Morgunblaðið - 28.09.1965, Síða 6

Morgunblaðið - 28.09.1965, Síða 6
6 MORGUNBLABIÐ Þriðjudagur 28. sept. 1965 Styrkfsi kSrkfu og félagsheSmiii Stykkishólmi, 24. sept. f FYRRA tók til starfa í Stykk- ishólmi útibú frá Búnaðarbanka íslands. Með tilkomu þess var Sparisjóður Stykkishólms, sem stofnaður var árið 1892, lagður niður og tók útibúið við starf- rækslu sparisjóðsins. Þegar spari sjóðurinn hætti störfum átti hann sem varasjóð um 2 milljón- ir króna. Fyrir nokkru kom stjórn og ábyrgðarmenn hans saman til að ráðstafa vara sjóðn- um og var þar samþykkt að leggja 500 þúsundir til nýrrar kirkju í Stykkishólmi en afgangn um skyldi svo varið til bygging- ar félagsheimilis sem ef því yrði við komið, yrði byggt þannig að það væri bæði félagsheimili og gististaður, því seinustu ár hefir verið mjög erfitt um gistingu á Stykkishólmi sérstaklega á vetr- um, þegar sumarhótelið hefir verið rekið sem heimavist fyrir skólann eins og tilgangur þesa húss segir fyrir um. Hér hefir að vísu verið rekin matsala með miklum myndarbrag af Karólínu Jóhannsdóttur, sem héfir haldið uppi heiðri bæjarins í þeim efn- um, en húsrými þar er mjög takmarkað. Er þess vænst að þessi stór- gjöf stjórnar og ábyrgðarmanna Sparisjóðsins verði til þess að skriður komist á þessi mál nú á næstunni. Frá doktorsvöminni sl. laugardag. T.v. séra Björn Magnússon fundarstjóri, jþá doktorsefnið Jakob Jónsson, séra Barbour frá Edinborg í ræðustól og loks prófessor Henri Clavier frá Strassborg. Sr. Jakob Jónsson varði doktors- ritgerð sína á laugard. A EAUGARDAG s.l. varði séra Jakob Jónisson doktorsritgerð sína, „Humour and Irony in the New Testament, Illuminated by Parallels in Talmud and Midras.“ Andmælendur voru próf. dr. theol. Henri Clavier, en hann er prófessor í Nýja testamennta- fræðum við háskólanm í Strass- borg, og Rev. R. S. Barbour há- skólakennari í Nýja testamennta fræðum við háskólann í Edin- borg. Fyrst setti séra Bjöm Magnús- son forseti guðfræðideildarinnar samkomuna, en siðan tók doktors efnið til máls og gerði grein fyrir ritgerðinni í fáum orðum, svo og hvenær og hvernig hún varð tiL Hann kvað það oft hafa orðið sér íhugunarefni, hvort ýmis at- riði í guðspjöllunum yrðu ekki betur skiljanleg, ef viðurkenn- ing fengist á því að að baki þeim lægi kímni. Hann hefði síðan tek ið til að rannsaka þessi atriði og hefði hann aðallega byggt rann- sóknir sínar á helgiritum Talmud og Midaras. Kvað hann rit sitt vera árangur þessara rannsókna. Þá tók til máls prófessor Henri Clavier, sem var annar andmæl- andanna. Hann fór mjög fögrum orðum um rit Jakobs og sagði það geta orðið að miklu gagni við rannsóknir á lífi og starfi Krists. Hann gerði þó nokkrar athugasemdir við ritgerðina, sem doktorsefnið svaraði á eftir. Síðari andmælandinn var eins og áður segir R.S. Barbour. Hann Vashingon, 25. sept. NTB. • Bandaríska geimvisinda- stofnunin NASA tilkynnti í gærkveldi, að næsta geimferð samkvæmt Gemini-áætluninm yrði ekki farin fyrr en 25. okt. Geimfarar í þeirri ferð verða þeir Walter Schirra og Thom- as Stafford. Eiga þeir m. a. að reyna að