Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 22
22 MQHGUNBIAÐIÐ Laugardagui 11. sept. 1965 Þrjár gerðir Voikswagenbifreiða sýndar hjá Heklu um helgina Volkswagen 1600 TL „Fastback". þess, sem gengur í mun dýr- ari bílum. >ví þessi nýi Volks wagen kostar hér rétt tæp 208 þúsund. Sætin eru mjög þægileg, og má stilla fram- stólana á marga vegu, eftir því sem bezt hentar. Útsýni er mjög gott í allar áttir, því gluggar eru stórir. Hliðarrúð- ur allar opnanlegar, en aftur- rúðurnar nokkuð sérkennileg ar. l>ar opnast rúðurnar ekki í römmum, eins og tíðkast í öðrum bílum, heldur sveigist sjálft glerið út. Þegar ekið er af stað í 1600 TL, finnur ökumaðurinn strax lipurð bifreiðarinnar. Áður en vitað er af er bif- reiðin komin upp í hámarks- hraða þann, sem hér er leyfð ur, og að sjálfsögðu fer eng- akstur, og aðallega þá sú breyting að vélaorkan hefur verið aukin úr 42 hestöflum í 50. Einnig má sjá það um leið og setzt er upp í bílinn, að frágangur allur að innan er vandaðri en áður. Aðrar endurbætur eru minna áberandi við fyrstu sýn, en þar má nefna örygg- islæsingu á baki framsæta og hurð, endurbætur á gírkassa, sem auðvelda skiptingar í 1. og 2. gír, áður frá báðum hlið um, en nú hefur verið komið fyrir þriðja blástursúttakinu undir miðri framrúðunni. Þá er bíllinn búinn nýrri gerð stýrishjóls, sem á að fyrir- byggja speglun í framrúðu, og ljósaskiptir er nú inn- byggður í stefnuljósarofa. — Auk þess eru svo ýmsar smá vegis útlitsbreytingar til feg- urðarauka. Volkswagen 1500 A kemur nú fram í endurbættri út- gáfu með 54 hestafla vél og diskabremsum að framan. — Einnig hafa verið gerðar end- urbætur á framöxli og gír- kassa ,og frágangur að innan er mun glæsilegri en áður. Með þessum þremur gerð- VW-1300 kemur í stað VW-1200 — Ny gerð, VW-1600 TL, öll hin glæsilegasta ÁRLEGA eru uppi um það háværar raddir í bíla- heiminum að nú verði gerðar stórfelldar breyt- ingar á Volkswagen bílun- um, en hingað til hafa þær verið lítt sjáanlegar. Nú er komin enn ein árgerð af Volkswagen á markaðinn hér, VW 1966, og í fljótu bragði virðist sú árgerð ó- Einnig er komin hingað til lands ný gerð af stærri bílunum frá VW, og nefn- ist sú bifreið Volkswagen 1600 TL „Fastback-“ Báð- ar þessar gerðir, svo og VW-1500, sem er endur- bætt, verða til sýnis á bíla sýningu Heildverzlunar- innar Heklu að Laugavegi 170—172 nú yfir helgina, RtyWW'WV""\W,?Vi^WW’n\> wn ? i 11,11 1,» . 1 ’ ''-"t>*ttw\n*^\wt\i\.\yi»i■.n.t'',,\ijin\\\w\\w\(\\"\)"V’l' 11 ”■ V V:\\v '.V Volkswagen 1300, nú með stærri vél og fleiri endurbætur. t ! 'í tier sest hvemig afturrúða 1600 TL opnast. Glerið sveigist út. Volkswagen 1300 að innan. breytt frá 1965. Þó hafa allmiklar endurbætur ver- ið gerðar á bílnum, öllu meiri en oft áður, og nefn- ist hann nú VW-1300 í stað VW-1200 áður. og geta væntanlegir kaup- endur fengið að skoða bíl- ana þar og jafnvel að reyna þá. Fréttamanni Mbl. var boðið að reyna þessar nýju gerð- ir Volkswagenbifreiða í gær, og skal þeim lýst hér í stuttu máli. En sjón er sögu ríkari, og áhugamönnum bent á að leggja leiðir sínar upp á Laugaveg. Volkswagen 1600 TL „Fast- back“ er í fáum orðum sagt hinn glæsilegasti. Línurnar hreinar og fallegar, og allur frágangur virðist afburða góður. Þetta er fimm manna bifreið með loftkælda, 65 hest afla vél að aftan. Vélin er mjög flöt, og fer það lítið fyr ir henni að fyrir öfan hana er rúmgóð farangursgeymsla. En auk þess er önnur stór farang ursgeymsla frammi í. Fyrir ó- kunnuga getur þetta komið einkennilega fyrir sjónir, því þegar báðar farangursgeymsl- ur eru opnar, er helzt svo að sjá að gleymzt hafi að setja vél í bílinn. En það er sjón- hverfing ein, því sízt er það um bílinn að segja að hann sé vélvana. 1600 TL er tveggja dyra. Frammi í eru tveir þægileg- ir stólar, en að aftan bekkur. Frágangur allur að innan er hinn vandaðasti, og svipar til Frágangurinn á 1600 TL er allur hinn glæsllegasti. inn upp fyrir þau takmörk. En þá eru þriðji og fjórði gír eftir. Og ef skyndilega þarf að stöðva bílinn ,eru diska- hemlar að framan og ný gerð af skálaihemlum að aftan, sem óhætt er að treysta á. Stýring er mjög létt, kann að virðast of létt í fyrstu, en venst afburða vel. Og þótt leitað hafi verið að holóttuim og hörðum vegum (sem til eru hér í nágrenninu) til að reyna að ofbjóða fjöðruninni, tókst það ekki. Volkswagen 1300 virðist við fyrstu sýn gamall kunningi, því litlar breytingar eru sjá- anlegar frá fyrri gerðum. En breytingarnar finnast við um VW kemur Heildverzlun- in Hekla nú til móts við ósk- ir enn fleiri kaupenda en áð- ur, og hafa þó Volkswagen- bílarnir frá upphafi átt fá- dæma vinsældum að fagna hér á landi. Nú býður um- boðið sem sagt í fyrsta lagi upp á litla fimm manna fjöl- skyldubifreið, sem sýnt hef- ur og sannað kosti sína, bæði innan bæja og úti á þjóðveg- unum, í öðru lagi stærri fimm manna fjölskyldubif- reið, og í þriðja lagi dýrari bifreið með ýmsa helztu kosti „sportbifreiða“. Og ógleymd- ur er sá kosturinn að umboð- ið er, að öðrum umboðum ólöstuðum, þekkt fyrir góða var ahlutaþj ónustu. ’ 1 ! i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.