Morgunblaðið - 20.11.1965, Page 25

Morgunblaðið - 20.11.1965, Page 25
MORCUNBLAÐIÐ 25 J Lawgpgrdagur 20. nðv. 1965 Ungi listmálarinn tók ungu og fallegu fyrirsætuna 1 fangið og lét eldheitum kossum rigna yfir hana. — Elskan mín, þú ert fyrsta íyrirsætan, sem ég kyssi, hvíslaði hann. — O, Játtu ekki svona, þú segir þetta bara, — Nei, þetta er dagsatt og ég «et meira að segja sannað þér það. — Jæja, gerðu það þá. — Sérðu til, allar myndir sem ég hef málað hingað til eru landslagsmyndir. Maurioe Chevalier var fyrir nokkru staddur í London hjá brezka kvikmyndajöfrinum Art- hur Rank og ræddu þeir um væntanlegan kvikmyndasamning þeirra á millL Ung og falleg stúlka, einkaritari Ranks, var við stödd til þess að skrifa niður at- hugasemdir, ef einhverjar skyldu verða. t>egar stúlkan var farin úr skrif etofunni, sagði Chevalier í mik- illi geðshræringu: — Ó, en sú synd. En sú mikia synd fyrir hana. — Nú, hvað meinið þér, spurði Rank. — Sko. Svona ung og falleg og ekki i Paris. I>vílík synd. — Komdu maður, þú getur alltaf logið því til í vinnunni, að þú þurfir að vera viðstaddur jarð arför ömmu þinnar. — Það gengur ekki. Ég vinn hjá afa. i, Faðirlnn: — Rektor hringdi i mig og sagði, að það væri ómögu legt að kenna þér nokkurn skap- aðan hluL Sonurinn: — Já, þetta hef ég alltaf sagt. Menntaskólinn er ó- mögulegur skólL th ” — Ég vil hér með leyfa mér að biðja um hönd dóttur yðar, því nú hef ég fengið svo góða stöðu, að ég get séð fyrir fjöl- •kyldu. — Ágætt, við erum sex í heim- UL í tvö ár hefur H. Skobitz í Kaupmannahöfn leigt ólöglega herbergi í villu sinni. Burtséð frá því að herbergið er ólag- lega leigt hefur Skobitz þessi ekkert gert til að gera það íbúðar hæfL Veggirnir eru ómálaðir og naktir, í herberginu eru 180 sentimetrar undir loft og frá leku vatnsröri streymir vstn um allt gólfið. Gluggamir er ör- litlir og í þeim er engin rúða heldur vírnet í þeirra stað, sem vindurinn næðir gegnum. Skob itz þótti óþarfi að kynda í her- berginu og skrúfaði ætíð niður í olíukyndingunnL Hreinlætis- ástandið var á sama stigi og að- búnaður leigjandans. Hann þurfti að þvo föt sín í skítugu baðkeri, sem Skobitz af náð sinni hafði úthlutað honum. Vet ur sem sumar þurfti hann að þvo sér í köldu vatni í sömu óvistlegu kompunni og baðker- ið var L Og í leigusamningnum var ekki gert ráð fyrir að leigj- andinn þyrfti að bregða sér á salernið. Honum var stranglega bannað að nota hin tvö salerni í villunni og þurfti að ganga kílómeters leið til almennings- salernis, ef hann þurfti að ganga örna sinna. Þegar hann spurði Skobitz um ástæðuna fyrir þvL að hann mætti ekki nota salerni villunnar, var svarið: — Ég hef tvær konur í hús- inu! Svo kom að því, sem engan skyldi undra að leigjandinn varð veikur og krafðist þess að fá að nota salerni í villunni. Kröfunni var af hendi Skobitz svarað með uppsögn. Leigjand- inn, sem hlýtur að hafa verið afskaplega þolinmóður maður fór með málið til nefndar, sem útvegar fólki húsnæði, en mjög erfitt viðfangs er að fá leigt í Kaupmannahöfn. Nefndin er nú að rannsaka málið og má búast við að Skobitz hljóti dóm fyrir ólöglega leigustarfsemi og ónærgætni við leigjanda, sem hann verðskuldar í ríkum mkli. >f! Greta Hopper bandarísk leik- kona var nýlega á ferð í Þýzka- landi og þurfti einu sinni sem oftar að ferðast í járnbrautar- lesL Andspœnis henni í lestar- klefanum sat maður við aldur, sem greinilega hefur litizt vel á hina föngulegu leikkonu og byrjaði að leita ásta hjá