Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID Fimmtudagur 15. júlí 1965 Einar Þórðarson og frú Guðríður Eiríksdóttir. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Einar Þórðarson BINAR ÞÓRÐARSON, Stór- holti 21, sem margir Reykvík- ingar þekkja úr starfi hans sem afgreiðslumaður Smjör- líkisgerðanna, dyravörður í Nýja Bíói, slökkviliðsmaður og við fleiri störf, er 85 ára í dag. Morgunblaðið hefur átt samtal við Einar af þessu til- efni. Foreldrar Einars voru hjón- in Margrét Jónsdóttir og Þórð ur Jónsson, Efra Seli á Stokks eyri. Þórður stundaði búskap og sótti sjó og þótti auk þess smiður góður. Hann dó, er Einar var 10 ára, hinn 6. í röðinni af 14 systkinum. — Það var hart í ári þá, sagði Einar, og erfitt að draga björg í bú. Rófur voru mat- jurtirnar, sem ræktaðar voru á Stokkseyri. Kartöflur voru ekki komnar í tízku. Þegar sjó sókn brást, var borðað hrossa kjöt og rófur, eða þá að farið var í verzlun Lefolii og tekinn saltfiskur að láni til næstu vertíðar. — Mér var komið fyrir hjá hjónum nokkrum, strax eftir dauða föður míns, en tekin úr fóstrinu aftur og þá sendur til móðurbróður míns austur í Holt. Fjórtán árá fór ég svo upp í Hrunamannahrepp í vinnumennsku til' Hróbjarts Hannessonar á Grafarbakka. Þar var ég í 10 ár og leið vel. Mér finnst ég hvérgi hafa átt heima í gamla daga, nema þar. Hróbjartur hafði orð á sér fyrir vinnuhörku, en mér þótti hann alltaf drengur góður og hinn bezti húsbóndi. — Hvenær fórst þú fyrst á sjó? — Þegar ég var 16 ára. Það var þá siður að senda vinnu- menn á vertíð. Höfðu þeir þá skrínukost frá húsbónda sín- um, hálfan annan sauð, harð- fisk frá vetrinum áður og kaffi. Húsbóndinn fékk hálfan vertíðarhlut okkar, en hinu héldum við. Ég reri 11 ver- tíðir frá Þorlákshöfn á tólf- rónu skipi hjá Páli Grímssyni. Brimlending var í Þorláks- höfn og er ég tók að stálpast var ég gerður að því, sem þá var kallað framámaður. Þetta starf var í því fólgið að standa- í stafni og varpa sér útbyrðis um leið og skipið tók niðri, halda við stefnið og í kaðal- inn, til að gæta þess, að hvorki ræki skipið of langt upp né sogaðist út' aftur. — Varstu svo í vinnu- mennsku hinn hluta ársins? — Já, að undanteknu tíma- bilinu frá 11. maí, eða vertíð- arlokum, og fram að Jóns- messu. Þá fóru margir í land- vinnu til Reykjavíkur, en mér líkaði svo vel á sjónum, að ég fór alltaf á vorvertíð, Á sjónum var gott að vera fyrir fríska stráka og þar fékk mað- ur alltaf í sig. Stundum var ég á skútum frá Reykjavík, eða smábátum á Suðurnesjum. Tvö vor var ég hjá Bjarna á Vatnsleysu og þá voru fisk- veiðar lítið stundaðar. í stað þess eltum við uppi enska trollara og sníktum hjá þeim 85 ára þann fisk, sem þeir hentu annars. Þeir vildu ekki annað en flatfisk og smáýsu. Þorski og stórri ýsu hentu þeir venju lega. Fyrir þennan feng lét- um við Englendingana hafa sútuð skinn, hænsni og brenni vín. Bjarni á Vatnsleysu borg aði vel. Hjá honum fékk í 40 krónur í kaup, í stað 36 króna sem þá tíðkuðust fyrir þetta timabil. — Hvernig- stóð á því að þú fórst frá