Morgunblaðið - 03.12.1965, Síða 19

Morgunblaðið - 03.12.1965, Síða 19
f Föstudagur 3. des. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 19 ^. — Var&veizla Framhald af bls. 17 Þeir, sem teljast vi'lja ábyrgir bregðast á hinn bóginn við þess ari staðreynd, — að íslenzk an enningarstarfsemi blýfur að eiga að ýmsu leyti örðuga að- stöðu í saimkeppni við erlenda — með gífuryrðum og órökstuddum á ailan hátt ósennilegum full- yrðingum um iþað, Ihversu txaust íslenzk menning sé, hversu gálf- juð og þroskuð þjóðin sé, en elikar fullyrðingar eru ein helzta uppistaðan í öllum um- ræðum á ísiandi um þjóðernis- og þjóðimenningarmál eins og éður segir. Boðskap þennan er hins vegar einkum að finna í vissum virðulegum og áibyrgum dagblöðum. Nákivsemlega samskonar sljó- leiki fyrir þjóðerni- og þjóð- menningu kemux fram, þegar lit- ið er á framkvæmdir í þjóðfélag- inu. Sérhver menningarþjóð á eér miargar sameiginlegar stofn- anir, byggingar og önnur mann- ; tvirki, sem mynda eins konar ramma utan um þjóðmenning- una, og oft verða sem tákn þjóð- Íéla'gsins eða þeirrar þjóðar, sem biut á að máli. Athyglisvert er, þegar þetta er haft í huga, hversu iítil rœkt er ; lögð við slíkar opinfberar stofn- | »nir á íslandi, — hvort sem um er að ræða menningarstofnanir eða rikisstofnanirnar sjálfar. Eru byggingar flestra þeirra og húsa- Ikostur næsta óburðugur, en ertarfsemi sú, sem innan veggja fer fram af fjáilhagslegum van- efnum. Á hinn bóginn getur að líta einkahýsi manna hlaðin íburði og óhófi langt umfram það sem Ikalla má eðlilegar og jafnvel ríf- legar þarfir. Takmarkalaus tregða manna til þess að leggja ffé til almannaþarfa veitir og vis- þendingu um hið sama. Hér blasa lj óslega við þær and- gtæður, sem áðan var vikið að, .— tilgangslaus iífsþægindasókn einstaklinga andspænis vesaldar- hrag þess samifélags sem þjóð-- menninguna ber uppi. Meðal þjóða, sem raunveru- lega láta sér annt um þjóðemi *itt og þjóðfélagslega reisn er þessu öfugt farið. Þar er ilögð pérstdk rækt við þær stofnanir og byggingar, sem þjóðin á sam- eiginlega og eru hin ytri tákn þjóðmenningar hennar, en einka- húsnæði manna og einkaeyðslu hins vegar fremur lí hóf stillí. Af því, sem nú hefur sagt ver- |ð, virðist liggja nærri að draga þá ályktun, að engan veginn megi ganga að Iþví vísu, að varðveizla þjóðernis og þjóðmenningar sé íslendingum það hjartans mál, sem ætla mætti af yfinlýsingum þar að iútandi, — þeir séu í rauninni ekki fastari fyrir en víkingarnar í Normandí fyrir 1000 árum, en íbúar Björgvinjar borgar, sem glötuðu hinni fornu tungu sinni á um það bil 2—3 imannsöldum á 14. og 15. öld, eða (búar Orkneyja og Hjaltlands, eem glötuðu menningu sinni á 18.—19. öld. Þegar stúdentar Háskóla fs- lands óska þess einhuga, að mál- efni þetta sé tekið til umræðu á hátíðisdegi þeirra, leyfi ég mér eð líta svo á, að yngri kynslóðin geri sér Ijóst, að hér sé um tíma- bært umræðuefni að ræða — hún líti þessi mál af meira raunsæi og skarpskyggni en sú kynslóð, Bem fram til þessa hefur mótað þau viðhorf, sem mestan svip eetja á aimennar umræður á ís- landi. Gildi þjóðmenningar almennt. Margt er það, sem ræður gildi þeirrar menningar, sem þjóð hefur skapað og tileinkað sér. Fyrst má telja það, hversu.mátt ug hún er til að vekja þegna eína til þjóðlegrar sjálfsvitundar og styrkja þá eðlislægu tilfinn- ingu þeirra, sem nefnd er ætt- jarðarást. Þessi tilfinnnig — ætt jarðarástin — laðar menn til ætt jarðar sinnar, jafnvel þótt hún bjóði upp á naumlegri kjör og að ýmsu leyti andsnúnara um- hverfi en annars saðar er kostur. Þá má nefna það, hvern styrk