Morgunblaðið - 03.12.1965, Page 20

Morgunblaðið - 03.12.1965, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. des. 1965 — Varðveizla Framh. af bls. 19 um leið afhuga íslenzku þjóð- félagi. Hún sér ekki lengur neinn tilgang í því að leggja fram krafta sína til að byggja það upp. Hún finnur ekki til skyldu við þetta iþjóðfélag, afstaða hennar til þess verður neikvæð. Þegar þjóðfélagið fullnægir ekki lengur þessum nýju sjónarmiðum er engin furða, þótt ýmsa muni fýsa, að hverfa brott til hins nýja menningarsvæðis, sem auk þess býður um margt betri kosti. Með sjónvarpi þessu er vegið að grundvelii íslendingá sem þjóðar. Hver er tilgangur Bandarikja- manna mieð sjónvarpi í islenzku þjóðfélagi? Ekki veit ég hver tilgangur Bandaríkjanna er, enda er mér ekki kunnugt um starfsaðferðir sálfræðinga þeirra, sem stjórna áróðri og útbreiðslustarfsemi þeirra. Af hálfu Bandaríkjanna hefur því að vísu verið lýst yfir, að þeir ætli sér ekki með sjón- varpsrekstri sínum að seilast til áhrifa í íslenzku menningarlifi. Við þessa yfirlýsingu verður að gera þá athugasemd, að helzt til gruggugur er aðdragandi sjón- varpsmáls þessa til að yfirlýsing in verði tekin trúanleg. Hér er í rauninni um að ræða mjög freklega íhlutun Banda- ríkjamanná um innanlandsmál íslendinga og vægast sagt ótrú- lega ögrandi framkoma. Sá tví- skynnungur Bandaríkjamanna er hér birtist, að telja sig vera verndara smáþjóðar, en reyna um leið að grafa imdan tilveru hennar innan frá er vægast sagt ógeðfelldur svo að ekki sé meira sagt. Forystuleysi fslendinga En hver er skýringin á því, að 6líkt sem þetta getur gerzt? þeg- ar svars er leitað beinist athyglin fyrst að því, að um sjónvarpsmál Iþetta hafa nú um langt skeið alls ekki farið fram neinar umræður meðal forystumanna þeirra, sem þjóðin hefur kjörið á Alþingi. Þá sjaldan hefur verið ymprað á málinu hafa umræður óðara koðnað niður eða tekið að snúast um einhver formsatriði og er hér enginn munur á stjórn og stjórn- arandstöðu. Allar umræður um það, sem heitið geta hafa farið fram utan Alþingis. Er líkast því, að þingmenn séu að horfa á þændaglímu og bíði þess eins hvorir hafi betur. En afstaðan til málsins muni svo ráðast af því, hvað vænlegast verði til kjörfylgis. Hins vegar er ekki að sjá, að sú hugmynd hafi komið fram meðal þingmanna, að Al- þingi sjálft marki hér stefnu og hafi forystu, eða innan þeirrar stofnunar skuli yfirhöfuð hugsað um málið. Þá er ekki síður athyglisverð sú viðleitni ýmissa foryátumanna til þess að gera sem minnst úr málinu — og boða þjóðinni sem mest andvaraleysi um þjóðerni sitt. Hér fyrr í þessari ræðu var vikið að áhyggjum ýmissa for- ystumanna á Norðurlöndum út af framtíð menningar þjóða sinna. Og jafnvel hins sama gætir með- al miklu stærri og fjölmennari þjóða. Þannig hafa bæði Frakkar og Englendingar, sem telja má til menningarstórvelda verið uggandi um hríð, einkum út af vaxandi áhrifum bandarískrar menningar og hefur það leitt m.a. til þess, að sett hefur verið til- tekið hámark á það, hversu miklu bandarísku efni megi sjón- varpa í sjónvarpsdagsskrá þess- ara þjóða. Þá hefur menningar- og vís- indastofnun Sameinuðu þjóðanna vakið athygli á því, að megin- hluti allrar bókaútgáfu heimsins sé