Morgunblaðið - 03.12.1965, Síða 17
!• Föstudagur 3. des. 19Í5
MORGUNBLAÐIÐ
17
Varðveizla þjóðernis
Ræða Sigurðar Llndals
hæstaréttarritara 1. des.
ÞJÓÐKRNI íslendinga er grund-
völlur sjálfstseðrar tilveru þeirra
og því undirstaða atburðar, sem
i dag er minnzt er þessi sjálf-
staeða tilvera þeirra var lögform-
lega viðurkennd fyrir 47 árum.
Kf íslendingar vilja halda þá
braut, sem mörkuð var 1. desem-
ber 1913, hlýtur hann öðrum
diögum fremur að vera dagur ís-
lenzks þjóðernis, og tel það góðs
viti, að stúdentar láti sig nú
þetta mál varða öllum öðrum
málefnum fremur.
Hvað er þjóðerni?
Kkki er mér kunnuglt uim, að
til sé algUd skilgreining á orð-
inu þjóð eða þjóðerni, og má efcki
Mta á það, sem héir mun sagt
verða sem neina tiilraun til slíkr-
ar skilgreiningar, heldur einung-
ás viðleitni til að varpa örlitliu
ljósi yfir þessi hugitök.
Meðal fólks, sem lifir í lang-
varandi iífssamfélagi, verður
margvísleg bló9blöndun. Skyld-
leikasambönd þau, sem af stofn-
ast, verða mikilvæg fyrir andleg
Bameinlkenni þessa fólfcs. Verður
það einnig fyrir mar.gháttuðum
áhrifum frá landslagi, loftsilagi og
anáttúruauðlindum þeim, sem á
landssvæðinu em. Hafa þessar
aðstæður allar m.a. á'hrif á at-
vinnuhætti og hvers fconar liífs-
venjur.
Verður þannig til meðal fóliks
þessa meiri og minni samsvörun-
ar hugsunarháttur og verðmæta
mats. Þetta fóik eignast sam-
eiginlegar siðvenjur og erfðir,
6ameiginlega sögu — það fser á
eig sameiginlega eðlislþætti og
verður að einni sjálfstæðri heild
•— einni þjóð.
í>jóðerni er þannig þau and-
legu sameinkenni — það and
lega samfélag, sem til verður við
þær aðstæður, sem nú var lýst.
Þjóðernisvitund vaknar, þegar
þjóð hefur fengið tilfinningu
fyrir verðmæti eigin þjóðernis.
H'ún styrkist, 'þegar þjóðin hefur
eignazt slíka arfleifð í list, bók-
menntum og vísindium að hana
megi telja til menningarþjóða, —
Þó að ein tungu sé engan veg-
lnn skilyrði þess, að um þjóð eða
þjóðerni sé að ræða, þá er þó
itungan mjög mikilvægur þáttur
þjóðernisins, einkum þar sem svo
hagar tiil að þjóðarsamfélagið er
jafnframt mál, — samfélag.
Því er það ofureðlilegt, að varð
veizla þjóðernis beinist einkum
að verndun tungu, bókmennta og
annarra þátta menningarinnar,
sem við málið eru tengdir — að
verndun mál-menningarinnar, ef
Bvo má komast að orði. Tungan
er forðabúr þess, sem þjóðin hef-
ur eignazt af reynslu og hugsun.
Tungan er því einn miikilivægasti
þátbur menningar hverrar þjóðar.
Loks ber að hafá í huga, að
þjóðerni fær því aðeins notið
sín, að samfelld landfræðileg
heild myndi kjarnann í þessu
Bamfélagi, það sé skipulagt sem
þjóðleg heild og borið uppi af
vilja tiil félagsskapar í framtíð
inni.
Vilja íslendingar varðveita þjóð-
erni sitt?
Tímabært má nú teljast að
varpa fram þeirri spurningu,
hvert sé tilefni þess, að tekin er
tiil umræðu varðveizla íslenzks
þjóðernis og þjóðmenningar.
