Morgunblaðið - 14.11.1965, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.11.1965, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. nóv. 19® Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu Ég þakka nemendum lýðháskólans á Hvítárbakka og öllum þeim, sem minnugir eru skólans og stofnunar hans fyrir 60 árum. Einkum beini ég þakklæti mínu til Rík- isútvarpsins, þeirra, sem hlut áttu að dagskránni fyrsta vetrardag, síðasta skólastjóra á Hvítárbakka, Lúðvíg Guðmundssyni og konu hans Sigríði Hallgrímsdóttur, og síðustu nemendum skólans. Reykjavík, 10. nóvember 1965. Ásdís Þorgrímsdóttir. Konan mín og amma okkar, INGIBJÖRG DANÍELSDÓTTIR RICHTER andaðist 13. þessa mánaðar. Stefán Richter og börn. Móðir okkar, MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR BERNDSEN lézt að Landakotsspítala, 12. þessa mánaðar. Sóley Berndsen, Margrét Berndsen, Guðný Berndsen, Brynhildur Berndsen, Pétur Berndsen, Ewald Berndsen. Útför systur okkar, FRIÐRIKKU KRISTJÖNU HALLGRÍMSDÓTTUR frá Vogum, er andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði 11. nóvember sL, verður gerð frá Kálfatjarnarkirkju þriðjudaginn 16. nóv. kl. 2 e.h. Elínborg Hallgrímsdóttir, Lára Hallgrímsdóttir, Egill Hallgrímsson. Útför SIGURÐAR ÓLAFSSONAR fyrrum útgerðarmanns, Höfn, Hornafirði, fer fram þriðjudaginn 16. nóvember. Athöfnin hefst kl. 11 f.h. í Barnaskólanum í Höfn. — Jarðsett verður frá B j arnaneskirkju. Aðstandendur. Faðir okkar, ÞÓRARINN JÓNSSON Ásvallagötu 40 (Melnum), verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 16. þessa mánaðar kl. 1,30 e.h. Börnin. Jarðarför elskulega mannsins míns, sonar, föður og bróður, GUÐJÓNS HJÖRLEIFSSONAR múrarameistara, Brunnstíg 8, Hafnarfirði er andaðist þriðjudaginn 9. þ.m. fer fram frá Keflavík- urkirkju þriðjudaginn 16. nóvember kl. 1,30 e.h. Fyrir mína hönd, foreldra, barna og systkina. Sigríður Þorvaldsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar, ÓLAFS Eyvindur Ólafsson, Bjarndís Bjarnadóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Ferjubakka. Börn, tengdabörn og barnabörn. i Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður, ÞÓRÖNNU FRIÐRIKSDÓTTUR Einar Á. Scheving, Sigurlín Einarsdóttir, Árni Fr. Scheving, Auður Scheving, Birgir Scheving, Guðbjörg Hákonardóttir. Hraðritari Stúlka, vön enskri hraðritun, óskast til starfa á aðalskrifstofu okkar nú þegar, til þess að annast enskar og íslenzkar bréfaskriftir. Upplýsingar á skrifstofu okkar, Suðurlandsbraut 4. Oliufélagið Skeljungur hf. 2ja—3ja herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. Fólk utan af landi. Fjórar fullorðnar í heimili. Góðri umgengni og reglusemi heitið. Fyrirframgreiðsla, vinsamlega hringið í síma 40495 eftir kl. 19. Skrifstofustúlka óskast við gott fyrirtæki til þess að ánnast síma- vörzlu og vélritun. Nokkur enskukunnátta nauðsyn- leg. — Gott kaup. — Tilboð, merkt: „Skrifstofu- stúlka“ sendist í pósthólf 604 fyrir laugardaginn 20. nóvember nk. Hollenzkar handtöskur loðhúfur og hattar Ný sending tekin fram á morgun. Bernhard LaxdaE Kjörgarði Höfum kaupanda að einbýlishúsi eða 5—6 herb. sérhæð í tvíbýlis- húsi í smíðum í Reykjavík eða KópavogL FASTEIGNASALAN Hafnarstræti 4. Sími 23560 (á kvöldin 36520). Smiðir öskast til vinnu við innréttingar í kaupstað úti á landi. — Upplýsingar í dag kl. 1—5 e.h. í síma 12785. Handbók um íslenzk frímerki 1944—1964 er nýkomin á markaðinn