Morgunblaðið - 17.10.1965, Page 2

Morgunblaðið - 17.10.1965, Page 2
/ MORCU N SLAÐIÐ Sunnudagur 17. október 1965 — 50 skip Framha’d af bls. 32 Sigrún AK 650 Sig. Jónsson SU 200 Jörundur 11 RE 700 Halkion VE 1200 Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 1300 <Guðmundur Héturs ÍS 1000 •Guðrún Jónsdóttir ÍS 1300 Bergur VE 300 Skarðsvík SH 600 Sveinbj. Jakobsson SH 200 Gjafar VE 900 mál Hafþór RE 150 Sig. Bjarnason EA 900 Helga Guðmundsd. BA 550 lísleifur IV VE 600 Grótta RE 1000 Sigurborg SI 1100 Loftur Baldvinsson EA 1200 Vonin KE 600 Lómur KE 800 Bjarmi II EA 1300 Björgvin EA 500 Faxi GK 800 Fróðaklettur GK 150 Höfrungur II AK 200 Engey RF< 500 Haraldur AK 500 Moskvu, 16. okt. NTB. • Vladimir Sjtskjerbitskí hefur verið skipaður forsætis- ráðherra Sovétlýðveldisins Úkraniu, að því er Tass-frétta stofan skýrir frá í dag. Hann gegndi áður þessu ermbætti á árunum 1957—61, en hefur síðan verið flokksritari í Dnjepropetrovsk. Alvarlegur ágreiningur mjdlkurumbú Fjármálaráð- herra talar á fundi í Kópavogi SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kópa vogi efna til fyrsta fundar síns á þessu hausti í Sýálfstæðishúsinu Borgarholtsbraut 6, an.k. mið- vikudagskvöld kl. 8.30. Á fundi þessum mun fjármála- ráðherra, Magnús Jónsson frá Mel ræða um stjórnmálaviðhorf- ið. Sjálfstæðisfólk í Kópavogi er eindregið hvatt til þess að fjöl- menna á þennan fyrsta fund vetrarins. G Y L FI Hinriksson forstjóri Pappirsvörur hf og Kristján Jóh. Kristjánsson forstjóri Kassagerð ar Beykjavíkur komu nýlega á fund fréttiamanns Mbl. og töldu slg hafa upplýsirigar, er gengju í berhögg við upplýsingar þær, er forstjóri Mjólkursamsölunnar Stefán Björnsson gaf á blaða- manna fundi 14. þ.m. Gylfi og Kristján bentu fyrst á þá þversögn Samsölunnar, að sala brúsamjólkur væri bönnuð í smásölu af hreinlætisástæðum en hinsvegar væri leyfð sala brúsamjólkur til sjúkrahúsa, mötuneyta og skipa auk fleiri aðila. í>eir mótmæltu þeim upp- lýsingum Mjólkursamsölunnar, að verð á hverri framleiddri hyrnu væri 58 aurar. Sögðu þeir að verðið á efninu í hyrnunum í rúllum væri 58 aurar. Af hverri einstakri hyrnu, sem framieidd væri þyrfti mjólkursamsalan að borga einkaleyfisgjald. Slíkt gjald væri 3% hjá þeim fyrir- tækjum í heiminum, sem nota samskonar umbúðir og Samsalan, hvað sem það kann að vera hér. Einnig þyrfti Samsalan að borga ársfjórðungsleigu fyrir hverja á- fyllingarvél eftir að hafa þurft að greiða grunnverð fyrir vél- arnar. Að þessum liðum viðbætt- um er hið raunverulega verð hyrnanna. Þessu til sönnunar munu liggja frammi reikningar frá Samsölunni, sem lagðir eru til grundvallar verðútrei'kninga á mjólk í hyrnum. Stefán Björnsson boðaði á áð- urnefndum blaðamannafundi, að þegar Brigg umbúðirnar verða teknar í notkun mun verð mjólk- ur hækka um 25 aura hver lítri, | lítra á kassamjólk og vélakoátn- ^aður 10 aurar. Hver og einn get- ur reiknað út kostnaðinn, þegar vélin kostar 175.000 kr. og getur pakkað 2000 lítrum á klukku- stund á mann Og vél. Samkvæmt ránnsóknum brezkii neytendasamtakanna taka Pure- pak öllum öðrum mjólkurumbúð- um