Þessi spurning virðist þeim
mun eðlilegri, þegar hiaft er í
biuga, að í öllum opihberuim um-
ræðum á íslandi, einkum ræð-
um forystumanna virðist gengið
að þvd vísu, að varðveizla þjóð
emis og þjóðmenningar sé sjálf-
sagðaii hlutur og heilagra mál-
efni en svo, að þar þurfi umræðu
við.
1 annan stað hefur það marg-
sinnis verið fullyrt af ábyrgum
leiðtogum þjóðarinnar, að ís-
lenzkt þjóðerni og menning
átandi nú mjög traustum fótum,
ef til vill traustari fótum en
nokkru sinni fyrr, og sé því sízt
ástæða til áð bera ugg í brjósti
út af framtíð hennar.
Þessar fullyrðingar hafa aldrei
verið rökstuddar og því virðist
ástæða til að hreyfa þvi, hvort
ekki sé tímabært að kanna það á
hlutlægan hátt, hver séu raun
verulega viðhorf almennings á
Islandi til þjóðemis síns og þjóð-
menningar. — Tvennt þyrfti
þar könnunar við, — hvort ís-
lendingar vilji raunverulega
varðveita þjóðerni sitt og þjóð-
menningu og — ef svar þeirrar
spurningar er jáfcvætt — þá
hvers vegna. — Mér vitanlega
hefur engin slík könnun farið
fram og er því skynsamlegt að
stillla ful'lyrðingum í hóf.
Gaum megum við fslendingar
að því gefa, að á Norðurlöndum
hafa mangir menningarfrömuðir
og þjóðarleiðtogar þungar
•áhyggjur vegna sívaxandi tóm-
lœitis þarlends fólks fyrir þjóð-
erni sínu og þjóðmenningu og
þykjast ýmsir -sjá fyrir endalok
norrænnar menningar þar
löndum ef-tir fáar kynstlóðir, og
þá einkum vegna ásóknar engil-
saxneskar menningar.
Þegar haft er i hu-ga, að fe-
lenzk menning er borin uppi af
hópi manna, sem er um það bil
1/20—1/40 hluti af þeim hópi,
sem ber uppi menningu hinna
norðurlandaþjóðanina hverrar
um sig, virðist ekki síður ástæða
fyrir Íslendinga að gefa því gaum,
hverjar séu framtíðarhorfur ís-
lenzks þjóðernis og þjóðmenn-
ingar. 9ú spuming hilýtur að
liggja nærri hivort tómlætis um
þjóðerni kunni ekki að gæta á
íslandi, — hvort ekki sé hugan-
legtt, að til sé hópur íslendinga
og hann ef til vilil ekki ýkja fá
imennur, sem telur varðveizlu
_þjóðernis og þjóðmenningar og
þá einkum varðveizlu íslenkrar
tungu litlu eða engu máli skipta,
— jafnvel heldur til trafala í sí
vaxandi samSkiptum við aðrar
’þfjóðir.
Aðstöðumunur menningar smá
þjóðar gagnvart menningu stór
þjóða.
Nauðsynlegt er til að öðlast
viðhlítandi skilning á málefni
þessu að hafa í huga þann mikla
aðstöðumun, sem hlýtur að vera
milli menningar stóriþjóðar og
smáþjóðar.
Kf dæmi er tekið af menningu
stórþjóðar eins og til dæmis
Bandaríkjanna, er alkunnugt, að
hún er borin uppi af miklu fjöl
menni og miklum auði. Af þvi
leiðir m.a., að hún er mjög fjöl
breytt og alhliða. Hún nær til
flestra sviða mannlegra viðfangs
efna. Um hitt er þó ekki síður
vert, að hún er stu-dd öllum öfl
ugustu fjölmiðLunartækju-m nú
tímans og hvers konar þraut
hugsaðri auglýsinga-tælki. Þesis
vegna er hún til í öllu formi
-bæði því, sem hentar hinurn
þroskaðri og vandláitari og einn
ig — ekki síður í hinu einfalda
og ópersónulega formi múg
menningarinnar. Hiúin getur því
náð til allra.
