Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 24
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins rtgtntfrliifcifei 206. tbl. — Laugardagur 11. september 1965 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Kviknar í strætis- vagni sem flytja átti nær Akureyri, 10. sept. SÍÐDEGIS í dag kviknaði í strætisvagni, sem var að sækja börnin, sem eru í barnaheimilinu Pálmholti, og átti hann að flytja þau heim tii sín víðs vegar um bæinn. Vagninn, sem var af Volvo- gerð og allmargra ára gam- ail, var stanzaður á hlaðinu framan við barnaheimilið um ki. hálfsex og börnin komin út í dyrnar ásamt fóstrum sínum, þegar ein fóstran tók eftir því, að mikinn reyk lagði undan vagninum miðj- um. Þegar bMstjórinn aðgætti þetta nánar, logaði eldur und- 100 börn ir vagninum í nánd við raf- geyma vagnsins. Menn komu þegar hlaup- andi frá Möl & Sandi, þegar þeir sáu reykinn, og réðust gegn eldinum með hand- slökkvitækjum en jafnframt var hringt á slökkvilið. Tókst fljótlega að slökkva í bílnum. Mikil heppni verður að teljast ,að börnin skyldu ekki hafa verið lögð af stað, þegar eldurinn kom upp, en þau eru 00 til 100 talsins og fara daglega með vagninum að og frá barnaheimilinu á- samt 11 fóstrum. Sv. P. Lögbannstryggingin enn ekki sett Árni Grétar Finnsson setur 18. þing S. U. S. Fjölsótt 18. þing Sambano's ungra SjálfstæÓismanna EINS og kunnugt er var Susanna Reith sett í lögbann sl. mánudag að kröfu þýzka útgerðarfélagsins gegn 2 millj. kr. tryggingu, og var þá ekki gengið frá lögbanns- trygingunni um leið. Mbl. átti í ær tal við Þorstein Thorarensen borgarfógeta, sem kvað upp úrskurðinn á dögunum, og spurðist fyrir um, hvort búið væ-ri að setja lögbannstrygging- una. Þorsteinn sagði að enn hefði ekki verið gengið frá trygging- unni, en skipið væri í lögbanni eigi að síður. Lögum samkvæmt þyrfti lögbannsbeiðandinn ekki að höfða staðfestingarmál fyrr Bakarasveinar og afgreiðslu- stúlkur í brauð- búðum sem ja EKKI varð af boðuðu verkfalli afgreiðslustúlkna í brauðbúðum, þar eð sættir tókust í deilu þeirra við bakarameistara um klukkan fimm á föstudagsmorg- un. Samningafundur hófst klukk- an hálfníu á fimmtudagskvöld með fulltrúum afgreiðslustúlkna í brauðbúðum, sem eru félagar í ASB (Félagi afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkursölubúðum), annars vegar og fulltrúum Bak- arameistarafélags Reykjavíkur og Alþýðubrauðgerðarinnar hins vegar. Ennfremur ræddust við fulltrúar Bakarasveinafélags ís- lands og fulltrúar Landssambands bakarameistara. — Samkomulag náðist í báðum deilunum á föstu- dagsmorgun. Tónleikar í Stokks eyrarkirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í StókiloseyraxOtirkjiu, sunn-udaginn 12. september kl. 4 eiftir hédegi. Þuriður Pálsdóttir, óiperusöng- kona og Hreinn E. Lindail tenór- söngrvari syngja íslenzik og erlend lög. Þtá mun Piáld ísólfsson tón- pitiáld leiika sigiid verk. en vika væri liðin frá því að trygging væri sett. Hítt væri svo annað sem íslenzk lög kvæðu ekki upp úr með, hversu langur tími mætti líða frá því að lög- bann er sett þar til tryggingar- féð væri lagt fram, en auðvitað hlytu því að vera einhver tak- mörk sett. Leikir um helgina Á SUNNUDAG n.k. fera fram tveir leikir í bikarkeppni KSÍ. Á Melavellinum kfl. 4 keppa Valur og Frarn og á Akranesi eigast við Akranes, baráttulið- ið um íslandsmeistaratitilinn, og 2. deildar liðið FH. Sá leik- ur hefst einnig kl. 4. Ilienntamálin og skólakerfið aðalmál þingsins 18. ÞING Samlbands ungra Sjálf- stæðismanna var sett í Sjálf- stæðisihúsinu á Akureyri kl. 3 í gær. Þá voru komnir til þingsins rúmlega 100 fulltrúar bvaðnæiva af landinu og komu fleiri fulltrú- ar til Akureyrar, er á daginn leið, og er talið að þingfulltrúar verði alls um 150. Fyrir þingið hafa þegar verið iögð 12 þingskjöl. Fbrmaður S.U.S., Árni Grétar Finnsson lögfræðing.ur í Hafnar- firði, setti þingið með stuttu ávarpi og tilnefndi sem fundar- stjóra Halldór Blöndal, formann Varðar, fél. ungra Sjálfstæðis- manna á Akureyri. Þá minntist formaður S.U.S. Ólafs Thors, og vottuðu þinigtfulitrúar ihonum Togarar selja ytra ÞRÍR íslenzkir togarar hafa selt í Þýzkalandi í þessum mánuði. — 2. sept. seldi bv Marz í Cuxhaven 107 lestir fyrir um 104.000 mörk, 