Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 10
10 MOHGUNBLADIÐ Laugar'dagur 11. sept. 1965 Hflargrét Þorbjörg Thors F. 6. 7. 1935. — D. 19. 8. 1965. Mín sál er svo þyrst á lifenda landi, þótt ljós allra himna hún drekki. Af jarðneskum hljqm seðst ekki minn andi. Eilífð, ég þjáist sem fangi í bandi. Tíbrá er frjáls, en mitt hjarta ber hlekki. Himnesku strengir, ég næ ykkur ekkL ÞEIM er erfitt uta vik í mann- heimum, þungt um andardrátt — sálunum sem líkt er farið og skáldinu mikla, er söng þannig burt okið sem á því hvíldi. En fáir eru útvaldir — fáir geta veitt stökum strengjum samhljóm — lyfting — um leið og þeir kveða sig úr viðjum hins takmarkaða, jarðneska, þess er heftir og þving ar. Ég veit að í hug og hjarta Mar- grétar Thors, leyndust eðalstein- ar sem biðu þess eins að verða gulli greyptir — en sá fjársjóður, sá dýri málmur var óunninn er hún snögglega kvaddi jarðheim — ein síns liðs í framandi landi — aðeins þrítug að aldri. Lát hennar varpar myrkum skugga, sökum þess að sál henn- ar var svo bjöft og tær. Það varð svalt — í hásumarhitanum. Margrét bar glögglega ættar- mót foreldra sinna, ytra sem innra, þeirra Elísabetar Ólafsdótt ur (Björnssonar ritstjóra) og Hilmars Thors, lögfræðings (yngsta sonar Thor Jensens) en hann lézt ungur að árum, 1939. Hún var falleg stúlka, fáguð í framkomu svo af bar, fíngerð. Röddin lág og mjúk. Fjarrænt augnaráðið og ennissvipurinn minnti á helgimyndir gömlu ítölsku meistaranna. Hún var eins og blóm meðal blóma. Orð- vör var hún — og fáorð — en sérlega einbeitt og föst fyrir — þegar hún lét í ljós skoðanir sín- ar. Feimin, hlédræg og dul — þessi þrjú lundareinkenni, sem voru ókunnum hvað mest áber- andL mynduðu um hana hjúp — að vísu fallegan — en um leið ó- aðgengilegan. Öll hennar barátta til birtingar sjálfrar sín, til sam- félagskenndar í umheiminum, snerist í innhverfa sálarreynslu — innbyrgðan sársauka. Hún bar ávallt allt ein — alein. Þannig sálir eru ekki einmana í einveru — en sökum þess að sá heimur sem þær byggja sér og lifa í, er lokaður öðrum, verða þær einmana innan um aðra. Margrét Thors útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík ár- ið 1953. Hún var listelsk og list- ræn í eðli — unni sérlega músík og málaralist. Oft skreytti hún bréfin sín — til ættmenna og vina — skemmtilegum, vel gerð- um teikningum. Rithöndin var afburða falleg — og veitti hún ein innsýn í ævintýralegan hug- arheim hennar. Orðalag og stíll bréfanna bar blæ hins fágæta. Skopskynið, sem hún átti í rík- um mæli, birtist þar á heillandi hátt. Hún var mikill ög einlægur náttúruunnandi — bæði íslenzkr- ar og erlendrar — opin fyrir því sérstæða í formi — litum og ljósL Margrét ferðaðist töluvert — á milli þess sem hún vann við skrif stofustörf hér heima — og var prúðmennska hennar og sam- vizkusemi á vinnustað rómuð af öllum. Vetrarlangt dvaldi hún í boði síns ástkæra föðurbróður, Thor Thors, og Ágústu konu hans, á heimili þeirra í Washington og tæpt ár var hún í Vínarborg á- samt systur sinni og mágL Síðan lá leiðin heim aftur. En útþráin var henni í blóð borin. Enn lagði hún land undir fót — nú var förinni heitið til Bretlands. Þar féll henni vél að vera og starfa. Þar var hún stödd í fyrra vetur er hún fékk vit- neskju um alvarleg veikindi syst- ur sinnar. Brá hún þá skjótt við, kom heim og tók að sér umsjá heimilisins, eiginmanns og barna, sem hún annaðisL mánuðum sam