Morgunblaðið - 04.12.1965, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.12.1965, Qupperneq 6
6 MORCUNBLAÐIÐ r Laugardagur 4. des. 1965 Drottinn minn, slíkt ríki dæmi í bláfátæktinni! Rætt við Óskar Aðalstein Guðjónsson, rithöfund og vitavörð um 13. bók hans NÝLEGA er komin út hjá Al- inenna bókafélaginu skáldsagan „Breyskar ástir“, eftir Óskar Aðalstein, rithöfund og vitavörð i Galtarvita, sem er löngu lands- kunnur rithöfundur. Hér er um Hð ræða þrettándu bók höfundar- Ins. Nýskeð hitti blaðið Óskar Aðalstein af máli, og átti við bann eftirfarandi viðtal: — >ú hefur lengi lagt stund á gkáldsagnagerð. — Já, ég var raunar byrjaður að búa tö sögur áður en ég kunni að halda á penna. — Hvenær kom fyrsta skáld- gagan þín út? — Það var árið 1939. Ég var þá innan við tvítugt. Bókin heit- ir Ljósið í kotinu, og var gefin út af ísrún á ísafirði. — Svo kom Grjót og gróður. — Já, sú bók kom trveim árum seinna, 1941. Það er saga um verkamann, sem lifir á kreppu- tímum. — Nú er rétt að fá að heyra eitthvað frekar um lífsferil þinn. — Ég er fæddur á ísafirði 1. maí 1919. Ég naut þar venjulegr- *r bsu'nafræðslu og var einn vet- ur í unglingaskóla. Síðan var ég l einkatímum í íslenzku hjá þeim mæta manni og kennara, Har- *ldi heitnum Leóssyni. Þá naut ég leiðsagnar í bókmenntalegum (ræðum um érabil hjá Guðmundi G. Hagalín, rithöfundi. Fáir hafa betur skilið mig, eða það erindi, ■em ég kann að hafa átt inn í ís- lenzkar bókmenntir, en sá ágæti eg mikilhæfi rithöfundur . ... Á þessum árum gekk ég að allri •dmennri vinnu í heimabæ mín- em — og var sískrifandi. Gár- ungarnir sögðu, að ég stæði og ■krifaði upp við símastaura í vinnunni. Þetta er ekki bara ■krök. Hvort sem ég var úti eða inni, bara ef ég var einn, þá byrj- •ði ég að krota, hafði jafnan á mér blýant og pappír. Einkum þótti mér gott að hugsa inni í Tunguskógi, í hágróandanum við dyn Bunuár. Annars voru þetta •fskaplega fátækir tímar að öll- um ytri gæðum. Löngum var maður atvinnulaus, alveg aura- |aus og heldur illa klæddur. En ég skrifaði. Drottinn minn, slíkt ríkidæmi í bláfátæktinni. Mér er til efs, að ég hafi öðru sinni verið ríkari á ævinni í beztu merkingu orðsins. Ég var rúmlega tvítugur þeg- ■r ég gerðist aðstoðarbókavörður Við Bókasafn ísafjarðar. Þetta var minn staður í öllum skiln- ingi. Ég hafði beinlínis heiminn faöndum tekið. Svo höguðu at- vikin því þannig að ég hætti bókavörzlunni og gerðist vita- vörður Hornbjargsvitans árið 1947. Þar var ég í þrjú ár. Síðan leitaði ég aftur til heimabæjar- ins. Lagði þar stund á margs kon- *r störf í þrjú ár, erfiðisvinnu, gerðist óopinber ritstjóri eins iflokksblaðsins í bænum um tíma, tók þátt í leikstarfsemi, skrifaði greinar um margskonar efni i blöð og tímarit og hélt að sjálf- sögðu áfram að skrifa skáldsögur. Árið 1951 gerðist ég ná ný vita- vörður, og nú Galtarvitans í Keflavík, norðan Súgandafjarðar, og hef verið þar síðan. — Og hvernig er að vera vita- vörður? — Ja, ég veit ekki hvort ég er rétti maðurinn til aö svara því. í Galtarvita er rekin alþjóðaveður- athugunarstöð, sem ég veiti for- stöðu. Það er mikið starf auk vita vörzlunnar. Mér gefst samt all- mikið tóm til ritstarfa. Einsemd? segja sumir með spurnarsvip. Þá brosi ég. Það er sjaldnast mann- fæðinni fyrir að fara í kringum starfandi rithöfund. Persónurnar hópast að manni, koma úr öllum áttum, og eru ekki í rónni fyrr en maður hefur búið þeim sama- stað í nýrri skáldsögu. — Þá er að minnast á nýju skáldsöguna. Hefur hún verið lengi í smíðum? — Já, ef