og fæst í frímerkjaverzl- unum borgarinnar. Félagsmenn í F. F. geta fengið bókina í herbergi félagsins að Amtmannsstíg 2. Er þetta fyrsti hluti handbókar um íslenzk frímerki frá 1873. — Frímerkjasöfnurum er bent á, að upplag bókarinnar er einungis 500 eintök. Peysujakkar dönsk úrvalsvara Höfum fengið þessar fallegu flíkur í öllum stærðum og 3 litum — gráum, brúnum og bláum. Þetta er kjörinn jólajakki á litla soninn og hlýleg og skemmtileg jólagjöf handa eiginmanninum. ' * Verzlun O. L. Traðakotssundi 3 (á móti Þjóðleikhúsinu). 95 dra í dag: Olofía Klemenz- dóttir \ hjúkrunarkona í DAG, fjórða sunnudag í vetri, er 95 ára afmæli í Elliheimilinu í Skjaldarvík. Ólafía Klemenz- dóttir fyrrverandi hjúkruinar- kona í Reykjavík, sem undan- farin 9 ár hefur dvalizt á Skjald arvíkurheimilinu minnist þess nú með vinum sínum þar, að 95 ár eru að baki. Ólafía á ekki börn eða niðja. 1 svana hárri elli er tilfinnanlegt, að allt hið fyrra er farið, ættingjar ungu áranna dánir og vinir mið-ævinnar horfn ir af vettvangnum. Ólafía Ingibjörg Klemenzdótt- ir er fædd í Eystri-Saltvík á Kjalarnesi 14. nóv. 1870. Voru foreldrar hennar hjónin Klemenz Björnsson og Ragnheiður Jó- hannsdóttir, sem þá bjuggu i Eystri-Saltvík, bæði húnvetnsk að uppruna. Heitir Ólafía eftir langafa sínum Ólafi bónda á Vindihæli Sigurðssyni, föður Guð mundar bónda á Vindhæli föður síra Davíðs á Hofi. — Ólafía var ein 17 systkina, en alsystkyn hennar 8. í þessum stóra hóp ólst Ólafía upp fyrst í Eystri-Saltvík, en síðan í Brautarholti, er faðir hennar fór þangað búnaði sín- um. Og í Brautarholtsgarði eru nú óðum að týnast leiði foreldra hennar og margra systkina. Á nítjánda ári réðst Ólafía í hús í Reykjavík. Var þar aldanskt heimili og ekki talað íslenzkt orð. Mun sú reynsla hafa orðið til hagræðis síðar, er leið Ólafíu lá til Danmerkur, en þar stund- aði hún hjúkrunamám, aðallega í Árósum. Þegax ekki var eftir nema lokaprófið skall styrjöldin á, svo halda varð heim við svo búið. Aftur ætlaði Ólafía að fara utan og ljúka náminu form- lega, en læknarnir í Reykjavík löttu fararinnar og varð ekki af. En eins og aðstæðumar voru mun hafa þótt slæmt að missa Ólafíu burt, jafnvel aðeins um sinn, en allt frá því er hún kom heim frá Danmörku vann hún á vegum Reykjavíkurlæknanna að heimilishjúkrun. Mikil þörf var fyrir sjúkrahjáip í heimahúsum, en erfið skilyrði, ekki sízt hjá Ólafíu Klemenzdóttur, sem alltaf hjúkraði þeim helzt, sem ekki áttu en mest þurftu. Er margs að minnast af löngum starfsferli, þegar hvergi var hlífzt, ein dagur og nótt urðu að einni vöku. Og fyrir alla sína fórnarlund og fá- tækrahjálp fyrri ára hlýtur Óla- fía nú blessun góðrar elli, er hún hefur setzt að í vökulokin, Hún, sem minnist æskunnar á Kjalamesi, dvaldi ung með Dön- um og vann sitt mikla ævistarf í Reykjavík, imir vel um' af tan- inn norður við Eyjafjörð. Þar hefur húm mætt vináttu framandi fólks og þakkar nærfærni og ein staka velvild Stefáns Jónssonar, forstjóra heimilisins. Ólafía Klemenzdóttir ber ekki einkenni hins tíuinda áratugs. Erfiði og áxeymsla starfsáranna hefur verið henni eðlilegra og kærara en svo, að þess sjái merki eftir á. Hún er há og grannvax- in og ber vel uppi hinn þjóðlega búning. Og hún er svipmikil eins og allir, sem búa yfir mikltim gáfuim, svipfalleg eins og þeir, sem eru góðir. Ágúst Slguiðsson, Möðruvöllum. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.