að færast á 8 tungumál og með þeim verði náð til % hluta heimsbyggðarinnar. Telja margir þá þróun næsta uggvænlega fyrir menningu hinna minni þjóða og raunar heimsmenninguna sjálfa. Þannig hugsa forystumenn í ríkjum, þar sem þjóðerni og þjóðmenning er annað og meira en efni í hrópyrði og fullyrðing- ar og þar sem af alvöru er hugs- •ð iun flAici afni en oft tilgangs- lítil lífsþægindi ein. Stingur þetta óþægilega í stúf við það andvaraleysi sem íslendingum er boðað. Af háttsemi íslenzkra forystu- manna virðist ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að þeir geri sér ekki ljósan þann mun, sem á því er að hafa með höndum forystu þjóðar ög því að veita forstöðu hagsmunasamsteypum eins og verkalýðsfélagi eða hlutafélagi. Öll hugsun þeirra og öll ræða iþeirra snýst um tíma- bundin og meira og minna til- gangslítil lífsþægindi, tiltekinna hagsmunahópa í þjóðféláginu og sjálfir hafa þeir forystu í illvíg- um deilum um þessi efni. Þetta felúr þá raunverulega í sér, að þjóðin í heild á enga leiðtoga — þeir forystumenn sem kjörnir eru, t. d. til Alþingis eru í raun og veru aðeins oddvitar og hags- munaverðir tiltekinna hópa í þjóðfélaginu. Og hér er þá komið að éinum meginvanda íslenzks þjóðfélags, sem lýtur ekki eingöngu að þjóð- ernis- og þjóðmenningarmálum heldur hefur áhrif á meira og minna allt þjóðlífið. Þessi vandi er sá, að Islend- ingum hefur ekki enn tekizt að skapa sér þjóðarforystu. Forystu leysið er tvímælalaust alvarleg- asti vandi, sem að íslendingum steðjar og það hlýtur að verða höfuðverkefni næstu kýnslóðar að leysa þennan vanda. Ef ís- lendingar leysa hann ekki sjálfir, getur farið svo að aðrar þjóðir geri það. Lausn sjónvarpsmálsins. Svo illur sem aðdragandi sjónvarpsmálsins var, er þó hitt miklu mikilvægara, hver lausn verður fundin á því máli. Aug- ljóst er, að fráleitt hlýtur að vera ,að reka vanmáttugt ís- lenzkt sjónvarp með um tveggja klukkustunda dagskrá, við hlið hins erlenda sjónvarps með 7—14 klukkustunda dag- skrá. Þegar þeirri skipan hefur ver- ið komið á, að stöðvar þessar starfi hlið við hlið má segja, að sjónvarpsmálið verði orðið alvarlegra vandamál en nokkru sinni fyrr. íslenzka sjónvarpið sem koma á upp með ærnum kostnaði, verður þá raimveru- lega beita fyrir hið bandaríska sjónvarp. Ætla má, að sjónvarps notendum fjölgi stórlega við tilkomu hins íslenzka sjónvarps og þár muni ýmsir bætast í hóp inn, sem ekki mundu vilja fá sjónvarp við núverandi aðstæð- ur. En um leið nær bandaríska stöðin einnig inn á heimili þessa fólks með hina miklu lengri dagskrá sína. Þetta væri líkast þvl sem ekki væri unnt að gerast áskrif- andi Morgunblaðsins, nema inn í það væri stungið 200 blaðsíðna aroerísku subbublaði á borð við Daily News í New York. Að óreyndu verður naumast hægt að trúa því, að Islending- ar séu svo heillum horfnir, að þeir mxmi ekki horfa í það, að eyða stórfé til þess' að magna enn áhrif þessa erlenda stór- veldis í þjóðfélagi sínu. Lausn sjónvarpsmálsins er aðeins ein, að það verði takmarkað við það svæði, sem upphaflega var ákveðið. Þó að þess hafi ekki orðið vart, að þingmenn eða aðrir for- ystumenn, hafi alvarlega hug- leitt þetta meginvandamál ís- lenzks þjóðernis, sem nú hefur verið