Grafarbakka? — Ég fór úr vistinni, þegar Hróbjartur brá búi. Gestur á Hæli bauð í mig 200 krónur á ári og tvö hestfóður. Þetta þótti einkennilega hátt boðið í strákling. Á Hæli kynntist ég Guðríði Eiriksdóttur, konu minni. Hún kom að Hæli skömmu á eftir mér. Margrét Gísladóttir frá Ásum, kona Gests og Guðríður voru syst- kinadætur. Á Hæli vorum við í 2 ár, unz við fluttumst til Reykjavíkur 1907, þar sem við giftum okkur 12. maí, 1908, og hófum búskap í Sauðagerði hjá Gísla föður Margrétar. — Hvaða vinnu stundaðir þú fyrst í Reykjavík? — Fyrst var ég á Eyrinni, síðan hjá Milljónafélaginu, þá vann ég við að leggja vatns- leiðslur í göturnar og gas. Ég vann nokkurn tíma í Gasstöð- inni líka, þangað til konan mín kom þangað og sá hvernig aðbúnaðurinn var þar, þá bannaði hún mér að vera þar lengur. Eftir það var ég at- vinnulaus og gekk eitt sinn í öngum mínum niður að sjó eft ir Frakkastígnum. Þar hitti ég Norðmenn, sem voru að bræða grút. Þeir keyptu lifur af erlendum skipum. „Er ekki hægt að fá vinnu hjá ykkur?“ spurði ég. Þeir tóku vel í það, og ég var hjá Norðmönnunum eitt sumar. Þá kom Gunnar heitinn Gunnarsson niður eft- ir til mín og spurði, hvort ég hefði ekki séð pakkhúsmann hans. Ég kvaðst hafa séð eitt- hvað á floti úti á sjó nokkru áður, hrinti út báti og fann karlinn dáinn í sjónum. Upp úr þessu æxlaðist það svo, að ég réðist til Gunnars í pakk- húsið. Þetta-var 1911 og þarna vann ég til ársins 1917. — Hvenær tókstu fyrst þátt í starfsemi Slökkviliðsins? — Það var árið 1909, á páskadag. Þá brann hús Guð- jóns Samúelssonar á horm Kárastígs og Skólavörðustígs. Allir verkfærir men í bænum voru kallaðir út. Mynduð var tvöföld röð eftir Klapparstígn um niður að sjó. Eftir annarri röðinni vorU handlangaðar tómar strigafötur, en fullar eft ir hinni. Ur þeim var svo hvolft í slökkvidæluna. — Hver var versti eldur, sem þú tókst þátt 'í að slökkva? — Ætli það hafi ekki verið 1915, þegar sem flest hús’ í miðbænum brunnu. Það var hræðilegur eldUr. Við vorum við slökkvistarfið frá því kl. 3 um nóttina og fram á næsta kvöld. Á eftir var okkur boðið í snaps í húsi stórtemplars, án þess þó að hann vissi af því. Ég var í slökkviliðinu fram í síðasta stríð. — Hvert fórst þú, þegar Gunnar hætti kaupmennsku? — Þá réðist ég til Carls Hoepfners og var hjá honum í 10 ár, eða til 1927. Sama ár og ég byrjaði hjá Hoepfner, tók ég að mér dyravörzlu í Nýja Bíói, sem þá var til húsa í Hótel ísland. Því starfi gegndi ég í 33 ár. — Hefur þú nokkurntíma orðið veikur? — Já, einu sinni alvarlega. Ég fékk sullaveiki árið 1927 og var frá vinnu í næstum eitt ár. Þegar ég loksins komst á fætur keypti ég mér vöru- bíl og fór að keyra hann, þang að til ég gerðist sölu- og pakk- húsmaður hjá Magnúsi Schev- ing Thorsteinsson í smjörlík- isgerðinni Ljóma, árið 1932. Þar og síðar hjá afgreiðslu smjörlíkisgerðanna var ég í 30 ár, eða þangað til ég varð 82 ára. Magnús og allir eftir- menn hans hafa reynzt mér eins vel og hugsast getur. — Máttir þú nokkurn tíma vera að því að iðka íþróttir á yngri árum? — Það var nú heldur