Morgunblaðið - 17.10.1965, Síða 25
! Sunnudagur 17. október 1965
MORGUNBLAÐiÐ
Fólk í fréttum
Þótt enska aðmírálsdóttirin og
Býningarmærin fyrrverandi, Fi-
ona Thyssen, hafi nýlega skilið
við eiginmann sinn, þýzka iðju-
ihöldinn Hans Heinrich Thyssen,
ihefur hún ekki í hyggju að gefa
þýzka karlmanninn upp á bátinn,
heldur ætlar hún að leita aftur að
eiginmanni nr. 2 í Þýzkalandi.
Hún segir nefnilega um énsku
karlmennína, að þeir hafi ekki
snefil af hæfileikuin til þess að
skilja kvenfólkið, að þeir séu
yfirgengilega sjálfselskir, og að
ástúð þeirra líkist miklu fremur
ástúð skröltorma en karlmanna.
Bandaríski kvikmyndafram-
leiðandinn Tomas Kendall, hefur
höfðað skaðabótamál gegn Feisal
Saudiarabíukonungi og nemur
krafa hans hvorki meira' né
minna en 214 milljónum punda.
Ástæðan fyrir þessu mikla skaða-
toótamáli er, að þegar Kendall
var fyrir nokkru ásamt konu
sinni og fimm börnum á flugi
yfir Saudiarabíu í flugbáti sín-
um, skutu hermenn Feisals á
flugbátinn með þeim afleiðing-
-um að Kendall særðist nokkuð
og var af þeim sökum að nauð-
lenda. Ekki tók betra við þegar
þau voru lent, því að þá hand-
tóku hermennirnir þau Og stungu
í fangaklefa. Þar urðu þau að
dúsa heilan dag án þess áð Ken-
dall fengi nokkra læknisaðstoð.
1 Allmikil fjölskyldudeila hefur
nú risið upp í Svíþjóð, vegna
þess að auðkona nokkur þar arf-
ieiddi 11 ára frænda sinn, Sven
Rautenberg að nafni, að öllum
eigum sínum, en þau eru metin
ó rúmlega 120 millj. ísl. krónur.
Þessu hafa fimm nánir ættingjar
konunnar ekki viljað hlíta og
reyna nú að fá erfðaskrána ó-
nýtta. Segja þeir, að engin vitni
hafi verið viðstödd er konan
gerði erfðaskrána og af þeim
sökum1 geti hún ekki talizt lög-
leg. Maður hinnar látnu konu
segir að ástæðan fyrir því, að
hún skyldi arfleiða Sven að öllum
eigum sínum væri sú, að hann
væri sá ættingja konunnar, sem
byggi yfir mestum hæfileika og
gáfum, hann virtist hafa við-
skiptahæfileika í ríkum mæli og
væri laus við allt sem héti leti.
Kvenréttindakonur í Banda-
rikjunum hafa unnið nýjan sigur
í baráttu sinni, því að nú hafa
þær innan sinna raða lögreglu-
stjóra, þann einaví landinu. Hún
heitir Sharon Mendenhall, 22 ára
gömul, og sér um að lögum sé
hlýtt í bænum La Crosse, í Kans-
esríki. Á myndinni hér fyrir of-
an sést hún á eftirlitsferð ásamt
þriggja ára dóttur sinni. Byssuna
ber hún miklu fremur til heiðurs
ljósmyndaranum en vegna nauð-
6ynjar, því að komi til mikilla á-
taka grípur aðstoðarmaðurinn
venjulega inn í. Hann er nefni-
lega Jack Mendenhall, eiginmað-
ur hennar, og var áður lögreglu-
stjóri, en vegna þess að reglur
mæltu svo fyrir, að aldrei mætti
endurkjósa lögreglustjórann,
varð hann að láta af embætti við
síðustu kosningar, og tók þá kon-
an hans við starfinu
25 ’
SARPIDONS SAGA STERKA -■-K- Teiknari: ARTHTJR ÖLAFSSON
„Ver skulum allir vera vel
vopnaðir", segir jarlsson, „og
viðbúnir, ef Tantilus fellur.
Skulum vér þá slá hring um
berserkina alla og drepa þá
alla saman“.
Þeir kváðu svo vera skyldi.
Og eftir það vopnuðust þeir,
og gengur svo konungur út og
öll hirðin af borginni.