rætt, verður því ekki trú- að, að þeir séu önnum kafnir í hagsmunastreitu sinni, að það hafi algerlega farið fram hjá þeim. — Má raunar telja úti- lokað annað en meðal þeirra séu menn sem raunverulega geri sér grein fyrir háskanum og að- hyllist þá einu lausn, sem til greina getur komið og áðan var bent á, þótt þeir af einhverjum ástæðum kjósi að hafa sig ekki í frammi. Fágætt tækifæri. Þessara manna bíður nú fá- gætt tækifæri og það er þetta: Að beita sér fyrir samtökum allra þingmanna um þá lausn, að hið erlenda sjónvarp verði takmarkað við það svæði, sem upphaflega var ákveðið. Vexa iná, að einhverjir skærust úr leik, en þá kæmi í ljós, hversu fjölmennir hirðsveinar Banda- ríkjamanna eru á íslandi og við það Væri nokkuð unnið. Ef hins vegar slík sam- staða tækist mxmdi það ekki eingöngu fela í sér lausn sjónvarpsvandans, heldur annað — jafnvel miklu mikil- vægara. Þá yrði ef til vill stigið fyrsta skrefið til þess að Islend ingum yrði sköpuð sú forysta sem að kallar fremur en nokk- xxrt annað pólitískt mál, og un> leið yrði stórt skref stigið til þess að hefja stjórnmál að nýju til vegs í vitund þjóðarinnar. Þess var áður getið ,að grxmd- vallarforsenda fyrir varðveizlu þjóðernis og viðgangi þjóðar- innar væri vilji til félagsskapar í framtíðinni. Til þess svo megi verða, þarf samheldni um viss grundvallaratriði og til slíkrar samheldni þarf forystu. Forystustéttin hlýtur að vera sá hópur manna sem við stjórn mál fæst. Og þessi forystustétt verðxtr að vera bxmdin tilteknum grundvallarreglum, sem ekki má rjúfa, enda þótt hún sé ekki sammála um hvaðeina. Hún verður að hafa codex ethicus. Aðalinntak þessarar grundvallar eða siðareglna hljóta að vera þau sjónarmið, sem lúta að varðveizlu þjóðern is og þjóðmenningar, að fram- tíðartilveru íslenzks þjóðfélags. Ekki er víst að þessar grund- vallarreglur liggi þegar í augum uppi, en þá er verkefnið að koma sér niður á, hverjar þær eiga að vera. Á þessum grundvelli verður xmnt að skapa almenningsálit, sem verðxxr að afli í þjóðfélag- ínu og bjargar því frá að leys- ast upp í stríðandi hagsmuna- hój>a, sem ekkert eiga sameigin- legt og ekkert ákveðið mark- mið hafa, bjarga þjóðfélaginu frá sem kallað er horror vacui — ógn tómleikans — sem óneitan- lega er uggvænlegt einkenni ís- lenzks þjóðfélags. Slíkt almenn- ingsálit er tiltölulega auðvelt að skapa. ef forystan er einhuga um það af þeirri einföldu á- stæðu að allur þorri manna hef ur yfir höfuð enga skoðun nema þá, sem að honum er haldið. Að hafa forystu. íslenzkir stjórnmálamenn hafa enn sem komið er, rugðizt því hlutverki að skapa þjóðinni for ystu, þeir hafa ekki komizt lengra en veita stríðandi hags- munahópum forystu. Sennileg- asta ástæða þess er sú, að þeir geri sér ekki nægilega grein fyrir, hvað í því felst, að hafa forystu. Og hvað felst í því? Spænski heimspekingurinn Ortega y Gasset hefur bent á, að forysta hvíli aldrei á vald- beitingu, nema að mjög óveru- legu leyti ,heídur á áhrifamætti sem sækir styrk sinn í almenn- ingsálitið. í innsta eðli sínu sé það að hafa forystu þetta: Að fá þjóðfélagsþegnunum ákveðið hlutverk, — ákveðið verkefni, að marka örlögum þeirra braut, að koma í veg fyrir, að þeir sýni af sér þá fávísi og heimsku, sem