Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 23
Laugardagur 11. sept. 1965 MORGUNBLADIÐ 23 — Bardagarnir Framhald af bls. 1. íorseti Pakistan, landsfólki'ð til að flytja bardagana inn í Ind- land. „Pakistanir eru staðráðnir að láta sér ekki nsegja að reka óvininn af höndum sér, heldur að flytja bardagana inn í land hans“, sagði forsetinn. Ræ’ðu síria flutti hann í tilefni þess að 17 ár voru í dag liðin frá dauða Mohammad Ali Jinnah, fyrsta forseta Pakistan, sem oftlega er nefndur „faðir Pakistans." Talsmaður inverska utanrí'kis- ráðuneytisins sagði í Nýju Delhí í dag að indverska stjórnin myndi taka nái’ð til athugunar sérhverja tillögu U Thants um málamiðlun, er hann kaemi til Indlands. Talið er að það verði síðdegis á laugardag. J.B. Chavan, varnarmálaráð- herra Indlands, sagði í dag að indverskir hermenn hefðu neyðst til þess að halda undan her- mönnum Pakistan í hinum hörðu bardögum á norðvestursléttum Kasmír. Chavan sagði á þingi að fallbyssuskot Paikistana féllu nú á indversku borgina Feroze- pore, um 16 km. innan alþjóð- legu landamæranna. Indverjar réðust yfir landamærin s.l. mánu de Chavan sagði að PaikLstanar hefðu hafið gagnsókn í Kasur- héraðinu. Kasur er borg í Pak- istan, um 16 km. innan landa- mæranna, og um 32 km. frá Ferozepore. Pakistanir „gerðu miki'l gagn- álhlaup og við urðum að hörfa frá fremstu vígstöðvum okkar“, sagði Chavan. Ekki var hægt að ráða af ortSum hans hvort indverskir hermenn væru enn Pakistanmegin landamæranna eða hvort þeir hefðu verið hrakt ir aftur inn í Indland. Chavan sagði hinsvegar að yfir leitt héldu Indverjar velli á öll- um vígstöðvum, þrátt fyrir hörð gagnáhlaup Pakistana. Talsma'ður Pakistan sagði í Rawalandi í dag að Pakistanher sækti nú fram 1 Lahore-héraði, og væri sókninni beint að borg- inni Amristar í Indilandi. Fréttir bárust um það til Nýju Delhi í dag að 300 manna faíl- hlífalið Pakistana hefði svifið til jarðar í Ausamhéra'ði í Ind- landi, og væru bardagar hafnir þar. Indverska útvarpið sagði í daig að indverskt herlið hefði „alvar- lega refsað" Pakistönum á suður vigstöðvunum, og teki'ð 150 Pak- EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu, dveljast 26 norrænir útvarpsmenn hér á landi og sijta fundi. hetta er í fyrsta l^skipti, sem slíkir fundir eru haldnir hér, en þeir eru haldn- ir árlega í löndunum til skiptis. Fundum þessum lýk- ur í dag, en þá koma útvarps- stjórar allra landanna saman og bera saman bækur sínar. Myndin sýnir nokkra fulltrú- anna ásamt útvarpsstjóra, Vil- hjálmi Þ. Gíslasyni. (Ljósm.: Mbl.: Sv. Þ.) istanhermenn fanga. Ennifremur hefðu Indverjar náð á vald sitt fimm mikilvægum bækistöðv- um í Jammu-Sialkothéraðinu í \ Ka&mír. Útvarpið minntist ekki J á miðvígstöðvarnar, skammt frá Lahore, annarri stærstu borg Pakistan, en fréttir bárust um harða bardaga þar á fimmtudag. Pakistaniher hélt því fram á i fimmtudagskvöld að hermenn hans héldu áfram sókn sinni inn á indverskt yfirráðasvæði í Kas- , urhéraði SA af Lahore, og að I auki hefðu hermenn Pakistan stöðvað sókn Indverja á öllum stöðum á þessum hluta