Morgunblaðið - 17.10.1965, Síða 6
6
MORCUNBLADID
Sunnudagur 17. október 1965
Geir Konráðsson, kaup-
maður — Mmning
EINN hihna gömlu, góðu Reyk-
víkinga, einn af stofnendum
Knattspyrnufélags Reykjavíkur
1899, heiðursfélagi þess félags
frá 1929, Geir kaupmaður Kon-
ráðsson, er fallinn í valinn. Þessi
hógværi, sí-vinnandi og sí-glaði
drengskaparmaður hefur nú lok-
að augunum sínum mildu og
fögru í hinzta sinn. Var hann far-
inn að heilsu tvö síðustu árin,
sem hann lifði, svo að dauðinn
boðaði honum líkn og kærkomna
lausn. Andaðist hann 10. þ.m.
Hefði hann orðið áttræður 6.
marz n.k., því að þann dag var
hann fæddur, árið 1886.
Foreldar Geirs voru Ragn-
heiður Símonardóttir, bónda í
Laugardælum, Bjarnasonar og
Konráð Maurer Ólafsson, bók-
haldari í Reykjavík. Stóðu
þannig að honum góðar ættir.
Bræður frú Ragnheiðar, móður
Geirs, voru þeir Guðni gullsmið-
ur Símonarson á Óðinsgötu 8 B,
orðlagt góðmenni, og Björn
Símonarson, gullsmiður og kaup-
maður, sem Björnsbakarí er
við kennt.- Voru þeir bræður
miklir mannkosta- og merkis-
menn og völundar að hagleik.
Sjálf var frú Ragnheiður ein
hin mesta ágætiskona, sem ég
hef kynnzt. Hún var svo göfug
og gagnmerk til orðs og æðis,
ag hún mun fáa sína líka hafa
átt.
Frú Ragnheiður missti mann
sinn, er synir hennar voru enn
í bernsku. Æðrulaus barðist hún
þá hinni góðu baráttu fyrir upp-
eldi og menntun sona sinna, Kon-
ráð Ragnars Konráðssonar, síðar
læknis, og Geirs, sem nú er ný-
látinn. Fósturson átti hún líka,
Agúst Jónsson, bakarameistara,
Njálsgötu 65.
Konráð, faðir Geirs, var sonur
Ólafs Ólafssonar, sem ættaður
var úr Skagafirði og var um
tíma dyravörður latínuskólans,
og Jarðþrúðar Pétursdóttur á
Steinsstöðum. Var það snotur
bær, sem stóð, þar sem nú er
Lindargatan. Eitt af því, sem
Geir mundi bezt úr bernsku, var
það, er hann fór að heimsækja
Jarðþrúði, ömmu sína, á Steins-
stöðum. Geir var óðara búinn að
ná þar í nagla og hamar og far-
inn að reka nagla í gólf og
þröskulda hjá gömlu konunni,
áður en við var litið. Var gamla
konan engan veginn hrifin af
þessum smíðum. „Og enn ber
hann“, var viðkvæðið hjá henni.
Hér sannaðist sem oftar, að
snemma beygist krókurinn til
þess, sem verða vill. Hagleiks-
gáfuna, sem var svo rík í móður-
ætt Geirs, hlaut hann í vöggu-
gjöf. í rauninni er of vægt að
orði kveðið með því að segja,
að Geir hafi verið hagur, því
að hann var tvort tveggja í senn
smiður og listamaður, sem
gæddur var óvenjulega næmum
og þroskuðum smekk.
Geir nam trésmíði hjá Jóni
Setberg, trésmíðameistara. Að
námi loknu vann hann m. a.
hjá Eyvindi Árnasyni, trésmíða-
meistara. Var æ síðan mjög kært
með Geir og þeim hjónum. Ey-
vindi Árnasyni og Soffíu Heil-
mann.
Þegar Konráð læknir, bróðir
Geirs, var settur héraðslæknir
á Eyrarbakka árið 1913, fluttust
þau Geir og frú Ragnheiður,
móðir þeirra bræðra með ungu
læknishjónunum, Konráði og frú
Sigríði Jónsdóttur, þangað aust-
ur. Stundaði Geir iðn sína á
Eyrarbakka, unz fjölskyldan
flutti aftur suður árið 1917.