Það samfélag, sem hana ber
-uippi, hefur því margt að bjóða,
fjöl-breyttari kost til menntunar,
séiibæfingar og starfa. Kinnig
víðari starfsvettvang, oft betri
starfsafstöðu, margfalt hærri
laun og um margt meiri lífsþæg-
indi.
Um það, hver sé aðst-ða menn-
ingar smáþjóðar eins og íslend-
inga — og mætti þó alveg eins
taka dæmi af margfalt stærri
þjóð, — þarf ekki að fjölyrða.
Henni er hvorki auður né fjöl-
menni til styrktar. Fjölbreytni
hennar eru takmörk sett í þeim
ski-lningi, að fjölmörg svið nú-
tímamenningar eru alle ekki
rækt í íslenzku menningarsam-
félagi. Fjölmiðlunartæki þau,
sem h-ún hefur til ráðstöfunar
eru fá og fábrotin.
Verður því ekki neitað, að hún
hlýtur að standa að ýmsu leyti
höllum fæti í samkeppni við
áhrif þeirrar erlendu menningar,
sem ræður yfir hvers konar út-
breiðslu og áróðurstæknL
Norðurlandamenn eru næmir
fyrir erlendum áhrifum.
Kr n-ú sennilegt, að þrátt fyrir
allt, eigi íslenzk menningararf-
leifið svo rík ítök í hug a-lls
þorra ístendin-ga, að þessi að-
stöðumunur geti engin áhrif
haf-t, — að hinn áleitni og seið-
magnaði straumur erlendra
áhrifa megni aldrei að gera ís-
svo gjörsamlega, að þeir hefðu
lagt undir sig Kngla-nd 1% öld
síðar sem Frakkar en ekki Vik-
ingar.
Líka þróun segir Martin, að
marka megi nú í dag í Winne-
peg. íslendingar^ séu það þjóðar-
brot, sem bezt hafi samlagazt
hinni nýj-u þjóð. Afleiðing þessa
sé sú, að íslendingar séu óvenju-
lega góðir þegnar fósturlands
sins Kanad-a. Kkkert þjóðarbrot
hafi bundizt hinu nýja landi
jafnskjótt sem íslendingar.
Bkki veit ég, við hvaða athug-
anir Martin styður iþetta, hve
skjótt íslendingar í Winnepeg
hafa aðlagazt fósturlandi sínu
Kanada, en hitt er athyglisvert,
að ritstjóm tímaritsins lætur
þess getið, að hér hafi verið um
mjög .tímabæra hugvekja að
ræða.
Þessi orð eru vissulega allrar
athygli verð og áminning til
manna að stilla í hóf fullyrðing-
um sínu.rr/ um takmarkalitinn
traustleika felenzkrar menning
ar.
Liggja íslendingum þjóðernismál
sín á hjarta?
En að fleiru er að byggja.
i'..... ........... *
Sigurður Líndal
lendinga viðskila við þjóðfélag
sitt og m-enningu? Ef svo er, fel-
ur það raunverulega í sér, að
öflugustu áróðurs og útbreiðslu-
tæki nútímans hafi engin áhrif á
íslendinga andstætt því, sem
raunin er um annað fólk. Hefðu
þeir þá til að bera slikan þroska
og slífct andl-egt a-tgerfi að með
ólí-kindum er.