líf án tilgangs leiði jafnan af sér. Forysta felur ekki í sér, að þjóðfélagsþegnarnir hlýði í auð- mýkt, heldur hitt að þeir játist henni af fúsum og lifandi vilja. Hér á landi heyrum við óspart skírskotað til frelsis, en þetta frelsi er í rauninni oft ekki annað en líf án stefnu og tilgangs, — slíkt frelsi ber dauð- ann í sjálfu sér. Af því hefur verið vikið nokkrum sinnum hér að fram- an ,að það sé enganvegin aug- ljós eða sjálfsagður hlutur að halda uppi menningarþjóðfélagi á Islandi. ísland hefxir sett þeim, sem hér búa, þá kosti að þeir verða að gera sér ljóst hver sé tilgangur þeirra með lífi sínu hér á hjara heims. Hlut verk forystumanna er að gera þjóðinni tilgang þennan ljósan, fá henni hlutverk og verkefni, og marka henni örlög í sam- ræmi við það. Hlutverk Islendinga. Og hver er svo tilgangurinn? — hvert er hlutverk Is- lendinga? Eg nefndi fýrr í ræðu þessari það heillandi tækifæri, sem ís- lendinga biði í því að ávaxta norræna menningu, þannig, að þeir stuðluðu að því, að ’hún mætti, verða a.m.k. ein af yngi- lindum nútíðarmenningar. Einn- ig var á það bent, að slíkri við- leitni mimdi fylgja gróska í hvers konar menningarstarf- semi. Slíkt framlag til heims- menningarinnar yrði traustasta stoð sjálfstæðis þjóðarinnar, en forsenda þess alls er varðveizla þjóðernisins. Hið fyrra meginhlutverk Is- lendinga er að rækja þetta. Hitt meginhlutverk þeirra er að halda uppi menningarþjóð- félagi hér á hjara heims, grund- valla það á heilbrigðan og far- sælan hátt og sýna xtm leið um- heiminxxm, hvað hægt sé að gera„ jafnvel þótt svo virðist sem flest xunhverfis sé á móti. Að íslenzkt þjóðfélag geti orðið áþreifanlegt dæmi um sigur and ans yfir efninxi, ef svo má að orði komast. Islendingar hafa þegið margt af heimsmenningxmni, og miklu meira en þeir hafa lagt til henn ar, en hún er ávöxtur af erfiði margra einstaklinga og þjóða. Nú er eftir þeirra hlutur, að gjalda skuld sína við hana. Það gera þeir aðeins með því, að rækta þá menningu sem þeir hafa tekið í arf og byggja það land, sem forsjónin hefur gefið þeim. — Uppljóstranir Framhald á bls. 20. með höndum vopn án leyfis, og nokkur önnur minni hátt- ar brot. Mun hann koma fyr- ir rétt, snemma á næsta ári, ef málið gegn honum verður þá ekki látið að mestu niður falla. Granquist hefur nú alger- lega vent kvæði sínu í kross, og hefur lýst því yfir í „Stock- holm-Tidningen“, þvi blaði, sem er helzti keppinautur „Ex pressen", að allar „uppljóstr- anir“ sínar séu lygi og upp- spuni. „Ég lék á „Expressen“,“ seg ir Granquist „Ég gáf mig fram við blaðið. Ég var reiður út í Lundahl. Hann hafði verið vinur minn í sjö ár, en var nú tekinn að uppnefna mig: ÚT ER komin ný skáldsaga eftir Jakob Jónsson, Konan, sem kunni að þegja. Jakob er kunnur rit- höfundur af fyrri bókum sínum og má þar tiinefna Myllustein- inn, sem út kom 1963 og seldist upp á skömmum tíma. Þessi nýja skáldsaga er gefin út af ísafold- arprentsmiðju, hún er 127 bls. að stærð og skiptist í tvo hluta. I umsögn um bókina segir að fyrrí hluti sögunnar sé látinn gerast í litlu sjávarþorpi ein- hvers staðar á Austurlandi, en síðari hlutinn gerist í Reykja- vík. Fréttaritari Mbl. kom að máli vi’ð Jakob Jónsson og spurði hann nokkurra