Morgunblaðið - 03.12.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 03.12.1965, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fðstu'dagur 3. des. 1965 Vigfús Guðmundsson gestgjafi Minning VIÐ vorum átján, ungir menn og hraustir, sem settust á skólabekik í yngri deild Bænda- skólans að Hvanneyri, haustið 1911 og stunduðum þar nám, tvo vetur, með leiðsögn hins á- gæta skólastjóra, Halldórs Vil- hjálmssonar og samkennara hans. I>ar var gott að vera. Ég minnist þess timabils jafnan, *em skemmtilegustu ára æsku minnar. I>ar eignuðumst við all- ir marga góða og trygga félaga. Nú er nær helmingur þeirra horfinn yfir móðuna miklu. Nú síðast er það Vigfús Guð- mtuidsson, fyrrv. gestgjafi sem andaðist 24. f.m. af afleiðing- Kn bílslyss. Hann verður jarð- sunginn í dag frá Fossvogs- kirkju. Minningarnar leita á hugann og því vil ég festa nokkrar þeirra hér á blað í kveðju- •kyni. Ekki verður hér æfisaga rituð, en samkvæmt venju stiklað á helztu æfiatriðum. Veit ég þá að margir munu skrifa betur um það efni. Vigfús var fæddur að Eyri í Flókadal, Borgarfirði, 25. febr- úar 1890. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Eggertsson og Kristín Kláusdóttir, mestu sæmdarhjón af góðum ættum. Fimm voru börn þeirra og var Vigfús næst elztur. Fengu þau hið bezta uppeldi að þeirra tíð- ar hætti, en skólagangan varð lítil, aðeins fárra vikna tilsögn hjá farkennara fyrir ferming- una. En börnin vöndust strax við mikla vinnu. Vigfús sagðist hafa byrjað snemma að sitja fjárgæzlu þá, er hann innti af höndum síðar og varð frægur fyrir. >að var líka á þeim ár- um, sem hann ruddi veg yfir Sökkuásinn, einn síns liðs þótt lítill væri. Er það táknrænt dæmi um það, er síðar varð. Vigfús fór oft aðra leið, en sam- ferðamennirnir og gerðist því á ýmsan hátt brautryðjandi, sem síðar mun sagt verða. Vigfús var innan við tvítugt, þegar hann tók að sér að gæta Hvann- eyrarfjárins uppi á heiðum, frá því í miðjum maí og til júníloka otftast nær um 500 fjár, markaði öll lömbin og rúði hverja kind. Bjó alltaf einn í tjaldi. Til þess verks þarf karlmennsku, þrek og þolgæði. Ég man, að við fé- lagar hans á Hvanneyri litum upp til þessa einstæða útilegu- manns og dáðumst að hreysti hans. Hann sótti líka námið af kappi, þó erfitt væri — allar kennslubækur á dönsku, en tfæstir kunnu nokkuð í því máli. Og hann fór úr skólahum með loflegum vitnisburði. Þetta var •ina skólavera Vigfúsar um dag- ana og alltaf minntist hann þeirra ára með þökk og virð- ingu. Halldór skólastjóri kunni líka vel að meta hæfileika Vig- tfúsar, dugnað og trúmennsku. Annars hefði hann ekki falið honum svo vandasamt verk, íem fjárgæzluna árum saman. Haustið 1913 fór Vigfús til Noregs og vann þá um veturinn hjá stórbónda á Jaðrinum, m.a. við fjárhirðingu. Snemma vors hélt hann svo til Bandaríkjanna, þar sem hann stundaði fjár- geymslu og kúrekastörf í 3 % ár. Var það á hásléttum við Kletta- ijöllin. nærri Gulsteinagarðin- um, Þjóðgarði Bandaríkjanna. Enginn íslendingur var á þess- um slóðum og fyrstu tvö árin var Vigfús einn með hjarðir sin ar í námunda við villidyr, Indí ána og ýinsan lausingjalýð. Svaf hann alltaf með riffil og •kammbyssu, sitt til hvorrar handar. Mundu fáir leika þetta eftir. Síðasta veturinn vestra Stundaði Vigfús veiðar í Manit- obavatni og ferðaðist svo nokk- uð um byggðir ísl. áður en hann hélt heimleiðis með Gull- fossi gamla um mitt sumar 1918. Þegar hann kom til Ameríku átti hann 4 dollara í vasanum, en hafði efnast vel þar vestra. Mánaðakaup við