Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.09.1965, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. sept. 1965 MOkCUNBLAÐIÐ 13 Patrik O’Donovan, Observer: FJÁRHAGUR USA ALDREI BETRI EN ÞAÐ má vel vera, að þeir sem utan Bandaríkjanna búa, sjái fram á vandræði og kreppu þar. En innanfrá séð lítur þetta öðruvisi út. Bandaríkin búa nú við lengsta hagvaxtatímabil á friðartímum, sem þau hafa enn haft af að segja. í allri sögu þeirra fer spretturinn eftir síðari heimsstyrjöldina, einn saman, fram úr því, sem nú á sér stað. Þetta hefur staðið í 53 mánuði og enn er ekkert útlit fyrir, að þessi sigurvinning skipulagðs við skiptafrelsis sé í neinni aftur för. Og þessi útþensla og þessi velgengni er, að minnsta kosti að nokkru leyti ástæð- an til þess, hve vongóð Banda ríkin snúast við ófriðnum í Vietnam. Það er ekki auðvelt að trúa því, að neitt muni ganga úrskeiðis. Enn einu sinni eru Bandaríkin betra land að Ufa í, en áður var. Síðustu tvö árin hefur hag- vöxtur landsins, rétt reiknað, verið 5% á ári. En ef ekki er gerð leiðrétting fyrir verð breytingu dollarsins, er vöxt- urinn 6.5%. Þetta er meiri hagvöxtur en mestöll Evrópa , hefur af að segja og honum hefur verið náð af landi, sem er „komið alla leið“ og ætti því að fara að hægja á sér og hagur þess að jafnast. Eins og er, þá er árlegur hag vöxtur aðeins ofurlítið minni en helmingur allrar ársfram- leiðslu Bretlands. Það er einn ig greinilegt, að Bandaríkin hafa dregið enn betur fram úr Rússlandi í efnahagskapp- hlaupinu. Rússneskar skýrsl- ur yfir hagvöxtinn þar eru vægast sagt, vafasamar í augum amerískra fræði- manna. Árið sem leið hefur hagvöxtur landanna tveggja sennilega verið svipaður, en hitt er greinilegt, að hótan- ir hr. Krúséffs um að keppa við Bandaríkjamenn, eiga enn eftir að verða að veru- leika. Ein undirstaðan undir nú- verandi styrkleika ,Bandaríkj anna er það, að launastigarn- ir hafa ekki farið fram úr framleiðninni. Og það er eins konar heppni, sem kaldrifj- aðir hagfræðingar kunna að meta. Þetta virðist fyrst og fremst vera að þakka stefnu Eisen- howers forseta. Hann var mjög íhaldssamur hagfræð- ingur ,sem taldi það synd að lifa um efni fram, en leit á ríkisreikning, sem bar sig næstum sem einhvern guð- dóm, og þannig lét hann eft- ir sig allmikið atvinnuleysi, sem veikti samningaaðstöðu verkamannafélaganna. Og þetta óvenjulega frelsi hafa eftirkomendur hans hagnýtt. Sú stefna, sem forsetarnir Kennedy og Johnson hafa fylgt, hefur stundum verið kölluð fölsuð Keynesstefna. Aðaltalsmaður hennar var hr. Walter Heller, lærimeist- ari forsetanna. Hann var for- maður hagfræðilegrar ráð- gjafanefndar forsetans, og eft irmaður hans, hr. Gardner Aokley, fylgir sömu stefnu. Þetta er eyðslustefna, sem í hvaða öðru landi sem væri yrði kölluð sósíölsk. í stuttu máli sagt snýst hún gegn efnahagskreppu með því að auka eyðslugetu almennings, með lækkun skatta. Samfara þessu er mikil eyðslusemi af hálfu stjórnarinnar, og býsna mikið kæruleysi um tekju halla hjá ríkissjóðnum. Þetta hefur skelft hina íhaldssam- ari, en það hefur gert sitt gagn. Vitanlega hafa verkamanna félögin tekið að ókyrrast, og kauphækkanakröfur hafa komið upp hjá hafnarverka- mönnum, stáliðnaðinum, bíla- iðnaðinum og byggingaiðnað- inum. En eins og er, virðist allt ganga ótrúlega vel. En í þessum auði og allsnægt um, er um þrennt að velja fyrir þjóðarhag Bandaríkj- anna. Hægt er að auka enrí áætlanir forsetans um hags- bætur þegnunum til handa. Einnig mætti endurgreiða hin um einstöku ríkjum úr sam- eiginlegum sjóði alríkisins. Þetta er svokölluð „Heller-á- ætlun“ og virðist hafa verið vísað á bug af forsetanum. Loks mætti auka enn skatta- lækkunina, sem nú nemur 7000 milljónuro dala. En sannleikurinn er sá, að ófriðurinn í Vietnam mun sennilega gleypa allan tekju- afganginn. fhaldsmenn í báð- um flokkum hafa gripið tæki færið og heimtað stöðvun á hinum víðtæku greiðslum nu- verandi stjórnar til iýðhjálp- ar. Þetta eru sömu mennirn- ir, sem neyddu Kennedy for- seta til að bíða í 14 mánuði áður en hann gat komið skattalækkuninni í