Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 11 sept. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 mn Tveir fsfirðingar Ijúka doktors- prófi frá bandarískum háskólum FYRIR skömmu luku tveir ísfirðingar doktorsprófi frá bandarískum háskólum. — Jón S. Jónsson í tónfræði og tónsmíðum og Valdimar Jónsson í verkfræði. Þeir Jón og Valdimar voru skólafélagar á yngri árum og hafa orðið fyrstir ísfirð- inga til þess að hljóta dokt- orsnafnbót. Morgunblaðið átti viðtal við þá fyrir skömmu vegna þessa. Valdimar Kr. Jónsson lauk doktorsgráðu í verkfræði frá University of Minnesota. —- Doktorsritgerð Valdimars fjall aði um loftstraumfræði (fluid mechanics), og var það um mælingar á turkulenskum loft straumum. Valdimar hefur dvalið vestra við verkfræði- og stærðfræðinám undanfarin 5 ár samfleytt, en kom heim fyrir hálfumunánuði. Valdimar er sonur hjónanna Jóns Kristjánssonar, trésmíða- meistara, og Þorbjargar Valdi- marsdóttur. Hann er kvæntur Guðrúnu Sigmundsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1954 og fyrri hluta prófi í verkfræði frá Háskóla ís- lands 1957. Síðan hélt hann til Danmerkur og stundaði nám við Danmarks Tekniske Höj- skole til 1960. Hálfu ári síðar hélt hann vestur um haf. Hlaut hann styrk frá Full- bright-stofnuninni fyrsta árið, en þrjú næstu ár hlaut hann styrk frá vísindasjóði. Valdimar sagði í viðtali við blaðið, að þekking sú, er hann hefði aflað sér kæmi inn á mörg svið veðurfræði og væri einnig nauðsynleg við rann- sóknir á hafstraumum. Einnig er þekkingar á þessu sviði krafizt við rannsóknir á bor- holum. Við verkfræðideildir háskóla í Bandaríkjunum er miklu rúmi varið til þessara greina og hefur áhugi á þeim farið vaxandi , vegna eld- flaugaskota. Valdimar er fyrsti íslending urinn, sem lýkur doktors- gráðu í þessari grein og jafn- framt fyrsti íslendingur, sem lýkur doktorsprófi frá Minne- sota-háskóla. Jafnhliða nám- inu starfaði Valdimar öll árin við rannsóknarstörf og kennslu í verkfræði við há- skólann. Ritaði hann greinar í tæknirit um rannsóknir sínar, sem allar fjölluðu um ókönn- uð efni. Við námið og rannsóknir sinar notaði Valdimar raf- eindareikni háskólans, en skólinn veitir jafnan stúdent- um, sem eru við framhalds- nám frían tíma til þess að nota rafeindareikninn við rann- sóknir. Að loknu námi í Dan- mörku hafði Valdimar kynnt sér starfsemi rafeindareikna að ósk Stærðfræðifélagsins. Hafði félagið um þær mundir áhuga á að festa kaup á slíku tæki, en fjármagn var ekki fyrir hendi, svo að ekkert varð af kaupum. — Hefur þú hugsað þér að taka til starfa hér heima, Valdimar? — Ég hef mikið hugsað um það og leitað fyrir mér. Ég hef mestan hug á kennslu og Dr. Valdimar Jónsson. rannsóknarstörfum hjá Há- skólanum, en það er víst erfitt að fá þannig stöður hér í fá- menninu. — Nú er ég á förum til London, sagði Valdimar að lokum, þar sem ég mun kenna straumfræði við tæknideild Lundúnaháskóla, Imperial Col lege. ★ Jón S. Jónsson lauk doktors gráðu í tónfræði og tónsmið- um frá Northwestern Uníver- sity í Illinois. Hann er sonur hjónanna Jóns ísaks Magnús- sonar og Þóreyjar Alberts og er kvæntur Sigrid Dyrset. Jón stundaði nám í Banda- ríkjunum á árunum 1958 til 1962, en hélt aftur utan í vor til þess að taka lokaprófið. Doktorsritgerð Jóns var fólgin í ákveðnu magni af tónsmíð- um og ítarlegum skýringum við þær. Tónverkin voru fjög- ur — kantata er nefnist Þrymskviða, samin við enska þýðingu á þessu merka forn- kvæði. Hin þrjú verkin voru blásarakvartett, „Traynour“ og „Dimensions" og stjórnaði Jón sjálfur flutningi á þeim í skólanum 27. júlí sl. Þess má geta, að síðastnefnda tónverk- ið hefur verið valið til flutn- ings fyrir Norrænu tónlistar- hátíðina, sem ráðgert er að halda seint í vetur eða í vor í Reykjavík. Jón S. Jónsson hlaut tón- listarmenntun á Isafirði og Reykjavík, áður en hann hélt