Morgunblaðið - 21.08.1965, Side 8
8
MORCUNBLAÐID
r
Guðmundiir Ásmundsson
hæstaréttarlögmaður *
Onðmandnr
Ájnaundsson
lenzkrar náttúru, skynja á óljós-
an hátt þann ægikraft, sem að
vermireitir. Mótaði heimili Guð-
mundar hann gagngert og bar
hann ávallt mikinn svip þess.
Var hann og alla stund mjög
tengdur bernskuheimili sínu,
foreldrum og systkinum. Guð-
mundur giftist snemma á náms-
árum sínum í Háskólanum
Hrefnu Magnúsdóttur Kjærne-
sted, sem bjó honum og börnum
þeirra þremur ágætt heimili.
Guðmundur Ásmundsson var
afburða námsmaður og gat sér
mikinn orðstír við menntaskóla-
nám og háskólanám. Hóf hann
nám í læknisfræði í Háskólanum,
en hvarf brátt frá því að laga-
námi. Minnist ég ávallt með
ánægju umræðna og margvís-
legra bollalegginga hjá okkur
tveimur ungum mönnum og and-
býlingum, er þessi vistaskipti
voru ráðin. Var það lán fyrir
íslenzka lögfræðingastétt, að
Guðmundur haslaði sér þar völl,
SUMIR hörmulegir atburðir ske
svo snögglega og óvænt eða eru
með svo miklum ólíkindum, að
■ það er ekki unnt að átta sig á
því, sem gerzt hefur fyrr en að
ský dregur aftur frá sólu. Þannig
var því farið þegar fregnin um
lát Guðmundar Ásmundssonar
við ósa Leirvogsár barst út. Við
vildum ekki trúa því.
Hann var yngstur okkar bekkj-
arsystkinanna, sem urðum stúd-
entar árið 1942. Hann varð fyrst-
ur okkar til að falla í valinn.
Þetta er kannske táknrænt. Yfir-
leitt var hann alltaf fyrstur eða
fremstur í því, sem hann tók sér
fyrir hendur. Hann var efstur í
okkar bekk í gegnum allan
Menntaskólann og fékk ágætis-
einkunn á stúdentsprófi. Hann
náði hæstri einkunn okkar, sem
lukum lögfræðiprófi vorið 1948.
Var það auk þess eitt bezta próf
y í lögfræði, sem tekið hefur verið
við Háskólann. Hann var af-
burða námsmaður. Fóru þar sam-
an næmur skilningur, gott minni
og örugg dómgreind. En oft vill
þó verða lítið úr góðu veganesti,
ef lífsorkuna vantar. Þessvegna
er ekki síður ástæða til að minn-
ast þess dugnaðar, sem hann á-
vallt sýndi, þrekmikill og út-
haldsgóður. Hann var einstaklega
lifándi maður. Ef eitthvað vakti
áhuga hans spurði hann margs
og hætti ekki fyrr en hann var
ánægður með þau svör, sem hann
fékk. Þar komu fram kostir góðs
blaðamanns enda var hann blaða-
maður á námsárum sínum og
starfaði við Morgunblaðið á ár-
unum 1941—1947.
Fyrir Guðmundi lá allt opið.
Honum voru allar leiðir færar.
Áhugamálin margskonar. Það lá
því ekki svo beint við hvaða lífs-
starf hann mundi velja sér. Um
tima hafði hann mestan áhuga
á læknisfræði og innritaðist því
■" í læknisdeild haustið 1942. Þetta
er e.t.v. ekki svo undarlogt þegar
þess er gætt, að allir þrír bræður
hans hafa helgað sig læknjsfræð-
inni. Þó varð sú raunin á, að
hann hætti læknisfræðinámi og
ég held að hann hafi ekki iðrað
þess síðar.
Strax að afloknu embættis-
prófi eða í júnímánuði 1948 hóf
hann lögfræðistörf lijá Sam-
bandi íslenzkra samvinnufélaga
og starfaði þar alla tíð. Hann
varð forstöðumaður lögfræði-
deildar þess frá 1. april 1959.
Þegar Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna var stofnað árið
1951 varð Guðmundur fram-
kvæmdastjóri þess og síðan.
I vinnudeilum kunnu báðir að-
ilar vel að meta lipurð hans og
vilja til mannasætta. Hann hlaut
réttindi til málflutnings fyrir
héraðsdómi 23. júní 1950 og
hæstaréttarlögmaður varð hann
6. júní 1955. Leið ekki á löngu
þar til hann var í hópi þekktustu
lögmanna landsins, bæði sökum
kunnáttu í lögum og dugnaðar í
málflutningi. Hann var fljótur
að átta sig á aðalatriðum máls
og kafnaði aldrei í aukaatriðum.