fram eftir rúm 19 ár á mark- aði, fulíyrtu Gylfi og Kristján. í>eir sögðu ennfremur, að Stef- án Björnsson hefði sagt á um- ræddum blaðamannafundi, að Fjársöfnun á vegum Herferðar gegn Hungri íslendingar geta stuðlað að stórbættri afkomu innfæddra á Madagaskar og fleiri vanþróuðum löndum EINS og þegar hefur verið frá skýrt, mun „herferð gegn hungri‘‘ gangast fyrir fjársöfnun til að kosta ákveðin verkefni, sem FAO, Matvæla og Landibúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna mun síðan hrinda í framkvæmd. Fjársöfnunin hefst i byrjun nóv- emiber og stendur til loka mán- aðarins. Fjársöfnuninni verður hagað þannig, að sjálfboðaliðar innan Æskulýðssamtakanna mun ganga í öll hús í Reykjavík og öllum stærri kaupstöðum á landinu. Stefnt er að því að safna u.þ.b. 5 milljónum króna og verður því framlag hverrar meðalfjölskyldu um 100 kr. Einnig munu bankar og bankaútibú auk dagblaða veita framlögum viðtöku. Fjársöfnun þessi hefur þegar fengið mjög góðar undirtektir, og tjáðu forráðamenn Æskulýðs- sambands íslands fréttamönnum, að 95% af öllum félagssamtökum ungs fólks í landinu stæðu að baki fjársöfnuninni . Fjögur verkefni hafa valizt ís- lendingum til handa. í fyrsta lagi að stuðla að auknum fiskveiðum á Madagaskar og er það megin- verkefnið. I>á hefur verið ákveð- ið að leggja nokkuð að mörkum til eftirtalinna verkefna: Vatns- dælur, knúðar af dráttardýrum til notkunar á eyðimerkursvæð- um Nigeríu, skólagarða stofnanir, þar sem unglingum verður kennd undirstöðuatriði garð- yrkju — því fé verður varið til slíkrar starfsemi í einhverju vel- þekktu Afríkuríki.og í fjórða lagi húsmæðrafræðsla, sem er í því fólgin, að kenna húsmæðrum matreiðslu, hjúkrun barna o.fl. auk menntunar húsmæðra og barna með tilliti "til fæðutegunda, m.ö.o. reynt verður að útrýma fordómum og hjátrú innfæddra gagnvart ýmsum fæðutegundum Meginverkefnið — fiskveiðar á Madagaskar — er nánar tiltekið • við vatnið Alaotra, sem er hið stærsta á eyjunni. í því eru auð- ug vatnskarfa- og álamið. Vatn þetta er 97000 hektarar, en í þvi eru nú aðeins 250 net og um 30.000 veiðistangir. Umhverfis vatnið búa nær 100.000 manns og eru fiskveiðar þeirra eini atvinnu vegur. Veiðarfærin eru frum- stæð, færi og net úr baðmullar- þræði, sem grotnar niður á skömmum tíma á þessum breidd- argráðum. Fleyturnar eru tré holuð innan eintrjáningar gerðir úr meyrum viði. Þeir endast ein- ungis nokkra mánuði. Með þess- um frumstæða búnaði draga fiski menn við Alaotravatn um 4000 smálestir af fiski ár hvert. Með nýtízku veiðarfærum, nylon net- um og bátum úr haldgóðu efni mætti stórauka veiðarnar, þann- ig að íbúarnir við Alaotra gætu fullfætt sjálfa sig og fjölda ann- arra, en skortur á fiski, þessari eggjahvítuauðugu fæðu, er mik- ill á Madagaskar. Ennfremur þarf að koma því til leiðar, að íbúarnir taki upp nýjar verkun- araðferðir, en fiskurinn er reykt- ur við opinn eld, og þannig fer um mikið af næringarefnum for- görðum. Með einföldu móti, til dæmis söltun, mætti ráða bót á þessu. Nokkur orð um land og þjóð. Madagaskar er í nálega 250 mílna fjarlægð frá suðaustur- strönd