Tantilus kallar þá til konungs
og mælti: „Ertu nú viðbúinn að
reyna við mig?“
I»á gengur Karbúlus fram og
svaraði honum:
„Miklu ertu argari en svo,
þrællinn þinn, að þú sért þess
verður að ganga á hólm við
konung, og er eg sá, sem ætla
að mæta þér á hólmi“.
Tantilus mælti: „Það hafi eg
í skilorði við konung, að hann
skyldi sjálfur við mig berjast,
en eg vil eigi auðvirða mig svo
að reyna við þræla hans“.
Karbúlus svaraði: „Þú munt
nú hljóta að hlýða annarra lög-
um, en ekki aðrir þínum.
JAMES BOND -■*-
"Xr~
■Xr
Eftir IAN FLEMING
— Ég óska yður til hamingju, kæri Bond.
Eins og Mathis getur sagt yður, er það
furðulegt, að þér skuluð vera á lífi. Mér
hafa nokkrum sinnum áður verið fengnir
í hendur sjúklingar, sem hafa hlotið á-
þekka meðferð og þér, en einginn þeirra
JÚMBÖ ' —
hefur nokkru sinni komizt jafn vel frá
því og þér.
— Ég hef fengið leyfi til þess að vera
með þér í tíu mínútur og fyrst af öllu er
ég með skilaboð. „N“ hringdi og sagði að
hann væri mjög ánægður með frammi-
stöðu þína og að fjármálaráðuneytinu
hefði Iétt stórum, að þú skyldir fara með
sigur af hólmi í spilavítinu.
— Það er ánægjulegt. Þetta er í fyrsta
skipti sem hann játar tilveru sína, hugsar
Bond með sjálfum sér.
Teiknari: J. M O R A
—■ Halló? Kratuld skipstjóri? Það er ég
. . . ég hef starfa handa þér. Það snýst um
það að sigla með nokkra náunga í elztu
skútunni þinni.
Kratuld skipstjóri hlýtur að hafa svar-
að á óhemju sniðugan hátt, því að feiti
maðurinn öskraði af hlátri. — Hvern skoll-
ann skyldi hann nú ætla að fara að fram-
kvæma, hugsaði Kasimir undrandi.
— Heyrðu, skipstjóri, þekkir þú þjón-
inn í veitingahúsinu Langosta . . . ? Fínt!
Það var einmitt þessi þjónn, sem af-
greiddi vini okkar þrjá, og stuttu eftir
framangreint símtal, kom hann til þeirra
með bakka. — Það er vani hér í húsinu
að gefa nýjum gestum sitrónusafa, sagði
hann. — Ah, hrópuðu Júmbó og Spori
í kór.
KVIKSJÁ —■ -K— —■—■-><—*- Fróðleiksmolar til gagns og gamans
COetWH
KLÓKINDI MANNAPA
Vísindin hafa marg sinnis
reynt að komast til botns í og
finna mælikvarða á það, hve
mannlegir mannapar geti verið.
í rannsóknarstofu náttúrufræð-
inga Yale-háskóla voru gerðar
nokkrar tilraunir í þessa átt og
leiddu þær m.a. í ljós, að
sjimpansar voru færir um að
starfa með nokkurs konar „tákn
um“, sem í þessi tilfelli voru
mismunandi litar plastskífur
(„peningar") og ef þær voru
settar rétt í sjálfsala, sem hafði
verið komið fyrir í rannsóknar-
stofunni fengu þær hann til þess
að starfa. Sjimpansarnir voru
ekki lengi að finna það út, að ef
þeir settu hvíta „mynt“ í sjálf-
salann, þá fengju þeir grape-
aldin út, en ef þeir settu bláa
mynt, fengju þeir tvö grape-
aldin og ef þeir settu rauða
„mynt“, fengju þeir vatnsglas.
Vísindamennirnir gerðu einnig
tilraun með það að láta sjálf-
salann gefa öpunum þrjár
„myntir" í stað hverrar einnar,
sem þeir settu í sjálfsalann og
þeir voru fljótir að skilja það,
að þá gætu þeir keypt fleiri
aldin og meira vatn. Það sýndi
sig, að þegar svona var komið,
voru aparnir nákvæmlega jafn
ólíkir og mennirnir eru, því að
sumir héldu áfram að draga
„peninga“ út úr sjálfsalanum,
þegar aðrir hættu strax og þeir
höfðu fengið fyrir „daglegu
brauði“.