjóðabankinn hefði áður staðið að lánaveiting- um til landsins. IFC er önnur af tveimur hliðarstofnunum Al- þjóðabankans, en hin er IDA (International Developement As- sociation), sem einkum starfar í þróunarlöndunum svokölluðu og mikla þörf hafa fyrir erlent fjár- magn til uppbyggingarstarfs, svo sem Indland og Pakistan. Alþjóðalánastofnunin var stofn uð 1956 í þeim tilgangi að stuðla að efnahagsiþróun og atvinnu uppbyggingu meðlimaríkjanna, en þau eru flest hin sömu og aðild eiga að Alþjóðabankanum, en þó nokkru færri. komandi fyrirtækis, í öðru lagi hlutafjárframlög til fjárfestingar iánastofnana atvinnuveganna og í þriðja ia^ veitir IFC fjármagns mörkuðum aðstoð í sambandi við lánsútboð o. fl. lllutaf járframlög til einkafyrirtækja Aliþjóðalánastofnunin er eina stofnunin í heimi, sem starfar á þann hátt að leggja fram hlutafé til einkafyrirtækja og stuðla þannig að vexti þeirra. Yfirleitt er þessi starfsemi einungis miðuð við einkafyrirtæki, en í sérstök- um tilvikum getur verið um að ræða framlög til fyrirtækja, sem ríkið er takmarkaður aðili að. IFC vill ekki eiga meira hlutafé í þeim einkafyrirtækjum, sem það kaupir hluti i en 20% af hlutafénu og óskar engrar aðild- ar að stjórn fyrirtækjanna. Stofn unin tekur engar tryggingar fyrir hlutáfjárframlagi sínu, en kemur fram sem hver almennur hlut- hafi og tekur áhættuna af rekstr- inum. Þegar starfsemi fyrirtækj- anna er komin vel í veg, selur IFC hlut 'sinn. Hr. Rodriguez sagði, að þessir starfshættir hefðu mjög stuðlað að trausti fólks til stofnunarinn- ar. IFC tekur heldur engan þátt í atkvæðagreiðslum til stjórnar eða önnur mál á hluthafafundum og grípur einungis inn í rekstur fyrirtækjanna, ef þau eru að gjaldþroti komin. Framhald á bls. 2 Samningafiiiiclir BNGIR samningafundir voru í gær, en í dag kl. 4 verður fundur með Farmanna- og fiskimanna- sambandinu og kl. 5 verður samn ingafundur á Selfossi með full- trúum verkalýðsfélaganna í Ár- nessýslu. Engir fundir hafa verið boðaðir með járnsmiðum o. fl. gjaldskrárnar yrðu ekki hækkað ar að svo stöddu, heldur yrði málinu frestað um skeið. Gjaldskrár SYR og Hitaveit- unnar hafa ekki hækkað síðan í desember 1963, en síðan hafa hækkanir á rekstrarkostnaði þessara fyrirtækja orðið miklar. Xillagan um hækkun gjald- skránna stendur í engu sambandi við þá kjarasamninga, sem ný- lega hafa verið gerðir og þæf kauphækkanir, sem í þeim fel- ast, heldur byggist hún eingöngu á hækkunum, sem höfðu orðið, áður en nýgerðir kjarasamning- ar voru gerðir. Þegar núverandi gjalds'krá SVR tók gildi var söluskattur 3% af keyptum vörum, en hefur sdðan hækkað tvisvar, fyrst i 5.5% og siðar í 7,5%. SVR hef- ur teki'ð þessa söluskattshækkun á sig, án þess að innheimta hana í auknu.m fargjöldum hingað til. Grunnkaup fastra starfsmanna hefur hækkað um 6,6% og að auki verðlagsuppbót 3,66%. Loks hefur verið lagður á launaskatt- ur 1%. Hækkun á rekstrarkostnaði SVR hefur því orðið mikil síð- an í desember 1963. Gjaldskrá Hitaveitunnar var einnig hækkuð síðast í des. 1963, en á þeim tíma sem liðinn er hefur rekstrarkostnaður hennar aukizt mikið. Þann 21. des. 1963 hæk'kaði tímavinnu- og viku- kaup um 15% og 1. júlí 1964 um 5%. Orlof hefur hækkað úr 6% í 7%. Eru breytingar þessar tald ar jafngilda 22,07% hækkun kaupgjalds. Á tímaibilinu hefur kaup borg- arstarfsmanna hækkað um 