Afríku, en sundið sem skilur á milli er kennt við grann- ríkið Mosambique. Eyjan er 1000 mílur á lengd frá norðri til suð- urs, breidd hennar 250 mílur að meðaltali, flatarmálið 227.760 fermílur. Madagaskar er eitthvert merkilegasta land í heimi frá sjónarmiði náttúrufræðinga. Þar hafa íundizt stórmerkilegar leif- ar af fornsögulegum dýrum, eink um fuglum. Framh.. á bls. 3 Á stærri mjólkurkassanum eru hinar amerísku mjólkurumbúðir en á hinum minni injólkurlvyrna frá Mjólkursamsölunni og sú gerð mjólkurumbúða, sem boðað er að komi. en Brigg umbúðirnar eru fram- leiddar af Tetra-pak verksmiðj- unum. Gylfi og Kristján sögðu, að þeir gerðu ráð fyrir, að hægt væri að framleiða Pure-pak um- búðirnar með mjög svipuðu verði og er á hyrnunum. Ekkert einka- leyfisgjald er á Pure-pak umbúð- enda einkaleyfistíminn út- runninn. Gylfi og Kristján mót- mæltu eindregið þeirri staðhæf- ingu Stefáns Björnssonar, að þeir tækju einkaleyfisgjald erlendis frá og kváðust geta lagt fram skjöl því til sönnunar. Samkvæmt því, sem Stefán Björnsson tjáði fréttamönnum eru 5 manna fjölskyldur og stærri 16,2% af heildarneytend- um í Rey'kjavík. En samkvæmt tölum, er Hagstofan lét Gylfa Hinrikssyni í té, væru 5 manna fjölskyldur og stærri 44,11% af heildarneytendum í Reykjavík árið 1950 og munu þau hlutföll lítið hafa raskazt síðan. Mjólkursamsalan heldur því fram, sögðu þeir Kristán og Gylfi ennfremur, að pökkunar- kostnaður sé 11 aurar á hvern m Við Alaolravatn í Madagaskar Scholle-pak umbúða sé 7,5% af heildarnotkun í Bandaríkjunum og kváðu það rétt ef miðað væri við fjölda mjólkurbúa í Banda- ríkjunum, en hins vegar rang- færslur ef miðað er við stærð þeirra, því að geysilegur fjöldi mjólkurbúa þar er af svipaðri stærð og mjólkurbúið á ísafirði, en tvö þau stærstu, Bordena mjólkurbúið í Woodstóck Illinois, sem framleiðir um 1,8 milljónir lítra á dag og Hood mjólkurbúið í Boston, sem framleiðir 1,5 milljónir lítra á dag, nota Scholle-pak, þó ekki eingöngu, því að þau framleiða einnig 1/10 lítra hyrnur undir þann rjóma- skammt sem nægir út í kaffi- bolla, en til slíkrar' notkunar ná hyrnurnar fullkomlega tilgangi sínum. í framhaldi af þessu má benda á það, að eins lítra hyrnur eru óþekkt fyrirbæri í Banda- ríkjunum. Gylfi og Kristján lögðu á- herzlu á, að þurfa ekki að kaupa vinnuafl og tilbúnar mjólkurum- búðir erlendis frá, þegar hægu.r vandi er að vinna þær og útbúa hérlendis að öllu leyti. — Rússar móðga Framhald af bls. 1 koma þangað' laust eftir næstu mánaðamót og vera við hátíða- höldin 7. nóvember. En fyrir nokkrum dögum, er Sihanouk var á ferð í Norður-Kóreu, barst honum bréf frá Moskvu, þar sem sagði að vegna anna yrði að afturkalla heimboðið. Ekki kvaðst Sihanouk vitað hvað lægi að baki þessu — en sagði afleið- ingarnar þær, að hann yrði að hætta við fyrirhugaðar heimsókn ir til margra ríkja Austur-Evr- ópu. Sihanouk er nýkominn úr ferðalagi um Kína, Norður-Viet- nam og Norður-Kóreu — og sagði fréttamönnum að hann hefði átt mjög gagnlegar viðræður við ráðamenn í þessum löndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.