gegn. En nú eru þeir valdalausir. Raun verulega virðist nú helzt se.u Bandaríkin geti — fjárhags- lega að minnsta kosti — ráð- ið við Vietnam-ófriðinn með litla fingri vinstri handar. Loftleiðir óska uppsagnar loft- við Samtal við Alfreð Elíasson í sænska blaðinu „Göteborgs-Tidningen“ SÆNSKA blaðið „Göteborgs Tidningen“ skýrði svo írá fyrir nokkrum dögum, að stjórn íslenzka flugfélagsins Loftleiða teldi, að ekki væru lengur fyrir hendi þau skil- yrði, sem loftferðasamning- urinn milli íslands og Norð- urlanda byggðist á og yrði þess því farið á leit við ís- lenzku ríkisstjórnina, að hún segði upp samningnum hið allra fyrsta. Kemur þetta fram í viðtali blaðsins við Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóra Loftleiða, þar sem hann segir m. a., að lend- ingarskilyrði þau, sem Loftleið- um séu nú búin á Norðurlönd- um, séu ekki lengur viðunandi. Hins vegar sé það ekki hlutverk Loftleiða að semja um bætt skil- yrði við flugumferðaryfirvöld INorðurlanda, heldur íslenzku ríkisstjórnarinnar. í við talinu segir Alfred Elías- son einkum þrennt hafa breytt viðhorfinu til samningsins: 1) Flugfélagið „Pan American Airways“ hefur undanfarið til- kynnt, að það muni hefja þotu- flug milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar. A þetta er litið mjög alvarlegum augum hjá Loftleiðum, sem telja þá sann- girniskröfu, að félagið fái að nota beztu flugvélar sínar, Rolls Royce-skrúfuþoturnar, á þessari flugleið, ef PAA fái heimild til þotuflugs áleiðinni. 2) Loftleiðir hafa nú í bygg- ingu stórt gistihús við Reykja- víkurflugvöll. Er gistihús þetta, •— sem á að verða hið fullkomn- asta að öllu leyti, og fyllilega sambærilegt við nýtízku gistihús erlendis, — ætlað sem áningar- staður ferðamanna á leiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. Er það von Loftleiða að þessi bætta gistingaraðstaða verði til þess að freista ferðamanna að dveljast í Reykjavik lengur en ella, eða a.m.k. nokkra daga áður en iþeir haldi áfram för- inni. 3) Flugfélag íslands er sagt hafa í hyggju, að festa kaup á þotu til þess að nota á flugleið- Mörg mikilvæg mdl TUTTUGASTA og þriðja þing Iðnnemasamband íslands verður sett í dag kl. 1 eftir hádegi í húsi Slysavarroafélagsins á Granda- garði. Fyrir þessu þingi liggja mörg og mikilvæg mái, sem snerta hagsmuni iðnnema á land- inu öllu og því kom tíðindamað- ur Morgunbl. að máli við Kristján Kristjánsson, varafor- mann INSÍ og inmti hann frétta af þeim málum, sem fyrir þing- inu liggja. Kristján skýrði frá því m.a., að þingið myndu sitja 56 fulltrú- ar iðnnema víðsvegar af landinu, en auk þess hefur Alþýðusam- bandi íslands Og Æskulýðssam- bandi íslands verið boðið að senda áheyrnarfulltrúa á þingið. Heiztu mál þingsins munu verða skipulagsmál sambandsins, samningsréttur iðnnema og iðn- fræðslan í landinu. Varðandi skipulagsmálin, þá þykja störf sambandsins nú of bundin við minni háttar verkefni og því í ráði að iðnnemafélögin í Reykja- vík taki að miklu leyti við þeim svo og útgáfu Iðnnemans, en sambandsstjórnin geti þá aftur snúið sér að öðrum mikilvægari verkefnum svo sem t. d. að reyna að fá því framgengt, að fulltrúar iðnnema fái sæti í skólanefndum iðnskólanna. Er þetta orðið mik- ið kappsmál iðnnema nú, því að þeir telja, að menn sem starfað hafa á hinum almenna vinnu- markaði í nokkur ár, hafi öðlazt inni milli íslands og hinna Norðurlandanna. Telur Alfreð Elíasson þannig fyrirsjáanlegar, miklu fyrr en vænzt hafði verið, svo mikilvæg- ar breytingar á fluginu um ís- land, að Loftleiðir neyðist til þess að óska nýrra samninga fyrr en ella. Núgildandi samkomulag var liggja fyrir þinginu Kristján Kristjánsson, varafonnaður INSÍ. skilning og þekkingu á þvi, í hverju kunnáttu þeirra er ábóta- vant og myndu þvi hafa margt til málanna að leggja í skóla- nefndum iðnskólanna. Telja iðn- nemar, að nauðsyn beri til að auka og bæta kennsluna í iðn- skólunum með margvíslegum hætti. Þá er vaknaður mikill áhugi á meðal iðnnema á því, að full- trúi þeirra fái sæti í iðnfræðslu- ráði og mun það mál einnig verða rætt á þinginu nú. Astæða þessa er