koma á „stefnu- móti“ geimhylkisins, sem þeir verða í ©g Atlas-Agena eld- flaugarinnar, sem flytur það á braut. hafði við ýmislegt að athuga og lagði fimm spurningar fyrir dokt orsefnið, sem hann bað um svör við. Hann nefndi nokkur atriði í ritgerðinni, þar sem hann taldi að Jakob tæki fulldjúpt í árinni að kalla kímni, því að þar væri miklu fremur um speki að ræða. Hann lofaði þó ritgerðina og sagði hana vera merkt framlag til Nýja testamentisfræða. Að loknu máli séra Barbours, svaraði Jakob þeim spurningum er fram höfðu komið. Síðan hurfu andmælendurnir úr saln- um til þess að ræða þau atriði er komið höfðu fram við doktors vörnina. Að samanburði and- mælenda loknum komu þeir aft- ux í salinn og tilkynnti séra Bjöm Magnússon þá að séra Jakob hefði verið viðurkenndur doktor f guðfræði við Háskóla íslands. Að lokum flutti svo Jakob nokkur þakkarorð. Dr. Jakob Jónsson er fæddur 20. janúar 1904 á Hofi í Álfta- firði, sonur hjónanna Jóns Finns sonar prests á Hofi og Sigríðar Hansdóttur Beck. Hann varð stúdent frá Reykjavik 1924 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1928. Hann var sett- ur sóknarprestur í Nespresta- kalli í Norðfirði 1929. Hann var prestur víðsvegar í Canada á ár- unum 1934 til 1940, en var veitt Hallgrímsprestakall í Reykjavík 1941. Dr. Jakob hefur gegnt marg- víslegum trúnaðarstörfum, í stjórn Prestafélags fslands frá 1941 og formaður þess frá 1954. Hann hefur fengizt mikið við rit- störf og m.a. samið sex leikrit. Eitt þeirra Tyrkja-Gudda var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir fáein- um árum. Dr. Jakob er kvæntur Þóru Ein arsdóttur og eiga þau fimm börn. BRIDGE EINS og skýrt var frá í sunnu- dagsblaðinu sigraði ítalska sveit- in í opna flokknum í Evrópumót- inu í bridge, sem fram fór í Ostende í Belgíu. Sigurinn kom nokkuð á óvart bæði sökum þess að sveitina skipa nær eingöngu nýir spilarar svo og vegna þess að sveitinni gekk fremur illa í byrj un keppninnar. f síðustu um ferðunum tókst ítölsku spilurun- um vel upp og sigruðu m.a. ensku sveitina með miklum yfir- burðum. í 18. umferð urðu úrslit þessi: Líbanon — Spánn 68:40, 6-0 Portúgal — Noregur 93:65, 6-0 Sviss — Þýzkaland 82:44, 6-0 írland — Austurríki 113:21, 6-0 Pólland — Svíþjóð 114:30, 6-0 Frakkland — Finnl. 95:37, 6-0 ítalía — England 64:23, 6-0 Belgía — Danmörk 66:56, 5-1 ísrael og Holland sátu yfir. 19. umferð: ítalía — Danmörk 88:73, 5-1 Holland — ísrael 66:51, 5-1 Frakkl. — England 110:49, 6-0 Spánn — Portúgal 93:37, 6-0 Noregur — Þýzkaland 86:61, 6-0 Sviss — Austurríki 102:50, 6-0 frland — Sviþjóð 76:46, 6-8 Pólland — Finnland 88:62, 6-0 Belgía og Líbanon sátu yfir. Lokastaðan varð þessi: 1. ítalia 92 — 2. Holland 88 — 3. Frakkland 86 — 4. England 79 — 5. Danmörk 74 — 6. Finnland 72 — 7. Noregur 72 — 8. Sviss 71 — 9. Svílþ j óð 67 — 10. írland 63 — 11. Pólland 62 — 12. Líbanon 60 — 13. Belgía 51 — 14. Portúgal 50 — 15. Þýzkaland 45 — 16. ísrael 42 — 17. Austurríki 35 — 18. Spánn 29 — •aiN ’)das ’sj ‘uoþhiiqse^ — NTB. • Átta ráðherrar,, a.m.k. ú núverandi stjóm Tanzaniu töpuðu þingsætum sínum í