henni. Leikkonan varð ókvæða við og vísaði manninum á ónefndan stað og kvaðst kalla á brautar- tfcrðinn, ef hann héldi upptekn- um hætti. En maðurinn lét ekki segjast heldur es{>aðist við mót þróa Gretu. >á stóð hún upp og tók manninn og fleygði hon- um léttilega gegnum opinn klefa gluggann. Greta, sem hefur þjálfað Judo árum saman, seg- ist ekki hafa spurt til mannsins síðan. X- önnur bandarísk leikkona Mary Nilson að nafni, var eitt sinn á ferð um eitt af hinu myrku öngstrætum í úthverfum Lundúnaborgar. Þá vatt sér að henni maður með blikandi rýt- ing á lofti og skipaði henni að afhenda sér fjármuni sína taf- arlaust ella búast við öllu illu. í stað þess að leggja á flótta eða kalla á lögregluna eða falla í öngvit eins og flestar konur hefðu gert í sporum Mary fór hún að hlægja hátt og hvellt eins og þetta væri mjög fyndið. Bófinn varð fyrst furðulostinn og síðan dauðhræddur um að hér hefði hann komist í kast" við vitfirring og lagði á flótta. Mary Nilson segir: — Ekkert vopn gegn glæpamönnum er eins sterkt og aðhláturinn. ■»r JAMES BOND James Bond ->f' * -X-- Eííir IAN FLEMING Þessi Kinverji, Dr. NO . . ., er raun- verulega haldið, að hafi átt þátt i hvarfi tveggja starfsmanna okkar á Jama- ica? Við álítum einungis, að það þurfi að rannsaka málið. Skeyti yðar til landstjórans í Kingston. Við sendum honum skeyti til að láta hann vita til hvers þér komið. Á Crab Key-eyju skammt frá Jamaica. JÚMBð Það er svo nytsamlegt, að hafa stúlku i skrifstofu landsstjórans. Þú munt sjá um að þessi maður, James Bond, verði myrtur strax og hann kemur, Sam. Já, Dr. No. Teiknari: J. MORA Eini staðurinn, þar sem hægt var að koma festingum fyrir, var hár klettur á miðri eyjunni. — Það verður þó alltaf erfitt fyrir fjandmenn okkar að komast hingað upp, sagði Júmbó, en hvernig kom- umst við sjálfir þangað upp með alla bú- slóð okkar. — Við byggjum stiga, svaraði Mökkur. — Já, en ef mannæturnar nota hann sjálfir, spurði Júmbó aftur. ■— Það gera þeir ekki, svaraði prófessor- inn, því að hann verður hér að innan — inn i hellinum. Nú, svo getum við byggt lyftu. — Jæja, brettum þá upp ermarnar og hefjumst handa, sagði Júmbó ákafur. — Ég verð ekki í rónni fyrr en við höfum komið okkur fyrir á stað, þar sem við get- um varið okkur. KVIKSJÁ —K— Fróðleiksmolar til gagns og gamans 10.000 SKYRTUR KOMA FRÁ ENGLANDI Florence Nightingale þurfti á öllum sínum hæfileikum og starfskröftum að halda til þess að geta unnið við þær óhugnan- legu aðstæður, sem hún mætti í sjúkraskýlinu i Sukrai. En ákveðnar fyrirskipanir hennar kæfðu alla mótstöðu. Þegar það koim fyrir einn daginn að fjöldi sjúklinga varð hungurmorða meðan miklar matvælasending ar stóðu fyrir utan sjúkraskýlið óopnaðar, vegna þess, að það var ekki til vinnuafi til þess að opna kassana, fékk Nightgale nokkra sjúklinga, sem voru ekki mjög illa haldnir til þess að framkvæma það verk. Þótt hún væri fremur líitið fyrir bréfaskriftir, var það samt hin- um ákveðnu bréfum hennar til hermálaráðherrans að þakka, að það tókst að útvega 10.000 nýjar skyrtur fyrir sjúklingana að heiman. Sjúkraskýlin voru geysilega umsetin. og dagleg tala sjúklinga þar var 2400, enda þótt dauðsföllin væru milli 40 og 50%. Þessvegna mátti daglega sjá hóp burðar- manna bera inn særða hermenn og annan hóp sem bar út hina látnu. Vinnutími Nightgale á þessum timum, var vægast sagt mjög strangur — hún vann að jafnaði 20 tima sólarhringsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.