Morgunblaðið - 28.09.1965, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.09.1965, Qupperneq 16
16 MORCU NBLADIÐ Þriðjudagur 28. sept. 1965 Ötgefandi: Framkvæmdastjó.ri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: P- ''- ''ftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johennessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands 5.00 eintakið. HA GSMUNA GÆZLA 17yrir nokkru var frá því skýrt hér í blaðinu, að mikið verðfall hefði orðið á laxi. erlendis, og væri orsökin sú, að laxveiðar í sjó við Grænland hafa margfaldazt á nokkrum árum, en á sl. ári voru veiddir þar 600 þúsund laxár, eða um 1450 tonn. Þessi lax, sem veiddur er við Grænland í stórum stíl, er yfirleitt uppvaxtarfiskur, — sem hefur ekki gengið í ár, en dvelst á átusvæðum í sjón- um við Grænland. Engar sannanir eru fyrir því, að þarna sé um að ræða lax, sem gengur í íslenzkar ár, en yfir- gnæfandi líkur eru fyrir því að svo sé, þar sem merktur lax hefur veiðzt frá flestum nágrannalöndum okkar við Norður-Atlantshafið, en ó- greinilegar merkingar hér á landi geta valdið því, að lax sem merktur hefur verið hér, hefur ekki fundizt í sjónum við Grænland. Þessum miklu laxveiðum Dana í sjó við Grænland, hefur verið mót- mælt harðlega af ýmsum þeim þjóðum, sem hér eiga hlut að máli. Og réttilega hef ur verið á það bent, að hér sé um uppvaxtarfisk að ræða, sem á effir að ganga í ár, og gengur raunar í ár í öðrum löndum en Danmörku, þótt svo vilji til, að hann dveljist á átusvæðum við Grænland á uppvaxtarárum sínum. Hér er um mikið hagsmuna mál að ræða fyrir okkur ís- lendinga, þar sem sterkar lík- ur eru fyrir því, að sá lax, sem gengur í okkar ár, dvelj- ist við Grænland á uppvaxt- arárum sínum, og svo gífur- legar veiðar, sem hér er um að ræða, hljóta óhjákvæmi- lega að segja til sín á næstu árum. Þess vegna er nauð- " synlegt, að við gerum þær ráðstafanir, sem þörf er á til þess að vernda mikilvæga hagsmuni okkar, og getur þá varla skipt meginmáli, þótt laxinn sé veiddur fjarri okk- ar ströndum. Barátta þjóðanna á við- skiptasviðinu er mjög hörð, og þar beitir hver þjóð öllum ráðum til þess að standa vörð um sína hagsmuni. Það eru engir aðrir, sem gera það fyr- ir okkur en við sjálfir. Og hvort sem um er að ræða . umfangsmiklar veiðar Dana eða Grænlendinga á laxi við Grænland, sem enn hefur ekki gengið í okkar ár, eða flotaborgir rússneskra fiskiskipa, sem veiða síld und an íslandsströndum og selja á okkar mörkuðum, er alveg ljóst, að jafnvel þótt við get- um í sjálfu sér ekkert við því sagt, þótt aðrar þjóðir neyti allra bragða til þess að tryggja sína hagsmuni, hljót- um við einnig að mæta sam- keppni annarra af fullri hörku og dugnaði og láta ekki okk- ar hlut. Smávægilegar veiðar á laxi í sjó við Grænland, eða síld- veiðar tiltölulega fárra rúss- neskra skipa skipta ekki meg- inmáli, en þegar um er að ræða svo gífurlega miklar laxveiðar í sjó við Grænland, sem raun ber vitni og heilar flotaborgir fiskibáta á síldar- miðum undan íslandsströnd- um hljótum við að vernda hagsmuni okkar svo sem frek ast er kostur. ALVARLEGT ÁSTAND Alvarlegt ástand ríkir nú í skólamálum Kópavogs, þriðja