Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 1
24 síðtir 52. árgangur. 206. tbl. — Laugardagur 11. september 1965 Frentsmiðja Morgunblaðsins. 17: ÞESSAR myndir voru gerðar j opinberar í Nýju Delhí í Ind- Jandi nú í vikunni. Segja Ind- verjar að þær sýni F 86 þotu | flughers Pakistans splundrast j í loftinu eftir að skot frá ind- verskri orrustuþotu hæfði \ hana. Myndirnar voru teknar | með sjálfvirkri myndavél, | sem áföst var byssum ind- versku þotunnar. Atburður- 1 inn er sagður hafa átt sér stað | 3. september sl. Bráða- birgðalög um verðlagningu landbúnaðarafurða I GÆR var gert ráð fyrir þvi, að i dag eða einhvern næstu daga yrðu gefin út bráðabirgðalög, sem geri verðlagningu landbún- aðarafurða mögulega. Eins og kunnugt er, hefur fulltrúi Al- þýðusambands íslands sagt sig úr hinni svokölluðu sexmanna- nefnd. Þarf því að gera ráð- etafanir til þess að verðlagning landbúnaðarafurða geti farið fram með löglegum hætti. Enn stutt við pundið London, 10. sept. — NTB. ENGLANDSBANJU tilkynnti í dag að samkomulag hefði náðzt við þjóðbanka tíu landa um að þeir hjálpi Bretlandi til þess að yfirstíga efnahags- iiröugleika þá, sem landið á i’ið að stríða. Löndin eru Austurríki, Belgía, Kanada, V-Þýzkaland, Holland, Italia. lapan, Svíþjóð, Sviss og Bandaríkin. Bardagarnir harðna: Pakistanir taka frumkvæðið af ind- Krupp til Sovét Moskvu 10. sept. — NTB. EINN æðsti maður Krupp-sam- Bteypunnar vestur-þýzku, Bert- hiold Beitz, hiefur fenigið leyfi Bovézfkra yfirvalda til að fflj-úga einkaflugvél sinni yfi-r so- vézíkt landssvæði. Beitz hyggst Bkoða etfnafræ'ðilega sýningu, Bem hefst í Moskvu á lauigardag. versku herjunum Nýju Dclhí, Rawalpincli, Ankara, Tókíó, 10. sept. — AP-NTB. | EKKERT lát er á bardögum herja Indlands og Pak- istans í Kasmír og á fleiri vígstöðvum í löndunum báðum. Hafa harðir bardagar geisað víða, en svo virðist nú, sem Pak- istanir hafi, a.m.k. í bili, tekið frumkvæðið úr höndum Ind- verja, og sæki nú fram í gagnsóknum. Varnarmálaráðherra Indlands viðurkenndi á þingi í dag að Indverjar hafi orðið að láta undan síga á a.m.k. einum vígstöðvum. t Ekkert er talið benda til þess, að málamiðlanatilraun- ir U Thants, aðalframkvæmdastjóra SÞ, muni bera árangur. Pakistanforseti flutti áskorun til þjóðarinnar í Pakistan um að flytja styrjöldina inn í Indland á meðan U Thant ræddi við utanríkisráðherra Pakistans um málamiðlun í dag. t Tyrkland og Iran hafa Iýst því yfir, að þau muni veita Pakistan í styrjöldinni á þann hátt að Tyrkir munu senda matvörur, létt vopn og skotfæri til Pakistan, en Iran olíur og benzín. t Síðar í kvöld lögðu Tyrkland og íran til að Samein- uðu þjóðirnar sendu friðargæzlusveitir til vígstöðvanna, og buðu báðar þjóðir fram lið í því augnamiði. — hefja gagnsóknir með árangri — U Thant miðar lítt — Tyrkland, íran bjóða Pakistan aðstoð, SÞ lið til friðargæzlu U Th-a-nt, framkvæ-mdastjóri Sameiniuðu þjóðan-na, og Z.A. Bh-utto, uitanrikisráðherra Paikist- an, áttu í dag með sér annan viðræðuifund um styrjöddina mill'li Indilan-dis og Pakistan, sem hvorugt landið hefur þó enn lýst opinberlega