1 síðasta hefti tímaritsins The
Icelan-dic Canadian er þess get-
ið, að velmetinn kanadamaður,
Joseph Martin, hafi ávarpað
fund í Íslenzlk-Kanadíska-
fclúbbnum í Winnepeg. Segir
þar, að hann hafi lokið lofsorði
á íslenzku þjóðina, en í lofsyrð-
u-m hans hafi falizt skýr aðvör-
un. í ræðu sinni, sem tilfærð er,
ben-dir Martin á, að Arnold
Toynlbee segi í hinu mikla riti
sínu The Study of History, að sá
eðliskostur, sem sé einna augljós-
astur með íslendingum og raun-
ar öll-u-m Norðurlandahúum leiði
ra-un-verutega til tortámingar
þeirra. Þetta einkenni sé, hversu
mjög þeir séu næmir fyrir utan-
aðkomandi áhrifum. Fyrir um
það bil 1000 árum hafi Vilhjálm-
ur af Apúlíu bent á þetta í
latínuvfeu sem sé efnislega eitt-
hvað á þessa leið: Norðurlanda-
menn taka upp siði og tungu
þeirra, sem skipa sér undir merki
þeirra, svo að úr verður ein þjóð.
Bezta sögulega dæmið um þetta
sé þó innrásin í England árið
1006. Aðeins einni og há-lfri öld
áður h-efðu víkingar brotið und-
ir sig Normandí, en á því tíma-
-bili, sem liðið var frá innrás-
inni í Normandí hefði sú þjóð,
sam víkingar sigruðu gleypt þá
Hver sá, sem fylgist með opin-
berum umræðum á íslandL getur
sannfærzt um það, að þau mál
sem mönnum raunverulega
liggja á hjarta, eru ekki mál
efni, sem lúta að varðveizlu þjóð
ernis og þjóðmenningar. Að
vísu sfcortir ekki, að minnst sé
á málefni þessL en það er gert
með upphrópun u m og margs
konar stöðluðum orðg-lósuim, sem
h-ver tekur upp eftir öðrum, án
þess að nokkurrar viðleitni gæti
til þess að -brjóta þessi málefni
til mergjar. í stað þess mótast
allar umræður á íslan-di af ein-
hvers konar lífsþægind-afrekju
eða lífsþægindagræðgi langt um
fram allar eðlilegar þarfir. Eru
lífsþæigindamátefni þessi pædd
af sMkum hita og ástríðu, að
ek'ki þarf að fara í neinar graf-
götur um, hvað mönnurn á ís
land-i raun-verulega lig.gur
hjarta.
Þessi MfSþægindaþrábyggja hef-
ur einkum áhrif á viðhorf til
þjóðmenningar með tvennum
hætti.
í fyrsta lagi í almennum sljó
leika og tiLfinninganl-eysi fyrir
andlegum verðmætum yfirleitt
og þá einnig fyrir þjóðerni og
þióðmenningu. Meðai þeirra,
sem gengið hafa Mfsþægindasjón
armiðunum á hönd, gilda ein
faldiar viðs-ki pta reglu r. Þjóðfé
lagið hefur ekki annað hlutverk
en fullnægja efnategum kröfum
og afstaðan tiil þess fer eftir þvi
einu, hvort það gerir þetta eða
ekki. Alkunn eru viðbrögðin,
þegar þjóðfélagið bregst þessum
vonum. Þá eru uppi hafðar hót-
anir og svigurmæli, gerð verk-
föU eða hlaupizt af landi brobt,
og eru þá einkum að verki menn,
sem kalla má hátekjumenn á ís-
lenzkan mælikvarða. Sérstak-
lega eru athyglisverð sjónarmið
hinna brotthlaupnu. Þegar þeir
láta til sín heyra, er þeim
mest í mun að lýsa ævintýrateg-
um tekjum sínum, bifreiða- og
heimilisvélaeign sinni eða þá
þjónustuliði sínu. Þeir lýsa þægi-
legu lífi sínu og íburðarmikilU
starfsaðstöðu.
