Morgunblaðið - 21.08.1965, Síða 27

Morgunblaðið - 21.08.1965, Síða 27
Laugardfagur 21. Sgúst 1965 MORC UNBLAÐIÐ 27 Útsvör og aðstöðugjöld í Stykkish. TIL viðbótar frét-t, sem birtist í blaðinu í gær um álagningu út- svaxa í Stykkishólmi, skal það tekið fram, að Sigurður Ágústs- son greiðir kr. 413.800 í aðstöðu gjald og kr. 33.200 í útsvar, og ét'u þessi gjöld lögð á ;eftir fram- tali. Hins, vegar var aðstöð.ugjald kaupfélagsins í Stykkishólmi áætlað þar sem kaupfélagið skil- aði éngu framtali. I>egar kom til kasta hreppsnefndarinnar í Stykkishólmi að leggja útsvar á Aðalfundur æsku- lýðssambands Hólastiftis AKUREYRI, 20. ágúst. — Sjötti aðalfundur æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti verður haldinn í Bólstaðarhlíð 11. og 12. september næstkomandi og sækja hann prestar og fulltrúar æskulýðsfélaga kirknanna á Norðurlandi. Laugardaginn 11. verður kirkju kvöld í Húnaveri og guðsþjón- ustur daginn etfir í Bólstaða- hlíðarkirkju og öðrum klrkjum í nágrenni. Aðalmál fundarins verður „þátttaka æskunnar í safnaðar- starfinu“. Auk þess venjuleg aðalfundarstörf. — Sv. P. — Ibrótii' Framh. af bls. 26 notið við Golfklúbbs Akureyrar. I fyrstu stjórn hans sátu Gunnar Sehram, Jakob Frímannsson og Svanbjörn Frímannsson Auk þeirra voru frumiherjar þess og hvatamenn Helgi Skúlason augnl. og Jón Benediktsson fyrrv. lögreglustjóri. í stjórn í dag sitja Hafliði Guðmundsson form., Jóh. Þorkelsson ritari, Sigtryggur Júlíusson gjaldkeri og meðstjórnendur þeir Jón Guðmundsson ög Gestur Magn- ússon. Það er sameiginlegt fyrstu stjórn klúbbsins og hinni síðustu að báðar vinna ötullega að því að gera golfið að almennings- íþrótt. Hinir fyrstu ruddu braut- ina — nú gengur það betur og Akureyri og Akureyringar geta sannarlega verið stoltir af sínum golfklúbbi. Hann er ekiki síðri en margt annað sem fram úr skarar á sviði íþrótta hjá Akur- eyringum. — A. St. —Með rannsóknum Framhald af bls. 15. yður að við vorum ekki í mik- illi ull í hitabeltinu, heldur mest í baðmullarfötum. ,Bæði hitinn frá hraunleðjunni, sem er 1100 stiga heit á Celcius, og brennisteinsloftið hafði þessi éhrif á efnin. Við ætluðum svo að gera leiðangur þarna niður árlega, en þá byrjuðu erfiðleik arnir í Kongo og við höfum ekki getað komizt þangað. En sú sjón að hafa fyrir augunum 14 þús. ferm. af bullandi rruðri hraunleðju með öllum sínum formum og b'æbrigðum af guf- um og storknun er nokkuð, sem ekki á sinn líka. Við fund- um gegnurn skóna okkar titr- inginn af eldsumbrotunum. En klæddir búningum okkar, gát- um við gert allar okkar jarðeðl isfræðilegu athuganir og mæl- ingar á jarðskjálfta, hita og hreyfingu hraunleðjunnar og tekið sýnishorn, sem rannsökuð hafa verið seinna. Tazieff hefði vafalaust getað sagt okkur ótal slíkar sögur af ferðum á eldstöðvar, en varla nokkurt eldgos er öðru líkt að Sjá, að hans sögn. En tími vinnst ekki til þess. Héðan er hann að fara á aiþjóðlegt tunglj arðfræðiþing í Oregon. Þar á að ræða jarðmyndanir á tunglinu og hefur hann verið boðinn þangað til skrafs og náðagerða. — E. Pá. kaupfélagið, treysti hreppsnefnd in sér ekki til þess, þar sem henni var kunnugt um, að hundr uð þúsunda tap hafði orðið á rekstri kaupfélagsins s.l. ár. Hafa þeír lært af Rvíkingum? ágúst —- AP. ÓÞEKKTIR þjófar í Beirut hafa lokið verki, sem þeir rxófu fyrir þremur mánuðum. Þeir hafa stolið símtólum begigja almenningssímaklef- anna í al'lri borginni, sém tel- ar 600.000 íbúa. Fyrra símtólinu var stolið í maí. Aldrei