Morgunblaðið - 03.12.1965, Page 16

Morgunblaðið - 03.12.1965, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ F5studagur J. des. 1985 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. JÁKVÆÐ HUGSUN OG LÍFSVIÐHORF MIKIL VÆGAST ¥ Ttanríkis- og þjóðernismál voru mjög til um- ræðu á hátíðahöldunum 1. des ember og ekki að ástæðu- lausu. Eitt mikilvægasta verk- efni okkar á næstu árum og áratugum verður vafalaust að marka afstöðu íslands til þeirra ríkjabandalaga, sem í myndun ©ru í Evrópu. Skiptir þá miklu máli, að samqina hyggilega utanríkisstefnu, sem sér nauðsynlegum hags- munum þjóðarinnar borgið og jákvæða þjóðernisstefnu, sem leggur áherzlu á varð- veizlu íslenzkrar tungu og menningararfleifðar. Sigurður Bjarnason, forseti Neðri deildar Alþingis, gerði þessi mál að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti í út- varpinu í. desember, og sagði þar m.a.: „Hið íslenzka lýðveldi hef- ur nú náð lögræðisaldri. Það fæddist á hrikalegum um- brotatímum og hefur siglt sollinn sæ í miklum misvindi. En það hefur orðið vel reið- 'fara. Að sjálfsögðu má að mörgu finna og margt gagn- rýna, sem miður hefur farið, en mestu máli skiptir sú grundvallarstaðreynd, að tek- izt hefur að treysta öryggi og sjálfstæði landsins. Vökul sjálfsgagnrýni er góð og nyt- samleg, en hin jákvæða hug- sjón og lífsviðhorf er ennþá mikilvægara. Sú skoðun kem- ur m.a. greinilega fram í einu bréfa Jóns Sigurðssonar forseta er hann ritar árið 1861 til náins vinar og skyldmenn- is, sem honum finnst vera of neikvæður í afstöðu sinni. í bréfi þessu segir m.a.: „-----Margt mætti hér um tala, ef tíminn leyfði, en ég held nú nóg komið, og vildi óska þú létir undan í því að vera meira aktív með okkur og ekki vera óánægður með allt og alla. Þá er ég viss um, að allt kæmi í bjartara ljós fyrir þér og þessar dimmu hugsanir flýi. Ég kasta þeim burt, því þær eru ekki nema til að kvelja sjálfan sig“. Jón Sigurðsson hikaði ekki við að ráðast gegn ranglæti og spillingu, en allt mótast hið mikla og ómetanlega lífs- starf hans í þágu íslenzkrar þjóðar af hinu jákvæða lífs- viðhorfi, sem leggur áherzlu á að sækja fram og byggja upp af ráðdeild og raunsæi“. Full ástæða er til, þegar við ræðum utanríkis- og þjóð- ernismál okkar, að gera það með jákvæð viðhorf í huga. Við verðum að leitast við að sameina það höfuðhlutverk þessarar þjóðar, að varðveita þá arfleifð, sem forfeður okk- ar hafa falið okkur í hendur, og tungu þessarar fámennu þjóðar, nauðsyn þess, að taka þátt í því alþjóðlega sam- starfi, sem hefur verið að efl- ast og aukast á síðustu tveim- ur áratugum meira en dæmi eru til áður. Við verðum að tryggja viðskiptahagsmuni okkar í þeim löndum, sem við höfum mest viðskipti við, án þess að fórna í nokkru sjálf- stæði íslenzkrar þjóðar. Við verðum að taka þann þátt í alþjóðlegu samstarfi, sem sjálfstæðri þjóð sæmir nú á tímum án þess að það al- þjóðasamstarf verði til þess að þjóðernishyggjan hverfi úr hugsun okkar og æska lands- ins týni tilfinningunni fyrir tungu okkar og sögu. Við verðum að efla og rækta skilning hinnar upprennandi kynslóðar á því, að tilveru- réttur íslands í hinu mikla þjóðahafi byggist á sögu okk- ar, menningarafrekum og sér- stæðri tungu. Við verðum að tryggja, eins og Sigurður Bjarnason sagði í ræðu sinni, að „íslendingar verði aldrei litlaus dropi í þjóðahafi“. Þessi sjónarmið ber okkur að hafa í huga, þegar við á næstu árum eða áratugum tökum hinar mikilvægustu á- kvarðanir, sem okkar bíða, þ.e.a.s. að marka frekar af- stöðu íslands til viðskipta- bandalaga, sem eru að mynd- ast, og hvort og hvernig aðild íslands að þeim á að verða hagað. Vegna þess, að þessar mikil vægu ákvarðanir bíða okkar, er ástæða til að fagna því, að utanríkis- og þjóðernismál hafa verið tekin til meðferðar á fullveldisdegi þjóðarinnar að þessu sinni. LÍNUVEIÐARNAR k aðalfundi LÍÚ var sam- ^ þykkt ályktun þess efnis, að gera verði ráðstafanir til að bæta rekstrarafkomu línu- útgerðarinnar, þar sem ann- ars megi búast við, að hún leggist með öllu niður. Sér- stök ástæða er til að vekja athygli á þessari