Keypti Konráð læknir þá hús-
eignina Þingholtsstraeti 21, og
þar bjó Geir. þangað til hann
kvænitst 30. júlí, árið 1927, gekk
hann að eiga Guðbjörgu Guð-
mundsdóttur, útvegsbónda í Ás-
búð í Hafnarfirði, Sigvaldasonar,
og konu hans Kristbjargar Ólafs-
dóttur, barnakennara, Einarsson-
ar á Álftanesi.
Með þeim hjónum, Guðbjörgu
Guðmundsdóttur og Geir Kon-
ráðssyni, var mikið ástríki, enda
var hjónaband þeirra einstak-
lega farsælt. þó að eigi yrði
þeim barna auðið.
Eftir að Geir kvæntist, rak
hann vinnustofu á Skólavörðu-
stíg 5. En árið 1929 keypti hann
húseignina á Laugavegi 12. Þar
rak hann síðan vinnustofu og
verzlun til ársins 1958, er heilsu
hans var tekið að hraka. Árið
1935 byggðu þau hjón með
öðrum húsið að Laufásvegi 60.
Frú Guðbjörg hefur jafnan verið
kona híbýlaprúð, en bæði voru
þau hjón samhent um að veita
gestum sínum vel og höfðing-
lega. Eiga því margir góðar
minningar frá skemmtilegum
sámverustundum á hinu fagra
heimili þeirra. Aldrei var Geir
glaðari en þegar stofurnar voru
fullar af vinum og vandamönn-
um. Þá geislaði af honum ánægj-
an, enda leið öllum vel í návist
hans. Eftir önn dagsins var
heimilið honum friðhelgur griða-
staður hjá ástríkri eiginkonu.
Þangað var sótt þrek og þor til
að mæta nýjum degi.
Geir var frábær eljumaður og
mjög eftirsóttur til starfa, enda
féll honum aldrei verk úr hendi,
á meðan kraftar entust. Hann
sá einnig mikinn ávöxt sinnar
iðu, því að hann varð maður
vel efnaður. Átti einnig hin ráð-
deildarsama og duglega eigin-
kona hans ríkan þátt í því, að
þeim farnaðist giftusamlega.
Mörgum skyldmennum sínum
reyndust þau miklar hollvættir.
Hafa börn eða unglingar oft
dvalið lengri eða skemmri tíma
á heimili þeirra. Einkum tóku
þau miklu ástfóstri við bróður-
son frú Guðbjargar, Guðmund
Krstinsson, sem reynzt hefur
þeim sem góður sonur.
Fyrstu kynni mín af Geir
Konráðssyni voru á heimili
bróður hans, Konráðs læknis
Konráðssonar, þar sem ég dvaldi
öll ár mín í menntaskóla. Er mér
í fersku minni, hve friðsælt var
í stofu frú Ragnheiðar, þar sem
við Geir sátum oft á kvöldin.
Hvergi kunni ég betur við mig
en þar. Þar var að finna þægi-
lega samúð, ef ekki lélc allt í
lyndi. Og ekki var legið á liði
sínu, ef hægt var að greiða úr
einhverjum vanda. Var Geir
hinn mesti drengskaparmaður og
tryggðatröll, eins og hann átti
kyn til. Ýmsir listamenn skiptu
við hann árum saman, er hann
rak innrömmunarvinnustofuna.
Bundu sumir þeirra við hann
vináttu. þ. a. m. Jóhannes S.
Kjarval.
