Morgunblaðið - 28.09.1965, Page 25

Morgunblaðið - 28.09.1965, Page 25
MORCUNBLADIÐ 25 / Þriðjuda^ir^S. sept. 1965 SARPIDONS SAGA STERKA X— K~ Teiknari: ARTHUR ÖLAFSSON l>egar þriöji dagur kom, bjó Hjörviður lið sitt og skipaði til landgöngu. Tók þá að drífa mik ill mannfjöldi af skipunum. Þá mælti jarlsson til manna sinna: „Vér eigum við mikið ofur- efli að skipta .Er það sýnt, að þeir treysta upp á liðsfjöldann og þykjast hafa ráð vort í hendi og munum vér nú verða að leita oss ráða og vera eigi aðgjörðar- lausir. Skulum við nú hlaupa á þá, jafnótt og þeir flytjast í land, ef vér gætum nokkru af þeim fækkað, áður en þeir koma á fylkingu." Þetta þótti mönnum hans ráð. Æddu þeir sem ólm ljón móti víkingum og hjuggu nið- ur hvern flokk, jafnótt og á land kom, og gekk sú hríð lengi dags. Hjörviður sá, að lið hans hrundi niður þúsundum sam- an, svo öll sjávarströndin var þakin dauðra manna búkum, en sjórinn rauöur sem blóð langt fram. Hjörviður hamaðist þá og öskraði sem ljón. Skipar hann að leggja dreka sicum sem næst landi að verða má og skjóta bryggju af honum upp í fjöruna. Og sem það var gjört, æðir hann fyrstur á bryggjuna og menn hans eftir honum. Veiðimaður nýkominn frá myrkustu Afríku var að segja frá sevintýrum sínum: — Svo var það eitt sinn að ég var að snæða morgunverð út í frumskóginum, að ljón kom svo nærri mér að ég gat fundið andar drátt þess leika um hálsinn á mér. Og hvað haldið þið að ég hafi gert? — Brett upp kragann, svar- aði einn áheyrenda. Sjálfsafgreiðsla. — Veiztu hvað bjórkassinn sagði við ölgerðarmennina, þegar þeir voru að bera hann út í bíl- inn. •— Nei, það veit ég ekki. — Farið varlega með mig, pilt- ar, ég er fullur. t resando, ungfrú, cresando. Við þurfum að flýta okkur. Kennarinn: Pétur, hvar held- urðu að guð sé í dag? Pétur: — í baðherberginu heima. Kennarinn: — Hvers vegna í ósköpunum heldurðu það. Pétur: Vegna þess að þegar ég var að fara í skólann heyrði ég pabba segja: — Drottinn minn, hvað ætlarðu eiginlega að vera lengi að baða þig. JAMES BOND ->f— —>f« ->f ->f-« Eftir IAN FLEMING — Jæja vinur, farðu nú úr fötunum. an áhuga á hreysti þinni. Ég ætla að fá Byssumaðurinn notar gamla lögregha- Reynir þú að streitast á móti mun einn af mér svolítið kaffi. Hvort þú lifir eða ekki, brellu til þess að hindra það að Bond kom- félögum mínum brjóta á þér fingur. byggist algjörlega á þvi, hvort þú verður ist nálægt Le Chiffre. — Okkur er alvara og við höfum eng- viðræðugóður á eftir. J Ú M B ó —-)<— Teiknari: J. M O R A Nokkrir skuggar snerust um hver ann- an í myrkrinu. Það var svo sem ekkert skritið, að einhver hefði njósnað um Júmbó og lækninn meðan stóð á hinum leynilega fundi þeirra. En til allrar ham- ingju voru þeir viðbúnir.. _ ..... á meðan Júmbó hljóp í gagn- stæða átt við lækninn til þess að koma ékunna manninum að óvörum, komst læknirinn að baki honum og tókst að slá hann í höfuðið. — Náðuð þér honum? sagði Júmbó. — Já, var svarið. Ég veit ekki, hver það er, en það er samt bezt að mér tókst að ná honum. Ég vildi óska, að allir okkar óvin- ir væru eins auðveldir í meðförum og þessi. KVIKSJA k- Fróðleiksmolar til gagns og gamans HIN MIKLA HOLLUSTA — Þegar Dominique de Vic, land- stjóri í Amiens og Calais og varaherforingi í Frakklandi, fékk skot í fótinn, sem eyði- lagði vöðvann í hægra fætinum árið 1586, gat hann ekki leng- ur setið hest. Hann dró sig því í hlé og settist að á sveitasetri sínu í Guyenne. En þegar hann þremur árum síðar frétti að Henrik III. hefði verið myrtur og að nýi konungurinn þarfn- aðist hjálpar, lét hann saga af sér fótinn, seldi helming eigna sinna og bauð Henrik IV. alla sína fjárhagslegu og hemaðar- legu aðstoð. Þó að hann væri einfættur tók hann þátt í mörg- um orrustum, m.a. var hann í orrustunni við Ivry (14. marz 1590), þar sem konungurinn bauð mönnum sínum að fylgja sér, en þeir greindu hann á hvítri hjálmfjöður. Þegar Han- rik, 20 árum síðar féll fyrir hendi morðingja varð hinn holll Dominique svo sleginn, að hann missti meðvitund tveimur dög- um eftir að hann hafði séð stað- inn, sem konungurinn féll á. — Daginn eftir var hann allur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.