6. sept. seldi bv Hallveig Fróða- dóttir í Bremerhaven 120 lestir fyrir 116.500 mörk, og 7. sept. seldi bv. Röðull 147,5 lestir fyrir 160.800 mörk. Salan hjá bv Röðli var mjög góð, og mun verðið vera með hæsta meðalverði, sem fengizt hefur fyrir fisk í Þýzkalandi, en magnið var ekki mikið. Yfirleitt er verðið gott nú á þýzka mark- aðnum, en afli skipanna heldur lítill, svo að markaðurinn nýtist ekki sem skyldi. Þá kæra Þjóð- verjar sig ekki um karfa núna, þar eð togarar þeirra sjálfra afla nóg af honum um þessar mundir. Á fimmtudag seldi bv Surprise í Grimsby 112,3 lestir fyrir 11.372 sterlingspund, og er það mjög gott meðalverð. virðingu sína með því að rísa úr sætum. Því næst ávarpaði þing- ið Gísii Jónsson menntaskóla- kennari, og bauð hann þingfull- trúa velkomna til Akureyrar. Að ioknu máli Gísla flutti Árni Grétar Finnsson s'kýrslu sam- bandsins. Rakti hann í stórum dráttum hina fjölmörgu þætti starfs sambandsins, en minnti þingfulltrúa á, að betur má ef duga skal, því að takmarkið væri að Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meiriihluta á Alþingi. Næst flutti fyrrverandi for- maður S.U.S., Þór Villhjálmsson •borgardómari, fróðilegt og yfir- gripsmikið erindi um skólana og þjóðfólagið, en veigamestu mál þingsins eru mennta- og skóla- mál. Rannsóknar- og upplýsinga- stofnun ungra Sjálfstæðismanna, sem hefur f j.allað um menntamál- in og fræðslu'kerfið i eitt ár, mun síðar á þinginu leggja’ fram skýrslu sína. í stjórn stofnunar- innar eru: Þórir Einarsson við- skiptafræðingur, Þór Villhjáílms- son borgardómari, Hörður Einars- son stud. jur., Jóhannes Einars- son verikfræðingur, Valdimar Kristinsson viðsikiptafræðingur, Magnús ÓSkarsson hæstaréttar- lögmaður og dr. Bjarni Helgason. Framkvæmdastjóri rástetfnunnar hefur verið Matfihías Frímansson eand. theol. í lok fyrsta fundarins voru síðan kjörnar nefndir þingsins og störfuðu þær fram á fcvöild í gær. Nefndirnar munu fjalla um álykt anir þær, sem þingið sendir frá sér. Þær eru þessar: Almenn stjórnmálanefnd, fortn. Birgir ísl. Gunnarsson, utanríkismála* nefnd, form. Jón E. Ragnarsson, efnahagsmálanefnd ,fonm. Hörð- ur Sigurgestsson, menntamála- nefnd, förm. Þórir Einarsson, skipulagsnefnd, forrn. Ragnar Kjartansson, stóriðjunefnd, form. Sigfús Johnsen, atvinnu- og sam- Framhald á bls. 23. Fyrstu veðurathu garmenn á hálendínu farnir fil vetr- arsetu á Hveravöllum UM þessa helgi er verið að ganga frá fyrstu vetrarveðurat- hugiunarsitöðinni á hólendi íis- landis, en hún verður í vetur á HveravöHum. Þar munu Ingi- björg Guðmundsdóttir og Björg- vin Ólafsson hafa vetursetu og senda veðurfregnir á þriggja tíma fresti, eins og aðrar veður- athugunarstöðvar. Hópur af fólki frá Veðurstotf- umni fór í gær undir forustu Flosa Sigurðssonar, veðurtfræð- ings, á Hveravelli, til að setja upp fulilkomna veðurstöð og hafa skipti á athugunarmönnum. Þau Björgvin og Ingibjörg fóru til sinna vetrarbúða, en Vilkar Pét- ursson, sem hefur annast veður- athuganir á Hveravöllum í sum- ar, fcemur í bæinn. Vikar er sonur Péturs Sumar- lið'aisonar, kennara, sem hetfur undanfarin tvö sumur annazt i veðurathugainir í Jökuilheimum. | Þær athuganir hætta nú, eins og undanfarin haust, og fór Adda Bára Sigfúsdóttir, veðunfræðing ur, ásamt fleirum inn etftir að sækja hann í gær. Á Hveravölium heíur í sumar verið reist Mtið hús fyir veður- athugunarmanm, em þar eru fyrir aðeins sumarskáilar. Verður Lang- jökulsmöiinum sleppt úr haldi í dag ? — Húsrannsókn hjá sumum þeirra í gær BLAÐID ÁTTI í gær tal við Þórð Sjörnsson, yfirsakadóm- ara, sem haft hefur með hönd um að undanförnu rannsókn í smyglmáli skipverja á Lang- jökli. Þcrður skýrði svo frá, að enn sætu 10 skipverjanna í gæzluvarðhaldi því, sem þeir voru úiskurðaðir í 11. ágúst sl. Þar sem nú væri útrunninn sá tími, sem varðhaldsúrskurð urinn hljóðaði upp á, yrði þingað i málinu í dag og þá ákveðið, hvort þeim yrði sleppt lausum eða þeir úr- skurðaðir í áframhaldandi gæzluvarðhald. Þá frétti blaðið, að hús- rannsókn hefði farið fram síð degis í gær hjá einhverjum skipverjo. Staðfesti yfirsaka- dómari þessa fregn en vildi ekkert meira um húsrannsókn ina segja á þessu stigi máls- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.