lítið. Ég fékk aldrei neina leikfimi- kennslu og var því ekki nógu liðugur glímumaður. Þó kom ég eitt sinn á verzlunarmanna- mót í Kópavogi, ég held að jihð hafi verið 1907. Jónatan Þorsteinsson hafði lagt alla keppendurna í glímunni. Ég átti ekkert glímubelti og var á hræðilega víðum buxum. Strákarnir otuðú mér út í það að glíma við Jónatan. „Hann verður ekki lengi að skella þessum á víðu buxunum á hrygginn", sögðu áhorfendurn ir, en reyndin varð önnur, því að ég lagði hann tvisvar. — Hefur þú farið til út- landa, Einar? — Já, við höfum einu sinni farið utan hjónin. Það var þegar ég varð áttræður. Þá buðu smjörlíkisgerðirnar okk- ur í Norðurlandaferð með Heklunni. Einar og Guðríður eignuð- ust 8 börn og ólu auk þess upp hið níunda. Tvö þeirra dóu í æsku, en hin eru Ólafur Hafsteinn, kennari við Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, Þor- steinn, íþróttafulltrúi ríkisins, Sigríður Hulda, gift Þorbirni kaupmanni í Borg, Ragnheið- ur Ester, gift Sigfúsi Sigurðs- syni, verzlunarstjóra á Sel- fossi, Guðríður Ingibjörg, gift Þórhalli Þorlákssyni, heild- sala, Hrafnhildur Margrét,, sem lézt í fyrra og var gift Hermanni Bridde, bakara- meistara, og loks fóstúrdóttir- in, Hörn Harðar, sem er gift Gunnari Ragnars, stud. oecon. — Við höfum verið mjög heppin með börnin okkar og tengdabörnin, sagði Einar að lokum. Afkomendurnir okkar eru líka komnir hátt á sjö- unda tuginn, bætti hann við stoltur. Þau ætla að fara með okkur gömlu hjónin í ferða- lag á afmælisdaginn minn, svo að við verðum ekki heima þá og getum því miður ekki tekið á móti gestum. Ferðahandbókin 4. útgáfa með fylgiriti er nefnist „Gönguleiðir" 4. ÚTGÁFA er nýkomin í bóka- búðir. Bókin er aukin mjög og endurbætt og er í henni að finna fjölda nýmæla, enda er bókin sjálf 24 blaðsíðum stærri en í fyrra. Þá er til viðbótar að telja 16 síðna fylgirit, þannig að alls er stækkun bókarinnar 40 síður. Bókinni fylgir einnig nýtt Shell- vegakort, sem einmitt er að koma á markað þessa dagana. Gætir einnig margra nýjunga á vegakortinu. Ferðahandbókin, fylgiritið Gönguleiðir og hið nýja Shell-kort eru í haganlega gerðri, tveggja hólfa plastmöppu, sem ferðafólk getur auðveldlega not- að til þess að geyma ýmis fleiri gögn í. Mörg nýmæli eru í bókinni. Nefna má t. d. leiðarlýsingu eftir Gísla Guðmundsson, sem nefnist Leiðir um Austurland. Lýsir Gísli þar leiðum allt frá Jökulsá á | Fjöllum til Jökulsár á Breiða- merkursandi. Fyrir er í bókinni leiðarlýsing eftir sama höfund og tekur hún yfir Mýrar, Snæfells- nes, Dali og Vestfirði. Fylgja þessum lýsingum sérkort af Vestur- og Austurlandi, þar sem vegir eru sýndir og erfiðustu vegamót afmörkuð og þau jafn- framt sýnd á sérkortum. öll eru þessi sérkort ný, þeim hefur ver- ið breytt með tilliti til fenginnar reynslu. Fylgiritið, sem nú er með bók- inni, nefnist Gönguleiðir og er samið af Sigurjóni Rist. Fylgi- ritið er 16 síður og skiptist í lýs- ingar á gönguleiðum í öllum iandshlutum. Er þar að sjálf- sögðu stiklað á stóru, ferðafólki gefnar þýðingarmestu leiðbein- ingar