an, af stakri natni og ástríki. Þannig var fórnfýsi hennar, það var eins og hún vildi útþurrka sjálfa sig fyrir hvern þann sem hennar þurfti með. Þegar hún lagði af stað á ný til London — gerði hún ráð fyrir að leggja stund á hjúkrunarnám. Hún hafði unnið þar í sjúkrahúsi — og til starfa í sjúkrahúsi var hún ráðin í þetta sinn. En líkam- inn var veikbyggður, heilsan tæp — svo varla hefði úr því orðið. Og nú er hún horfin burtu af jörðinni — inn í hlýjan, bjartan heim. Þar er gott að vita hana — „því eðlið var spunnið af öðrum toga — þess ör átti ei streng á sinn boga“. Yndislegri móður hennar, syst- ur og bróður, bið ég blessunar guðs í þungum harmi — svo og öðrum ástvinum. Steingerður Guðmundsdóttir. HÚN hét Margrét Þorbjörg Thors og var skírð í höfuðið á ömmu sinnL Þegar ég sá hana fyrst, var hún kölluð Lilla Siss. Hún var nokkurra vikna gömul og lá í vöggu og átti systur, sem var tveim árum eldri og kallaði hana fljótlega þessu nafni — Lilla Siss. Það var hún enn köll- uð í daglegu tali, er hún þriggja ára sat á stigaþrepi í húsi afa síns við Fríkirkjuveg og ég var að kveðja hana og kyssti spé- koppann í öðrum yanga hennar, og hún brosti þá þegar dálitið kankvísu brosi og veifaði til mín lítilli hendL þegar ég fór. Hún var kölluð Tobba, er ég sá hana aftur 7 árum seinna. Þá var hún alvarleg, feimin og hlédræg 10 ára stúlka — hlé- dræg svo að áberandi var. — Af hverju kallið þið fallega litla stúlku þessu nafni? varð mér á að spyrja. En nafnið var orðið fast við hana ,því varð ekki út- rýmt, og undarlegt var, að mér fór að þykja það fallegt, af því að á bak við það var svo indæl lítil stúlka. Tobba óx og varð fullorðin. Hún losnaði ekki við hlédrægn- ina. Ef hún var með öðrum, var eins og hún vildi helzt fela sig og láta sem minnst á sér bera. Hún var fámál og feimin. En hún hafði samt ýmislegt að segja, og kom það fram, er hún skrifaði bréf, sem voru fjörleg og full af kímni og skemmtileg- um athugasemdum. Þá gat hún notið sín — þá var hennar ytri persóna ekki fyrir henni. Bömin elskuðu Tobbu. Eng- in sýndi þeim meiri þolinmæði og skilning og var reiðubúnari að hlusta á þau og taka þátt í lífi þeirra. Nú gráta litlu syst- urbömin hennar og vilja ekki trúa, að hún komi ekki til þeirra aftur. Nokkrar vikur dvaldi hún á heimili okkar. Hæglát, eins og alltaf, reyndi hún að láta sem minnst fyrir sér fara. En hljóð- látt og eins og í laumi sýndi hún hlýjan hug og sífellda löngun til að vera til góðs og kom oft á óvart með ýmsu, sem hún hafði lagt hönd á svo lítið bar á, og vissL að mundi vekja gleði. Ef hún sá, að hún gat orðið að liði, var hún ekki lengi að veita hjálp sína. Þannig var Tobba. Hún bað aldrei um neitt og krafðist einsk- is, en gaf það, sem hún gat gefið af ósérplægni og einlægni. Eng- in furða, þótt lítil böm gráti frænku sína og stórt fólk finni til saknaðar eftir hana, sem gaf meir en við gerðum okkur Ijóst meðan hún, hæglát og hlédræg, var með okkur. Orðtakið: „Þer deyja ungir, sem guðirnir elska“, hefur mér alltaf fundizt fátækleg og innan- tóm huggun, þegar ungt og gott fólk fellur í valinn. En kannski er það huggun í sambandi við Margréti Þorbjörgu, sem hverf- ur úr heimi, þar sem allt virð- ist fyrst og fremst snúast um að gera kröfur og heimta -r- hún, sem alltaf vildi taka tillit til annarra og hlaut því alltaf að verða fyrir hnjaski. K. Ó. H. Á ÞESSU síðsumars kvöldi, þeg- ar dagurinn óðum styttist og