Morgunblaðið - 17.10.1965, Page 17
! SuntniÆagur 17. október 1965
MOHGUNBLAÐIÐ
17
Ðyrhólaey er sérkennilegur staður og tilkomumikill.
i REYKJAVÍKURBRÉF
-’Tr * ' 1 **•
isað a leiðina
fram á við
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar,
sem Bjarni Benediktsson flutti á
Alþingi sl. miðvikudag, hefur
vakið verðskuldaða athygli. Hún
sýnir, að ríkisstjórnin og flokk-
ar hennar eru staðráðnir í að
iganga að lausn aðsteðjandi vanda
mála með einurð og dug. Fram-
tíðarverkefnin eru mörg. I>au
eru að sjálfsögðu ekki öll talin í
iþessari yfirlýsingu, þó að á hin
helztu þeirra sé drepið. For-
senda fyrir happsælli lausn
þeirra allra er, að fylgt sé meg-
instefnu stjórnarinnar:
„að tryggja heilbrigðan grund
völl efnahagslífsins, svo að fram-
leiðsla aukist sem örast, atvinna
ihaldist almenn og örugg og lífs-
kjör geti farið enn batnandi."
Þessi hefur verið meginstefna
ítjórnarinnar allt frá upphafi.
Vegna þess að þeirri stefnu hef-
wr verið fylgt, hefur tekizt svo
vel sem raun ber vitni. Einstök
dtriði yfirlýsingarinnar er óþarft
eð rifja upp að sinni, meðan
menn hafa hana sjálfa tiltæka.
Stjórnarandstæðingar brugðu
ekki vana sínum. Þeir þurftu
hvorki að kynna sér efni yfir-
lýsingarinnar á annan veg en
eð heyra hana fljótlega lesna,
né ætla sér tíma til íhugunar
þess. Þeir fordæmdu það athug-
unarlaust, tóku því með sama
fjandskap og öðrum orðum og
gerðum stjórnarinnar. Eins og
oftast vill verða, gekk gagnrýni
þeirra mjög á misvíxl svo sem
menn sjá, ef þeir lesa ræður
þeirra í heild. í öðru orðinu töldu
þeir, að stjórnin væri nú að
punta upp á sig með nýjum
skrautfjöðrum og reyna að stel-
ast frá fyrri stefnu, sem í öllu
hefði reynzt illa og stjórnin hefði
þó vanrækt að framfylgja! í
hinu orðinu fullyrtu þeir, að
stefnan væri hin sama og áður,
í yfirlýsingunni væru engar nýj-
ungar, heldur allt óbreytt. Sann-
leikurinn er sá, að meginstefnan
er hin sama, eins og berum orð-
um er lýst yfir, en vísuð leiðin til
lausnar nýjum vandamálum, og
vegurinn til framtíðarfarsældar
glöggt varðaður.
Ekki dugði lengur
. Laugardagur 9. okt
að lifa um efni
fram
Vegna fullyrðinganna um ým-
ist, að ríkisstjórnin hafi brugðizt
og vilji fela fyrri stefnu eða að
í yfirlýsingunni nú séu engar
nýjungar, er fróðlegt að lesa
stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar,
sem Ólafur Thors, þáverandi for-
sætisráðherra, flutti, þegar rík-
isstjórnin tók við völdum hinn
20. nóvember 1959. Fyrri hluti
hennar hljóðar svo:
„Að undanförnu hafa sérfræð-
ingar unnið að ítarlegri rann-
sókn á efnahagsmálum pjóðar-
innar. Skjótlega eftir að þeirri
rannsókn er lokið, mun ríkis-
stjórnin leggja fyrir Alþingi tU-
lögur um lögfestingu þeirra úr-
ræða, er hún telur þörf á. At-
huganir hafa þó þegar leitt í ljós,
að þjóðin hefur um langt skeið
lifað um efni fram, að hættulega
mikill halli hefur verið á við-
skiptum þjóðarinanr við útlönd,
tekin hafa verið lán erlendis til
að greiða þennan halla, og að
erlend lán til stutts tíma eru
orðin hærri en heilbrigt verður
