Morgunblaðið - 28.09.1965, Síða 20

Morgunblaðið - 28.09.1965, Síða 20
20 MORC U N BLAÐID i f>rWJu(Jagur S8. sept. 1985 Kermedy þessa nýju hótun sína. Við vorum allir sammála um það samt sem áður, að for- setinn skyldi ekki segja Grom- yko það sem við vissum. Gromyko, sem sat í sófa vi'ð tiliðina á ruggustól Kennedys, brást ekki aðeins í þvd að tninnast á árósarvopnin, (heldur hélt áfram þeirri blekkingu, að þau væru ekki fyrir hendi. í vissum skiln- ingi hafði Kennedy vonazt eft- ir þessu, því hann trúði því, að það myndi styrkja málstað ©kkar varðandi almennings- áiitið í heiminum. Aðalvið- ræðuefnið var Berlín og þar var Gromyko harðari og ákveðnari en nokkru sinni fyrr. Eftir kosningarnar í Bandaríkjunum, sagði hann, myndu Sovétríkin 'lóta verða af því að gera friðarsamning sinn, ef samkomulag væri ekki á næsta leiti. Því næst sneri sovézki ráð- herrann sér að Kúbu, ekki með afsökunum heldum um- kvörtunum. „Hvernig gat rík- isstjórn Sovétríkjanna setið hjá og fy1' -t aðgerðarlaus með ástandinu, þegar árás væri í undirbúningi, og þegar ógnun um styrjöld var yfirvof andi?“ Forsetinn gaf ekki nein svör við þess og þá las Gro- myko upp úr skjölum sinum: Varðandi aðstoð Sovét- ríkjanna við Kúbu hef ég fengið fyrirmæli um að gera það Ijóst, að slík að- stoð miðar eingöngu að jþví að styrkja varnir Kúbu ©g þróun hins friðsamlega hagkerfis þess .... þjálf- un sovézkra sérfræðinga á Kúbumönnum í meðferð varnarvopna er á engan hátt í árásarskyni. Ef þessu væri á annan hátt varið hefði ríkisstjóm Sov- étrikjanna aldrei leiðzt út í að veita siíka aðstoð. Kennedy var ósnortinn og hvorki samþykkti né mót- mælti því sem Gromyko sagði. En til að koma í veg fyrir að villa um fyTÍr andstæðingi sín um sendi hann eftir og las upphátt aðvaranir sínar frá því í septemhermánuði varð- andi árásareldflaugar á Kúbu. Gromyko „hlýtur að hafa velt því fyrir sér, hvers vegna ég ias þetta upp“, sagði hann síðar. „En hann svaraði þessu ekki". A fundum okkar áður þenn- an dag hafði forsetinn ósk- að eftir fundi í Hvíta húsinu kl. 9 síðdegis. bótt við hefð- um aðeins komið saman í þrjá daga (þeir virtust vera 30) var æ minni tími til stefnu. Umfangsmikiir herflutningar Bandaríkjahers höfðu fram til þessa verið útskýrðir með því, að um væri að ræða löngu ráðgerðar flotaæfingar i Karabiska hafinu. En leynd- armálið bærist fljótlega út, eagði forsetinn og eldflaug- arnar yrðu tilbúnar innan ekamms. í fundarherberginu á ann- arri hæð Hvíta hússins voru þær ieiðir, sem kæmu til álita teknar aftur til meðferðar. Hafnbannsleiðin var nú studd af meirihlutanum. Forsetinn gaf í skyn, að hann hefði einn ig hugsað um að ákveða hafn- bannsieiðina. En þetta var ekki endanleg ákvörðun og föstudagsmorgun inn 19. október virtist hún fjar lægari en nokkru sinni fyrr. Forsetinn kallaðí á mig þegar hann var að búa sig undir að leggja af stað í kosningaferða- lag um helgina til Mið-vest- urrikjanna, eins og samiþykkt hafði verið. Hann hafði skömmu áður verið á fundi með herforingjaráðinu, sem mælti með ioftárás eða innrás. Hann treysti á mig og dóms- máiaráðherrann, sagði hann, til að ná hópnum saman í flýti. Hann viidi hefjast handa fljótlega, á sunnudag ef mögu- legt væri — og Bob Kennedy átti að hafa samband við hann þegar við værum til- búnir Á fundum okkar þennan morgun voru sömu rökin endurtekin í aðaiatriðum. Það var satt, að hafnbannsleiðin var enn um margt hálf óljós og ég féllst á að skrifa fyrsta uppkastið að ræðu um hana í þeim tilgangi að draga fram einstök atriði. En þegar ég kom aftur inn á skrifstofu mína blöstu við mér á ný hin upprunalegu vandkvæði á hafnbanninu. Hvernig áttum við að setja það í samband við eldflaug arnar? Hvernig átti það að stuðla að því að fjarlægja þær? Hvað myndum við gera, ef þær yrðu tilbúnar til að vera skotið á loft? Hvað átt- um við að segja um könnun- arferðir okkar og sambandið við Krusjov. Ég sneri aftur á fund með hópnum seint þá um daginn með þessar spum- ingar í staðinn