Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Laugardagur 11. sept. 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konróð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SKAMMSÝNI DE GAULLE Hveitikaup og gullsala Sovétríkjanna T|e Gaulle, Frakklandsfor- ** seti, hefur upp á síðkastið amast í vaxandi mæli við for- ustu Bandaríkjanna meðal vestrænna lýðræðisþjóða. — Hinn gamli herforingi hefur alið með sér drauma um nýja stórveldisaðstöðu Frakklands, og lagt sérstakt kapp á að þjóðir Vestur-Evrópu skip- uðu sér undir forustu hans. En þótt de Gaulle sé um marga hluti merkur maður og sérstæður persónuleiki hefur honum lítt orðið ágengt í þess um efnum. Frakkland hefur að vísu eignazt sína atóm- bombu. En það hefur ekki breytt þeirri staðreynd að lýðræðisþjóðir Vestur-Ev- rópu halda áfram að setja traust sitt á forustu Banda- ríkjanna um varnir hins frjálsa heims. Þau eru lang- samlegasta traustasti varnar- múrinn gegn ofbeldisöflum hins alþjóðlega kommúnisma. Charles de Gaulle mætti og minnast þess að tvisvar á þessari öld hafa Bandaríki Norður-Ameríku bjargað Frakklandi frá hruni og und- irokun. í tveimur heimsstyrj- öldum hafa Bandaríkjamenn sent heri sína til Vestur-Ev- rópu til þess meðal annars að bjarga Frakklandi. Þessar staðreyndir standa skráðar á spjöldum veraldarsögunnar og verða aldrei afmáðar þaðan. Enginn áfellist de Gaulle þótt hann vilji veg þjóðar sinnar, hinnar glæsilegu frönsku menningarþjóðar, sem mestan. En vegur frönsku þjóðarinnar verður sízt meiri við það að forseti hennar hót- ar að rjúfa það varnarbanda- 2ag frjálsra þjóða, sem stöðv- að hefur framsókn kommún- ismans í Evrópu og átt ríkan þátt í að vernda heimsfriðinn. Bollaleggingar de Gaulle um það nú, að Frakkland kunni að hætta þátttöku í NATO ár- ið 1969 eru vægast sagt mjög óhyggilegar og lítt til þess fallnar að bæta aðstöðu Frakk lands, eða auka traust á frönsku þjóðinni. De Gaulle er orðinn gamall maður. Hann getur ekki sagt fyrir um það í dag frekar en aðrir hvernig umhorfs kann að verða í heiminum eftir 4 ár. Margt breytist á skemmri tíma. Eitt er þó nokkurn veg- inn víst, það að allar lýðræð- isþjóðir Vestur-Evrópu og Norður Ameríku verða að halda vöku sinni. Þær verða að standa sem fastast saman um varðveizlu friðar og mann réttinda í heiminum. Reynsl- an sannar að slík samstaða er þess ein megnug að halda ofbeldisöflunum í skefjum og treysta grundvöll friðar og réttlætis í veröldinnL ÆSKAN OG SKÓLINN ■Vngstu börnin eru byrjuð í skólanum. Þúsundir lít- illa telpna og drengja fara heiman að frá sér að morgni og koma heim úr skólanum eftir nokkurra klukkustunda nám og starf. Þessir ungu nemendur eru fjöregg ís- lenzku þjóðarinnar. Á upp- eldi þeirra veltur framtíðin. íslendingar hafa á síðustu árum lagt hart að sér til þess að geta byggt upp fullkomna og glæsilega skóla. Árangur- inn af því hefur orðið sá, að æskan býr víðs vegar um land við betri aðstöðu til náms og starfs en nokkru sinni fyrr. Á einstökum stöðum brestur þó verulega á að húsnæðismál skólanna séu komin í skaplegt horf. Aðstaða barna og ungl- inga í strjálbýlinu til barna- skóla og framhaldsnáms er heldur engan veginn nægi- lega góð. Á þessu ríkir skiln- ingur og óhætt er að fullyrða, að engin ríkisstjórn hafi verið jafn athafnasöm