var sett annað töl í þess stað. r Arekstur austan fialls í GÆRKVÖLDI um 8 leytið varð harður árekstur á þjóðveginum austan Fjalls. Á móts við Lauga bakka rákust saman Dodge-fólks bifreið úr Reykjavík, sem var á vesturleið, og vörubifreið frá Sel fossi. Áreksturinn var í aflíð- andi beygju og á nýhefluðum og dálíitð lausum' vegi. Fólk sakaði ekki, en báðir bíl- arnir skemmdust mikið, vöru- bíllin svo að hann var óökufær. — Hlutleysi Framhald af bls. 1. skæruliðar Vietcong séu full- trúar þjóðfélagslegs réttlæt- is“. Það er þó haft eftir áreið- anlegum heimildum í Was- hington, að persónulegar skoð anir ráðamanna þar séu á þá leið, að talsmenn sænsku stjórnarinnar verði oft og tið- um að haga ummælum sínum á annan veg, en þeir sjálfir myndu e.t.v. kjósa, þar eð þeir verða að haga orðum sínum í fullu samræmi við þá hlut- leysisstefnu, sem svo mjög hefur einkennt afstöðu Svía til annarra þjóða, allt frá því fyrir heimsstyrjöldina siðari. Sendiherra Bandaríkjanna i Stokkhólmi, J. Graham Par- sons, er sagður hafa reynt mjög að undanförnu að túlka stefnu Bandaríkjastjórnar við sænsku stjórnina, en ráðherr- ar hennar munu hafa sýnt lít- inn áhuga á því að kynna sér það, sem hann hefur fram að færa. Akranesi, 20. ágúst: — HUMARBÁTAR lönduðu hér í dag þessir: Skipaskagi 070 kg, Ver 708 kg, Ásmundur 698 kg, Svanur 681 kg, Auðunn 252 kg, og Höfrungur I í gær 157 kg. Allt er þetta slitinn humar. Myndin er tekin í gær og sýnir formenn iðnrekendasamtakanna á Norðurlöndum. Frá vinstri: Nils Frederik Aall fri Noregi, I. C. Thygesen frá Danmörk u, Gunnar J. Frikriksson, tsland, Wilhelm Ekman frá Svíþjóð og Wald. Jensen frá Finnlandi. Ráðstefna samtaka norrænna iðnrekenda Á FIMMTUDAG var sett í fund- arsal Iðnaðarbanka íslands h.f. ráðstefna iðnrekendasamtakanna á Norðurlöndum. Forseti ráð- stefnunnar var kjörinn Gunnar J. Friðriksson formaður Félags íslenzkra iðnrekenda. Ráðstefn- una sækja 11 fulltrúar þar á meðal formenn og framkvæmda- stjórar iðnrekendasamtakanna i Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð auk fulltrúa frá Félagi íslenzkra iðnrekenda. Ráðstefnur þessar, sem efnt er til árlega, eru haldnar til skiptis á Norðurlöndunum fimm. Hefur Félag íslenzkra iðnrekenda átt aðild að þeim frá því á árinu 1958 og er þetta í annað skipti, sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Á ráðstefnum þessum eru tekin til umræðu ýmis sameigin- leg vandamál iðnaðar þessara landa og i ýmsum tilfellum mörkuð sameiginleg afstaða samtakanna til mála, er einkum lúta að alþjóðaviðskiptum og al- þjóðlegu starfi. Meðal dagskrármála ráðstefn- unnar að þessu sinni má nefna Æskulýðsmót við HreSavatn UM næstu helgi heldur Æsku- lýðsnefnd Mýra- og Borgafjarð- arsýslu æiskulýðsmót við Grá- brók. Mótið mun standa yfir tvo daga, laugardag og sunnu- dag og verður þar margt til skemmtunar.. Mótið fer fram í svokölluðum Rauðbrókargig, sem er. að sögn forráðamanna mótsins, allur hinn hentugasti til sliks halds, og er það í fyrsta skipti sem mót er haldið þar. Klukkan 14.16 á laugardag verða tjaldbúðir reistar en kl. 16 fer fram móttaka gesta og fánahylling. Síðan fer fram und- ankeppni í íþróttum en að því loknu verður snæddur kvöld- veröur. Þá fer fram áetning móts ins í eldgíg Rauðbrókar og verð- ur þar kvöldvaka. Ómar Ragn- arsson stjórnar og skemmtir. Skemmtiatriði frá Æskulýðsráði Reykjavíkur Leikhús æskunnar flytur glens og gaman og ýmis- legt fleira verður þar til skemmt unar. Kvöldvökunni