Mælsku hans og rökfimi var við-
brugðið, en henni var jafnan
beitt af þeirri háttvísi, sem hon-
um var svo í blóð borin, að ekki
særði. Hann var því jafn vinsæll
meðal stéttarbræðra sinna sem
og þeirra, sem hann átti skipti
við. Vegna þess orðs, sem af Guð
mundi fór sem lögmanni, urðu
margir til þess að leita liðsinnis
hans og aðstoðar. Sinnti hann því
margvíslegum lögfræðistörfum
jafnhliða aðalstarfi og varð
vinnudagur hans þá oft lengri en
margra annarra. Vissi ég, að
honum þótti verulega vænt um
það traust, sem honum var sýnt,
og aldrei sá ég þreytumerki á
honum.
Og þannig var það alla tíð.
Menn treystu honum. Við bekkj-
arsystkinin gerðum það, enda
var hann ætíð sjálfkjörinn for-
ingi okkar og „inspector scolae“
í 6. bekk. Sama var í Háskólan-
um, en hann var formaður stúd-
entaráðs 1945-1946. Félagsmál
voru honum líka hugleikin og
því var hann m. a. formaður
stjórnar lánasjóðs stúdenta frá
1954-1960.
Guðmundur Ásmundsson fædd
ist á Eiðum í Eiðaþinghá i Suður-
Múlasýslu 8. júní 1924. Foreldr-
ar hans eru hin landskunnu
sæmdarhjón Ásmundur biskup
Guðmundsson, Helgasonar, pró-
fasts í Reykholti og Steinunn
Sigríður Magnúsdóttir Andrés-
sonar, prófasts á Gilsbakka. Stóðu
því að honum rismiklir stofnar
báðum megin frá. Eftir að séra
Ásmundur lét af skólastjóra-
embætti á Eiðum og gerðist
docent og síðar prófessor í guð-
fræði við Háskólann fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur. Er ekki
að efa, að Guðmundur naut þess
mjög í uppvexti sínum og síðar
að alast upp í slíkri menningar-
borg, sem byggð var á Laufás-
vegi 75. Þar lék hann sér og
lærði og þar leið honum vel.
Svipmót heimilisins fylgdi hon-
um alla tíð síðan. Hann átti ákaf-
lega auðvelt með að umgangast
fólk, var skemmtilegur og léttur
í tali, en þó ætíð einlægur og
umburðarlyndur. Dramb og stæri
læti var honum framandi. Þar
sem hann var auk þess mjög
hjálpsamur varð honum alls
staðar vel til vinna.
Bezta vin sinn eignaðist hann
líka snemma á lífsleiðinni. Á
tvítugsafmæli hans voru þau gef-
in saman, Hrefna Sigurlaug og
hann. Hún þá 18 ára, dótt-
ir Magnúsar Kjærnesteds skip-
stjóra, sem nú er látinn og eftir-
lifandi konu hans, Emilíu Lárus
dóttur Kjærnesteds. Var ætíð
auðheyrt á Guðmundi hve hrif-
inn hann var af konu sinni, enda
voru þau glæsileg saman og
hún bjó honum lika smekklegt
og notalegt heimili, sem ávallt
var jafngaman að heimsækja.
Þau hjónin eignuðust 3 börn.
Elzt þeirra er Steinunn, sem varð
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri nú í vor. Magnús, sem
er 14 ára og Asmundur 9 ára.
Heimilið átti hug hans alian.
Þeir, sem líta hamfarir ís-
baki byr. en standa annars agn-
dofa í orðlausri undrun. Það er
ekki hægt að skýra það, sem ekki
er hægt að skilja. Þannig þyrmdi
yfir við lát Guðmundar Ásmunds
sonar. Hann var hrifinn burtu
fyrirvaralaust í blóma lífsins, að-
eins 41 árs, hraustur og heil-
steyptur. Mig brestur orð, skiln-
ing og skýringu.
Eiginkonu hans, börnum, öldr-
uðum foreldrum og tengdamóð-
ur, systkinum og öðrum vanda-
mönnum fylgja innilegustu sam-
úðarkveðjur. Það er sárt að sjá
á bak slíkum manni. Hann var
góður drengur. Honum vil ég
þakka órjúfandi vináttu og ótal
ánægjustundir.
Páll Ásg. Tryggvason.
t
SÚ harmafregn barst um bæinn
s.l. mánudag, að Guðmundur Ás-
mundsson hæstaréttarlögmaður
hefði drukknað kvöldið áður.