fyrir ræðu. Og eftir því sem ákveðn svör fengust við þessum spurning- um í umræðunum tók hin end- anlega stefna forsetans í mál- inu að mótast í aðalatriðum. Upphaflega átti ég einnig að gera uppkast að loftárásar- ræðu, en nú var hætt við það. Ég vann til klukkan 3 um nóttina við að gera uppkast að ræðunni. Meðal þess sem ég kynnti mér sem imdir- stöðu voru ræður Wilsons og Roosevelt, er þeir lýstu yfir þátttöku í heimsstyrjöldinni fyrri og síðari. Klukkan 9 á laugardagsmorgun var farið yfir uppkast mitt og það end- urbætt og samþykkt. Og skömmu eftir klukkan 10 var forsetinn kvaddur aftur til Washington. „Forsetinn þjáist af kvefi“, tilkynnti Pierre Salinger blaðamönmun þeim, sem störf uðu í Hvita húsinu ,og höfðu fýlgt forsetanum til Chieago. Hann var kvefaður, en það skipti ekki máli varðandi ákvörðun hans. Áður en hann steig um borð í flugvél sína hringdi hann til konu sinnar að Glen Qra og bað hana og börnin að snúa aftur til Hvíta hússins. Engin önnur ákvörð un í lífi hans myndi jafnast á við þessa og hann vildi hafa fjölskyldu sina nærri sér. (Eftir að ákvörðunin hafði verið tekin spurði hann Jaque line, hvort hún kysi ekki að yfirgefa Washington og vera nærri neðanjarðarbyrginu sem forsetafjölskyidan átti að flytjast til, ef timi ynnist til, ef árás yrði gerð. Hún neitaði því. Yrði um árás að ræða, óskaði hún fremur að koma til skrifstofu hans og eiga þátt í örlögum hans.). Fundur okkar kl. 2.30 síðdeg- is var enn haldinn upp á lofti. Við komum inn um hin ýmsu hlið á mismunandi tímum til að draga úr vaxandi grunsemdum blaðamannanna. Forsetinn bað John McCone að byrja með nýjustu ljósmyndunum og öðr- um upplýsingum. Þá voru allar hiiðar hinna tveggja megin leiða lagðar fyrir forsetann. Annaðhvort að byrja með hafn- banni og halda svo áfram eftir því sem nauðsynlegt reyndist eða byrja með öflugri loftárás, sem að öilum líkindum endaði með innrás. Eftir að öilum greinargerðum í málinu var lokið varð ankannaleg þögn stutta stund. Þetta var erfiðasta og hættu- legasta ákvörðun, sem nokkur forseti gat tekið og aðeins hann gat tekið hana. Enginn annar hafði á herðum sömu ábyrgð Og enginn hafði insýni hans. Þá tók til orða ráðgjafi, sem að jafnaði var fáorður á fundum með forsetanum: „í grundvall- aratriðum er iþetta val mjlli tak markaðra aðgerða og ótakmark aðra aðgerða. Flestir okkar telja, að betra sé að byrja með takmörkuðum aðgerðum" Forsetinn hneigði höfuð sitt til samþykkis. Hann óskaði eftir því að byrja með takmörkuð- um aðgerðum, sagði hann, og hafnbann var leiðin til þess. Talsmenn loftárásar og innrás- ar, hélt hann áfram, skyldu gera sér grein fyrir, að þær leiðir væru alls ekki útilokaðar 1 framtíðinni. í ræðuuppkastinu var haldið opnum leiðum fyrir hann óg einnig Krústjov. Þegar forsetinn hafði lokið máli sínu höfðu þeir meðlimir hópsins, sem höfðu komið til fundarins sem stuðningsmenn loftárásar eða innrásar, falizt á röksemdafærslu hans fyrir þeirri leið sem hann markaði. Það sem eftir var fundarins fór í stuttar umræður um ræðu uppkastið og hvenær hún skyldi flutt. Leyndin var að fara forgörðum. Spyrðist of snemma út um málið gæti það breytt öllum ráðagerðum okk- ar. En utanríkisráðuneytið lagði rika áherzlu á nauðsyn þess, að ambassadorar okkar gætu skýrt æðstu mönnum bandalagsins og Suður-Ameríkuríkjanna frá því sem í vændum var. Forsetinn samþykkti þetta. Hann var á- kveðinn að halda áfram án til- lits til afstöðu bandamanna, þótt hann óskaði eftir því að þeim yrði skýrt frá málinu. Ákveðið var að ræðan skyldi flutt klukkan 7 síðdegis mánu- daginn 22. október. Á mánudaginn vissi öll þjóð- in, að hættuástand var að skella á, sérstaklega eftir að þá tii- kynnti Salinger á hádegi, að forsetinn kæmi fram í útvarpi og sjónvarpi klukkan 7 um kvöldið til að flytja hina mikil- vægustu ræðu varðandi öryggi þjóðarinnar. Hópar manna söfn uðust fyrir framan Hvíta húsið. Mánudagurinn var dagur funda fyrir forsetann. Hann ræddi í síma við forsetana fyrr