Morgunblaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 3
3 ' Þriðjuétegltr 28. sept. 1965 MORG U N BLÁÐIÐ Nýstdrleg kenning Einn af ritstjórum Þjóðviljans, voniMðill um foringjasæti Einars , Olgeirssonar meðal kommúnista^ hér á landi, setti fram þá nýn stárlegu kenningu fyrir nokkr- um vikiun, að voldugasti banda- maður hungurs í heiminum væru Bandaríkin, sem gerðu sér sér- staklega far um að stuðla að eymd og volæði í hinum vanr, þróaðri ríkjum veraldar. í þess- ari nýstárlegu kenningu komm- únistans birtist þröngsýni og ofstæki, sem fáir menn eru jafn þrungnir af og þessi Þjóðvilja- ritstjóri. Ekki skal tíuniduð víð— tæk aðstoð Randarik jamanna og annarra vestrænna þjóða til vanþróaðra þjóða heims. Um það getur hver og einn dæmt sjálf- ur, hvort hún sé lymskulegt bragð Bandarikjamanna til þess að viðhalda hungri í heiminum eða hvort hér sé um að ræða það mariinúðarstarf, sem venjulegir menn hafa hingað til talið það vera. En krónprinsinn hans Ein ars Olgeirssonar hefur nú endur tekið kenningu sina og tengir hana saman við aðra mun ein- kennilegrL Stríðshætta eða „félagsleg" hætta? Kínafarinn á ritstjórnarskrif- stofum kommúnistamálgagnsins hefur nú sett fram þá einkenni- legu kenningu, að hættan sen* heimsfriðnum stafar af komm- únistum í Kína sé ekki fyrst og fremst hernaðarleg heldur „fé- lagsleg“ hætta. Hann segir: .fyr ir hálfum öðrum áratug var Kína eitthvert ömurlegasta eymd arbæli í víðri veröld“, og síðar: „Það er eitt af undrum mann- kynssögunnar hvernig þessi þjóð hefur af eigin rammleik hafizt í hóp stórvelda á örstuttum tíma“. Þær þjóðir, sem við fátækt og eymd búa, eiga aðallega um tvær leiðir að velja til þess að hefja sig upp úr þeirri ánauð, sem eymdin leggur þeim á herð- ar. Kommúnistar hafa valið aðra leiðina, Indverjar t.d. og margir fleiri hafa valið hina. Og hverjat eru þá þessar leiðir? Helgar tilgangurmri meðalið? Kínverskir kommúnistar hafa miskunnarlaust kúgað og drepið fólk sitt til þess að ná ákveðn- um efnahagslegum og atvinnuleg um markmiðum. Þjóðin hefur þjáðst, en í staðinn hafa drottn- arar hennar getað sýnt nokkurn árangur. Þó ekki meiri en svo, að ekki eru liðin mörg ár siðan Kínverjar urðu að festa kaup á gífurlegum hveitibirgðum í Kana da og annars staðar, til þess að forða hungursneyð í landi sínu. Indland hefur valið aðra leið, mannúðlegri, en kannski svolítið flóknari. Indverjar hafa ekkl drepið og kúgað fólk sitt í efna- hagslegum og atvinnulegum til- gangi, þeir hafa reynt að byggja upp lýðræði í landinu, um leið og þeir hafa hafið umfangsmikið starf til þess að mennta og upp- lýsa hið gífurlega mannhaf, sem Indlandsskaga byggir. Þar hafa einnig orðið miklar framfarir. Menn geta sjálfir dæmt um það, hvor leiðin er mannúðlegri, og hvor leiðin er líklegri til árang- urs þegar aUt kemur til alls. Hin „félagslega" hætta frá kínversk- um kommúnistum er engin. Það er mikill misskilnimgur hjá krón prinsinum hans Einars, ef hana heldur svo. Hættan stafar ein- göngu frá tiltölulega fáum ófyrir leitnum stríðsæsingamönnum, sem eru reiðubúnir til þess að fórna miklum hluta af f jölmennri þjóð sinni til þess að ná mark- miðum sínnm. Frá móttökunni í nátiðasal Men ntaskólans. Talið frá vinstri: Frú Halldóra Olafsdóttir; Guðmundur