Þessi hörmulegu tíðindi komu
sem reiðarslag yfir vandamenn
og vini. Við gátum naumast trú-
að þessari helfregn — að hann,
sem var manna hraustastur og
ímynd lífsgleði og lífsþróttar,
væri genginn. Hér hafði sól skjótt
brugðið sumri. Okkur vinum
hans hefir gengið illa að sætta
okkur við þessa staðreynd, en
sköpum má ekki renna.
Guðmundur Ásmundsson var
aðeins 41 árs, er hann lézt. Hann
var sonur hjónanna frú Stein-
unnar Magnúsdóttur og dr. theol.
Ásmundar Guðmundssonar fyrrv.
prófessors og biskups. Hann ólst
upp á miklu menningarheimili í
fjölmennum hópi elskulegra, glað
værra og gáfaðra systkina. Ég
átti því láni að fagna að búa í
7 ár í húsi foreldra hans. Var
það eitt ágætasta heimili, sem
ég hefi kynnzt, þar sem alltaf
var húsrúm og hjartarúm fyrir
gesti, þ. á m. vini systkinanna.
Þar ríkti einstök samheldni, og
heimilisbragur var þar allur sér-
lega ánægjulegur. Var þar lögð
rækt við þjóðnýt og holl lífs-
viðhorf, sem dugað hafa bezt ís-
lenzkri þjóð öldum saman. Slík
heimili eru styrkasta kjölfesta
þjóðfélags vors, ómetanleg vé og
og efast ég þó ekki um, að hann
hefði orðið ágætur læknir, svo
sem eru bræður hans þrír. Lauk
hann embættisprófi í lögfræði
samtímis bekkjarbræðrum sín-
um, þrátt fyrir eins árs setu í
læknadeild, og hlaut eina hæstu
einkunn, sem gefin hefir verið
við lögfræðipróf. Hafði hann víð-
tæka og staðgóða þekkingu í há-
skólafræðum sínum, og var un-
un að ræða við hann um lög-
fræðileg og félagsleg efni. Hygg
ég, að hann hafi einkum haft hug
á þeim greinum lögfræði, er
vörðuðu skaðabótarétt og trygg-
ingar. Hann varð manna yngstur
hæstaréttarlögmaður nú á seinni
árum, 31 árs. Allur starfsferill
hans varð með glæsibrag, og hika
ég ekki við að segja, að hann
hafi verið einn af virtustu mönn-
um íslenzkrar lögmannastéttar,
er hann féll frá. Kom þar margt
tiL gáfur og glöggskyggni og
ágætur hæfileiki til umgengni
við fólk. Hann var maður hrað-
greindur og hamhleypa til allrar
vinnu. í málflutningi var hann
skýr og skarpur, vel máli far-
inn og skyggn á kjarna hvers
máls. Var hverju máli vel borg-
ið í höndum hans, því að þar
var alúð lögð við hvert atriði,
stórt sem smátt. Var hann og
mjög sóttur að ráðum, og átti það
við um störf hans, sem segir í
fornu máli, að hann lagði svo til
allra manna mála sem hann vissi
sannast eftir lögum og sinni sam-
vizku, svo með sökuðum sem
með sifjuðum. Var það og metið
að verðleikum hjá vinnuveitanda
'hans, Sambandi ísl. samvinnufé-
laga, hver yfirburða starfsmaður
hann var.
Guðmundur var formaður lána
sjóðs stúdenta um 6 ára skeið
frá 1954—1960. Er mér ánægja
að minnast mikilvægra starfa
hans þar á þeim árum, er starf-
semi sjóðsins var öll í mótun og
í deiglu. Markaði hann þar ýms-
ar starfsvenjur og viðhorf, sem
langæ munu verða. Við vorum
samstarfsmenn um skeið að þess-
um málum, og var mér vel kunn-
ugt um, með hve mikilli alúð
hann rækti þau storf.
Við Guðmundur Ásmundsson
kynnfumst náið á þeim árum,
sem haldgóð vináttutengsl knýt-
ast. Á ég margar ljúfar og kær-
ar endurminningar frá þeim ár-
um, en þær eru persónulegri en
svo að hér verði ræddar. E.t.v.
er mér Guðmundur minnisstæð-
astur frá norrænu laganemamóti,
er við fimm íslenzkir lögfræði-
stúdentar og kandídatar tókum
þátt í vorið 1947 í Guðbrands-
dalnum í Noregi. Glaðværð hans
þar, æskuljómi, skerpa í umræð-
um og íþróttum, glæsileiki og að-
laðandi framkoma gleymdist
ekki, og oft hafa fulltrúar frá
hinum Norðurlöndunum á þessu
móti spurt mig um þennan glæsi-
lega fulltrúa okkar. Skrifaði
Guðmundur raunar skemmtilega
Eau?*ar<Jagur 81. Igflst T9«3
grein um þessa ráðstefnu í Úlf-
ljót á sínum tíma. Þær eigindir,
sem ég drap á, voru ríkar í fari
hans alla stund. Hann var ein-
staklega geðfelldur maður, prúð-
menni, drengur góður og félagi.