verandi, Hoover, Truman og Eisenhower. Hann kom á fund með ráðgjafahópnum um morg- uninn og öryggisráði ríkisins fullskipuðu klukkan 3 síðdegis. Þetta voru fundir skipulagslegs eðlis, ekkert annað. Klukkan 4 hélt hann fund með ríkisstjóm- inni, útskýrði í stuttu máli, það sem hann var að gera, og sleit svo fundinum. Frásögn hans var alvöruþrungin. Einskis var spurt og engar umræður urðu. Skömmu fyrir fund rikis- stjórnarinnar hitti hann að máli Obote, forsætisráðherra Ug- anda, eins og löngu áður hafði verið ráðgert. Hann hafði von- azt til, að fundurinn yrði stutt- ur. Rusk, utanríkisráðherra, sem var viðstaddur, var greini iega annars hugar. Forsætisráð- herrann talaði giaðlega og ræddi við forsetann um vit- urleika þess, að Banda- rikin veittu skólum í Rhodesíu aðstoð. Forsetinn fann, að hug- ur hans dróst að málinu og hann naut þess að fá annað inn- hugsunarefni. Rusk biaðaði i skjöium sínum og ríkisstjórnin var á gangi fyrir utan glugg- ann. Loks lauk fundinum og forsetinn fylgdi Oboto persónu- lega til dyra Hvíta hússins. Hann virtist hressari, en hann hafði verið alian daginn. (Þegar ræða Kennedys hafði gert hon- um ljóst, um hve mikilvægt mál hafði verið að ræða, skrif- aði forsætisráðherrann Kenne- dy næsta dag, að athyglin og þolinmæðin, sem hann hefði sýnt á þessari stundu, væri sönnun fyrir umhyggju hans fyrir hinum nýju þjóðum Afriku). Annars staðar var áætlun ut- anrikisráðuneytisins fram- kvæmd af kostgæfni. Ræða for- setans, sém nú var fullgerð, var notuð í þöfuðborgum um alian heim til að gera ráðamönnum grein fyrir málinu og til upp- lýsinga fyrir erlenda sendi- herra á fundum í utanrikisráðu neytinu. Ljósmyndir voru einn- ig til reiðu. Sendiráðum okkar voru gefin fyrirmæli um að búá sig undir óeirðir. Embættis- menn í utanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og Hvita húsinu, skipulögðu vaktir alian sólarhringinn. Eina leiðindaatvikið þennan dag var fundur forsetans kiukk an 5 síðdegis með um 20 for- ystumönnum Bandaríkjaþings. Þeir höfðu verið kallaðir frá kosningabaráttunni og fríum sínum víðsvegar um landið. — Menn úr báðum flokkum, sem voru að berjast við að ná end- urkosningu, aflýst með gleði ræðum sínum á þeim forsend- um, að forsetinn þarfnaðist ráð- legginga þeirra. En í súmum til fellum voru ráðieggingar þeirra smásmugulegar og óákveðnar. Þegar McNamara, Rusk og McCone höfðu útskýrt málið og sýnt þeim ljósmyndirnar sögðu margir þeirra, að hafn- bann sýndi staðfestuleysi og væri of seinvirkt, ylli gremju vina okkar en kæmi eldflaugun um ekkert við. í staðinn hvöttu nokkrir áhrifamiklir öldungar- deiidarþingmenn demokrata til innrásar á eyna. En forsetinn hvikaði ekki. Hann hafði tek- ið sína ákvörðun innan vald- sviðs forsetans, en ekki sam- kvæmt ályktun eða íhlutun þingsins. Fundurinn dróst fram yfir klukkan 6 síðdegis. Ég beið ut- an dyranna með eintak hans af ræðunni og var bálreiður yfir því, að þeir skyldu vera að hrjá hann fram til síðustu mínútu. Loks birtist hann, dálitið reið- ur sjálfur, og flýtti sér til íbúð- ar sinnar til að skipta um föt vegna flutnings ræðunnar klukkan 7. Þegar við vorum einir aftur í fundarherbergi ríkisstjórnarinnar fórum við enn einu sinni yfir textann. Og innan fáeinna mínútna barst mönnum til eyrna alvarlegasta ræða í lífi hans. Hefilbekkir Sænsk framleiðsla. Fyrir skóla og heimili úr beyki. Verð aðeins kr: 2.996.—■ - Hannes Þorsteinsson, heildverzlun — Sími: 2-44-55. Afgreiðslumaður Óskum að ráða reglusaman mann til af- greiðslustarfa í verzlun vorri. Upplýsingar hjá verzlunarstjóra. Hamarsbúð hf. Hamarshúsi Tryggvagötu. Starfsfólk óskast Konur og karlar óskast til verksmiðju- vinnu nú þegar. — Yfirvinna. Ekki unnið á laugardögum. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Hampiðjan hf. Stakkholti 4. LINDARBÆR Hinir vinsælu HLJÓMAR frá Keflavík skemmta í Lindarbæ í kvöld frá kl. 9—1. Skemmtið ykkur í glæsilegum húsa- kynnum. Þriðjudagskvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.