í bygginga- málum skólanna og núver- andi stjórn. Miklu máli skiptir einnig að Kennaraskólinn hefur feng ið glæsilegt og fullkomið hús næði og aðsókn að honum er nú tekin að aukast. Ætti það að vera trygging fyrir því að ráðið yrði á næstunni fram úr þeim tilfinnanlega skorti á kennurum, sem ríkt hefur allmörg undanfarin ár. Kjarnr málsins er að einskis má láta ófreistað til þess að æskan verði fyrir hollum uppeldisáhrifum í skólunum, og að hún fái þar góða og lif- andi fræðslu. Þjóðfélag fram- tíðarinnar á íslandi krefst vel menntaðra og vel uppal- inna borgara. Þess vegna hljóta að vera gerðar vaxandi kröfur til skólanna. Einstakl- ingar og heimili verða að geta sett trarust sitt á þá. Þeim hef- ur verið fengið hlutverk, sem mildð veltur á að sé vel rækt. EINS og fyrir tveimur ár- um hafa Sovétríkin nú snúið sér til Kanadamanna um hveitikaup og veitt hluta gullforða síns inn á heimsmarkaðinn til að greiða fyrir hveitið. Eftir hinn mikla uppskeruhrest í Sovétríkjunum 1963, töl- uðu ráðamenn í Moskvu digurbarkalega um, að þeir hefðu lært hvernig koma mætti í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Nú kenna • þeír að vísu slæmu tíðar- fari um rýra uppskeru, en ljóst er, að þeim hefur ekki tekizt að notfæra sér nægi- lega vel reynsluna frá 1963. Það er ekki aðeins í Sovét- ríkjunnm, sem uppskeran er slæm í ár, heldur er hún það einnig í löndum Evrópu, beggja vegna járntjaldsins. Samkvæmt útreikningum sov ézkra sértræðinga, nemur hveiti’.ppskeran í landi þeirra að þessu sinni 60 milljónum lesta. Sl. ár var hún 74 millj. sem teljast má í meðallagi. Ástandið er sýnu betra nú en hörmungaárið 1963, þegar upp skeran var aðeins 49 milljónir lesta, en þó er það ekki nægi- lega gott til þess að unnt sé að fullnægja síauknum kröfum íbúa Sovétríkjanna og standa við skuldbjndingarnar gagn- vart erlendum ríkjum eins og t.d. A-Kvrópuríkjunum og Kúbu. í Úkraníu og Kazakhstan hafa þurrkar spillt uppsker- unni, en í Mið-Rússlandi og Eystrasaltslöndunum eru það kuldar og votviðri. Um helmingur hveitiupp- skeru Sovétríkjanna verður að þessu sinni notaður í sveitun- um til manneldis og sem út- sæði. Borgarbúar þurfa 35 þús. lestir sér til matar og Rússar hafa skuldbundið sig til að flytja út að minnsta kosti 5 miilj. lesta. Af þessu er ljóst, að alls verða þeir að að hafa undir höndum 70 millj. lesta af hveiti. Þeir hafa þegar samið við Kanadamenn um kaup á 5,3 milljónum lesta og Argentír.u um 2,2 milljón- ir, en yíirstandandi eru samn ingar við Frakka um kaup á töluverðu meira magni. Að þessu sinni hafa Rússar ekki snúið ?ér til Bandaríkja- manna e.ins og Krúsjeff gerði Síldveið- arnar SÓLARHRINGINN frá fimmtu- dagsmorgni til föstudagsmorg- uns var ekki gott veiðiveður á síldarmiðunum austur af landinu og við Jan Mayen. Allgott veður var þó 110—120 sjómílur NAaA frá Raufarhöfn, en þar lóðuðu nokkur skip á síld. Fyrrgreindan sólarhring til- kynntu 23 skip afla, samtals 19.923 mál, en hjá nokkrum skip- um er um að ræða afla frá 2—3 1963. Taiið er, að ástæðurnar til þess séu fyrst og fremst tvær, önnur stjórnmálalegs en hin efnahagslegs eðlis. Sagt er að Rússar hiki við að leita til Bandaríkjmanna af ótta við að Kínvet jar noti það til árása á þá í ljósi ástandsins í Víetnam og einnig vegna þess að Bandaríkjamenn