víglín- , unnar. | Indverjar halda því fram að til þessa hafi þeir eyðilagt sam- tals 114 skriðdreka Pakistana. Pakistanir segjast hafa eyðilagt 35 indverska skriðdreka auk annarra farartækja indverska | hersins. Talsmaður indverska vamar- málaráðuneytisins sagði í dag, að j Pakistanir hefðu verið valdir að „ögrandi aðgerðum" á landamær- unum við A-Indland, skammt frá landamærum Tíbet. Sagði talsmaðurinn að hermenn Pak- istan í A-héruðum landsins hefðu skotið af vélbyssum og sprengju- vörpum á stöðvar indverskra her manna í Coooh Biar-héraðinu. í Vestur-Bengal. Svæði þetta er um 144 km SA af Chumbi- dalnum í Tibet, en þar segja Indverjar að kínverskir komm- únistar hafi dregið saman lið mik ið. Indvers'kir embættismenn hafa látið í ljósi ótta um að Kín- verjar muni setja á svið takmark aðar hernaðaraðgerðir við landa- mæri Tibets og Indlands til þess að Indverjar neyðist til að kveðja lið frá bardögunum við Pakistan til þess að gæta landmæranna. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því í dag, að háttsettur kín- verskur embættismaður hefði varað Indverja við því að hafa í frammi yfirgang á landamær- um Kína. Aðvörun þessi er sögð hafa komið fram í ræðu, sem kínverski varaforsætisráðherr- ann, Hsieh Fu-Chin, flutti á fjöldafundi í Lhasa, höfuðborg Tíbet í gær. Indverskur fréttaritari símaði í dag til Nýju Delhí frá Amritsar, hinni heilögu borg Sikhanna, en þeir eru herskáir mjög, að flug- vélar frá Pakistan hefðu ge.t árás á borgina, varpað íkveikju- sprengjum og valdið minniháttar eldsvoðum á tveimur stöðum. Loftvarnaflautur gullu við í Nýju Delhí fyrir birtingu í dag, þriðja daginn í röð. Hinsvegar hafa engar fregnir borizt um loft árásir á höfuðborg Indlands. Borgin Amritsar er í Punjab- héraði, og. er hún heilagasti stað- ur þeirra 10 milljón Sikha, sem Indland byggja. Borgin er að- eins 32 km frá landamærum Pak- istans. Indverska stjórnin hélt því fram í kvöld að herir hennar á vesturhluta vígstöðvanna hefðu í hörðum bardögum í dag eyðilagt 46 skriðdreka Pakistana. Gróðurhúsin í Reykjanesi. Langadalsströnd í baksýn. Gróðurhúscsrækt í Reykjcanesi EINS og áður hefur verið skýrt frá hófzt Guðmundur Benedikts9on garðyrkjumað- ur, á síðastliðinu sumri handa um g róð urh ú s a ræk t u n í Reykjanesi við fsafjarðardjúp. Hinn mikli jarðhiti á staðnum hafði þá um langt sikeið ekki verið hagnýttur til. ræktunar. Guðmundur Benediktsson hef- ur komið sér upp tveimur stórum gróðurhúsum og rækt- ar þar nú tómata, agúrkur og margs konar annað grænmeti. Einnig ræktar hann úti, rófur, kál, gulrætur og fleiri teg- undir. Þegar Mbl. hitti Guðmund nýlega að máli vestur í Reykjanesi, tjáði hann blað- inu að markaður væri ágætur fyrir hvers konar grænmeti í kaupstöðum og kauptúnum á Vestfjörðum. Hann selur einn ig töluvert af afurðum sínum í siveitirnar við Djúp. Því er almennt fagnað vestra að gróðux-húsarækt s-kuli á ný vera hafin í Reykja nesi. Ennfremur hefur Jón Fanndal á Laugarási í Skjald- fannardal byggt gróðurhús á nýbýli sínu og rekur þar myndarlega gróðurhúsarækt. Meistaramót Rvíkur fer fram um