spurninga um þessa nýju skáldsögu hans. Skáldið sagði að sagan byggðist öðrum þræði á sannsögulegum viðburð- um. „Sannleikurinn mun vera sá, að allir rithöfundar hafa eitthvað meira eða minna sannsögulegt til að byggja sögur sínar á“, sagði hann. Um efni sögunnar sagði höfund urinn að hann léti hana gerast að méstu leyti á Austurlandi, eins og fyrr getur. „Súlunesið var fátækt fiskimannaþorp, lítill heimur út af fyrir sig, svo kem- ur síldin og kveikir nýtt líf. Á fáum árum vex þetta litla þorp í allmyndarlegan kgupstað og um líkt leyti kemst Súlunesið í vegasamband við umheiminn. — Gamla fólkið verður undrandi og fer að horfa eftir sólareiktar- mörkum til að sannfæra síg um Elisaskar Granquistowitj Pelsi kowitz. Ég vildi hefna mín, og hafði að auki nokkrar grunsemdir um nýnazista. Eitt leiddi síðan af öðru, og ég gat ekki snúið við“. „Stockholm-Tidningen" hef- ur gert mikið úr játningu Granquist, en hana hefur hann einnig lagt fram skriflega við yfirvöld í Stokkhólmi. „Expressen“ hefur tekið málinu með mikilli ró. Hefur það farið fáum orðum um Granquist í seinni tíð, og látið nægja að segja frá, að hann hafi lagt fram skriflega játn- ingu á svikum sínum. Hafi þá verið í liði með honum frétta- ritari „Stockholm-Tidningen“, og maður að nafni Carl G. Edquist. Edquist þessi var dæmdur fyrir sænskum rétti skömmu eftir styrjöldina fyrir að hafa selt Norðmenn í hendur þýzku Gestapo-lögreglunnar. „Expressen" hefur einnig játað, að vitað hafi verið frá upphafi, að Granquist sé ekki „áreiðanlegur heimildarmað- ur“. Hann hafi áður hlotið dóm fyrir áætlun um vopna- sendingar til OAS-samtakanna í Alsír. Hafi hann þá gengið manna milli og kynnt sig „ofursta í OAS“. Því hafi hann aldrei verið álitinn ábyggilegt vitni. — hverju sinni, sem hann hafi komið með yfirlýsingar, hafi ritstjórar og blaðamenn „Ex- pressen" beðið um skriflegar sannanir, eða ljósmyndir og segulbandsupptökur. Það hafi Granquist lagt fram. „Expressen" hefur beðizt af- sýknunar á því að hafa lagt trúnað á þann framburð Gran quist, að hann hafi ljóstrað upp um nýnazista, vegna þess, að hann hafi fyllzt viðbjóði á gyðingahatri og áróðri þeirra, Að öðru leyti telur blaðið sig ekki sekt. Hefur málið nú vakið mikl- ar ádeilur á „Expressen" af hálfu annarra blaða í Sví- þjóð. Er því haldið fram, að þeir, sem lögðu trú á „upp- ljóstranir“ Granquist hafl sýnt vítaverðan skort á al- mennri skynsemi, og er þess krafizt, að K. G. Michanek, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar, segi af sér, því að hann hafi einmitt verið einn þeirra blaðamanna, sem fékkst við skrif um málið í upphafi. Jakob Jónsson að Súlunesið hafi ekki færzt til á hnettinum. í þessu þorpi vex Þröstur Þór úr grasi hjá ömmu sinni, sem hann kallar. Hann veit ekkert um foreldra sína eða ættingja en amman er honum allt 1 senn, Þessi leynd er rauði þrá'ðurinn I sögunni, sem ég dreg á takmörk unum þess mögulega og ómögu- lega“. Að lokum var Jakob Jónsson spurður um nafnið á þessari nýju skáldsögu hans. „Hver er það eiginlega, sem kunni að þegja?“ „Það var amman — en hún kunni því miður að þegja oi lengi“. Konon, sem knnni nð þegjn — ný skáldsaga eftir Jakob Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.