Morgunblaðið - 03.12.1965, Síða 3
Föstudagur 3. des. 1965
Af OR GUNBLAÐIÐ
3
ÞEGAR m.s. Gullfoss lagðist
hér að bryggrju í gærmorgun
kl. rúmlega átta með 175 far-
þega innanborðs, voru Ijós-
myndari og blaðamaður frá
Mbl. þeir fyrstu sem stigu um
borð. .
Ástæðan: Það hafði verið
skýrt frá því fyrir nokkru í
Morgunblaðinu, að Ólafur
Óskarsson forstjóri söltunar-
stöðvarinnar Hafaldan á Seyð
isfirði, hefði í hyggju að verð-
launa fimm stúlkur fyrir fré-
Ibær söltunarafrek með því að
bjóða þeim öllum í utanlands
ferð með Gullfossi þann 16.
nóvemiber. Við þetta stóð hann
Allur hópurinn saman kominn í Reyksalnum á Gullfossi. T.v.; Kristbjörg, Guðný, Gyða,
Guðbjörg, Margrét, Guðrún, og loks Ólafur Óskarsson og frú.
Kátar síldarstúlkur á ferðalagi
Fengu ferð með Gullfossi fyrir söltunarafrek
og hélt utan með söltunar-
stúilkurnar á tilsettum tíma.
Nú var Gullfoss kominn með
þær aftur, og auðvitað vorum
við sendir af stað til þess að
rabba svolítið við þær og Ólaf
um ferðina.
Við hittum allan hópinn í
reyksalnum. Við snerum okk-
ur fyrst að Ólafi og spurðum
hann, hver forsaga þessarar
ferðar væri, alveg eins og við
hefðum ekki minns.tu vitn-
eskju um það, sem hér var
getið að framan.
— Nú, þetta eru stúlkur,
sem búnar eru að vinna hjá
okkur í liO ár eða uppundir
það, svaraði hann. .— Allt
saman harðduglegar stúlkur.
Þær söltuðu allar um 1000
tunnur, en hún Kristbjörg
þarna Jónsdóttir sló nú samt
metið og saltaði 1017 tunnur.
Rn það gerir sér enginn grein
fyrir því, hvað það er, nema
að hafa unnið sjálfur við
söltun. Jæja, og svo ákvað
ég, að launa þeim þetta með
þessum hætti.
— Hvað voruð þið mörg í
a'llt, sem fóruð þessa ferð?
spurðum við, þar sem við sá-
um, að fjöldi stúlknanna var
tveimur betur en fimm.
— Átta, svaraði Óskar aft-
ur. — Það eru söltunarstúlk-
urnar,, þær Kristbjörg Jóns-
dóttir, Guðný Gústafsdóttir,
Gyða HeLgadóttir og Margrét
Sigurðardóttir. Svo er það
hún Guðrún Jónsdóttir, ráðs-
konan okkar, ég og frúin. Þið
skuluð bara kalla hana frú
Óskarsson, sagði Ólafur, og
allir hlógu.
<— Og hvert var svo haldið
fyrst, spurðum við nú stúlk-
urnar.
— Við sigldum fyrst til
Hamborgar og skoðuðum þar
borgina — undir ágætri leið-
sögn Ólafs og frúarinnar.
— Hvað fannst ykkur mark
verðast þar?
— Hópurinn skiptist nú á
augnagotum, brosleitur mjög.
— Hm. söfnin þarna ýru
anzi skemmtileg, svaraði Ólaf
ur svo, og allir hlógu.
— Jæja, og var síðan hald-
ið til Danmerkur?
— Já, og þá fórum. við
gegnum Kílarskurðinn til Kaup
mannahafnar. Þar skoðuðum
við borgina en fórum svo út
á Sjiáland. Þar á eftir sigld-
um við svo til Leith — það
var dýrlegt, sagði ein stúlkn-
anna af tilfinningu.
— Höfðu einhverjar ykkar
ekki farið út fyrir landstein-
ana áður?
Fjórar þeirra réttu upp
hendina — þær Kristbjörg,
Guðný, Gyða og Guðrún ráðs
kona.
— Og var ekki gaman?
— Jú, alveg yndislegt. Þetta
var eins og ævintýri.
— Urðuð þið ekkert veik-
ar? Fenguð þið ekki vont
veður?
— Það var dálítið slæmt á
tímabili, en þær stóðu sig al-
veg eins og hetjur, svaraði
kona Ólafs. — Þær meira að
segja dönsuðu hérna flest
kvöldin.
— En hvernig er nú að
vera komin heim aftur?
— Það er nú alltaf bezt
heima, svaraði Gyða. — Við
ætlum allar að salta næsta
sumar, bætti hún svo við.
— Já, örugglega, tóku hin-
ar undir með henni. — Og
við viljum að endingu þakka
hjónunum fyrir allt það, sem
þau hafa gert fyrir okkur.