þau lífsviðhorf veita), sem þjóð- in getur sótt í menningu sína til þess að heyja lífsbaráttu sína og lifa lífi sínu. Þegar haft er í huga, að í menningu hverrar þjóðar er dýrmætur arfur lífs- reynslu hennar varðveittur, má ætla, að það finni hún örugg- asta leiðsögn. Forsenda þess, að þjóð geti haldið uppi sérstakri menningu er, að hún inni af hendi sjálf- stætt sköpunarstarf í menningar- efnum. Ræður þar úrslitum hvort' þjóðin vilji endurnýja þjóðmenn- ingu sína og hafi hæfileika til að laga hana að síbreytilegum að- stæðum og svo einnig hitt að hún sé þess umkomin að laga meira og minna alþjóðlega tæknimenn- ir.gu að þjóðarerfðum sínum og sérstökum aðstæðum, sem eru í landi hennar. Hvorttveggja þetta felur í sér sköpun menningar- verðmæta. Og þannig, er sérstök þjóðmenning ein helzta forsenda fyrir skapandi starfi á sviði menningar almennt. Aldrei verður nógsamlega á- herzla á það lögð hvers virði sjálfstætt sköpunarstarf á sviði menningar er. Þannig er það staðreynd, að jafnvel miðlungs- bókmenntir, sem uppruna sinn eiga í lífi hverrar þjóðar eru henni sízt minna virði, jafnvel meira virði en erlendar úrvals- bókmenntir. Tilvera margskonar þjóðmenn- ingar hefur ekki eingöngu gildi fyrir þjóðirnar sjálfar, heldur einnig fyrir heimsmenninguna. í sókn mannkyns til aukinnar menningar og betra lífs er það vænlegra til árangurs, að margar leiðir séu farnar, að hver þjóð freisti nýrra leiða að settu marki. Síðan miðli þjóðirnar hver ann- arri af reynslu sinni. Af þessu leiðir ekki 'eingögu litríkari heimsmenningu, heldur má einn- ið télja vist að þetta sé ein helzta forsenda þess, að heimsmenning- in geti náð nauðsynlegum þroska. Er þetta í samræmi við þá við- urkenndu vísindalegu vinnuað- ferð að leitast er við að fá sem trúverðugasta niðurstöðu með því að fara ýmsar leiðir í rann- sókn sama fyrirbæris. Of mikil samræming gæti leitt til óhæfi- lega hægfara þróunar, jafnvel stöðnunar. Engan veginn mega smáþjóðir láta sér vaxa það í augum, þótt stórþjóðir láti að sér kveða í menningarefnum og afrekum þeirra fylgi mest auglýsing. Er smáþjóðamönnum holt að minn- ast þess, að þjóðir, sem einna mest og varanlegust áhrif hafa haft á heimsmenninguna, voru hvorki fjölmennar né auðugar og á ég hér við Grikki og Gyðinga. fslenzk þjóðmenning Hvernig horfa nú þessi atriði við íslendingum? Alkunn og við- urkennd staðreynd er, að íslenzk þjóðmenning hefur verið einn styrkasti þáttur í ættjarðarást ís- lendinga. Alkunn eru ýmis dæmi um það, hver tök hún hefur haft á mörgum íslendingum. Hún hef- ur dregið þá til ættlands síns, jafnvel eftir langa útivist og það þótt margra kosta væri völ'með- al annarra þjóða. í annan stað er það óvéfengjanlegt, að fslend- ingar hafa sótt mörg holl lífs- viðhorf í menningu sína, er reynzt hafa þeim ómetanlegur styrkur í lífsbaráttu þeirra, og má þar nefna ýmislegt af því, sem stundum er kallað fornar dyggðir. íslenzk menning hefur verið íslendingum hvatning til sjálfstæðrar menningarsköpunar, þó að ytri aðstæður hafi oft sett þeirri starfsemi þröng takmörk. Hún hefur veitt þeim metnað til að sækja fram til sjálfstæðis og til að spjara sig á mörgum svið- um bæði á vettvangi atvinnu- lífs og menningarstarfs. Með menningu sinni hefur íslending- um tekizt að auðga heimsmenn- inguna og leggja fram skerf, sem ekki er ástæða til að vanmeta, þótt ef til vill megi segja, að hann gegni þar ekki neinu alls- herjar undirstöðuhlutverki. Á það verður naumast lögð nógsamleg áherzla, að það er alls ekki neinn augljós og sjálfsagð- ur hlutur að halda uppi menn- ingarsamfélagi á íslandi. Má raunar með