stærsta kaupstað lands ins. Er skortur á skólahús- næði svo mikill, að ekki hef- ur reynzt fært að fullnægja skólaskyldu í þessu bæjarfé- lagi. Ástandið í þessum efn- um í Kópavogi er komið á það stig, að fresta varð kennslu í 10 ára deildum í Kársnesskóla frá 20. septem- ber fram til 1. október, þar sem allar kennslustofur skól- ans eru þrísetnar og hvergi húsnæði til þess að kenna tíu ára börnum, sem búsett eru í vesturbæ Kópavogs. Þá er íþróttakennsla í bænum alger lega í molum, og fá 7, 8 og 9 ára börn enga kennslu í þeirri grein. í Kópavogi er engin aðstaða til að fullnægja skyldukennslu í sundi, og verða börn í Kópavogi að sækja til Hafnarfjarðar til þess að læra að synda, og eru það einungis 10, 11 og 12 ára börn, sem hafa tækifæri til þess. Talið er, að þetta fyrir- komulag geti ekki staðið nema til næsta ársf þar sem Hafnarfjörður hafi þá full not fyrir sína súndhöll. , Af þessu má sjá, að ástand- ið í þessum málum í þriðja stærsta kaupstað landsins er miklum mun verra en menn almennt hafa gert sér grein fyrir og brýn þörf á ,að átak verði gert til þess að koma þessum málum í betra lag. Greinilegt er, að samstjórn Framsóknarmanna og komm- únista í þessu bæjarfélagi hefur ekki megnað að ráða við þau verkefni, sem þar liggja fyrir, og er fram- kvæmdaleysi á öllum sviðum bæjarmála glöggur vottur þess. En lágmarkskrafa er þó, sem gera verður til hvers bæjarfélags á landinu, að hægt sé að fullnægja „Father Divine“ (heilagi fadir), stofnandi og leiðtogi sérstrúarflokksins „Kon- ungsríki frið'arins“ sem á þúsundir áhangenda víða um heim, en þó flesta í Banda- ríkjunum, lézt fyrir skömmu á búgarði sínum, VVoodmont nálægt Philadelpliiu í Banda ríkjunum. Joseph A. Wagn- er, Iæknbinn, sem var við banabeð hans sagði, að dán- arorsökin hefði verið lungna- bjúgur, en „Father Divine“ hefur þjáðst af æðakölkun undanfarin ár. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær „Father Divine“ er fæddur, en talið er, að hann hafi verið um það bil 100 ára, þegar hann lézt. Bendir lögfræðingur hans á, að fyrsta giftingarvottorð hans sýni, að hann hafi gengið í hjónaband 6. júní 1882. Þeir, sem vantrúaðir eru á „Father Divine“ látinn guðdómleik hins látna segja, að hans rétta nafn sé George Baker og hann sé sonur verkamanns á hrísgrjóna- plantekru í Georgiu, en lög- fræðingur hans segir, að það séu óvinir hans, sem hafi gefið honum nafnið George Baker. „Father Divine" hefur ekki komið fram opinberlega frá því í apríl 1963, en þá hélt trúflokkur hans hátíðlegt 17 ára hjúskaparafmæli hans og annarrar konu hans „Mother Divine“ (heilagrar móður). Þau gengu í hjónaband 1946. „Mother Divine“ sem einnig nefnist „hin flekklausa mey- brúður“ er frá Kanada, hvít á hörund, og hét Edna Rose Ritchings áður en hún gift- ist 21 árs gömul. „Father Divine“ heldur því fram, að hann hafi flutt sál fyrri konu sinnar, sem var þel- dökk og lézt 1940, í Ednu. í augum þúsunda áhang- enda sinna var „Father Div- ine“ guð, sem hafði komið til jarðarinnar til að koma á friði, einlífi, heiðarleika og kynþáttajafnrétti. Hann gerði engan greinarmun á kynþáttunum og um 25% af áhangendum hans voru