talið. Munu tillögur ríkisstjórn-
arinnar miðast við að ráðast að
þessum kjarna vandamálanna,
þar eð það er meginstefna ríkis-
stjórnarinnar að vinna að því, að
efnahagslíf þjóðarinnar komist á
traustan og heilbrigðan grund-
völl, þannig að skilyrði skapist
fyrir sem örastri framleiðslu-
aukningu, allir hafi áfram stöð-
uga atvinnu og lífskjör þjóðar-
innar geti í framtíðinni farið
batnandi. I því sambandi leggur
ríkisstjórnin áherzlu á, að kapp-
hlaup hefjist ekki á nýjan leik
milli verðlags og kaupgjalds, og
að þannig sé haldið á efnahags-
málum þjóðarinnar, að ekki
leiði til verðbólgu.“
Allar ráðstafanir
sem réttlátastar
gagnvart almenn-
in^i
Síðari hluti yfirlýsingar ríkis-
stjórnarinnar hinn 20. nóvember
1959 hljóðaði svo:
„Til þess að tryggja, að þær
heildarráðstafanir, sem gera þarf,
verði sem réttlátastar gagnvart
öllum almenningi, hefur ríkis
stjórnin ákveðið:
1) að hækka verulega bætur al-
mannatrygginga, einkum fjöl-
skyldubætur, ellilífeyri og
örorkulífeyri.
2) að afla aukins lánsfjár til
íbúðabygginga almennings.
3) að koma lánasjóðum atvinnu-
veganna á traustan grund-
völl.
4) að endurskoða skattakerfið
með það fyrir augum fyrst og
fremst að afnema tekjuskatt
á almennar launatekjur.
Varðandi verðlag landbúnað-
arafurða mun reynt að fá aðila
til að semja sín á milli um mál-
ið. Ella verður skipuð nefnd sér-
fræðinga og óhlutdrægra manna,
er ráði fram úr því.
Ríkisstjórnin mun taka upp
samninga þjóðhagsáætlana, er
verði leiðarvísir stjórnvalda -og
banka um markvissa stefnu í
efnahagsmálum þjóðarinnar,
beita sér fyrir áframhaldandi
uppbyggingu atvinnuveganna
um land allt, og^mdirbúa nýjar
framkvæmdir til hagnýtingar á
náttúruauðlindum landsins.
Þá þykír ríkisstjórninni rétt að
taka fram, að stefna hennar í
landhelgismálinu er óbreytt eins
og hún kemur fram í samþykkt
Alþingis hinn 5. maí 1959.“
Yfirlýsingar, sem
vert er að lesa
Nú, að tæpum sex árum liðn-
um er sannarlega vert að lesa
þessa yfirlýsingu. Getur þá hver
og einn dæmt um það sjálfur,
hve fráleitar eru ásakanirnar um
að það, sem þá var lofað hafi
verið svikið. Þá er ekki síður
fróðlegt að rifja upp fyrir sér
yfirlýsinguna, sem þáverandi for
sætisráðherra, Hermann Jónas-
son, gaf á Alþingi hinn 4. des.
1958, og bera hana saman við
yfirlýsinguna, sem Ólafur Thors
las tæpu ári síðar. Yfirlýsing
Hermanns hljóðaði svo:
„Herra forseti. Ég hef á ríkis-
ráðsfundi í dag beðizt lausnar
fyrir mig og ráðuneyti mitt. For-
seti íslands hefur beðið ráðuneyt
Ið að gegna störfum fyrst um
sinn, og hafa ráðherrar að venju
orðið við þeirri beiðni.
Fyrir lá, að hinn 1. des. átti
að taka gildi ný kaupgreiðslu-
vísitala, sem fól í sér 17 stiga
hækkun. Til þess að koma í veg
fyrir nýja verðbólguöldu, sem af
þessu hlaut að rísa ,óskaði ég
þess við samráðherra mína, að
ríkisstj. beitti sér fyrir setningu
laga um frestun á framkvæmd
hinnar nýju vísitölu til loka
mánaðarins, enda yrðu hin fyrr-
greindu 17 vísitölustig þá greidd
eftir á fyrir desember, nema sam
komulag yrði um annað.