rökum lífsþæginda manna sýna fram á, að slíkt sé fjarstæða. Þjóðin verður því að tileinka sér þess konar sjónarmið, að hún finni sig í þjónustu einhvers til- gangs með lífsstríði hér á hjara heims. Og þessi tilgangur veiti henni þann þrótt'og þann vilja- styrk, sem til þess þarf. Eiga íslendingar að leggja niður þjóðmenningu sína? Ef íslendingar legðu niður tungu sína og þjóðmenningu og tækju upp í hennar stað, t.d. enska tungu og menningu, fæli það í sér, að þeir mundu flytj- ast yfir á annað menningarsvæði. Miðstöð þeirrar menningar væri ekki á íslandi og íslendingar mundu engu fá ráðið um mótun hennar eða þróun. ísienzk menn- ing yrði ekki til þess að laða íslenzka menn til ættlands síns og um leið yrði veigamikill þátt- ur í ættjarðarást þeirra upprætt- ur. Þau lífsviðhorf sem íslend- ingum eru nauðsynleg til þess að geta haldið uppi menriingarsam- félggi úti á hjara heims mundu þoka fyrir öðrum lífsviðhorfum, sem annars eðlis eru og við ann- að eru miðuð. Hvorttveggja þetta mundi slæva vilja þjóðarinnar til þess að halda uppi íslenzku þjóð- félagi. Þá mundi öll sjálfstæð menn- ingarstarfsemi bíða verulegan hnekki af þeirri ástæðu að þjóð- in mundi nú fá allt sem hún þarfnast í menningarefnum upp í hendurnar. Bækur um hvers kon ar efni fengi hún frá miðstöðum hins stóra menningarsvæðis, það- an fengi hún einnig hljómlist, leiklist, útvarp og sjónvarp. Þjóð- in yrði alger þiggjandi. Við þetta mundi auk þess metnaður henn- ar til allrar menningarsköpunar og hvers konar framtaks dvína. Afleiðing þessa yrði, að það fólk, sem hæfileika hefur til sköp unarstarfs á vettvangi menning- ar mundi hverfa brott til sjálfra menningarmiðstöðvanna þar sem aðstaða væri betri og lífsþægind- in meiri, enda skírskotaði ekkert, sem héti ættjarðarást eða þjóð- armetnaður lengur til þess. Hef- ur raunar stundum komið á dag- inn, að ýmsir íslendingar, sem lengi hafa dvalizt með erlend- um þjóðum og samið sig að menn ingu þeirra kjósa alls ekki að snúa aftur til íslands. Að sjálfsögðu mundi það koma niður á hag þjóðarinnar, þegar margt framtakssamasta og hæfi- leikamesta fólkið hyrfi brott. Það mundi ekki eingöngu koma fram í menningarlífi þjóðarinnar, held ur einnig atvinnulífi hennar og þá að sjálfsögðu efnalegum við- gangi. fslenzkt þjóðfélag yrði ekki annað en hversdagsleg verstöð á útjaðri hins mikla menningarsam félags. Menning verstöðvar þeirr- ar væri sníkjumenning, sem eng- inn teldi sig eiga neitt erindi við. Hér er ekki um neinar til- gátur að tefla, því að svipuð þró- un og hér var lýst hefur orðið með ýmsum þjóðum, sem annað hvort hafa ekki átt neina þjóð- menningu til þess að sækja metn að og styrk í eða þá glatað henni. Hefur þar m.a. verið benit á Ný- fundnaland, Hjaltland og Orkn- eyjar og Hawai-eyjar. Er ekki sízt fróðlegt þessu til staðfest- ingar að gera samanburð á mikl- um uppgangi, sem er í Færeyj- um og kyrrstöðu sem ríkir á Hjaltlandi og Orkneyjum, en þar hefur norræn menning liðið und- ir lok, eins og kunnugt er. Hafa ber það og í huga, að Færeyjar eru um margt harðbýlli en bæði Orkneyjar og Hjaltland. Með því að leggja niður þjóð- erni sitt og þjóðmenningu mundu íslendingar ekki einungis grafa undir þjóðartilveru sinni, heldur einnig víkjast undan þeirri skildu sinni að leggja einhvern skerf til heimsmenningarinnar. íslenzk menning veitir heillandi tækifæri. Varast skulu íslendingar að gera sór of háar hugmyndir um menningu sína eins og áðan var vikið að. En tilvera hennar veitir þeim eigi að síður óvenju heill- andi tækifæri Vil ég þess.u til nánari skýringar tilfæra eftirfar- andi ummæli Sigurðar