fjárgeymsluna, fyrsta árið, var álíka hátt og árs kaup vinnumanna á íslandi um sama leyti. Þegar heim kom hugðist Vig- fús snúa sér að búskap og keypti dálítinn sauðfjárstofn. En þá var líka stríð verðbólga og ýmsir örðugleikar, sem urðu þess valdandi, að hann gat ekki framfylgt ætlan sinni. Þá urðu og önnur atvik þess Valdandi, að hann sneri sér að greiðasölu og rekstri gistihúss, fyrst í Borgar- nesi og svo á Hreðavatni, svo sem alþjóð er kunnugt. Það varð svo aðal starf hasns um 40 ára Skeið. En jafnframt stofnaði hann nýbýlið ,Bjarg við Borgar- nes og rak þar búskap nokkur ár. Jafníramt vann hann og mik ið að félagsmálum, bæði í æsku héraði sínu, Borgarfirði og í Rvík. Hann var eldheitur ung- mennafélagi og vann þeim alla tíð. Þá lét hann og stjórnmál mikið til sín taka og var lengi í stjóm Framsóknarflokksins og viðriðinn blaðaútgáfu flokksins. Einkum voru honum falin fjár- málin því að einn vina hans og samherja lét þau orð falla um Vigfús ,,a_ð öll fyrirtæki, sem hann kæmi nærri, hefðu vaxið annaðhvort að eignum eða áliti“. Vigfús var allharðskeyttur bar- áttumaður og varð því stundum fyrir hnútukasti ýmsra andstæð inga, svo sem títt er á landi hér. En hann lét það lítt á sig fá og víst er, að margir pólitískir andstæðingar hans voru gistivin ir hans og góðkunningjar. Vigfús studdi með ráðum og dáð allt það, sem horfði til menningarauka landi og þjóð. Hann vann mikið að stofnun Reykholtsskóla og gaf þangað stærstu gjöfina, sem einstakling ur hafði gefið, sagði Jónas frá Hriflu á fimmtugsafmæli Vig- fúsar. Fyrstu ferðaskrifstofu á íslandi stofnaði Vigfús, ásamt Einari Magnússyni kennara. Nokkur ár gaf Vigfús út bók- menntatímaritið „Dvöl“ sem varð mjög vinsælt undir stjórn hans. Fékk hann þar til liðs við sig unga menntamenn og margir ágætir rithöfundar skrif uðu í Dvöl. Á þann hátt gat Vigfús rétt mörgum ritfærum æskumönnum hjáli>arhönd. Ýms ir þeirra, sem byrjuðu að skrifa í Dvöl, eru nú vel þekktir rit- höfundar. Vigfúsi var alltaf á- nægja að rétta æskumönnum h-jálparhönd, og kunni vel við sig í hópi þeirra bæði á fund- um og gleðisamkomum. — Var hann þá stundum „hrókur alls fagnaðar, glaðastur hinna glöðu og yngstur hinna ungu“, sagði einn vinur Vigfúsar x afmælis- ávarpi. Síðasta áratug æfinnar tók Vigfús sig til og skrifaði fjórar bækur, tvær ferðabækur og end urminningar sínar í tveim bind- um. Bækur hans eru merkileg rit, sem geyma öðrum þræði fróðleik um framandi lönd og þjóðir og ágætar lýsingar á sam- tíð höfundarins, jfélagshreyfing- um þeirra tíma og fjöldamörg- um samtíðarmönnum. — Oft lít ég í endurminningar hans frá skólaárunum á Hvanneyri, mér til mikilla ánægju. Vigfús var tvíkvæntur. Fjrrri kona hans var Guðrún Björns- dóttir frá Bæ í Borgarfirði. Hún dó eftir tveggja ára sambúð. Eina dóttur áttu þau, Guðrúnu að nafni. Hún dó 10 ára gömul. Var það Vigfúsi sár harmur. Seinni kona Vigfúsar var Sigrún Stefánsdóttir frá Eyjadalsá. Þau slitu samvistum eftir nokkurra ára sambúð „í bróðerni", sagði Vigfús sjálfur. Væri gott ef fleiri gætu sagt hið sama, er slíka ákvörðun taka. Tvær dæt ur eignuðust þau, Sigrúnu Ásdísi og Heiði Önnu. Ásdís dó 4 ára gömul, en Heiður er stúdent og kennari að menntun, búsett hér í bænum, gift Birgi Guðjónssyni, camd. med. Þau eiga tvö böm, Ásdísi og Gunnar. Son átti Vig- fús með Jóhönnu Kristjánsdótt- ur, sem lengi var ráðskona í Hreðavatnsskála. Hann heitir Guðmundur Gaukur samvinnu- skólamaður að menntun, giftur Maríu Guðmundsdóttur. Þau eiga einn dreng, Vigfús. Börnin og