Leitað var umsagnar Alþýðu-
sambandsþings um lagasetningu
þessa samkvæmt skilyrði, sem
sett var fram um það í ríkis-
stj. Alþýðusambandsþing neit-
aði fyrir sitt leyti beiðni minni
um frestun. Boðaði ég þá ráð-
herrafund að morgni laugardags
29. nóv., en þar náðist ekki sam-
komulag um stuðning við frv. Af
þessu leiddi, að hin nýja kaup-
greiðsluvísitala kom til fram-
kvæmda um mánaðamótin, og ný
verðbólgualda er þar með skoll-
in yfir.
Við þessu er svo því að bæta, að
í ríkisstj. er ekki samstaða um
nein úrræði í þessum málum,
sem að mínu áliti geti stöðvað
hina háskalegu verðbólguþróun,
sem verður óviðráðanleg, ef ekki
næst samkomulag um þær raun-
hæfu ráðstafanir, sem lýst var
yfir að gera þyrfti, þegar efna-
hagsfrumvarp ríkisstj. var lagt
fyrir Alþingi á sl. vori.“
Uggur Hermanns
sízt ástæðulaus
Menn geta endalaust deilt um
það, hvort Hermann Jónasson
hafi farið rétt að, þegar hann
sagði af sér með þeim hætti, sem
hann gerði hinn 4. desember
1958. Um hitt verður ekki deilt,
að hann sagði satt, að með 17
stiga vísitöluhækkun í einu vet-
vangi var „ný verðbólgualda
skollin yfir,“ og að í ríkisstjórn
hans „var ekki samstaða um
nein úrræði,“ sem gætu stöðvað
'hina „háskalegu", „óviðráðan-
legu“ „verðbólguþróun." Því fór
svo fjarri, að Hermann færi með
ýkjur, að með þessu var ekki
einu sinni sagður hálfur sann-
leikurinn um hið uggvænlega
ástand. Miðað við núverandi
gengi versnaði hagur þjóðarinn-
ar út á við á árunum 1957 og
1958 um tæpar 750 milljónir
króna og er þá átt við hreinar
skuldir erlendis og gjaldeyris-
eign þjóðarinnar. Með „háska-
legri", „óviðráðanlegri" „verð-
bólguþróun" hlaut skuldasöfnun-
in erlendis enn að fara stór-
vaxandi meðan nokkur eyrir
væri þar fáanlegur að láni, og
síðan blasti við bjargarskortur.
Alþýðuflokksstjórninni tókst á
árinu 1959 að forða frá beinum
voða af hinni „háskalegu verð-
bólguþróun“, sem vinstri stjórn-
inni hafði reynzt „óviðráðanleg".
Þetta reyndist mögulegt vegna
atbeina Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknar að nokkru. Hins
vegar tókst ekki í skyndi að
forða frá því, að þjóðin lifði um
efni fram og hafði árið 1958 þó
verið mesta afla- og tekjuár, sem
þangað til hafði gengið yfir ís-
land. Afleiðingar hinnar „háska-
legu verðbólguþróunar“, sögðu
iþannig til sín. Á árunum 1959
versnaði hagurinn gagnvart út-
löndum þess vegna enn um
h.u.b. 640 milljónir. Um þessi
efni var sízt of sterklega kveð-
ið að orði í yfirlýsingu Ólafs
Thors 20. nóvember 1959. Enda
var það meðal fyrstu verkefna
viðreisnarstjórnarinnar að finna
ráð til að forða frá bjargarskorti
sem blasti við um áramótin 1959
—1960, ef ekki var að gert.
Flest tekizt voimm
betur
Nú hefur breyzt svo frá árs-
lokum 1959 til ársloka 1964, að
hagurinn út á við hefur í heild
batnað um h.u.b. 175 milljónir
króna.
Um allar þessar tölur og sam-
anburð er sjálfsagt að hafa í
huga, að þær gefa ekki full-
komna mynd af ástandinu. —
Skuldaaukning getur vel verið
réttmæt og beinlínis til hags.