vestur um haf. Jón er fyrsti Is lendingurinn, sem lýkur dokt- orsgráðu frá Northwestern og jafnframt fyrsti Islendingur- inn til að ljúka þessu prófi í Bandaríkjunum. Eftir að Jón kom heim frá námi 1962 stjórn aði hann Karlakór Reykjavík- ur, eins og kunnugt er, en jafn framt var hann skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs. Jón lét hið bezta yfir skóla- vistinni í Bandaríkjunurri. Að vísu var námið strangt, en að- stæður allar í skólanum eins og bezt verður á kosið. Þar voru til staðar mjög fullkomin hljómplötu- og bókasöfn, en á slíku er ekki kostur hér. Þá má nefna 80 manna sinfóníu- hljómsveit og kammerhljóm- sveit. Jón hlaut styrk frá mennta- málaráðuneytinu meðan á námsdvölinni stóð, en sá styrk ur hrökk þó skammt, því að hámið var ærið kostnaðar- samt, enda var hér um einka- skóla að ræða. Jafnhliða nám- inu starfaði Jón að kennslu, bæði einkakennslu en einnig kenndi hann tónlistarsögu við háskólann einn vetur. Var það í rauninni styrkur, sem skól- inn veitti Jóni, því að með þessu greiddi hann hálft skóla gjald og fékk þóknun að auki. Northwestern University í Illinois er staðsettur skammt norðan við Chicago. Skólinn er meðal hinna elztu í Banda- ríkjunum, stofnsettur 1851. Nemaendafjöldi nú er um 20 þúsund. Alls hafa 10 lokið doktorsgráðu í tónfræði og tón smíðum frá þessum skóla, og var Jón hinn eini að þessu sinni. Nokkrir Islendingar hafa verið við nám auk Jóns í þessum skóla, einkum í lækna- og tannlæknadeild. Við ræddum um tónlistar- nám í skólum, bárum saman það sem gert er í þeim efnum hér heima og í Bandaríkjun- um. — Tónlistarnám í bandarísk um skólum á sér lengri og öðruvísi aðdraganda en hér, sagði Jón. í öllum gagnfræða- skólum eru til dæmis stórar hljómsveitir og lúðrasveitir. Þarna verður músikin strax hluti af námsskránni. Söng- kennsla hér heima hefur breytzt mikið á síðustu árum. Hér er nú söngkennaradeild við Tónlistarskólann og var tilkoma þessarar deildar mjög til góðs, þótt hún hafi komið vonum seinna. — Er hægt að þróa með ungu fólki tilfinningu fyrir góðri tónlist? — Tvímælalaust. f öllu fólki býr að einhverju marki áhugi á tónlist. — Hvernig eru svo framtíð- arhorfurnar, Jón? — Ýmissa hluta vegna hef ég í hyggju að leitk mér að samastað erlendis næstu 2—4 árin. Ástæðurnar eru einkum tvær: í fyrsta lagi hef ég hug á að öðlast aukna reynslu við hljómsveitarstjórn, en þessu hef ég engin tök á að sinna hérlendis. Ástæðan fyrir því er einföld. Sinfónían hér þarf sannarlega á snjöllum og Dr. Jón S. Jónsson. þrautreyndum stjórnendum að halda og hefpr hún þar af leið andi ekki efni eða tök á að gefa lítt reyndum íslending- um tækifæri á að spreyta sig. — í öðru lagi hef ég hug á að halda áfram tónfræðirannsókn um, sem ég byrjaði á fyrir nokkrum árum. Hér er um að ræða rannsóknir á ákveðnum atriðum í 14. og 15. aldar tón- list frá Frakklandi og Niður- löndum. í þessu sambandi þarf ég á að halda ýmsum gögnum sem hér er hvergi að finna, svo sem handritum, microfilmum af handritum og fjölmörgum ritum varðandi þetta tímabil. — Það er sannarlega leitt til þess að vita, sagði Jón að lokum, að hér á landi skuli ekki vera eitt einasta að- gengilegt bókasafn með tóri- list og fræðiritum. Það væri ekki úr vegi fyrir þá, sem tök hafa á því að koma upp mynd- arlegu músík-bókasafni. Þetta mun vitanlega kosta mikið fé og taka langan tíma, en ein- hvern tíma verður að byrja á þessu ef hér á að geta skapazt grundvöllur fyrir framhalds- nám í hinum ýmsu greinum tónvísindanna. STAKSTFINAR Sýning á leikmyndum Lárusar Ingólfssonar Á S.L. vori átti Lárus Ingólfsson, leikmyndagerðarmaður og leikari 60 ára afmæli. Af því tilefni efnir Félag íslenzikra leilkmynda- teiknara til sýningar á búninga- teifcningum og leikimyndateikn- ingu eftir Lárus Ingólfsson og verður sýningin í Krisfcalssal Þjióðieikihússins. Sýningin verður opnuð