Þó að engum gæti komið á
óvart andlát Geirs, eins og heilsu
hans var farið síðustu árin, þá
þykir ástvinum hans engu að
síður skarð fyrir skildi. Mestur
harmur er auðvitað kveðinn að
eftii-lifandi eiginkonu, sem reynd
ist honum ævinlega tryggur og
ástríkur lífsförunautur, en þó
bezt, þegar mest á reyndi. Þó að
frú Guðbjörg væri engan vegin
heilsuhraust sjálf, hjúkraði hún
manni sínum af einstakri ástúð
og fórnarlund í hinum löngu og
erfiðu veikmdum hans. Fyrir það
veit ég, að Geir hefði viljað láta
þakka nú fyrir sína hönd sér-
staklega. Hitt veit ég einnig, að
honum hefði engan veginn verið
að skapi, að menn grétu sáran
eðlilega brottför hans af þessum
lega brottför hans af þessum
heimi. Ef nokkur maður getur
átt góða heimvon eftir þessa
jarðvist, þá er ég sannfærður
um, að við þurfum nú ekki að
harma hlutskipti Geirs Konráðs-
sonar.
Jón Gislason.
Skorað á aðila að
semja um vaktavinnu
við Strákaveg
Siglufirði, 14. okt.: —•
UNDANFARNAR vikur hefir
aðeins verið unnið áð gerð
Strákavegar með einum vinnu-
flokki frá kl. 7 að morgni til
19 að kvöldi, í stað þess, sem
fyrirhugað var að vinna með
þremur vinnuflokkum í 8
stunda vöktum þannig að unnið
væri allan sólarhringinn, Slíkt
var talið auðsynlegt til að verk
ið ynnist með áætluðum hraða
og væri lokið fyrir tilskilinn
tíma samkvæmt verkútboði þ.e.
1. október 1966.
Orsök þessa er að ekki hefir
náðzt samkomulag milli verka-
mannafélagsins Þróttrr hér í
bæ annars vegar og hins vegar
verktaka og vegamálastjórnar-
innar.
í tilefni af þessu samþykk'i
bæjarstjórn Siglufiarðar a fundi
sínum í gær óskorun á greinda
aðila um að leitast við að ná nú
þegar samkomulagi um þessa
vaktavinnu svo verktð geti unn
izt með eðlilegum hraða.
Göngin í Strakavegi eru nú
orðin 63 m að Jengi, en er
verkinu á að vera lokið veroa
þau milli 700 og 800 m.
^ Vantar bílskúr
Þá er hann byrjaður að
snjóa. Sigluf jarðarskarð og
Breiðadalsheiði ófær, aðrir fjall
vegir fara óðum að spillast af
vatni, sem ýmist rennur í lækj-
um og sundurgrefur vegina —
eða myndar klakabungur,
þegar frystir.
Þeir, sem einungis nota bíla
sína að sumrinu, eru að setja
þá inn um þessar mundir. Að
vísu eru þeir tiltölulega fáir,
sem geta sett bíl sinn inn í skúr,
einfaldlega vegna þess, að bíl-
skúr er ekki á hverju strái.
Hvarvetna í Reykjavík standa
bílar úti hvernig sem viðrar.
Við stórar sambyggingar standa
þeir í löngum röðum — og þrátt
fyrir að reiknað sé með bílskúr-
um á flestum byggingarlóðum
virðast húseigendur vera harð-
ánægðir (eða pyngjan orðin
tóm), þegar teppin eru komin
út í horn í stofunni. Þannig
líða ár og dagar, áratugur frá
því að lokið er við smíði íbúð-
arhúss þar til byrjað er á bíl-
skúrnum.
+ Furðulegt
íslendingar aka yfirleitt í
dýrum bílum, því hér eru
engir bílar ódýrir aðrir en þeir,
sem ekki eru í ökufæru
ástandi. Nýir bílar, hvaða nöfn
um sem þeir nefnast eru rán-
dýrir — og enginn efast um að
þeir rýrni fyrr en ella, ef þeir
eru látnir standa úti allan árs-
ins hring, hvort sem það er rok
og rigning, eða hörkufrost og
fannkoma. í rauninni má segja,
að stór hluti af bílaeign lands-
manna liggi undir skemmdum
að vetrinum — og margir fara
illa. Þess vegna er það furðu-
legt hve menn virðast áhuga-
litlir um að koma upp þaki yfir
bíia sína.