helgina Á MORGUN kl. 2 hefst á Mela- vellinum Frjálsíþróttamót Reykja víkur og hafa nú fjögur félög tilkynnt þátttöku sína. Eru það RR, ÍR, Ármann og svo Ung- mennafélagið Víkverjar, sem sendir nú keppendur í fyrsta sinn. Keppendur verða nú um 40 talsins og má því ætla að þctta verði fjörug keppni. Stigakeppni verður nú milli félaganna og má búast við spennandi keppni milli ÍR og KR, því að nú verður einn- ig keppt í kvennagreinum, en ÍR- ingar hafa sem kunnugt er sterkt kvennalið. Á morgun verður keppt í eftir- töldum greinum: 200 m. hlaupi karla, 800 m. •hlaupi, 5000 m hlaupi, 400 m. grindarhl., hástökki, langstökki, Leiðréfting í FRÉTT í blaðinu í gær um nýt- ingu hó'telanna í borginni var sagt að innan tíðar væru væntan- legir hingað til lands 18 banda- rískir blaðamenn, sem búa munu á Hótel Sögu, Hér er um skekkju að ræða, því að blaðamennirnir verða 70 talsins. spjótkasti, kúluvarpi og 4x400 m. boðhlaupi. 1 kvennagreinum: 100 m. hlaupi, spjótkasti, og lang- stökki. Á sunnudag verður keppt í þessum greinum: 110 m. grinda- hlaupi, 100' m. hlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, þrístökki, stangarstökki, kringlukasti, sjeggjukasti og 4x100 m. boð- hlaupi. 1 kvennagreinum: 200 m. hlaupi, kringlukasti og hástökki. Á mánudag verður svo keppt í fimmtarþraut, kúluvarpi og 80 m. grindahlappi kvenna. Þann sama dag hefst einnig keppni í Svei nameistaramóti R eykj aví k ur og lýkur á sama tíma daginn eftir. Bftir er þá keppni í tug- þraut og 10 km. hlaupi, en hún mun væntanlega fara fram síðar í mánuðinum. Aðgangur að mót- inu er ókeypis. Guðmundur Benediktsson, garðyrkjumaður. — SUS-þingið Framhald af bls. 28. göngumálanefnd dreifbýlisins, form. HaMdór Blöndal, nefnd um opinberan rekstur og einkarekst- ur, form. Pétur Hjálmsson, hús- næðismálanefnd, form. Magnús L. Sveinsson. Þá var og kjörin kjörnefnd þingsins og er formað- ur hennar Þór Vilhjálmsson. Þingfundum verður haldið áfram í dag kl. 10 árdegis. Um hádegið munu þingfuliltrúar sitja boð miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og roun formaður flokksins, dr. Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra, ávarpa þingfulltrúa. Gert er ráð fyrir, að þinginu ljúki á sunnudagskvöld. Boðið á málverka- sýnin^u 12. sept. FREYMÓÐUR Jöhannsson kom að máli við blaðið í gær og segist hafa ákveðið að bjóða öllum, sem það vilja þiggja, 15 ára og eldri og fæddir eru 12. september, ótkeypis aðgang að málverka- sýningu sinni í Listamannaskál- anum á sameiginlegum afmælis- degi þeirra, sunnudaginn 12. sept ember. Þurfa viðkomandi ekki annað en segja til nafns síns og aldurs hjá dyraverði. Fá þeir þá afhenta smágjöf til minningar um kotn- una þangað, ef þeir kæra sig um. Til fróðleiks mé geta þess, að samkvæmt Þjóðskránni voru 388 manns, 15 ára og eldri, fæddir 12. september, skráðir með löglheim- ili hér á landi 1. desember s.l. Þar af áttu 216 löglheimili 1 Reykjavík og nágrenni hennar og Suðurnesjum. Af þessum 388 manns eru 50 fæddir fyrir síðustu aldamó't, sá elzti árið 1874.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.