yfir. Bardagar hiéldu áfra-m á vígstöðvunum á meðan fundurinn stó'ð. Bkkert hefur verið uppi látið opinberlega um fundinn, en tal- ið er fuUvíst miðað við fyrri Dauði og eyðilegging FeUibyljimir herjuðu á New Orleans og vesturhluta Japans í gær Tókíó og New Orleans, 10. sept. — (NTB) — HVIRFILBYL JIRNIR tvelr, „Betsy“ í Bandaríkjunum og „Shirley“ í Japan, héldu á- fram á eyðileggingarslóð sinni í dag. Betsy fór yfir New Orleans, og olli þar gíf- urlegu tjóni á mannvirkjum, en Shirley fór um vestur- hluta Japan og olli þar miklu tjóni á mannvirkjum og dauða margra. Betsy hélt innreið sína i New Orleans aðfáranótt föstudags. — Hvirfilvinudrinn er nú orðinn vægari, en af honum stafar enn mikil hætta. Hefur veðurþjón- ustan í Bandaríkjunum sent út aðvaranir fyrir mið- og norður- hluta Louisianaríkis og mið- og vesturhluta Mississippidalsins. Betsy, sem upptök sín átti í Atlantsþafi fyrir 15 dögum, hef- ur orðið niu mönnum að fjör- tjóni, og alls flúði um fjórðung- ur milljónar manna heimili sín í Lousiana og Mississippi vegna stormsins. Vindhraðinn hefur mælzt 240 km. á klukkustund í storminum, en hann er talinn hafa valdið tjóni sem svarar hundruðum milljóna dollara. Victor Schiro, borgarstjóri í New Orleans, lýsti neyðarástandi í borginni í dag. Leit New Orle- ans út eins og vígvöllur eftir 'heljarafl s-tormsins þar. Göt- Framhald á bls. 2 afstöðu bæði Pakistan og Ind- lands, áð U Tiiant muni lítt miða í tillraunum sín-um tii að koma á vopnahléi. Pakistanskir em- bættismenn vild'U ekkert segja u-m fund Thamts og Bhutto í dag, en létu þó í það skína að bæði Ayulb Khan og Bhutto héldu fast við það sjónarmið Pakistan, að ef til vopnahlés ætti að koma yr'ði að tryggja lausn Kasmirs- málsins. Sameinuðu Þjóðirnar hafa í 18 ár reynt að leysa deil- una um Kasmír. Háttsettur emibættismaður Pakistana sagði í dag u-m skyndi- heimisókn U Thants: „Hann er eins og slkátadremgur, sem blæs í flautu sína — tuttut — og segir að við eigu-m að vera góðir dremgir. Vi'ð höfum verið góðir drengir nógu lengi og nú verð- um við að berjast." Bkki h-efur enn verið látið uppi hvenær Thamt muni halda áfram til Nýju Delhí, en þar mun hann eiga svipaðar við- ræður við Shastri, forsætisráíð- herra Indlamds. Jafmvel meðan U Thant átti viðræðuifund si,nn með Bhutto, utanríikisráðherra, og reymdi að finna friðsamiega lausn á Kas- márdeilunni, hva-tti Ayuib Khan, Framhald á bls. 23. Skotið á farþega- lest Tel Aviv, 10. sept. — (NTB) — JÓRDANÍUMENN skutu í dag á ísraelska farþegalest skammt frá Jerúsalem, að því er talsmaður Israelsstjórnar sagði í dag. Hann kvað konu eina hafa særzt al- varlega. ísrael hefur mótmælt við vopnahlésnefnd SÞ og er nú unnið að rannsókn málsins. Fellibylurinn Betsy fer nú hamförum um Suðurríkin í Bandarikjunum og skilur eftir dauða og eyði leggingu í slóð sinni. Þessi mynd var tekin eftir að Betsy fór um Flórída. Hún var tekin á Palm Beaeh, og sýnir skemmtisnekkju liggja á hliðinni í höfninni þar. •— Mennirnir á myndinni eru að reyna að koma snekkjunni á rétt an kjöl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.