Þær skýrðu okkur að lok-
um frá því, að þær ætluðu
allar að halda strax heim, en
engin þeirra er úr Reykjavík.
Þegar við spurðum þær að
endingu, hvort þær ætluðu
nú ekki sarnt að eyða svo-
litiu af sumarhýrunni hérna
í höfuðfoorginni, svöruðu þær:
— Sumarhýrunni? Hún er
löngu búin. Við vorum ekki
á síldanbát í sumar.
Stewart skýrir
málefni NATO
— reynir að fullvissa sovézka leiðtoga
um, að bandalagið immi ekki dreifa
gereyðingarvopnum
Moskva, 2. des. — NTB.
HAFT er eftir áreiðanlegum
brezkum heimildum í dag, að
stjórn Sovétríkjanna kunni að
breyta afstöðu sinni til sam-
komulags um bann við frekari
dreifingu kjarnorkuvopna. Var
frá þessu skýrt, eftir fund
Michael Stewart, utanríkisráðh.
Breta og forsætisráðherra Sovét
ríkjanna, Aleksei Kosygins, fyrr
í dag.
Sovézka stjórnin hefur fram
til þessa talið, að ekki sé grund-
völlur fyrir slíkum samningi,
vegna fyrirhugaðs kjarnorku-
hers Atlantshafsbandalagsins, —
NATO. Hefux hún talið, að
elíkur her kimni að gefa þjóðum
6em ekki hafa yfirráð yfir kjarn
orkuvopnum, vald til að beita
þeim.
Stewart mun hins vegar hafa
reynt að sannfæra sovézka
valdamenn um, að áætlun um
fyrirhugaðan kjarnorkuher feli
alls ekki í sér, að fleiri þjóðir
fái úrslitavald um notkun kjarn
orkuvopna. Muni það vald verða
í höndum þeirra, sem það hafa
nú þegar.
Sovézka stjórnin mun einkum
hafa óttazt, að V-Þjóðverjar
fengju undir hendur gereyðing-
arvopn.
Stewart er nú sagður þeirrar
skoðunar, að stofnun kjamorku
hers Atlantshafsbandalagsins
muni ekki standa í vegi fyrir
þvi, að Sovétríkin gerist aðili
að samningi, sem bannar frek-
ari dreifingu kjarnorkuvopna,
— þótt sovézkir leiðtogar séu
anmars lítt hrifnir af áætlunum
bandalagsríkj anna.
Stewart hélt í dag sjónvarps-
ræðu í Moskvu, þar sem hann
fór þess á leit, að Sovétríkin
taki höndum saman við Bret-
land um tilraunir til að binda
enda á styrjöldina í Vietnam.
Utanríkisráðherrann brezki
heldur heim á föstudag.
AKRANESI, 2. des. — 1 dag
bárust hingað 5000 tunnur af
síld af fjórum bátum austan af
Skeiðarárdýpi. Aflahæstur var
Óskar Halldórsson með 1860
tunnur. Meginið af síldinni er
hraðfryst og flakað. Afgangur-
inn er bræddur í Síldar- og fiski
mj öls verksmiðj unni.
— Oddur.
— „Heilaþvottur"
Framhald af bLs. 32.
kennisetningarnar lesnar yfir
viðkomandi dag eftir dag. Beitt
er jafnframt ýmsum brögðum,
sem miða að því að brjóta niður
mótstöðuþrekið. Bréf frá ættingj-
um eru athuguð, og hann fær að-
eins þau bréf í hendur, sem
flytja slæmar fréttir og sorgleg-
ar, en öðrum bréfum baldið eft-
ir. Um gang heimsmálanna fá
menn ekkert að vita, utan þess,
sem áróðursmenn kommúnista
bera á borð fyrir þá. Þá eru þeir
látnir rita nöfn sín á blöð, sem
síðan eru útfyllt. Fangaverðir eru
ákaflega vinsamlegir einn daginn,
en ógnþrungnir næsta dag“.
Handbók hersins er byggð á
frásögnum fyrrverandi stríðs-
fanga, sem hafa náð sér, eftir
slíka meðferð, og getað skýrt frá
aðferðum við „heilaþvott".
— Aðvörun
Framhald af bls. 32.
artilrauninni, 30. september, þótt
ekki sé beinlínis hægt að segja,
að hún hafi staðið að henni. Seg-
ir ráðherrann, að hann hafi beint
þeim tilmælum til vinstrisinn-
aðra manna í Indónesíu, að þeir
hættu tilraunum sínum til að
efna til æsinga.
Dr. Subandrio hefur aldrei áð-
ur verið svo berorður um þátt
Kína í þróun mála í Indónesíu,
og þykir nú fullvíst, að mikil
breyting hafi orðið á, til hins
verra, í samskiptum landanna.
