Morgunblaðið - 17.10.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 17.10.1965, Síða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 17. október 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. SAMNINGAR UM AL ÚMÍNVERKSMIÐJU Að undanförnu hafa staðið yfir í Reykjavík samn- ingaviðræður milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og hins svissneska alúmínfyrirtækis, um hugsanlega byggingu alúmínverksmiðju hér á landi. Þessum viðræðum er nú lokið að sinni, og í frétta- tilkynningu frá iðnaðarmála- ráðuneytinu segir: „að öll meginatriði málsins hafi nú verið rædd til hlítar, og mið- að verulega í samkomulags- átt í viðræðunum ,enda þótt ýmis atriði séu enn óútkljáð. Ákveðið er ,að unnið verði nú áfram að málinu af fulltrú- um beggja aðila, og eru nýir viðræðufundir fyrirhugaðir í lok nóvembermánaðar nk. — Standa vonir til, að þá fáist úr því skorið, hvort viðun- andi samningsgrundvöllur sé fyrir hendi að dómi aðila“. Samkvæmt þessari yfirlýs- ingu iðnaðarmálaráðuneytis- ins líður því ekki á löngu þar til úr því fæst skorið, hvort af samningum verður um byggingu alúmínverksmiðju hér á landi. Samningar þessir hafa staðið lengi, og málið verið lrannað vandlega frá öll um hliðum. Þess vegna er eng inn vafi á því, að hver sem niðurstaðan verður að lokum, mun hún grundvallast á ítar- legum rannsóknum á málinu, víðtækri þekkingu þeirra, sem að því hafa unnið, og heil brigðu mati á hagsmunum ís- lands og íslenzkrar þjóðar. Óumdeilt er, að næst hin- um auðugu fiskimiðum und- an ströndum landsins, er ó- beizluð orka fossanna, dýr- mætasta auðlind okkar. Þá auðlind höfum við ekki nýtt nema að mjög takmörkuðu leyti. En lengi hafa stórhuga menn hvatt til þess, að hér verði reist mikil iðjuver til þess að nýta þessa orku og treysta jafnframt undirstöður atvinnulífs íslendinga, sem allir eru sammála um, að séu nú einhæfar um of. Fyrirætlanir um stóriðju hér á landi hafa aldrei komizt jafn vel á rekspöl og nú, þótt engu skuli spáð um endan- lega niðurstöðu mála. En eins og alltaf, þegar verið er að brjóta nýjar brautir, rísa upp öfl afturhalds og þröng- sýni og reyna af öllum mætti að koma í veg fyrir, að slík- ar fyrirætlanir nái fram að ganga. Það hefur einnig gerzt í sambandi við alúmínmálið nú, og er reynt að leika á alla strengi, og skapa tortryggni í garð þeirra samningavið- ræðna, sem átt hafa sér stað, samningamenn íslands sakað- ir um að halda ekki nógu vel á málupi fyrir íslands hönd, ósambærilegir hlutir bornir saman o. s. frv. Eitt af því, sem þessi aftur- haldsöfl hafa reynt að nota til þess að skapa tortryggni í garð þessa samningavið- ræðna er sú staðreynd, að fyrirhugað er að selja hinu svissneska fyrirtæki raforku frá væntanlegri Búrfells- virkjun á lægra verði en önn- ur iðnfyrirtæki hér á landi eiga yfirleitt kost á. í þess- um efnum sem öðrum, er rangfærslum beitt. Þegar rætt er um raforkuverð til hins svissneska fyrirtækis, verða menn að gera sér grein fyrir því, að áætlað er að hið sviss- neska fyrirtækið kaupi fast- ákveðið magn á ári, hvort sem það þarf þeirrar ráforku með eða ekki. Jafnvel þótt svo kunni að fara, að alúmínverksmiðj- an þyrfti ekki á allri þessari raforku að halda, yrði hið svissneska fyrirtæki skuld- buridið til þess að kaupa þetta ákveðna magn raforku árlega í 25 ár, og þótt fyrirtækið af einhverjum ástæðum yrði að hætta