ekki sízt sú, að til þessa hefur mánaðafjöldi verið lagður til grundvallar námssamningum, en iðnnemar vilja fá því fram- gengt, að í námssamningum undirritað fyrir rúmu ári, án sérstakra tímatakmarka, en að baki því lá sú hugmynd, að því er segir í viðtalinu, að það gilti a.m.k. til tveggja ára. Alfreð Elíasson segir við Göteborgs Tideningen, að Loft- leiðir muni í engu breyta sínum fyrri fyrirætlunum. Félagið muni halda áfram byggingu gistihúss- ins, sem áætlað sé, að muni kosta um hundrað milljónir ís- lenzkra króna, — og félagið muni kaupa alls fjórar Rolls Royce-skrúfuþotur, svo sem á- kveðið hafi verið. Ennfremur muni haldið fast við þá ákvörð- un að lengja véiarnar svo, að þær geti tekið 190 farþega. Þá segir Alíreð, að flugum- verði gert ráð fyrir ákveðnum fjölda klukkustunda. Þá myndi eftirvinna iðnnema koma inn á námssamningstímann og honum lyki þá að sama skapi fyrr. Þá sagði Kristján, að samnings réttur iðnnema væri orðið mikið baráttumál t. d. að INSÍ taki að sér að semja um kaup og kjör iðnnema og yrði þá iðnnemum skipt niður í flokka eftir starfs- greinum, þannig að sameigin- lega yrði samið fyrir alla bygg- ingariðnaðarnema sér og bóka- gerðarnema sér o. s. frv. Annar möguleiki er sá, að sveinafélögin taki að sér að semja fyrir iðn- nema í hverri iðngrein fyrir sig. Þá yrði hins vegar sá ókostur fyrir hendi, að kjör iðnnema yrðu mjög mismunandi eftir því, hve ötul sveinafélögin yrðu í kjarabaráttunni. Kristján skýrði frá því, að nguðsyn væri á meira samstarfi við önnur æskulýðsfélög og þá einkum í skólum. Kæmi þar helzt til greina, að haldnir yrðu sam- eiginlegir málfundir og kynning- ar á ýmsu efni. Þá væri komin fram hugmynd um sérstakan iðnnemadag, á borð við sjó- mannadaginn, sem sérstaklega væri helgaður iðnnemum með sýningum á verksmiðjum og tækjum og þar sem haldnar yrðu skemmtanir, sem iðnnemar stæðu fyrir. Að lokum gat Kristján þess, að útgáfa „Iðnnemans" hefði gengið mjög vel á þessu ári og þar birzt margar fróðlegar og skemmtilegar greinar. ferð annarra flugfélaga hafi að undanförnu farið vaxandi á flug leiðinni milli Bandaríkjanna og Norðurlanda, sem neytt hafi Loft leiða aftur minnkað á þeirri leið. Hinsvegar hafi umferð fé- lagsins aukizt verulega á flug- leiðunum til Englands og Luxem borgar. Ástæðuna fyrir hinni minnkandi umferð á Norður- landaleiðinni segir Alfreð vera samninginn við flugmálayfirvöld Norðurlanda, sem neytt rafi Loft leiðir til þess að hækka far- gjöld sín svo, að þau yrðu að- eins 13% lægri en fargjöld ann- arra flugfélaga, sem aftur á móti þurfa ekki að millilenda á íslandi, eins og Loftleiðir. Enn- fremur hafi Loftleiðir ekki feng- ið að fjölga flugferðum sínum til Norðurlanda frá því árið 1960, á fimm ára tímabili er orðið hafi gifurleg þróun flugmála um allan heim. Loks hafi félagið ekki fengið heimild til þess að nota hinar nýju flugvélar sínar á flugleiðinni. Alfreð Elíasson segir að lokum, að kröfur Loftleiða muni fyrst og fremst verða þær að fá að lækka svo fargjöldin á flugleið- inni til Norðurlanda, að þau verði sambærileg við fargjöld félagsins til Luxemburg, þ.e.a.s. þannig, að þau verði 30% ódýr- ari en fargjöld annarra flugfh- laga. Ennfremur muni félagið gera kröfur um að fá að lenda nýju vélunum í Kaupmanna- höfn, Gautaborg og Osló. Happdrætti Háskóla Islands FÖSTUDAGINN 10. september var dregið í 9. flokki Happ- drættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2.300 vinningar að fjárhæð 4.120.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200.000 kr., -kom á númer 12335, hálfmiða, selda í umboði Arndísar Þor- valdsdóttur og í umboðinu á Siglufirði. 100.000 króna vinningurinn kom á miða númer 14796 er seld- ir voru í umboðunum: Akureyri, Borgarnesi, Patreksfirði og Þórs- höfn. 10.000 krónur komu á eftirtalin númer: 11565 11617 12334 12336 13766 16087 16151 17560 17723 19274 20436 21537 22073 22151 23789 24065 35128 36120 36335 42793 44623 44650 48931 51837 52558 52931 55142 57085 (Birt án ábyrgðar) Þing Iðnnemasambands jr Islands hefst i dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.