Morgunblaðið - 17.10.1965, Page 31

Morgunblaðið - 17.10.1965, Page 31
Sunnucfagur 17. október 1965 MORCU N BLADID 31 Svissneski fiðluleikarinn Calame hjá Tónlistarfél. SVISSNESKI fiðluleikarinn Blaise Calame og píanóleikarinn Jean-Claude Ambrosini eru vænt anlegir hingað um helgina. >eir koma á vegum Tónlistarfélagsins og ætla að halda tvenna tónleika, á mánudags og þriðjudagskvöld 18. og 19. þ.m. Á efnisskránni eru verk efíir Vivaldi, Beethov- en, Debussy, Paganini og Wieni- awski. Blaise Calame er fæddur og Leiðrétting í VIÐTALI við Vestur-íslend- inginn Sigurð 'Brynjólfsson og konu hans í Mbl. 6. þ.m. var sagt að Sigurður hefði flutt með foreldrum sínum til Vesturheims 1912. Þetta er rangt, því for- eldrar hans fluttu aldrei til Kanada, en sjálfur flutti Sig- urður árið 1922. Eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. FASTEIGNASALAiy Hafnarstræti 4. Nýtt s'imanúmer - 2 3 5 6 0 Ef þér þurfið að kaupa eða selja fasteign, þá hafið samband við skrifstofuna. Jón Ingimarsson, lögmaður Sími 20555. Kristján K. Pálsson, fasteignaviðskipti (Kvöldsími 36520). uppalinn í Sviss. Fyrsti kennari hans í fiðluleik var André Rib- aupierre. Er hinn frægi fiðluleik- ari og kennari Carl Flesch hafði eitt sinn af tilviljun heyrt Calame æfa sig, bauð Flesch hon um að verða nemandi sinn. Hjá honum var Calame nokkurn tíma eða þar til Flesch lézt, en hélt þá til Brtissel, þar lauk hann námi við konunglega tónlistarháskól- ann árið 1947. Kennari hans í fiðluleik var Alfred Dubois. >að ár hlaut hann fyrstu verðlaun í fiðluleik (Artur Grummiaux verðlaunin), og árið 1950, fyrstu verðlaun fyrir kammermusik. Frá Brussel hélt Calame til Parísar þar sem hann hefir verið búsettur síðan. í>ar stundaði hann framhaldsnám hjá George Enesco, hinum fræga fiðluleikara og tónskáldi. Calame hefir haldið tónleika Afmæ’isrit Hins ísl. biflíufélags komið út víða um heim ,bæði í Evrópu, Ameríku, Afríku og Asíu og hlot ið ýms alþjóðleg verðlaun fyrir fiðluspil. Hann eignaðist nýlega Sti’adivarius fiðlu, sem ber nafn- ið ,,Le Laurie“ frá 1722. Þessi fiðla er úr Mendelssohns-safninu og var á sínum tíma eign Josephs Joachims. Þessir tónleikar Tónlistarfé- lagsins verða þeir níundu í röð inni þetta ár. Askorun vegna Kjarvalssýningu í SAMBANDI við áttræðis- afmæli Jóhannesar Kjarval hef- ur sýning verið opnuð í Lista- mannaskálanum á nokkrum úr- valsmyndum málarans. Allir eru velkomnir á þessa sýningu og a’ðgangur ókeypis. í salnum geta gestir hinsvegar keypt sýningarskrána, sem jafn- framt er happdrættismiði, og hefur listamaðurinn sjálfur gefið málverk í ihappdrættisvinning. Miðinn kostar 100.00 og rennur allt andvirðið í sjóð, sem lista- máðurinn mun afhenda J því skyni að koma á fót nýjum Lista mannaskála í höfuðborginni. Þeir sem kaupa happdrættismiða á sýningunni, minnast afmælis listamannsins á þann hátt, sem hann hefur sjálfur óskað, og er ætlazt til að þeir riti nöfn sín í sérstaka bók, Kjarvalsibók, sem þar liggur frammi. Foreldrar leyfið einnig börnum yðar áð sjá Kjarvalssýninguna, kaupa happdrættismiða og skrifa nöfn sín í Kjarvalsbók og styðja með því áform listamannsins um byggingu nýs Listamannaskála. Sigurður Sigurðsson Sveinn Kjarval Jón Þorsteinsson Alfreð Guðmundsson Kristján Jónsson Ragnar Jónsson. i BIÐJID UM LAMPA F RÁ BAST Þeir eru seldir á eftirtöldum stöðum: Verzl. Lampinn, Laugavegi 68 — Lýsing s.f., Hverfisgötu 64 — Raf- tækjav. Júlíusar Björnssonar, Austurstræti 12 — Hús- gagnaverzl. Víðir, Laugavegi 166. Viljum sérstaklega vekja athygli á kcramiklömpum (model úr íslenzkum hraunleir frá Glit. Ef þér ætlið að kaupa góðan lampa, þá hiðjið um lampa frá Bast. i^erðið mjög hagstætt. LAMPACERDIN BAST, Reykjavík JARNSMIÐJUR Skerpum hjólsagarblöð fyrir öxulstál og profile. Nýjar og fullkomnar vélar. bitstál Sín,; 2,-50° Grjótagötu 14 UM þessar mundir