grannt er skoðað, mjög lengi. Það er þannig ævin- lega hjá mér. Ég geng lengi með söguefnið, áður en ég færi það í letur. Annars var ég tiltölulega fljótur að skrifa þessa bók, eða eitt ár. Aðalsöguhetja bókarinnar, Jónatan í Ytridal, er í vissum skilningi mjög ráðríkur persónu- leiki, er alls staðar nálægur í sögunni, á hverri blaðsíðu. Það er vart sá hlutur sem hann ekki gerir af lífi og sál. Honum er gjarnt að skoða hlutina í hlýju og kannski líka svolítið broslegu ljósi. Og þessi hugblær hverfur honum aldrei með öllu, jafnvel þegar örlögin eru honum hvað óblíðust og mikill sorti sækir að honum. Fátt gleður hann meira en að eiga næðisstund með blóm- legri konu. Slík Jónatansævin- týr eru ekki fátíð i sögunni. Enda væri enginn Jónatan, ef ekki væri bruninn í blóðinu. Jónatan í Ytridal er ævinlega glaður á góðri stund. Og stund- Óskar Aðalsteinn. um gerist allróstusamt í kringum hann, þegar hann kastar af sér reiðingnum og skvettir sér upp. — Hvert er baksvið sögunnar? — Upplausnin í dreifbýlinu. Hvar er ekki upplausn og flótti úr sveitum landsins? Strax og ég kem út af bæ sé ég mannauða bæi, eyddar sveitir. Og svona er það hvarvetna á okkar blessaða landL Ytridalurinn er afskekkt sveit. Þar hefur engin nýsköpun orðið i búskaparháttum, þegar Jónatan flytur þangað á miðjum aldri. Aðeins þrír bæir í byggð í dalnum. En það grær í kring- um Jónatan þar sem hann er. Og það verður uppbygging í Ytri- dal. En allt kemur um seinan. Vegurinn kemur of seint, jarð- ræktin kemur of seint, og flest er þetta of smátt í sniðum. Jóna- tan berst hörkubaráttu gegn því að flosna upp. Sú barátta stendur í tuttugu ár, án þess þar sé nokk- urt lát á. — Að lokum, Óskar Aðalsteinn, — hvað segir þú um framtíð skáldsögunnar? Sumir ætla að hún sé senn dauð sem skáldskap- arform. — Óþarft er að taka undir þann útfararsöng. Hitt er svo ann að mál, að löng einbeiting að sama verkefni er ekki tímanna tákn í dag. En sá, sem vill helsa sig skáldsögunni af einlægni og festu, verður í vissum skilningi að gefa henni sig allan. Skáld- sagnahöfundi er nauðsyn að vera löngum einn sér — og ótruflaður af skyndiáhrifum og dægurflug- um, ef honum á að verða eitt- hvað að verki, sem umtalsvert er. Sjolokov á blaðamannafundi: Tel mig fyrsto rússneska rithöfundinn, sem hlýtur Nóbelsverðluunin Mqgkvu, 30. nóv. AP—NTB. RÚSSNESKI rithöfundurinn Mikhail Sjolokov, hélt fund með fréttamönnum i Moskvu í dag, — hinn fyrsta frá þvi honum barst tilkynningin um, að hann hefði verið sæmdur bókmeniutaverðlaunum Nó- bels. Skýrði hann þar meðal annars svo frá, að hann teldi sig fyrsta sovézka rithöfund- inm, sem verðlaun þessi hlýt- ur og sagði að afstaða sín til Pastemaks, sem neyddur var til að afsiala sér NóeWsverð- launununt, hefði í engu breytzt. Sjolokov sagði er frétta- menn spurðu hann um fyrstu viðbrögð hans við tilkynning- unni um verðlaunaveitinguna, að hann hefði brosað, andvarp að og hugsað með sjálfum sér, að þessi viðurkenning kæmi nokkuð seint. Sjolokov kvaðst væntanlega koma tU Stokkhólms 7. desember næst komandi en 10. des. mun hann taka við Nobelsverðlaununum úr hendi Gústafs Adolfs Svía- konungs. Áður hafði verið til- kynnt, að fimm sovézkir rit- höfundar færu með honum til Stokkhólms, en Sjolokov upp- lýsti í dag, að þeirri ákvörð- un hefði verið breytt — í þeirra stað færu með honum fjölskylda hans, eiginkona og fjögur böm þeirra. Sjolokov sagði sem fyrr segir, að hann teldi sig fyrsta sovézka rithöfimdinn, er No- belsverðlaunin hlýtur — og bar þá á