lýkur svo kl. 24 og verður þá gengið til náða. Á sunnudag hefst svo mótið aftur kl. 8 og verður þá horna- blástur og fánahylling. Síðan verður snæddur hádegisverður og að því loknu les séra Guð- mundur Þorsteinsson á Hvann- eyri úr ritningunni. Síðan fer fram keppni í frjálsum íþróttum pilta og stúlkna. Kl. 12 verður snæddur hádegisverður en síðan verður farið í fjallaferð. Kl. 17 er almenn skemmtun í Rauð- brókargíg, Ómar stjórnar og Sav annatríóið skemimtir. Lúðrasveit drengja út Reykjavík leikur, leikhús æskunnar úr Reykjavík skemmtir og loks er hópsöng- ur. Kl. 18.30 fara fram úrslit kappleikja og kl. 20.00 er verð- launaafhending og mótslit. Þeir sem kynnu að hafa áhuga að taka þátt í mótinu héðan úr Reykjavík, Kópavogi og Hafn arfirði eru beðnir að gefa sig fram hjá æskulýðsráði á hverj- um stað. Starfsmenn mótsins að Grá- brók verða Ásgeir Pétursson form. Æ.M.B., Hörður Jó- hannsson er sér um löggæzlu og umferð, Höskuldur Goði Karls- son mótsstj., Ómar Ragnarsson kynnir, og Vilhjálmur Einarsson starfsmaður Æ.M.B. markaðsmál Evrópu, viðskipta- mál austurs og vesturs og sam- skipti ríksvaldsins og samtaka iðnaðarins. Ráðstefnunni lauk í gærkvöldi, 20. ágúst, en í dag býður Félag íslenzkra iðnrekenda þátttakendum í ferð um Þingvöll og til Borgarf jarðar. — Evrópuferðin Framhald af bls. 19. ið fyrirhuguð, en Macmillan spurði, hvort þéir ættu ekki að hætta við það. og ræða satnan í næði yfir glasi. Kennedy létti við það og þeir settust til að spjalla saman í kymþey. Kennedy lýsti reynslu sinni af Krustjov. Honum og Mac- millan kom saman um, að all- ar uppástungur Vesturveldanna um samningaviðræður um Berlín yrðu álitnar af Moskvu sem veikleikamerki, nema því aðeins að ástandið versnaði svo, að stórhætta væri á styrjöld. Macmillan minntist á, að Frakk ar teldu, að samningaviðræður við Rússa yrðu heppilegri eftir að friðarsáttmáli hefði verið undirritaður við Austur-Þýzka- land. Kennedy sagði, að flýta þyrfti undirbúningi vegna Berlínar og Vesturveldin yrðu að vera viðbúin hvers konar aðstæðum. Viðræður þeirra, þótt stuttar væru, mörkuðu upphafið af því sem varð nánasta persónulega samband Kennedys við erlend- an stjórnmálamann. Macmillan var auðvitað miklu alvörugefn- ari maður en hann vildi vera láta. Hann hafði mjög skarpa hugsun, var sér vel meðvitandi um sögu þjóðanna og hafði ákafa löngun til að ná ákveðn um markmiðum á meðan hann væri við stjórn. Hann var hald inn djúpstæðri skelfingu gagn- vart kjarnorkustyrjöld og hann var ákveðinn í að vinna sleitu- laust að samningi um bann við notkun kjarnorkuvopna og leita eftir bættri sambúð við Sovét- ríkin. Hann bætti tveim öðrum málefnum hér við. Ósk sinni um aðild Breta að Efnahags- bandalaginu og voninni um að endurskipuleggja hið alþjóð- lega fjármálakerfi. Um nærri öll þessi mál féllu saman skoðanir þeirra Kenne- dys. Og meira en það. Þrátt fyrir aldursmun, komust þeir fljótlega að því, að þeir voru mjög líkir að lunderni. Þeim fannst sömu hlutirnir hlægileg ir og sömu hlutirnir alvarlegir. „Það var' glaðværðin, sem batt okkur saman“, sagði Macmillan eitt sinn við Schlesinger" og það gerði okkur mögulegt að tala um hið hræðilega og hörmiu lega“. Það var eins og þeir hefðu þekikzt alla tíð. Kennedy kom hress til Was- hington eftir dvölina í London og Schlesinger segir, að bæði Kennedy og Krustjov hafi bor ið meiri virðingu fyrir hæfni og áræðni hvors annars eftir Vínarfundinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.