ný afstöðnum kosningum í land- inu — og þar með væntan- lega ráðherrastólunum. Meðal þeirra sem töpuðu var Paul Bomani, fjármálaráðherra. Sýnilegt er að Julius Nyerera muni vinna mikinn sigur við forsetakosningarnar, enda einl opinberi frambjóðandinn. • Draumvísa Þor- steins á Kjörseyri í viðtali við frú Herdási Ásgeirsdóttur, sem birtist í Mbl- 31. ágúst síðastliðinn, segir frúin á einum sta’ð um afa sinn, Þorstein Þorleifsson í Kjörvogi á Ströndum: „Draumspeki afa var svo mikil, að fyrstu nóttina eftir að hann fluttist að Kjörvogi, kom til hans draummaður og fór með vísu, sem hljóðaði á þá leið, að hann yröi þar í 24 ár. Hana kann óg því miður ekki“. Nú hefur Velvakanda borizt þetta bróf: „í afmælisviðtali, sem birtist í Morgunblaðinu, við frú Her- dísi Ásgeirsdóttur, 31. ágúst sl. er þess getið, að afa hennar hafi dreymt visu fyrstu nóttina, eftir að hann fluttist að Kjör- vogi. Vísan er þannig: Nú skal kasta tvennum tólf, tími þótt sé naumur. Höglin falla fyrr á gólf en fymist þessi draumur. — Gömul Strandakona" • Zebrabraut handa skólabörnum yfir Sundlaugaveg Heimilisfaðir, sem á sjö ára son í Laugalækjarskóla, hefur komið að máli við Velvak- anda. Segir hann, að vegna þess að enginn leikfimisalur sé í Laugalækjarskóla, ver'ói börn in að sækja tíma í leikfimi til hins nýja íþróttaleikvangs í Laugardal- Til þess að komast þangað, verði börnin að fara yfir Sundlaugaveginn, en síðan ganga þau eftir Reykjavegi að íþróttahúsinu. Nú sé umferð svo mikil og hröð eftir Sund- laugavegi, að foreldrar séu hræddir við áð vita af börnrnn sínum á leið yfir hann. Margir foreldrar þori ekki annað en að fylgja börnum sínum yfir Sundlaugavag á leið í leikfimi- tíma, en ekki sé gott að koma því við á heimleiðinni. Nú eru það tilmæli þessa heimilistföður til lunferðaryfirvalda hér í borg, að merkt verði göngu- biaut yfir Sundlaugaveg í nám- unda við mót hans og Reykja- vegar. • Strætisvagnar og Grandagaröur Fyrir skömmu kóm skipstjóri einn að máli við Velvakanda. Hann var að koma vestan úr Effersey (Örfirisey), þar sem skip hans lá, rennandi blautur eftir þessa göngufer'ð í rigning unni. Hann benti á, að flestum bátunum okkar er að jafnaði la-gt við Grandagarð. Þar væru líka verksmiðjur og verbúðir, sem fjöldi manns ynni við all an ársins hring, enda er Reykja vík langstærsta verstöð á land- inu. Skipstjórinn var mjög óó- nægður með það, að engir stræt isvagnar skuli ganga út í eyna, þótt mikill mannfjöldi vinni þar eða eigi þangað önnur er- indi á hverjum degi- Næstu við komustaðir strætisvagna væru hjá „West End“ á Vesturgötu (Seltjarnarnesvagninn og hrað ferðin) eða uppi á Öldugötu (Sólvellir), og þess vegna væri ekki að undra, þótt hann og fleiri væru holdvotir etftir að ganga alla þessa leið í ausandi rigningu. Skipstjóri vildi endi lega, að SVR tækju upp áætl- unarferðir út í eyna, og er þeirri beiðni hér með komið áleiðis til réttra aðilja. 6 v 12 v 24 ▼ B O SC H flautur, 1 og 2ja tóna. BRÆÐURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. Sími ■ 11467.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.