Þar veltur ekki sízt á því, hvort
hún er afleiðing þess, að lifað
er um efni fram, -eða umfram fé
er varið til arðbærra fram-
kvæmda. Eins er það ljóst, að
þrátt fyrir nauðsynlegar, arðbær-
ar framkvæmdir, þá er skynsam-
legt að eiga gjaldeyrisSjóð, eins
og hin síðari ár hefur verið safn-
að, en hann nam í árslok rúmlega
1800 milljónum króna. Með
gjaldeyrissjóðnum hefur skapazt
grundvöllur frjálsræðis i verzl-
un og athöfnum, sem fært hef-
ur þjóðinni ómældan hag.
Skuldaaukningin á árunum
1956 til 1959, var varhugaverð,
fyrst og fremst vegna þess að
hún stafaði af því, að þá var lifað
umfram efni, þótt ýmislegt nyt-
samlegt væri gert. Nú
hefur, þrátt fyrir bættan hag út
við, einnig verið keypt ógrynni
af ýmis konar framleiðslutækj-
um, samgöngutækjum og marg-
háttuðum efnivörum til betri lífs
hátta. Það er þess vegna ekki um
að villast, að tekizt hefur það,
sem heitið var, að efnahagslíf
þjóðarinnar kæmist á traustan
og heilbrigðan grundvöll.
Framleiðsluaukning hefur ver-
ið örari nú en á nokkru öðru
tímabili, sem gögn eru fyrir
hendi um. Á árunum 1956 til
1958, var meðalvöxtur þjóðar-
tekna á mann 3,5% árlega, en
1961—1964 6,1%.
Ekki þarf að deila um það,
að á stjórnarárum Viðreisnar-
stjórnarinnar hefur verið meiri
eftirspurn eftir vinnuafli en
nokkru sinni fyrr, og að lífskjör
þjóðarinnar hafa farið stórbatn-
andi. Óyggjandi skýrslur sanna,
að launtakar hafa fyllilega hald-
ið sínum hlut af vaxandi þjóð-
artekjum. Annars þarf hver ein-
staklingur ekki skýrslur um sinn
eigin hag. Hann finnur það bezt
sjálfur, hversu hagurinn er nú
stórum betri en áður fyrr. Því,
sem lýst var sem „meginstefnu“
Viðreisnarstjórnarinnar, hefur
þess vegna vissulega tekizt að
ná. Öll hin einstöku atriði, sem
talin voru í síðari hluta yfirlýs-
ingarinnar hafa einnig verið
efnd.
Þörf á málef nalegu
samstarfi
Játa verður hinsvegar að þótt
verðbólguþróunin sé nú langt frá
því eins háskaleg og hún var
þegar Hermann Jónasson baðst
lausnar fyrir vinstri stjórnina,
hefur enn ekki tekizt að lækna
verðbólgumeinið, né að stöðva
ka«pphlaup milli verðlags og
kaupgjalds. Frá hinum óviðráð-
anlega háska, sem við blasti í árs-
lok 1958, hefur verið forðað, en
enn skapast stöðugt erfiðleikar
af verðbólgunni.
Ríkisstjórnin hefur og aldrei
farið dult með þá hættu, sem af
því stafaði, að ekki hefur tekizt
að lækna verðbólgumeinið. Ólaf-
ur Thors gerði hana einmitt að
sérstöku umræðuefni í áramóta-
ræðu sinni á gamlársdag 1962,
síðustu áramótaræðu sinni, sem
haldin var einmitt þegar kosn-
ingar fóru í hönd. Og í stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar nú
er einmitt rækilega að þessu
vandamáli vikið.
Sannleikurinn er sá, að þó
ýmsu sé ábótavant, þá héfur nú-
verandi ríkisstjórn að mörgu
leyti tekizt betur samstarf við
hin voldugu almannasamtök í
landinu hejdur en vinstri stjórn-
inni. Það er vegna þess, að nú-
verandi stjórn leitar eftir raun-
hæfu málefnalegu samstarfi, en
vinstri stjórnin, sem einmitt þótt
ist byggja tilveru sína á sam-
starfi við þessi samtök, gerði það
á óraunhæfum, fölskum pólitísk-
um grundvelli. Vandamálið nú
er ekki sízt hinn mikli klofning-
ur innan verkalýðshreyfingar-
innar sjálfrar