Amlaugsson, rektor Mennta skólans við Hamrahlíð; frú Þóra Ámadóttir; Kristinn Ármannsson, fyrrverandi rektor; frú Rósa Guðmundsdóttir og Einar Magn ússon, rektor Menntaskólans í Reykjavík. (Ljósm.: Sv. Þ.) Frú Guðrún Helgadóttir, skrifstofustjóri; Sverrir Hólmarsson, kennari; Magnús Finnbogason, yfirkennari; Gunnar Norlanid, yfirkennari og dr. Jón Gíslason, skólastjóri Verzlunarskóla íslands. Að baki þeirra standa Finnbogi Guðmundsson og Þorsteinn Thorarensen, fréttastjórL skóla ísJands. Kristinn Ármannsson þakk- aði að lokum hlý orð í sinn garð og konu sinnar og þá velvild, er kennarar Mennta- skólans hefðu sýnt þeim. Hann gat þess, að starf kenn- arans yrði æ betur metið vegna aukins skilnings al- mennings og yfirvalda á gildi fræðslunnar og þeim sannind- um ,að mennt er máttur. Þá ræddi Kristinn um gildi Menntaskólans í Reykjavík fyrir menntun og menningu fslendinga á þeim 119 árum, sem skólinn hefur starfað. Óskaði hann hinum nýju rekt- orum alls hins bezta í starfi og bað viðstadda að lokum að hylla Menntaskólann í Reykja vík, rektor, kennara og nem- endux hans með húrrahrópL S.L. LAUGARDAGSKVÖLD hélt kennarafélag Menntaskól ans í Reykjavík samsæti í Tjarnarbúð til heiðurs Kristni Ármannssyni, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík og konu hans, frú Þóru Ámadóttur. Kristinn Ármannsson lét af rektorsem ^bætti í haust fyrir aldurssak- ir eftir 42 ára starf og í dag er hann sjötugur. Áður en samsætið í Tjarn- arbúð hófst, var móttaka í há- tíðasal Menntaskólans í Reykjavík og hófst hiún kl. 6 síðdegis. Þar voru saman- komnir auk heiðursgestanna og fjölskyldu þeirra nýskipað ir rektorar við menntaskólana í Reykjavík, þeir Einar Magn- ússon og Guðmundur Arn- laugsson ásamt frúm sínum, fræðslumálastjóri, skólastjór- ar Kennaraskóla fslandB og Verzlunarskója íslands, kenn- arar og starfslið Menntaskól- ans í Reykjavík og aðrir gest- ir — alls 100 manns. Hófinu í Tjarnarbúð stýrði Gunnar Nordal yfirkennari, form. kenriarafélags Mennta- skólans og flutti hann ræðu fyrir hönd kennara, þar sem hann þakkaði Kristni vel unn- in störf í þágu skólans og færði honum skilnaðargjöf frá kennurunum. Einnig þakk aði hann persónulega sam- starf við Kristin, sem verið hefur kennari, samkennari og yfirmaður Gunnars við skól- ann. Þá mælti Einar Magnús- son, nýskipaður rektor, fyrir minni frú Þóru Árnadóttur. Helgi Elíasson, fræðslumála- stjóri, minntist samstanfs síns við Kristin í nefnd skipaðri 1943, sem lagði grundvöllinn að núverandi fræðslukerfi. Magnús Finnhogason, yfir- kennari, tók einnig til máls og þakkaði Kristni löng kynni og gott samstarf. Kristinn var einn af kennurum Magnúsar í Menntaskólanum, en Magnús lauk stúdentsprófi árið 1926. Skólastjóri Verzlunarskólans, dr. Jón Gíslason, þakkaði Kristni samstarf í mennta- skólanefndinni og mælti til hans á grísku og latínu og að lokum tók Guðni Jónsson,. prófessor, til máls og minntist grískunáms hjá Kristni í Há- Friðrik J. Eyfjörð; frú Margrét Þorgrímsdóttir; frú Ragn héiður Torfadóttir, kennari; Þóroddur Oddsson, yfirkennari; Friðfinnur Ólafsson, forstjóri; Rúnar Bjarnason, efnaverk- fræðingur og frú Halldóra Sigurbjörnsdóttir. Rektor kvnddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.