Nordals i .slenzkri menningu: „íslenzkar fornbókmenntir, — ef til þeirra er talið allt, sem varðveitt var á íslandi og hvergi annars stað- ar, — eru frumlegustu og að flestu leyti sígildustu bókmennt- ir allra miðalda, milli klassískra rita Grikkja og Rómverja og rita frumkristninnar annars vegar og jroskuðustu bókmennta endur- reisnartímanna hins vegar. En þær, eru auk þess langfyllstu og fullkomnustu heimildir um hina germönsku uppsprettu vestrænn- ar menningar, kjarni hinnar þriðju ritningar Norðurálfuþjóða. Þær eru furðulegt, veraldarsögu- legt afrek smárrar þjóðar, en hafa líka goldið þess að vera rit- aðar i afskekktu landi og á tungu, sem fáir útlendingar nema til hlítar, svo að heiminum hefur sézt of mjög yfir þær. Hitt er annað mál, hver gaumur þeim kann að þykja gefandi, ef eigi er aðeins hugsað um þær sem sögulegar heimildir eða listaverk, heldur yngilind nútímamenn- ingar á borð víð hinar ritning- arnar tvær.“ Þannig farast Sigurði Nordal orð. Þetta mikla og heillandi tæki- færi, sem íslendinga bíður, er að stuðla að þvi, að íslenzk og nor- ræn menning verði hafin til þess vegs í heimsmeningunni, sem hún hefur ekki ennþá hlotið, þannig að hún megi í raun verða að minnsta kosti ein af yngilind- um nútíðarmenningar. Þetta htutverk er þeim mun brýnna að rækja, þegar sú staðreynd er höfð í huga, að víða um heim er nú vaxandi áhugi á ísl. og nor- rænni menningu. Vera má, að ýmsir óski ís- lenzkri menningarstarfsemi meira svigrúms og víðari vett- vangs en á sviði íslenzkra og norrænna fræða einna, og undir slíka ósk geta væntanlega allir tekið. Skal því ítrekað, sem áður sagði, að á milli tilveru sér- stakrar þjóðmenningar og hvers konar sköpunarstarfs á sviði menningar almennt eru órjúfan- leg tengsl. Ef hin þjóðlega menn ing innblæs mönnum lífsviðhorf, sem örva til skapandi menning- arstarfs og veitir þeim metnað til þess að íylgja því eftir, kem- ur það frarp í athöfnum á öllum sviðum menningar. Hér má spara allar getgátur og hugsmíðar því að dæmin eru til deginum ljósari. Forðæmi ísraelsmanna. Ég kýs að taka dæmi af ísraels- mönnum. Árið 1913 var ákveðið á heimsþingi Zionista að stofna hebreskan háskóla í Jerúsalem. Skyldi eitt helzta hiutverk hans vera ástundun og aðhlynning hebreskrar tungu og menningar, en eins og kunnugt er eru há- skólar jafnan meðal öflugustu stoða menningar hverrar þjóð- ar. Frá viðskiptasjónarmiði lífs- þægindanna var stofnun háskóla þessa hrein f jarstæða, en hér var að verki þjóðernisvitund og þjóð- armetnaður Gyðinga, sem eink- um átti rót sína í ræíktarsemi þeirra við fornan menningararf. Vissulega er háskóli þessi fyrir löngu orðinn ein helzta miðstöð gyðinglegra fræða í heiminum og hebrezkri menningu hin trausit asta stoð, svo sem aðallega var til stofnað. En hann er orðinn miklu meira. Háskóli þessi er nú talinn í hópi beztu háskóla heims ins og það á öllum sviðum. Þar er meðal annars víðfræg lækna- deild, og þar eru unnar margs- konar rannsóknir á sviði nátt- úruvísinda. Ef þjóðarmetnaði Gyðinga hefði ekki verið til að dreifa og lífsþægindasjónarmið hefðu ein ráðið, væri heims- byggðin einni merkri vísinda- og fræðastofnun fátækari. Hvaða lærdóm getum við fs- lendingar dregið af þessu? Frá viðskiptasjónarmiði lífsþæginda- manna er fjarstæða að halda uppi háskóla á fslandi. Þar er að verki þjóðarmetnaður íslendinga og viðleitni þeirra til varðveizlu þjóðernis. Takmarkið hlýtur að vera samskonar og Gyðinga, að hann verði íslenzkri og norrænni menningu til styrktar. Sjónar- miðin eru mjög þau sömu og lágu að baki stofnun Hebrezka háiskól ans í Jerúsalem. Enginn