Læknir einn brotthlaupinn lýs-
ir því yfir fyrir nokkru, að mán-
aðarlaun sín séu næstum eins og
árslaun íslenzkra lækna og ekki
virðist hann taka nærri sér
hvernig fjárhag sjúklinga hans
kann að reiða af, því hann hafði
við orð, að þá, og þá fyrst, kæmi
hann til fslands aftur, ef sett
yrði í Bandaríkjunum heiLbrigð-
islöggjöf sú, sem miðár að því
að auðvelda hinum efnaminnstu
greiðslu sjúkrakostnaðar, en hún
mun setja einhverjar skorður
við hóflausum töxtum lækna þar
í landi. Tæknimaður einn, sem
eins er ástatt um, lýsir því að
hann hafi nú efni á eftir þriggja
missera dvöl í tilteknu landi, að
aka í milljón króna Jagúar-hif-
reið, en í 3-0 ára stríði sínu á ís-
landi hafi hann ekki komizt
lengra en eignazt reiðhjóL eða
ryðgaða rússabifreið, þegar bezt
lét.
Hér eru sem sagt hrein við-
skiptasjónarmið ráðandi og rök-
semdir sem að þei-m lúta einar
teknar gildar. Þjóðernisleg rök
og menningarleg rök, — og raun
ar einnig mannúðarrök eru þess-
um lífsþæigindamönnum, alger-
lega óskiljanleg.
1 annan stað kemur þessi lífs-
þæginda- og viðskipta'hugsu-nar-
háttuir fram meðal fólks, sem
hefur að vísu skilning á menn-
ingarverðmætum almennt, eða
lætur svo að minnsta kosti an.
virðist þeirrar skoðunar, að í
menningarefnum eigi viðskipta-
iögmál frjálsrar samkeppni
ósikoruð að gilda. Það í menning-
arefnum, sem hærri hlut beri í
samkepipninni sé í raun og veru
það, sem bezt sé og æskilegast.
Nú er það staðreynd, sem áðan
var að vikið, að aðstaða íslenzkr-
ar menningar er með -þeim hætti,
að hún hlýtur að standa að ýmsu
leyti höllum fæti í samkeppni
við menningu stórþjóða.
Við ‘þessari staðreynd er eink-
um brugðizt á tvenna-n hátit, og
fer það eftir því h-vort menn
vilja teljast „ábyrgir“ eða láta
sig það einu gilda. Hinir síðar-
nefnd-u — hinir „óábyrgu" boða
þá skoðun að íslendingar ei-gi að
taka við iþví bezta í menningar-
efnum, hvaðan svo sem það kem-
uir, og er þá átt við mat hlutað-
eigandi á -þvi, hvað bezt sé. Ef
íslenzk menningarstarfsemi
stenzt ekki samkeppni við er-
lenda, sýni það aðeins, að hún sé
ekki mikils virði og litlu máM
skiptL þótt hún leggist niður.
Spurt er sem svo, hvers vegna
ei-ga íslendingar að gefa út bæk-
ur, ef hægt er að fá betri og
ódýrari bækur frá útlöndium
þjóðum? Hvers vegna eiga ís-
ten-dingar að vera að halda uppi
h-ljómsveitum eða leikhúsum, ef
unnt er að fá hingað miklu betri
hljómsveitir og lei-kflokka frá
útlöndum og það við minni
kostnaði? Og hví skyldu íslend-
ingar ei-ga að halda uppi útvarpi
eSa sjón-varpi, ef hœgt er að fá
h-vorttveggja betra og ódýrara
frá öðrum þjóðum? í framhaldi
af þessu er mjög algengt, að tek-
in sé neikvæð afstaða til aUrar
innlendrar menningarstarfsemL
og það oft -gefið í skyn meira eða
minna ljóst að bún sé ekki mik-
ils virði, og litlu ski-pti, þótt hún
legðist niður. Slíkri afstöðu fy*lg-
ir oftlega mikil aðdáu-n á menn-
ingu annarra þjóða og verður þá
oft fyrir valinu eitthvert tiltekið
stórveldi. í þessari afstöðu felst
það raunverutega að fstendingar
eigi að taka við hlutverki þiggj-
andans í mjlög mörgum eða ftest-
um greinum menningar. Boðskap
sem þennan er að finna í ýmsu-m
vikuiblöðum, sem auðga nú
menningu þjóðarinnar.
Framhald á bls. 19