Er nú mikið skarð í hópi vina
hans, en missir vandamanna hans
er þyngri en svo að með orðum
verði lýst.
Guðmundur Ásmundsson er
vissulega harmdauði öllum vanda
mönnum og vinum. Er hér mik-
ill mannskaði orðinn, og er þjóð-
inni allri eftirsjá að slíkum gáfu4
og dugnaðarmanni. Þrátt fyrir
andlát hans mjög um aldur fram,
er þó gott að minnast þess, a3
hann hefir skilað þjóð sinni ó-
venjumiklu og glæsilegu ævi-
starfi. Hans verður minnzt sem
mikils elju- og atorkumanns i
íslenzkri lögmannastétt, og sér
verka hans lengi stað. Við leiðar-
lok þökkum við vinir hans ein-
læglega fyrir samfylgdina, fyrir
glaðværð og góðvild, fyrir
drengskap og hreinskipti. Við
blessum minningu ágæts drengs
og félaga og erum þakklát fyrir
að hafa notið vináttu hans.
En ég veit, að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
Requiescat in pace.
Ármann Snævarr.
t
ÉG kynntist Guðmundi Ás-
mundssyni fyrst, er hann hóf
nám í lögfræði haustið 1943 þá
19 ára gamall. Vorum við síðan
samtíða í lögfræðideildinni
næstu fjögur árin. Kom hann
mér þá þegar fyrir sjónir sem
glæsilegur ungur maður, sem
bauð af sér óvenju góðan þokika.
Kynni okkar á þeim árum urðu
ekki náin. En ekki leið á löngu
þar til mér varð ljóst, hvílíkur
afbragðs námsmaður hann var.
Hef ég engum manni kynnzt,
hvorki fyrr né síðar, sem var
eins góðum námsgáfum gæddur
og hann. Fór þar saman frábær
lega ljós skilningur, gott og ör-
uggt minni og óvenjulegur hæfi
leiki til að rata beint að kjarna
hvers viðfangsefnis. Þegar þar
við bættist, að Guðmundur var
harðduglegur, hlaut árangurinn
að verða eftir því, enda lauk
hann námi með einum bezta
vitnisburði, sem gefinn hefur
verið við lögfræðideildina.
Hafði hann þó lengst af
námstímanum fyrir heimili að
sjá.
Á háskólaárunum tók Guð-
mundur virkan þátt í félagslífi
stúdenta og var meðal annars
formaður stúdentaráðs um tíma.
Var hann mjög vel til forustu
fallinn og ákaflega vinsælL
Mannasættir var hann, en þó
mjög staðfastur í skoðunum og
hikaði ekiki við að taka þær
ákvarðanir, sem hann taldi rétt-
ar. Fáa eða enga öfundarmenn
átti hann, eins og oft vill þó
verða um þá, sem bera af öðr-
um mönmum. Er ég ekki f
nokikrum vafa um, að hefði Guð
mundur lagt út á stjórnmála-
brautina, hefði hann náð óvenju
skjótum frama. En mér þykir
líklegt, að honum hafi ekki þótt
fýsilegt að taka þátt í jafn ill-
vígum deilum og jafman vilja
fylgja stjórnmálabaráttu hér-
lendis.
Eins og að líkum lætur buðust
Guðmundi mörg störf að prófi
loknu ,en hann kaus að gerast
lögmaður hjá Sambandi isL
samvinnufélaga og rækti þau
störf til dauðadags.
Á næstu árum lágu leiðir okk
ar ekiki oft saman, en ég fylgd-
ist með því, að hann vann þeg-
ar hylli og traust þeirra, sem
hann starfaði fyrir og ao af
honum tók mjög fljótt að fara
orð sem óvenju hæfum lög-
manni. Varð hann hæstaréttar-
lögmaður aðeins 31 árs gamall
og var þá yngsti maður, er lokið
hafði þeim áfanga. Voru honum
þegar svo ungum falin hin erfið-
ustu og umfangsmestu mál, og
stóðst hann þá raun með slíkri
prýði, að orð fór af .Varð hann
brátt eftirsóttuir lögmaður, og á
Framihald á bls. 13