rekstri sínum hér á ^andi, mundi það samt sem áður verða að greiða fyrir þessa raforku. Með því að virkja stórt við Búrfell og selja alúmínverk- smiðju raforku, fáum við Búr lellsvirkjun fyrir mun hag- kvæmara verð en annars væri. Ef hinsvegar ráðizt yrði í Búrfellsvirkjun án alúmínverksmiðju, er hætt við að raforkuverð mundi hækka til muna, til þess að staðið yrði undir þeim fram- kvæmdum. Með alúmínverk- smiðju í sambandi við Búr- fell sláum við því tvær flug- ur í einu höggi, byggjum hag- kvæmari stórvirkjun við Bús- fell og komum í veg fyrir að hækka þurfi raforkuverð í landinu vegna virkjunarfram kvæmda. Þá er einnig á það að líta, að það er ekkert einsdæmi hér á landi, að stór iðjuver fái afgangs-raforku selda fyrir lægra verð en almennt raf- orkuverð er. Áburðarverk- smiðjan hefur sem kunnugt er fengið afgangs-raforku keypta fyrir mjög lágt verð. Tilraunir til þess að vekja tortryggni á alúmínsamningn um vegna fyrirhugaðs raf- orkuverðs til hins svissneska alúmínfyrirtækis, eru því full komlega ástæðulausar, og það vita líka þeir menn, sem að slíkum tilraunum standa. 'i 'i Juana Castro skrifar: Það þýðir ekki að höfðinu í sandinn Systir einræðisherrans á Kúbu skýrir trá biturri reynslu sinni JUANA Castro er systir Fidels Castros ,einræðisherra Kúbu. Hún flýði heimaland sitt í júní 1964 og fór tit Mexíkó. Þar lýsti hún því yfir að bróðir hennar hefði svikið Kúbu í hendur Rússa og kommúnisma. Síðan hefur hún við mörg tækifæri sak- að bróður sinn og stjórn hans um að hafa svikið þá, er steypiu Batista-stjórninni á Kúbu með það fyrir augum að koma á lýðræði í landinu. Eftirfarandi grein eftir þessa systur Castros birtist nýlega í danska blaðinu „Information“, og birtist hér í lauslegri þýðingu. — Sem óopinber talsmaður þeirra rúmlega þrjú hundruð þúsunda Kúbubúa, sem ein- ræðisstjórn bróður míns. Fidels Castros, hefur hrakið frá heimalandi okkar, tel ég það skyldu mína að beina sem mestri athygli að biturri reynslu okkar. En ég vil strax bæta því við að sömu renyslu hafa milljónir ólánsamra landa minna hlotið, þeir sem búa nú við kommúnistastjórn ina á Kúbu. Við höfum lært að ekki má vanmeta hættuna á undirróð- ursstarfsemi kommúnista, ein göngu vegna þess að ekki eru fyrirliggjandi beinar og áben andi sannanir fyrir slíkri stari semi. Við höfum lært að lítill hóp ur ofstækisfullra kommúnista sem fær tækifæri til að ná tökum á her og lögreglu eirs- hvers lands ,og skipa áhrifa- stöður innan stjórnarinnar, el fær um að hrifsa til sín öll völd í landinu hvenær sem er. Við höfum lært að sérhver þjóð er í mikilli hættu stödd, ef framfarasinnaðir einstak- lingar eða félagssamtök láta blekkjast af þjóðernislegum áróðursyfirlýsingum, sem þess Juana Castro ir kommúnistaminnihlutar láta frá sér fara. Þessi reynsla er mér að sjálfsögðu sérstaklega áhrifa- rík, ef því að það var minn eigin bróðir og félagar hans, sem sviku þjóðernisbylting- una á Kúbu, og breyttu land- inu okkar í einræðisríki, áður en ég í rauninni gat gert mér grein fyrir hvað var að ger- ast. Örlög Rúbu hvíla svo þungt á huga mínum, að ég vil miðla sem flestum lesendum af á- hyggjum mínum. Það er ástæðán fyrir því að ég skrifa þessa grein. Leynikommúnistar á Kúbu ■— það er svo auðvelt að sjá það núna, en var svo erfitt þá — náðu tilgangi sínum með því að sameinast byltingar- samtökunum og komast þar til valda, þótt