húmið breiðir sig yfir borgina skrifa ég mitt síðasta bréf til þín, elsku Þorbjörg mín. Minn- ingarnar hrannast upp í huga mínum, svo ótal margar, ljúfar og góðar og hversu mörg skyldu öll þau bréf vera, sem við höf- um skipzt á á þessari stuttu ævi okkar. Nú verða þau ekki fleiri, þetta sviplega andlát hefur bund ið svo skyndilegan enda á það, að engin mannleg hugsun getur ráðið þá torráðnu gátu, sem skapar lífinu svo sár örlög. Fátt lýsir betur hinu innra eðli mannsins heldur en sendi- bréf góðs vinar, sem skýrir frá atburðum og gjörðum sínum af einlægni og trúmennsku. Jafn létt og skemmtilega skrifuð bréf hefi ég vart fengið. Trygglyndi þínu var viðbrugðið og hjálp- semin í garð þeirra, sem bágt áttu var ætíð í fyrirrúmi. hvern- ig sem á stóð og hvar sem þú varst stödd. Göfuglyndi þitt var svo fölskvalaust og eðlilegt og ánægjan lýsti sér í hinu fíngerða og yndislega andliti þínu, þeg- ar þú komst færandi með falleg blóm og listilega skreytta gjafa- böggla. Þeir eru ekki fáir, sem notið hafa gjafmildi þinnar og góðvildar og því munu allir, sem kynntust þér náið, minnast þin með þakklæti og sárum sökn uði. Með þinni einstöku ljúf- mennsku og fáguðu framkomu lagðir þú ætíð gott til málanna og aldrei heyrðist nokkurt styggðaryrði né hallmæli af þín- um vörum í garð annara. Hið fagra og listfengna kunnir þú svo vel að meta og dást að, enda einkenndust handbrögð þín af stakri vandvirkni og listhneigð, sem verk þín bera ljósast vitni um, þótt þú héldir þeim lítt á loft og fáir urðu aðnjótandi. Þannig var Muggur frændi þinn og þannig eru svo margir af þínu góða og gáfaða frændfólki. Langdvölum dvaldir þú er- lendis við nám og störf og þar kvaddir þú þennan heim fjarri ástvinum þínum og ættingjum. ---------------o---- Ég varð þess aðnjótandi að vera samtímis þér bæði í Lond- on og París og ég mun ávallt minnast þeirra stunda, þegar við reikuðum um listasöfnin og dáð- umst að verkum meistaranna eða hlustuðum á fagra tónlist í hljóm leikahöllum þessara stórborga. Ekki síður verður mér minnis- stætt, þegar við tifuðum léttar í spori eftir breiðgötum Paris- ar og létum okkur dreyma um dýrindis djásn og falleg föt. Hversu unaðslegt var ekki einn- ig, þegar við stikluðum á hraun- hellunum í Heiðmörk og Þing- völlum og dáðumst að hinum islenzka gróðrL seiglu hans og harðgervi. Hugleikin voru þér slík ferðalög. Það var mér mikið happ að hafa kynnzt þér, Þorbjörg mín, við áttum svo margar skemmti- Framhald á bls. 11. Halldór Sigurðsson: AÐ LTAINI Barátta gegn fáfræði 8. SEPTEMBER s.l. hófst í Teheran í íran alþjóðleg ráðstefna um ólæsi og mun hún standa í 11 daga. Það er Menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO), sem beit- ir sér fyrir ráðstefnunni og hefur boðið til henn- ar menntamálaráðherrum allra ríkja, sem aðild eiga að stofnuninni. Svíar, Finnar, Norðmenn og Dan- ir senda allir sendinefndir á ráðstefnuna. (Islendingar i taka ekki þátt í henni. — Innskot Mbl.) Á ráðstefnunni í Teheran verða ræddar nýjar aðferðir til að útrýma einum af verstu óvinum mannkynsins, fáfræð- inni, og þá fyrst og fremst I vankunnáttu í lestri og skrift. Þetta vandamál þekkist ekki lengur í okkar heims- hluta — Norður-Evrópu — þar sem aðeins 1—2% íbú- anna er ólæs (þ.e.a.s. sam- kvæmt skýrslum). En við þurfum ekki að fara lengra en til Suður-Evrópu til að finna lönd, þar sem mikill hluti íbúanna hefur aldrei fengið tækifæri til að ganga i skóla. í Portúgal eru t.d. 38% íbúanna ólæs og í vanþróuðu löndunum getur talan komizt upp í 80—90%. Raunverulega er ólæsið eitt mesta félagslega vandamálið í heiminum, því að ekkert land getur komizt á viðunandi þró- unarstig, ef stór hluti íbúanna i er ólæs. Það er tilgangslaust að tala um lýðræði meðan minnihluti þjóðarinnar hefur ekki aðstöðu til að sækja skóla. í vanþróuðu löndunum heyrist oft sagt, „að hinir fá- tæku nenni ekkert að læra.