hvít- ir. Þó „Father Divine“ préd- ikaði einlífi og algjört bind- indi á sviði kynlífs, fór hann alls ekki eftir því sjálfur. Hann tældi konur úr söfnuði sínum til fylgilags við sig undir því yfirskini, að með því væri hann að hjálpa þeim til að losna við óæski- legar kenndir. Einnig prédikaði „Father Divine” ‘bindindi á vín og tóbak, bannaði áhangendum sínum að hafa yfir blótsyrði og sækja kvikmyndahús. Sjálfur braut hann öll boð- orð sín, en það hafði engin áhrif á áhangendurna. Þeir fylgdu honum í blindni eft- ir sem áður. Trú þeirra á yf- irnáttúrlega hæfileika hans jókst til muna 1931, er hann vai handtekinn í íbúð sinni á Sayville á Long Island og dæmdur til fangelsisvistar íyrir ósæmilega hegðun. Dómarinn, sem kvað upp úr- skurðinn, lézt úr hjartaslagi fjórum dögum síðar, 50 ára gamall og þa sagði „Father Divine“: „Það var óskemmti- legt að þurfa að gera þetta.“ „Father Divine“ var lág- vaxinn, sköllóttur með ístru. Hann lét bílstjóra aka sér um í Rolls-Royce bifreið, og klæddist silkifötum, sem kostuðu ekki minna en sem svarar 20 þús. ísl. krónur. Rödd hans var mjúk og seið andi, en hann talaði óskýrt og oft vorú orð hans vart skiljanleg. Sem fyrr segir, þjáðist „Father Divine" af æðakölk- un síðustu árin, sem hann lifði. Hann hélt kyrru fyrir á heimili sínu og lét ekkert til sín heyra. Einn aðstoðar- manna hans var spurður hVerju þetta sætti og hann svaraði: „Fað:r hefur sagt allt, sem segja þarf um alla hluti.“ skólaskyldu, sem lög segja til um. Það er ekki hægt nú, og ábyrgðin á því hvílir á herð- um Framsóknarmanná og kommúnista, sém stjórna Kópavogi í sameiningu. KONUNGAR OG LÝÐRÆÐi Ct j órnarkreppur lonrli ar nn 1 nnx í Grikk- landi er nú lokið að sinni a.m.k. og hafði þá staðið í 72 daga. Þriðja forsætisráðherra efni Konstantíns konungs tókst að afla sér nægilegs fylgis innan þjóðþingsins til þess að fá samþykkta trausts- yfirlýsingu fyrir sig og stjórn sína. Engu skal um það spáð, hversu traust sú ríkisstjórn, sem nú hefur verið mynduð í Grikklandi, verður í sessi. Það mun tíminn leiða í ljós. En hitt er ljóst, að heimur,- inn hefur í meira en tvo mánuði orðið vitni að ein- kennilegum athöfnum ríkj- andi konungs, sem eru í engu samræmi við hugmyndir manna nú á dögum um hlut- verk konungdæmis og kon- unga. Konungsveldi samræm ist illa lýðræðishugsjónum fólks og vafalaust verður þess ekki ýkja langt að bíða, að þeim löndum fækki, sera við konungdæmi búa. Vel má vera, að athafnir Konstantíns konungs hafi ekki brotið í bága við stjórn- arskrá Grikklands, sem mun veita konungi víðtækari völd en annars, staðar tíðkast n þær eru jafn óeðlilegar á s, >r ari hluta 20. aldar þrátt fy- r það, og sjálfsagt væri hygM'- legt af Grikkjum að búa s i um hnútana í framtíðinní að þeir sem konungssess skipa, hafi ekki aðstöðu til ríkra af- skipta af málefnum landsins, eða umgangast forsætisráð- herra sína eins og reifabörn. Mörgum íslendingum létti, þegar sú fregn reyndist röng, að forseti íslands hefði nú nýlegá snætt hádegisverð með Konstantín Grikkjakon- ungi. Það hefði ekki verið við hæfi eins og nú standa sakir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.