njk. sunnudag, en þá verð- ur fyrsta frumsýningin á þessu leikári í Þjóðleiikíhiúsinu. Lárust er sem kunnu-gt er elzti leikmyndateiknaririn á fslandi og jafnframt sá fyrsti hér á landi, sem hefur haft þessa listgrein að atvinnu. Hann hefur gert fleiri leilkmyndir og búningateikningar en nokkur annar maður hér á landi og hefur starfað við Þjóð- leikh'úsið frá byrjun, og starfaði auk þess um 20 ára skeið hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Lárus er nú formaður Fédags isflenzkra Lárus Ingólfsson. lelkmyndateiknara, en það félag var stofnað s.l. vor. Allan ' undirbúning þessarar sýningar hafa leifcmyndateiknár- arnir Magnús Pálsson, Steinþór Sigurðsson og Gunnar Bjarnason annazt. 792 laxar í FRÉTT af laxveiði í Blöndu, Svartá, Laxá í Ásuim otg Vatns- daflsá, sem birtist í Mlbi. (bls. 13) 9. sept., var sagt, að 292 laxar hefðu veiðzt í Blönd-u í sumar. Hér var um pre-nfcviilu að ræða. laxarnir voru 792, og hefur afldrei veiðat jafn mikið áður. Ólík afstaða? Það er alltaf fróðlegt að fylgj- ast með skrifum málgagna hinna mismunandl afla Alþýðubanda- lagsins. Með lestri þeirra get» menn gert sér nokkra grein fyrir málefnaágreiningnum innan þesa, en hann er auðvitað samtvinn- aður hinum magnaða persónuríg og klofningi, sem þar ríkir. At- hyglisvert er t.d. að vikublaðið, sem túlkar skoðanir Hannihal* Valdemarssonar, leggur um þesa ar mundir mikla áherzlu á að fylgja eftir úrsögn Alþýðubanda lagsins úr sexmannanefnd og gerir ákveðnar kröfur um rann sókn á dreifingarfyrirkomulagi landbúnaðarvara. Blað þetta er auðvitað lítið selt og kemur þvi fyrir fárra augu, svo ætla hefði mátt að Þjóðviljinn hefði tekið undir þessi skrif og beitt afll sínu til þess að fylgja eftir þess- um kröfum. Varla er þó hægt að segja, að svo hafi verið þótt einni eða tveir leiðarar hafi birzt fyrir nokkru um þetta mál í Þjóð viljanum, þá er greinilega ekki um að ræða neina verulega hrifningu hjá ráðamönnum þess blaðs á þeirri stefnu, sem nú er rekin í málgagni Hannabals. Hvað vildi Eðvarð ? Vafalaust á þessi afstaða Þjóð- viljans rætur sinar að rekja til þess að Eðvarð Sigurðsson, sem va-r fulltrúi Alþýðubandalagsins í sexmannanefnd, en hefur ekki gegnt störfum þar í haust, mun hafa verið mjög andsnúinn ákvörðun Alþýðusamhandsins um að hætta aðild að nefndinni og telja margir að til þess hefði ekki komið ef Eðvarð hefi mátt ráða. Þess vegna er ekki ólík- legt að telja að þessi afstaða Eðvarðs móti nokkuð áhugaleysi Þjóðviljans um málið. En fátt sýnir betur klofninginn í þess- um stjórnmálasamtökum en ein- mitt það, að tveir helztu forystu- menn þeirra innan verkalýðs- hreyfingarinnar, Haninibal Valde marsson og Eðvarð Sigurðsson, hafa ekki komið sér saman um jafn örlagarika ákvörðun eins og þá að Alþýðusambandið hætti að ild að sexmannanefndiniUL, Hvað býr að bcdsii? En einnig má vera, að ólundar- leg skrif Þjóðviljans um þetta efni eigi rætur sínar að rekja til þess, að kommúnistaleiðtogarnir telji að hér hafi forseta Alþýðu- sambandsins orðið á mjög alvar- leg skyssa og að eftir eigi að koma í ljós að fljótfærnisleg að- gerð hans í þessum efnum muni hafa öfug áhrif við það sem til var ætlazt? Ætla kommúnista- leiðtogarnir þá vafalaust að hafa sem hreinastan skjöld til þess að geta, þegar þar að kemur, notað mál þetta gegn forseta Alþýðusambandsins og sakað hasn um að hafa ekki gætt hags- muna meðlima verkalýðsfélag- anna og neytenda sem skyldL Þótt forystumenn kommúnista- flokksins séu nú farnir að gaml- ast kunna þeir eiun að beita klók indum, þegar við á, og hinar hrifningarlitlu undirtektir Þjóð- viljans við skrif málgagna Hannibals Valdemarssonar benda eindregið til þess að í þessu máli eins og nær öllum öðrum ríki alvarlegur ágreiningur innan Alþýðubaiudalagsins og þar sitji hver um annars pólitiska líf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.