vafi er á því, að Háskóli íslands hefur verið íslenzkri menningu hinn traustasta stoð, en takmarkið hlýtur að vera, að hann verði ein helzta miðstöð íslenzkra og norrænna fræða í heiminum. En er nokkur fjarstæða að ætla, að sama eða svipað geti gerzt hér á landi og gerzt hefur með ísra- elsmönnum, að fslendingum tak- izt að koma upp háskóla, sem verði ekki eingöngu ein helzta miðstöð íslenzkra og norrænna fræða, heldur verði þar unnin afrek á miklu viðari vettvangi. Jafnvel þótt þau yrðu ekki sam- bærileg við það, sem bezt gerist meðal miklu auðugri og fjöl- mennari þjóða gætu þau þó orð- ið þjóðinni til hins mesta fram- dráttar, og skipt heimsmenning- una nokkru máli. En skilyrði þess að eitthvað þess konar geti gerzt á íslandi eru þau, að norræn menning og norræn afrek verði okkur sami iíða svipaður aflgjafi og hebrezk menning hefur orðið Gyðingum, — að þau afrek, sem fyrri kyn- slóðir hafa unnið á vettvangi bókmennta og orðlistar,. landa- funda og stjórnskipunar, verði núlifandi mönnum fyrirmynd og hvatning til alhliða athafna og menningarstarfsemi. íslendingar hafa hvorki styrk af auði né fjölmenni. Það eina, sem veitir þeim sjálfstætt gildi og sjálfstæðan tilverurétt meðal þjóða heims, er menningarfram- lag þeirra og svo það hversu þeim tekst að skipa málum I mannfélagi sínu á heilbrigðan. og skynsamlegan hátt. Forsenda alls slíks er þjóðerni og þjóðmenning og hún er þann- ig frumundirstaða sjálfstæðrar tilveru íslendinga. Meginvandi íslenzkra þjóðernismála Meginvandi íslenzkra þjóðern- ismála nú þessa daga er öllu öðru fremur bundinn við þá staðreynd, að erlendu stórveldi hefur tekizt að smeygja sér inn í íslenzkt þjóðfélag með áhrifa- mesta áróðurstæki nútímans og þannig gerzt nærgöngulla við allt menningar- og þjóðlíf lands- manna en dæmi eru til áður og á ég hér við sjónvarpsrekstur Bandaríkjamanna hér á landi. Mál þetta er örlagaríkt einkum vegna þess, að afleiðingarnar geta orðið svo miklu alvarlegri Og víðtækari en auðið er að gera sér grein fyrir til hlítar. Þess var áður getið, að það er alls ekki sjálfsagður eða augljós hlutur að halda uppi menningar- þjóðfélagi á íslandi. Menn verða að finna sig í þjónustu einhvers tilgangs með lífsstríði sínu hér á hjara heims. Menn verða að rækta með sér ættjarðarást og temja sér margvísleg sérstök og sérstæð lífsviðhorf, menn verða að hafa til að bera vilja til sjálf- stæðs ófsköpunarstarfs á sviði menningar og metnað til þess að láta að sér kveða þar og á fjöl- mörgum sviðum öðrum. Erlent herstöðvarsjónvarp er ekki til þess fallið að veita þeirri kynslóð, sem það elur upp, svar við þeirri spurningu, hver sé til- gangurinn með því að hadda uppi menningarþjóðfélagi á íslandi. Spónvarp þetta er ekki til þess fallið að glæða þá ættjarðarást, sem hlýtur að vera ein helzta undirstaða þess, að menn vilji þjóna íslenzku þjóðfélagi. Þetta útlenda sjónvarp er ekki heldur til þess fallið að glæða með mönnum þau lífsviðhorf, sem nauðsynleg eru til þess að geta lifað lífi sínu og háð lífsbaráttu sína hér á íslandi. — Það örvar ekki til framtaks eða sjálfstæðis sköpunarstarfs, heldur elur menn upp sem þiggjendur og þeir, sem vanizt hafa við að þiggja, eru sviptir metnaði til alls framtaks Og athafna. Sjónvarp þetta flytur menn úr íslenzku menningarumhverfi í engilsaxneskt og þó einkum yfir í engilsaxneska múgmenningu. Það gerir íslending að engilsaxa í hugsunarhætti, eða öllu heldur að engilsaxnesku múgmenni. Þegar þannig hin yngri kyn- slóð hefur tileinkað sér í flestu erlendar lífsskoðanir, verður hún Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.