Nokkrir æðstu menn hers
Indónesíu héldu í dag fund
með fréttamönnum í Djakarta
og Iýstu þeir því yfir, að hand
taka kommúnistaleiðtogans
Njono hefði sýnt, svo að ekki
yrði um villzt, að kommún-
istaflokkur Iandsins hefði
staðið að baki uppreisnartil-
rauninni. Njono er meðlimur
miðflokks flokksins, og aðal-
ritari kommúníska verkalýðs-
samtaka.
Á fundinum í dag var einn-
ig skýrt frá því, að aðalforsprakki
byltingarinnar hafi verið Aiditv,
sem sagður er látinn. Sú frétt var
þó ekki staðfest.
í dag var starfsemi kommún-
istaflokksins bönnuð á V-Borneó.
Áður hefur starfsemi flokksins
verið bönnuð á V-Jövu, S-Cele-
bes og víðar í landinu.
STAKSTFIIAR
Flokksstjómarfundur
Sósíalistaflokksins
í kvöld hefst fundur flokks-
stjórnar Sósíalistaflokksins, sam-
kvæmt fregnum Þjóðviljans.
Fróðlegt verður að fylgjast með
þvi sem þar gerist, en þótt ástand
ið hafi á síðustu árum verið mjög
slæmt hjá kommúnistum hefur
það þó líklega aldrei verið verra
en nú. Glundroðinn innan Al-
þýðubandalagsins og Sósíalista-
flokksins er algjör, þar er hver
höndin upp á móti annarri. Þeir,
sem til skamms tíma hafa staðið
saman á móti öðrum eru nú inn-
byrðis klofnir, og segja má með
sanni, að i þessari pólitísku
hreyfingu, ef hreyfingu skyldi
kalla, eru nú allir á móti öllum.
Deilurnar í Alþýðubandalaginu
eru nú raunar orðnar svo flókn-
ar, að erfitt er að henda á þeim
reiður, en þó er greinilegt, að tvö
mál gnæfa upp úr í því sambandi
nú á næstu mánuðum, en það
eru annarsvegar stofnun Al-
þýðubandalagsfélags í Reykjavik
og hinsvegar framboð Alþýðu-
bandalagsins við sveitarstjórnar-
kosningar í vor.
Alþýðubandalags-
félag í Reykjavík
Það hefur lengi verið krafa
þeirra manna, sem stutt hafa
Hannibal Valdemarssen, að stofn
að yrði í Reykjavík Alþýðu-
bandalagsfélag, en sem kunnugt
er, er ekkert slík félag starfandi
í horginni, en hinsvegar eru þau
starfandi á ýmsum stöðum úti
um land, og eru mjög öflug sums
staðar, öflugri heldur en Sósíal-
istafélögin á sumum stöðum.
Þannig er það t. d. á Norður-
landi eystra þar sem Björn Jóns-
son hefur ÖU völd. Þar eru
Sósíalistafélögin raunverulega
dauð. Og sama má segja um
Vestfirði, þar sem Hannibal
Valdemarsson ríkir. En Sósíal-
istaflokkurinn og sérstaklega
Sósíalistafélag Reykjavíkur hef-
ur jafnan reynt að koma í veg
fyrir stofnun Alþýðubandalags-
félags í Reykjavík, og hefur tek-
izt það hingað tU þrátt fyrir stór
orð og mikll’ loforð Frjálsrar
þjóðar, málgagns Hannibals
Vaidemarssonar og hans fylgis-
manna um það, að stofnun Al-
þýðubandalagsfélags í Reykja-
vík sé nú alveg á næsta leyti. Á
sl. vori mátti t. d. lesa í því blaði
boðskap um það, að nú mundi
Alþýðubandalagsfélag stofnað
innan skamms, og sérstök skrif-
stofa var opnuð við Skólavörðu-
stíg til þess að taka á móti nýj-
um félagsmönnum. Þeir munu
hafa reynzt vera tiltölulega fáir
og skrifstofunni fljótlega lokað.
Kosningar í vor
Þá er það einnig mikiff
áhyggjuefni kommúnistum
hversu fara muni um framboð til
sveitarstjóriia í vor. Ýmislegt
bendir til þess, að samstarfsað-
ilar kommúnista í Alþýðubanda-
laginu muni ekki hafa sérstakan
áhuga á að bjóða fram með þeim
á ný, og hyggi jafnvel á sjálf-
stætt framboð. Kommúnistar
hafa þegar hafizt handa um að
forða slíkri þróun mála og hafa
þeir haft samband við hina ólík-
legustu aðila til þess að reyna
að finna samkomulagsgrundvöll
um sameiginleg framboð í sveit-
arstjórnarkosningunum, en hann
hefur ekki fundizt enn. Þessi tvö
mál verða vafalaust mikið rædd
á flokksstjórnarfundi Sósíalista-
flokksins, en líklega hefur flokks
stjórn kommúnistaflokksins
aldrei komið saman til fundar
við jafn iskyggilegar aðstæður og
nú er í málefnum kommúnista-
flokksins.