ályktun út- gerðarmanna og jafnframt þeirri staðreynd, að mjög hef- ur dregið úr línuveiðum á síð- ustu árum, en það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fiskvinnslu okkar. Það er öllum kunnugt, að línufiskurinn er langbezti fisk ur, sem á land berst t>l Eitt „gagnanna", sem lögð voru fram, og sýna á hóp nýnazista, að loknum skotæfingum. Svíþjóð: „Uppljóstranir" um ista uppspuni einn - Granquist dregur til baka öll ummæli sín um hreyfinguna; talið er, að mdlið falli um sjdlft sig UPPHAFSMAÐUR frá- sagnanna um sænska ný- nazistahreyfingu, sem hefði m.a. í hyggju að útrýma öllum Gyðingum á Norð- urlöndum í sérstökum gas- klefum, segir nú, að „upp- ljóstranir“ sínar séu lygi og uppspuni. Málið vakti á sínum tíma heimsathygli. Það var Stokkhölmsblað- ið „Expressen“, sem vikum saman birti ljósmyndir og gögn um starfsemi nýnaz- ista í Svíþjóð, með aðstoð 25 ára gamals Svía, Göran Granquist. Hann fékk blað inu í hendur „sannanir“, sem hann sagðist sjálfur hafa safnað. M.a. lagði hann fram skjöl, sem sýna áttu, að nazistahreyfingin hefði kveðið upp dauða- Upphafsmaðurinn að „upp- ljóstrununum“, Göran Gran- quist. nýnaz- og lygi dóm yfir kunnum, sænsk- um Gyðing. „Expressen" fékk lög- regluyfirvöldum jafnóðum í hendur þær ljósmyndir og skjöl, sem birt voru á prenti. Leiddi það til hand- töku leiðtoga nýnazista, Björn Lundahl, þrítugs Svía. Daginn áður en „Express- en“ birti fyrstu „uppljóstr- anir“ sínar, hélt Granquist til ísrael. Hann er sjálfur Gyð- ingur, og hélt því fram, að sótzt yrði eftir lífi hans, er í ljós kæmi, að hann hefði aflað sannana gegn nýnazistum. Eftir nokkra mánuði sneri Granquist þó aftur til Sví- þjóðar. Sænska lögreglan krafðist skýringa á framferði hans öllu. Á þeim tíma, sem liðinn var, hafði lögreglan komizt að því, að allar frá- sagnir voru óáreiðanlegar, og aðeins var hægt að ákæra Lundahl fyrir að hafa haft Framhald á bls. 20. vinnslu, og ef úr veiði á línu dregur, má búast við því, að fiskvinnslustöðvar fái ekki jafn gott hráefni til vinnslu og verið hefur, og jafnframt muni þá hinni fullunnu fisk- vöru hraka að gæðum. Sala á íslenzkum fiski og fiskafurðum erlendis byggist að miklu leyti á því, að við getum boðið meiri gæðavöru heldur en aðrar þjóðir, og þess vegna hlýtur það að vekja nokkurn ugg meðal okkar, ef þær veiðar, sem bezt hráefni gefa, eiga nú í slíkum erfiðleikum að hætta er á, að þær verði lagðar niður eins og útgerðarmenn halda fram. Nauðsynlegt er, að réttir að ilar taki þetta alvarlega vanda mál til rækilegrar athugunar og kanni hverjar leiðir eru færar til þess að stuðla að því, að fiskveiðar á línu auk- izt heldur en minnki á næstu árum. FORSETAKOSN- INGAR í FRAKK- LANDI ¥nnan skamms fara fram for- setakosningar í Frakklandi og er de Gaulle í framboði á ný. Ýmsar fregnir benda til að fylgi de Gaulles sé nú ekki jafn mikið og áður, og telja ýmsir stjórnmálafréttaritarar vafasamt, að honum muni tak ast að hljóta hreinan meiri- hluta atkvæða í fyrstu at- rennu. Þótt menn hafi ýmislegt út á de Gaulle að setja, er þó engum blöðum um það að fletta, að á síðari stjórnarferli hans hafa mikil umskipti orð- ið í Frakklandi til hins betra. Líklega hefði enginn annar franskur stjórnmálamaður get að losað Frakka út úr Alsír- styrjöldinni á þann hátt, sem de Gaulle gerði án meirihátt- ar átaka innanlands og endur- reisnarstarf ríkisstjórnar hans á innanlandssviðinu er einnig með þeim hætti að til fyrir- myndar er í mörgum efnum. Þótt de Gaulle sé erfiður í samstarfi vestrænna ríkja, verður þó að hafa í huga, að betra er fyrir Vesturveldin að vinna með sterku Frakk- landi, þótt óþjált sé að sumu leyti, heldur en með Frakk- landi eins og það var áður en de Gaulle tók við stjórnar- taumunum í síðara skiptið. Þeir, sem minnast þeirrar ringulreiðar, sem einkenndi fjórða lýðveldið í Frakklandi eru vafalaust á einu máli um, að þótt de Gaulle hafi ýmsa einkennilega háttu í stjórnar- starfi sínu, þá sé þó alveg ljóst, að stjórn hans er betri kostur en sá sem Frakkar áttu fyrr á árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.