eru 150 ár lið in frá því er Hið íslenzka biflíu- félag var stofnað. Það er ári eldra en Hið íslenzka bókmennta félag og því elzta starfandi félag landsins, að því er biskup ís- lands herra Sigurbjörn Einarsson sagði blaðamönnum á fundi er hann hélt i fyrradag ásamt tveim stjórnarmönnum félagsins þeim Ólafi Ólafssyni kristniboða og séra Óskari J. Þorlákssyni, dóm- kirkjupresti. Tilefni fundarins var það, að kynna blaðamönnum nýútkomið afmælisrit félagsins, sem er allt hið smekklegasta og rekur sögu félagsins í höfuðdráttum. Markmið Biflíufélagsins hefur ávallt verið að gera almenningi kleift að eignast ódýrar biflíur og að sjá um sem víðtækastar dreifingar hennar. Fyrsta biflíu- félag heimsins, hið brezka, er stofnað 1804 ,einungis 11 árum áður en hið íslenzka var stofnað Um það leyti mun biflían hafa verið til á um 70 þjóðtungum en nú mun hún hins vegar vera til á um 1200. Er það því mikið starf, sem biflíufélögin hafa innt af hendi og hafa eftirfarandi fé- lög unnið hvað ötulast að því starfi: hið brezka, bandaríska, hollenzka, skozka og þýzka. Þá gat biskup þess, að fyrsta biflían, sem Hið íslenzka biflíu- félag hafi staðið að, hafi komið út 1841. Árið 1866 kemur svo út önnur biflía og er hún styrkt af brezka biflíufélaginu, en það studdi síðan allar íslenzkar biflí- ur þar til Hið íslenzka biflíu- félag tók við útgáfunni að fullu árið 1956. Segir það sig sjálft, að til frekari biflíuútgáfu þurfi miklu meira fé, en verið hefur og mun afmælisritinu ætlað að styrkja biflíuútgáfuna að nokkru leyti. Hins vegar tekur Biskups- skrifstofan ávallt með þökkumi á móti gjöfum. í dag verður þessara merku tímamóta Hins íslenzka biflíufélags getið í kirkjum lands ins og verður fólki gefinn kost- ur á að eignast afmælisritið, sem selt ver-ður í kirkjum Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar. í kvöld verður svo afmælishátíð í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar mun kirkjumálaráðherra Jó- hann Hafstein flytja ávarp og kveðju til biflíufélagsins. Flutt verður kveðja frá Háskóla ís- lands og ennfremur mun fram- kvaémdastjóri Sameinuðu biflíu- félaganna, en hið íslenzka er að- ili þar að, segja nokkur orð. Að síðustu mun Páll Kolka læknir flytja ræðu. Viðstaddir verða gestir frá hinu brezka og hinu skozka biflíufélagi. Þá gat biskup þess að nýlega hefði ónefndur maður gefið bif- líufélaginu veglega gjöf sem væru allar biflíur ,sem gefnar hefðu verið út af félaginu. Til þessa hefði félagið engan bóka- kost átt, ekki einu sinni sínar eigin biflíur og væru þeir mjög þakklátir fyrir þessa gjöf. Kvaðst hann gjarnan vilja óska að félagið mætti auka bókakost sinn í framtíðinni. Ávallt er verið að vinna að nýrri þýðingu biflíunnar og væri það dýrt þolinmæðisverk. Hins vegar hefði Ásmundur Guðmunds son biskup gefið handrit að þýð- ingu Nýja testamentisins, er hann hefði gert og hefði nefnd sú er ynni að endurskoðun text- ans texta Ásmundar til hliðsjón- ar. Að lokum skal mönnum bent á að kaupa hið vandaða afmælisrit, sem er góð ög falleg eign. Kaupmannahöfn, 16. okt. NTB. • Um það bil eitt hundrað vinstrisinnar söfnuðust sam- an úti fyrir bandaríska sendi- ráðinu í gærkvöldi og mót- mæltu stefnu Bandaríkja- stjórnar í Vietnam. Nýtt blað BEAT m/mörg- um litmyndum. Verð kr. 20,00. Sendum burðargjaldsfritt ef greiðsla fylgir. FRÍMERKJASALAN Lækjargötu 6 A Saumanámskeið Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA, Kópavogi, gengst fyrir saumanámskeiði, sem hefst mánudaginn 18. þ. m. kl. 20 í Sjálfstæðishúsinu Kópavogi. Þátttaka tilkynnist í síma 40708 og 41286. Konur, notfærið ykkur þessa aðstoð við undirbún- ing jólanna. Stjórn EDDU. ,t, GIJÐMUNDUR B. JÓNSSON frá Höfða, Reykjavíkurvegi 23, andaðist í Landakotsspítala 15. þ. m. — Fyrir hönd vandamanna. Kristján Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.