samtökin hafi í fyrstu komið fram sem bein þjóðleg byltingarhreyfing, er stefndi að umbótum og fram- förum. Þeir töluðu um frjáls- ar kosningar og bætt lífskjör fyrir alla — allt þar til þeir höfðu sigrað. Strax og völdin voru þeirra, birtu þeir hið rétta eðli samsærisins. Smám saman, en miskunnar laust ,tóku þeir við stjórninm og seldu Kúbu í hendur heims valdastefnu kommúnista. Á þennan hátt slökktu þeir sér- hvern vonarneista varðandi hinn fyrirheitna tíma friðar, réttlætis, frelsis og þjóðfélags framfara. Með eigin reynslu og at- hugunum hefi ég sannfærzt um að enginn á rétt á að kalla sig lýðræðissinna, frjálslynd- an, friðarsinna eða framfara- sinna ,ef hann ekki er jafn- framt árvakur and-kommún- isti. Því kommúnismi — það höfum við Kúbúbúar lært ít- arlega — er algjör andstaða framfarasinnaðs lýðræðis. í þau rúmlega sex ár, sem stjórn bróður míns hefur set- ið að völdum, hefur landi mínu verið stjórnað af ómann úðlegu einræði, sem byggir tilveru sína á ótta. Börn ljóstra upp um for- eldra sína og vini. Við hverja götu eru skipulagðar „varnar Framhald á bls. 20. VÖNDUÐ MÁLSMEÐFERÐ 17 n úrtölumenn nú á tímum ^ beita öllum ráðum til þess að afla þröngsýnum afturhaldssjónarmiðum sín- um fylgis, og ein leiðin, sem þeir nota til þess að varpa rýrð á alúmínmálið er að halda því fram að samn- ingaviðræður þær, sem fram hafa farið við Svisslendinga séu eitthvert laumuspil og þar sé eitthvað s<em leyna þurfi. Af þessu tilefni er sérstök átstæða til að vekja athygli á þeirri óumdeilanlegu stað- reynd, að líklega hefur ekk- ert mál ,sem til kasta Alþing is hefur komið verið unnið jafn vandlega og ítarlega í samráði við stjórnarand- una og fulltrúar þeirra ver- ið látnir fylgjast jafn vel með því, sem gerzt hefur, eins og í sambandi við alúm- ínsamningana. Svo sem kunnugt er, var þingmannanefnd skipuð fyrr á þessu ári til þess að fjalla um alúmínsamningana, og eiga báðir stjómarandstöðu- flokkarnir þar fulltrúa til jafns við stjórnarflokkana. Þegar hið svissneska alúm- ínfyrirtseki lagði fram samn- ingsuppkast sitt, var það lagt fyrir þingmannanefnd- ina, farið yfir það lið fyrir lið með þingmönnum, og þeim boðið að koma á fram- færi við íslenzku samninga- nefndina athugasemdum við allt það, sem þeir töldu á- stæðu til. Þessum vinnu- brögðum verður að sjálf- sögðu haldið áfram, og með þeim gefst stjómarandstöð- unni tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi áður en endanlegt sam ni ngs uppkasit er lagt fram- Ekki hefur heldur verið farið leynt með þá samninga fundi sem átt hafa -sér stað. Þeirra hefur jafnan verið getið í blöðum og myndir birtar frá þeim. Tilraunir til þess að skapa tortryggni í sambandi við meðferð málsins eru því full komlega tilgangslausar. Ó- hætt er að fullyrða, að stjórnarandstaðan hér á landi hefur líklega aldrei fyrr fengið aðstöðu til að fylgjast jafn rækilega með undirbúningi nokkurs máls, sem til kasta Alþingis mun koma, og jafn góð tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Sem fyrr segir skal engu um það spáð, hverjar lyktir málsins verða, en svo virðist af fréttatil- kynningu iðnaðarmálaráðu- neytisins, sem ástæða sé til nokkurrar bjartsýni um úr- slit. Er þess að vænta, að al- menningur láti þröngsýna úr tölumenn ekki hafa áhrif á sig í þessu mikla hagsmuna- máli íslenzkrar þjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.