barnabömin voru yndi og eftirlæti Vigfúsar í ellinni og í skjóli þeirra dvaldi hann síð- ustu missirin við góða aðbúð og atlæti. Þessi em þá helztu atriði úr æfisögu Vigfúsar, að ónefndum ferðalögum hans um allar álf- ur heims. Þar var hann líka brautryðjandi á vissan hátt. Fá- ir — eða jafnvel enginn íslend- ingur — hafa ferðast jafnmikið. H afnarfjörður Blaðburðarfólk óskast til að dreifa Morg- unblaðinu til kaupenda þess í Hafnarfirði. Afgreiðslan Arnarhrauni 14, sími 50374. Terylene buxur Drengjastærðir, verð frá 395 kr. Herrastærðir 698 kr. Vattfóðraðir herrajakkar, verð 798 kr. Nælonúlpur — Leðurlíkisjakkar Hvítar og mislitar nælonskyrtur á drengi o. m. fl. VERZLUNIN, Njásgötu 49. Kom þar I Ijós einstætt þrek hans, dugnaður og hagsýni. Er það ánægjulegt fyrir vini hans, að eiga frásagnir xxm ferðalög hans, nú þegar hann er allur. Vigfús var ágætlega greindur maður skapríkur nokkuð stað- fastur í lund og viljasterkur. Fáa hefi ég séð beita sér við áform sín og athafnir af meira krafti og þolgæði en hann. Hug- sjónamaður var hann, en stóð þó föstum fótum á þessari jörð og hafði það umfram marga hug- sjónamenn. Vinur Vigfúsar sagði eitt sinn um hann á góðri stund: „Hjá honum búa stórhugur og höfðingslund í tvíbýli við spar- semi og n'ýtni sem öld stórgróða og verðbólgu kann að þykja barnaleg“. Þetta eru sönn orð. Vigfús fann til með þeim sem halloka fóru í lífsbaráttunni og hann rétti oft hjálparhönd, þegar þess þurfti með. Hann var góður vin- ur vina sinna og tryggur sem tröll. Hann var sérstæður mað- ur og af súmum talinn sérvitur. En mér hefur jafnan fundist, að margir teldu þá menn sérvitra sem eru góðum gáfum gæddir, hugsa sjálfstætt og hafa djörf- ung til þess að láta í ljós skoð- anir sínar hvar sem er og hver sem í hlut á. Sem gestgjafi var Vigfús vin- sæll og vel metinn, enda með afbrigðum vinmargur. Kom það glöggt í ljós á tugafmælum, hans á effi árum, sem sjá má í blöðum frá þeim tíma. Og þeir verða margir, sem í dag koma saman til að kveðja gamlan félaga, samherja og vin. Ég enda þessar línur með því að skrá hér vísu þá, sem Bjarni Ásgeirsson, síðast sendiherra, skrifaði í vísnabók Vigfúsar vor ið 1913, þegar við skólapiltarnir skildum: „Það ég trúi öruggt á, þótt ýmsir bregðist skyldum sínum, i að íslandi telja og treysta má tryggum syni á bænum þínum“. Þetta varð sannmæli. Vigfúa Guðmundsson var fyrst og fremst góður íslendingur og ung mennafélagi alla sína æfi. Hann trúði á hugsjón félagsskaparins um ræktun lýðs, og lands, og var þeim hugsjónum trúr til hinztu stundar. Því mun minning hans lengi lifa. Ingimar Jóhannesson. sff auglýsing f útbreiddasta blaðlnn borgar sig bezt. Við Sœviðarsund Til sölu skemmtilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á hæðum í húsi við Sæviðarsund. Seljast tilbúnar undir tréverk. Sér hitaveita. Aðeins 4 íbúðir í hús- inu. Gott útsýni. Stutt í verzlanir, skóla o. fL ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4. — Sími 14314. Fiskibátur til sölu 145 rúml. stálfiskiskip, smíðaár 1960 með öllum fullkomnustu siglinga og fiskileitartækjum. Greiðsluskilmálar hagstæðir og útborgun hófleg. SKIPA. SALA _____06____ SKIPA- LEIGA VESTURGÖTU 5 Talið vði okkur um kaup og sölu fiskiskipa. N * Sími 13339. Baðherbergisskápar Nytsöm jólagjöf! f W' LUD\ STOI rIG 1 rrJ k j símar 1-33-33 1-96-35 Nýkomið fjölbreytt ú r v a 1 af fallegum og nýtízkulegum BAÐSKÁPUM Einnig BAÐSPEGLAR og FORSTOFU- S P E G L A R í miklu úrvalL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.