6.6% óg síðar greiddar 3.66% verðlags uppbót. Heildanhaekkun á launa greiðslum Hitaveitunnar síðan gjaldskrá hennar var hækkuð í des. 1963 er því 24.2%. Á fundi borgarstjórnar í dag verður lagt til að gjaldskrá Strætisvagna Reykjavíkur hækki Framhald á bls. 2 Hækkun á gjaldskrá SVR og Kitaveitunnar við höfnina UMFERÐARNEFND hefur sam- þykkt að verða við óskum hafn arstjóra og leggja til að bifreiða stöður verðí bannaðar á Mið- bakka hafnarinnar, í Geirsgötu við TojJstöðvarskýlið og geymslubragga Ríkisskip. Hugmyndin með stofnun IFC var sú, að þessi stofnun ætti hlut að fjármagnsútvegunum til einka fyrirtækja án ríkisábyrgðar. Starfsemi stofnunarinnar nú er einkum " þríþætt: í fyrsta lagi bein fjárveiting hennar í at- vinnufyrirtækjum og er þá venjulega bæði um að ræða lán og hlutafjárframlög IFC til við- Forsætisráðherra minnist Stevensons MORGUNBLAÐIÐ hringdi í gær til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, eftir að fréttin um fráfall Adlai Stev- ensons spurðist og sagði for- sætisráðherra m.a. um hinn látna stjórnmálamann: — Adlai Stevenson varð fyrst kunnur utan Bandarikj- anna þegar hann var í fram- boði til forsetakjörs í heima- landi sínu. — Vakti hann þá mikla at- hygli vegna drengskapar síns og mikilla mælskuhæfileika. í Bandaríkjunum er algengt að aðrir menn skrifi ræður frambjóðendanna, en um Stevenson var vitað, að hann samdi ræður sínar sjálfur. — Hin síðari ár var hann sendiherra þjóðar sinnar hjá Sameinuðu þjóðunum og var sem slíkur talsmaður frelsis og friðar í heiminum. — Um áhrif hans á stjórnar- stefnu Bandaríkjanna er ekki mikið kunnugt, en hann verð- ur lengi minnzt sem stjórn- málamanns, mælskumanns og góðs drengs. Sigurður Bjarnason kjörinn formaður Norræna félagsins Gunnari Thoroddsen þökkuð dgæt forysta AÐALFUNDUR Norræna félags- ins í Reykjavík var haldinn í Tjarnarbúð í gærkvöldi. 1 upp- hafi fundarins flutti Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri fé- lagsins, fundinum kveðjur og árnaðaróskir frá Gunnari Thor- oddsen, sendiherra, sem verið hefur formaður félagsins síðan árið 1954. Fundarstjóri var kjörinn Sig- urður Magnússon, fulltrúi, og fundarritari Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Þá flutti Magnús Gíslason skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári, en hún hafði verið fjölþætt. Þá gerði gjaldkeri félagsins, frú Arnheiður Jónsdóttir, grein fyrir fjárreiðum þess og voru reikningar þess síðan samþykkt- ir. Síðan fór fram stjórnarkosn- ing. Var Sigurður Bjarnason, rit- stjóri, kosinn formaður með samhljójia atkvæðum. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Páll ísólfsson, tónskáld, frú Arnheið- ur Jónsdóttir og Sigurður Magn- ússon. Voru þau öll endurkjör- in með samhljóða atkvæðum. Aðrir í stjórn félagsins eru: Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, Thorolf Smith, fréttamað- ur, og Sveinn Ásgeirsson. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Lúðvíg Hjálmtýsson og Óli J. Ólason. Síðan flutti hinn nýkjörni for- maður stutt ávarp og að lokum var samþykkt að aðalfundurinn Sigurður Bjarnason. sendi Gunnari Thoroddsen, sendiherra, skeyti með þökkum fyrir ágæta forystu og starf í þágu félagsins. í deildum Norræna félagsins á íslandi eru nú 3000 félagar, þar af 1000 í félaginu í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.