“ Þetta er ekki rétt. Ástæðan er oftast sú, að hinir fátæku hafa ekki efni á að láta börn sín læra, því að annað hvort kostar skólagangan peninga, eða þeir mega ekki missa börn in frá deglegum störfum á heimilinu. Og stundum vantar einfaldlega skóla og kennara. UNESCO telur, að af þeim þremur milljörðum manna, sem byggja heiminn, séu 700 milljónir algerlega ólæsar og talan er áreiðanlega miklu hærri, því að margir reiknast læsir, sem aldrei hafa lært að lesa og skrifa. Árið 1960 var ástandið þann ig í 85 löndum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, að aðeins 110 millj. af 260 millj. barna á skólaskyldualdri gengu í skóla. í borgum S.-Ameríku eru aðeins skólar fyrir 56% barna og í sveitunum er á- standið ennþá verra. Þar kemst aðeins eitt af hverjum fjórum í skóla. Einnig er vert að geta þess, að helmingur þeirra barna, sem hefur skólanám er ekki nema þrjá vetur í skóla og fjögur hverra fimm barna ljúka ekki barnaskóla. Þannig er ástandið einnig víða í Asíu og Afríku og jafnvel í Suður- Evrópu. Niðurstöður könnunar, sem banki einn í New York lét gera, sýna, að fé, sem lagt er í skólanám vaxtast vel. Þar segir, að fyrir hvern dollar, sem varið sé til skólanáms í Bandaríkjunum hækki launin um 12% árlega það sem eftir sé ævi mannsins. Hagfræðing- ur einn hefur ennfremur reiknað út, að 20% af aukn- ingu þjóðartekna Bandaríkj- anna á árunum frá 1929— 1957 hafi beinlínis stafað af „aukinni þekkingu.“ ★ UNESCO bendir á, að til- raunir þær, sem til þessa hafa verið gerðar til að vinna bug á ólæsinu hafi mistekizt. Á hverju ári eykst tala hinna ó- læsu í heiminum um 25 millj- ónir. Helztu ástæðurnar eru skortur á skólum og kennur- um. Hefur Efnahagsstofnunin (OECD) gert könnun, sem sýnir, að kennurum yrði að fjölga um 2 milljónir, ef vel ætti að vera. Ráðgert er, að á yfirstand- andi ráðstefnu í Teheran verði rædd áætlun um að taka upp nýja aðferð í baráttimni gegn ólæsinu. í stað þess að reyna að leysa vandamálið með því að kenna öllum ólæsum, allt frá börnum til gamalmenna, undirstöðuatriðin eins og t.d. var gert á Kúbu, er ráðgert að koma af stað alþjóðahreyf- ingu, sem miði að því að kenna yngra fólki betur að lesa. Þrjátíu og fimm lönd hafa þegar tilkynnt UNESCO, að þau hyggist leggja fram skerf til þessarar baráttu, en hún verður ekki ódýr og Sam- einuðu þjóðirnar eiga um þessar mundir enga peninga. busar tollvarðastöður Þar sem fyrirhugað er að auka starfslið tollgæzl- unnar, eru nokkrar stöður tollvarða við tollstjóra- embættið í Reykjavík lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. september 1965. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Æskilegt er að umsækjendur hafi stúdentspróf, verzlunarskólapróf eða aðra hlðistæða menntun. Umsóknareyðublöð fást hjá skrifstofustjóra toll- stjóra, Arnarhvoli, og tollgæzlustjóra, Hafnarhús- inu, og skulu umsóknirnar sendar til annarhvors þeirra. Tollstjórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.