góma Boris Paster- nak, hið heimsfræga skáld og rithöfund, sem vegna and- stöðu heima fyrir var neydd- ur til að afsala sér verðlaun- unum árið 1958. Er alkunna, að Sjolokov var einn hávær- asti gagnrýnandi þeirrar verð launaveitingar og fór þá mörg um svívirðilegum orðum bæði um Pasternak og verðlaunin sjálf — kallaði þau m.a. verk- færi í höndum heimsvalda- sinna. Sjolokov var á fundin- um spurður um afstöðu sína til Pasternaks og svaraði hann: „Við tölum ekki illa um látna menn, en ég mun ekki breyta afstöðu minni gagnvart honum“. Rætt var um ritfrelsi i Sovét rikjunum og sagði Sjolokov þá, að sovézkir rithöfundar Framhald á bls. 19 ^ Skarðsbók Hér kemur bréf um Skarðs- bók og sitt hvað fleira, frá húsmóður: „Kæri Velvakandi. Þá er Skarðsbók farin frá okkur í bili, en þar sem hún fór bara á um það bil 4 millj. króna, þá ætti ekki að vera mikill vandi að reyna að bjóða betur. En ég vil, að við gerum, eins og ég var að tala um við þig, um daginn. Ef við, segjum 76 þús. íslendingar, leggjum fram: peninga, mynd, nafn og heimilisfang, þá get ég ekki betur séð, en að þá sé komin önnur bók, sem verður örugg- lega ekki síður forvitnileg en sjálf Skarðsbók. Eins og hlutfall hvíta kynstofnsins er í dag, þá hlýtur það að vera gaman, eftir ca. 600 ár, að sjá myndir í einni bók, af svo mörgum snjaka- hvítum mönnum. Ég vona, að ég verði ekki vítt fyrir kyn- þáttahatur, þótt ég sé mjög glöð yfir mínum hvítu forfeðrum. Ég veit að við erum bæði sam- mála um, að það væri gaman að vita með vissu hvers dóttir Grundar-Helga var, því að mér finnst alltaf að hún hafi verið með merkilegustu húsmæðrum. Svellandi var miðdagurinn sem hún héU Smið hirðstjóra. Álíka tími er liðin síðan Skarðsbók var rituð. Ég var að heyra að núna ætiuðu Englendingar að fara að skjóta saman, til þess að kaupa strendur lands síns, sem núna eru að mestu í einkaeign. Ég veit að ríkissjóður Englands hefur lengst af verið nokkuð stór, í það minnsta stærri en sá íslenzki. En engum Englend- ingi dettur í hug að fara fram á svo mikið sem 1 penny úr honum til þess ama. Við erum núna þessa dagana að slá algjört heimsmet í söfn- uninni gegn hungri í heiminum, og er það gleðilegt. Þess vegna ættum við alveg eins að geta séð af nokkrum peningi handa okkur sjálfum, niðjum okkar til ævarandi gleði. Mér finnst að við ættum að geta rekið Handritastofnunina með frjálsum samskotum, en til þess þarf helzt að koma nokkur áhugi frá td. Norrænudeild Háskóians, því til iþess að safna fé, þarf einhver stofnun að beita sér fyrir söfnuninni, og þá skulum við íslendingar svo sannarlega koma með pening- ana. Húsmóðir". "Ar Um daginn og veginn Og hér er stutt bréf frá út- varpehlustanda: „Frú Ragnhildur Helgadóttir flutti erindi „Um daginn. og veginn“ mánudaginn 22. nóv. sl, bæði fróðlegt að skemmtilegt. En m.a. ræddi hún um stjórn- málamennina, og það aðkast er þeir yrðu fyrir frá hinum al- mennu kjósendum, sem hefðvt þó kosið þá fulltrúa fyrir sig. En óg vil spyrja: Hverjir gefa fyrsta tóninn, og halda honum við daglega? Eru það ekki dag- blöðin og stjórnmálamennirnir sem stjórna þeim? Og svo halda þeir sina eldhúsdaga i útvarp- inu, og þá er ekki dregið af sér með skammirnar, til lærdómj almenningi og til kjörfylgis. Þetta atriði féll niður hjá frúnni, en samt efast ég ekki um að hún mundi vera mér sam mála, að minnsta kosti í hjarta sínu. P.Sn.“ Kaupmenn - Kaupfélög Nu er rétti tíminn til að panta Rafhlöður fyr-» veturinn, jHP! &&&% Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.