krefjast þess að mmnst helmingur alls hveitis, sem Rússar kaupi af þeim, sé fluttur með banda- rískum skipum. Þetta hækkar hveitiverðið töluvert, því að farmgjöid bandarískra skipa eru mun hærri en sovézkra og kaupskipafloti Sovétríkj- anna hefur ekki nægileg verk efni. Til bsss að greiða fyrir hveitið, sem keypt er erlend is, hafa Sovétríkin orðið að veita h'.uta guilforða síns inn á heimsmarkaðinn. Vegna hinna slæmu áhrifa, sem þetta hefur á greiðslujöfnuð landsirs, er sennilegt, að Rúss ar veríi að minnka fjárfest- ingu á sviði iðnaðar, draga úr aðstoð við erlend ríki og jafn vel minnka vopnaframleiðsl- una. Gullvinnsla og stærð gull- forða Sovétríkjanna er leynd armál, en ekki er unnt að halda leyndu hve mikið gull Rússar selja úr landL Sl. sex ár haía þeir selt gull fyrir upphæð. sem nemur um 10 milljörðum Isl. kr. árlega. Stalín lagði mikla áherzlu á að auka og betrumbæta sólarhringum. Skipin eru þessi (afli í málum): Bjarmi EA 1300, Akurey RE 1030, Jörundur II RE 460, Guð- mundur Péturs ÍS 1008, Guðbjörg GK 900, Elliði GK 1250, Ingiber Ólafsson II GK 1100, Dagfari ÞH 800, Arnfirðingur RE 1100, Sig- urður Jónsson SU 450, Hólmanes SU 940, Ólafur Magnússon EA 1000, Skagfirðingur SK 700, Víð- ir II GK 200, Gunnar SU 1100, Jón Kjartansson SU 1630, Hamra vík KE 730, Gullfaxi NK 600, Helga RE 450, Guðbjartur Krist- ján ÍS 1000, Ólafur bekkur ÓF 930, Snæfugl SU 800 og Ingvar Guðjónsson SK 450. gullvinnsluna í Sovétríkjun- um. Honn sendi t.d. gullsér- fræðinginn, prófessor Sere- browsky, til Bandaríkjanna til að kynna sér gullvinnsluað ferðir og fékk fjölda erlendra gullsérfræðinga, þar á meðal 175 Bandaríkjamenn, til að heimsækia Sovétríkin og leið baina Rússum. Árið 1936 voru Sovétríkin fremst í röðum gullvir.nsiurikja heims og unnu þá 600 þús. manns við vinnsluna. Vinnuaflið var ó- dýrt, fyrst og fremst menn, sem dæmdir höfðu verið í nauðungarvinnu. Á þessum árum voru helztu gullvinnslu svæðin í Úral og V-Síberíu, en nú er gullvinnslan orðin mest í A-Síberíu. Samkvæmt lögum Sovétríkj anna verður alltaf að vera til gullforði fyrir 25% af seðla- útgáfunni. En hve mikill er gullforði Sovétríkjanna? Það vita fáir, en samkvæmt áreið anlegum heimildum í London nemur gullframleiðsla þeirra tæpum 23 milljörðum ísl kr. á ári. Hveitikaup Sovétríkjanna þessu ári og gullsalan, sem af þeim leiddi, hefur lækkað 1 gullverðið á heimsmarkaðin- 1 um. Gullsalan hefur þegar haft góð áhrif bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum. Gull forði Bandaríkjamanna hefur aukizt í fyrsta skipti í lang- an tíma og sterlingspundið er orðið stöðugra. Gullsalan hef ur róandi áhrif á gjaldeyris- markaðinn, sem heild og minnkar trúlega þann sam- drátt, sem margir höfðu ótt- azt að yrði á heimsverzlun- inni. ; 40 FÓRUST Róm, 8. sept. (NTB): — Paolo Emilio Tavaiani, inn- anríkisráðherra Ítalíu, skýrði frá því í dag að ljóst væri að 40 menn hefðu farizt í óveðrinu þar í landi fyrr í þessum mánuði auk þess, sem fimm væri enn saknað. Þá sagð ráðherrann að tjón á járnbrautum og vegum væri met ið á 17 milljónir dollara (kr. 730 millj.) og að hið opinbera hefði varið fimm milljónum dollara (215 millj. kr.) til aðstoðar þeim, sem verst urðu úti vegna veður- ofsans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.