varðandi val gönguleiða. Mun þeim er hyggja á göngur án efa mikill fengur að leiðsögn Sigurjóns. Kaflinn Bifreiðaslóðir á Mið- hálendinu, sem einnig er eftir Sigurjón Rist hefur höfundur gjörbylt og endurskoðað frá rót- um, sökum hinna miklu breyt- inga, sem átt hafa sér stað í samgöngumálum hálendisins, og þeirrar reynslu sem fengist hefir í notkun þessarar lýsingar á usdanförnum árum. Kaflanum fylgir nýtt Miðhálendiskort og er það prentað í tveimur litum. Gerir litaskiptingin það kleift að flokka bifreiðaslóðirnar eftir gæðum og auðveldar það notkun kortsins. Hið almenna vegakort frá Shell, sem fylgir bókinni, er nú merkt bókstöfum lárétt, en tölu- stöfum lóðrétt. Eru þær merk- ingar notaðar víða í Ferðahand- bókinni til þess að auðvelda fólki leit á kortinu. í Ferðahandbókinni er auk þess, sem á undan er talið, að finna fjölmargar upplýsingar, sem koma fólki að gagni, hvort heldur, sem það er að undirbúa ferðaiag eða er á ferðalagi, enda er kjörorð útgefanda: Fariff meff svarið í feröalagið, 1 bókinni eru t. d. aðvörunarorð frá lögregl- unni, Bifreiðaeftirlitinu og Slysa- varnarfélaginu. Sýnd er hin nýja aðferð við lífgun úr dauðadái, listi er yfir sundlaugar, gömul hús, bggða og minjasöfn, skrá yfir sæluhús, reglur um hrein- dýraveiðar og friðun fugla. Listi yfir alla íslenzka fugla, sérstak- lega ætlaður þeim sem stunda hina vinsælu íþrótt fuglaathug- anir, veiðimenn finna ýmislegt við sitt hæfi, svo sem minnis- lista veiðimannsins og kafla um lax og silungsveiði eftir Þór Guðjónsson, veiðimálastjóra. Seg ir veiðimálastjóri frá því mark- verðasta er varðar veiðimál og telur jafnframt upp helztu veiði- árnar og veiðivötnin og greinir frá eigendum og leigutökum. Finna má í bókinni upplýsingar um sjóstangaveiði, vegalengda- töflur hæðir fjallvega, ljósatíma ökutækja, umdæmisstafi bifreiða, upplýsingar um Félag ísl. bif- freiðaeigenda, áætlanir langferða bifreiða, flugvéla, skipa og póst- báta. Ferðaskrifstofurnar greina frá sumarstarfinu, skrá er yfir öll gisti- og veitingahús með upplýsingum um starfsemi hvers og eins. Þá er að finna í bókinni útsölustaði olíufélaga og gasút- sölustaði. ítarlegasti og stærsti kafli bókarinnar ber heitið kauptún og kaupstaffir. í þessari útgáfu fylgja teikningar með nær hverjum kaupstað eða kauptúni, gerðar af Ragnari Lárussyni. Er það gert til þess að draga at- hygli ferðafólks að ýmsu því markverðu, sem hver staður hef- ur upp á að bjóða. Kauptúna- og kaupstaðakaflinn er saminn í samráði við forráðamenn við- komandi staða og er í honum að finna flestar þær upplýsingar, sem ætla má að fólk þurfi á að halda. Er það of mikið upp að telja, en til gamans má geta þess, að kaflinn greinir jafnt frá bif- reiðaverkstæðum sem tannlækna stofum og hestaleigum sem hár- greiðslustofum. Frágangur bókarinnar er allur hinn vandaðasti. Gísli B. Björns- son gerði káputeikningu, prentun annaðist Prentsmiðja'n Edda, en myndamót gerði Litróf hf. ATHUGIB að borið saman við úlbreiðslu er langtum odýrara aff auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.