★ Malbik
En úr því að minnzt er á
bíla verð ég að vekja athygli á
öðru, sem bíleigendum kemur
við — og reyndar flestum
ferðamönnum, sem til borgar-
innar koma. Það er nefnilega
búið að malbika brautina, sem
ekin er upp að afgreiðslu Flug-
félags íslands við Reykjavíkur-
flugvöll — svo og bílastæðið
framan víð afgreiðsluna.
Sannarlega var kominn tími
til að' koma þessu í fram-
kvæmd. Þarna hefur ríkt hið
mesta hörmungarástand og ber
að fagna Því, að loks er byrjað
að bæta úr. Njarðargatan, frá
gamla Tivoli að Hringbraut er
samt enn ómalbikuð -— og mig
minnir að hún sé aftarlega í
röðinni í malbikunaráætlun
borgarinnar. Væri þá ekki veg-
ur að framlengja malbikið á
Suðurgötu alla leið út að enda
flugbrautarinnar — þannig, að
hægt væri að aka malbiki alla
leið að flugafgreiðslunni?
■fa Daglegt mál
Undanfarna mánuði hefur
nýr maður látið til sín heyra í
útvarpsþættinum Daglegt mál.
Hann heitir Svavar Sigmunds-
son. Ég veit að það er óþarfi
að kynna nafn hans hér, því að
ég efast ekki um að mikið er
á hann hlustað. Að öllum fyrir-
rennurum hans í starfinu ólöst-
uðum langar mig til að segja
það, að langt er síðan jafn-
áheyrilegir móðurmálsþættir
hafa heyrzt í útvarpinu. Bless-
uðum fræðimönnunum hættir
otf til að vera þurrir og of
fræðimannslegir — jafnvel svo,
að þeir, sem áhuga hafa á að
hlusta, verða dauðleiðir' og fá
óbeit á efninu. Það sama gerist'
oft í skóla. Leiðinlegur kenn-
ari getur drepið áhuga nem-
enda á námsgreininni.
En Svavar Sigmundsson er
venjulega skemmtilegur, lipur
— og stundum örlítið gaman-
samur. Hann sendir okkur blaða
mönnum oft kveðju sína, eins
og vera ber, en stundum hef
ég það á tilfinningunni. að þeir
verði líka að taka á sig meist-
araverk. prentvillupúkans svo-
T
nefnda. Við því er auðvitað
ekkert að gera. Hins vegar hvet
ég fólk til að hlusta á Svavar.
Það er ekki á allra færi að gera
þetta viðfangsefni jafn skemmti
legt.
^ Veiðibjallan
Loks kemur hér stutt bréf
um veiðibjölluna:
Mig langar til að þakka Hail-
dóri Jónssyni, verkfræðingi
fyrir greinarkornið til þín um
veiðibjölluna. Það eru sannar-
lega orð í tíma tluð. Þeir sem
nú eiga leið um Skúlagötuna
geta séð hvernig þessi vargur
er alinn þar í sláturtíðinni. En
það er ekki bara hér í Reykja-
vík, sem við erum að ala
veiðibjölluna. í hverri verstöð
allt í kring um landið er sama
ástandið, og jafnvel verra, og
allstaðar er þetta friðaður fugl
innan bæjar- eða hafnarmarka.
Ég vildi mega gera það að
tillögu minni (Qg það veit ég
að vinur minn Jón á Laxamýri
og margir fleiri taka undir) að
í hverjum bæ eða verstöð verði
löggiltir menn, sem hefur heim
ild og skyldu að skjóta veiði-
bjölluna alltsaðar þar sem hún
sækir í slor og úrgang.
Mætti segja mér að það
hefði meiri áhrif til eyðin ar
þessum vargi, en öll þau lög,
sem enn hafa verið sett og sam-
þykkt af okkar háa Alþingi
veiðibjöllunni til höfuðs.
Rvík, 12/10 1965
Benedikt Jónsson.
Kaupmenn - Kaupfélög
Nú er rétti tíminn til að panta
-------‘•'V$
RafhlöSur fyrir veturinn.
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.