Morgunblaðið - 04.12.1965, Síða 8
8
MORCU N B LAÐIÐ
t
Laugardagur 4. des. 1965
Ræða verður f járhagsmál-
in af einurð og raunsæi
að verzlunar-
stéttin þurfi líka hækkun
ANNABRI umræðu um fjárlaga-
frumvarpið fyrir árið 1966 var
fram haldið á kvöldfundi í Sam-
einuðu Alþingi í fyrradag. Þá tók
fyrstur til máis Halldór Ásgríms-
son og lauk ræðu sinni frá fund-
inum fyrr um daginn, en síðan
tók Ingvar Gíslason (F) til máls
og ræddi hann m. a. um verð-
bólguna s e m
hann sagði eiga
sér margar or-
sakir. Hún hefði
verið fyrir hendi
í fjölmörg ár,
þótt aldrei hefði
hún verið jafn á-
geng og nú á
,|»h« síðustu árum og
mm - væri fjármála-
stefnu ríkisstjórnarinnar og
stjórnleysi í fjárfestingarmálum
um að kenna. Frumorsök verð-
bólgunnar væri röng fjárfesting,
röng lánapólitík og ofurvald
kaupsýslumanna yfir vinnuafli
Þá væri' viðskiptasiðferðið hér-
lendis verra en nokkurs staðar
annars staðar. Þá vék Ingvar
einnig að húsnæðismálum, sem
hann sagði að væri í hinu mesta
óltstri og ekkert væri gert til
þess að menn gætu risið undir
því að koma sér upp húsnæði af
launatekjum sínum einum sam-
an. Nauðsyn væri að koma á og
viðhalda jafnvægi milli kaup-
gjalds og húsnæðiskostnaður, og
fátt væri heilbrigðara til að
stöðva verðbólgu en heilbrigð
stefna í lánamálum húsbyggj-
enda. í>að væri athyglisvert að
ríkissjóður væri rekinn með
halla mitt í því góðæri sem ríkt
hefði að undanfömu og atvinnu-
vegimir ættu nú í meiri erfið-
leikum en áður. Aðeins hefði
verið farin ein leið, sú að hækka
skatta og skera framkvæmdir
niður, og beinn rekstur ríkissjóðs
tæki æ meira og meira af tekj-
unum til sín.
Helgi Bergs (F) gerði einkum
samgöngumálin að umtalsefni.
Sagði hann að þrátt fyrir að ís-
lendingar byggju í erfiðu og
strjálbýlu landi hefðu þeir ekki
lagt hlutfallslega meira til sam-
göngumála en aðrar þjóðir.
Mætti nefna Noreg sem dæmi,
en þar hefði verið varið 1924 kr.
á mann árið 1965 til samgöngu-
mála, en hérlendis 1660 kr. Það
hefði verið yfirlýst af samgöngu-
málaráðherra, að framlag ríkis-
sjóðs til vegamála yrði ekki lækk
að og rétt væri það, að það hefði
ekki lækkað, heldur horfið að
fullu, og væri þar með ótvírætt
brot á því samkomulagi er orðið
hefði við afgreiðslu vegalaganna
um að ræða. Meginreglan um
framlög til vegamála yrði að
vera sú, að þau kæmu frá sam-
tímatekjum, — af fjárveitingum
ríkisins, en nú á síðustu árum
hefði í æ ríkari mæli verið tekið
lán til þessarra framkvæmda. Þá
væri það höfuðverkefni, að
byggja upp þannig vegakerfi, að
það væri efnahagslega hagstætt
og hefði það sjónarmið komið
fram í vegalögunum. í vegaáætl-
unni væri aðeins 10 millj. kr.
ætlaðar til þessa hlutverks, og
gert væri ráð fyrir að vinna fyr-
ir lánsfé og væri það athyglis-
vert að velta kostnaði samtíðar-
innar yfir á framtíðina á þeim
góðæristímum er nú ríkti. Til
þess að réttlæta lántöku til vega-
mála þyrftu þær framkvæmdir
að vera takmarkaðar og einnig
gefa af sér einhverjar tekjur til
þess að borga af sér þau lán er
tekin voru. Ríkissjóður hefði nú
stórfelldar tekjur af umferðinni
og þeim bæri honum að skila
sem mest aftur til hennar. Þá
vék ræðumaður að skipaútgerð
ríkisins og taldi þar þörf á skipu-
lagsbreytingu og sagði að strand-
ferðaskipin væru orðin of gömul
og óhagkvæm. Taka yrði þau
mál nýjum tökum með skipastól,
sem hentaði þeim nútímakröfum
sem til þeirra vaeru gerðar.
Matthias Bjarnason tók þessu
næstur til máls og vék fyrst máli
sínu að hafnarlögunum sem hann
sagði að brýn
nauðsyn væri á
að endurskoða,
með tilliti til
þess að auka
framlag ríkisins
til smærri hafna
úti á landi, þar
sem s t æ k k u n
skipa á undan-
förnum á r u m
hefði leitt það af sér, að sveita-
félög yrðu að ráðast í stór og
dýr hafnarmannvirki.
Þá ræddi þingmaðurínn nokk-
uð vegamálin og sagðist harma
það í sjálfu sér að ríkisstjórnin
teldi sig knúða til að taka fram-
lag til vegamála út úr fjárlög-
um, en hækkun tekna til vega-
mála hefði nú verið fundin
tryggari tekjustofn. Kvað hann
þær árásir er samgöngumálaráð-
herra hefði orðið fyrir í þessum
umræðum væru ómaklegar, því
hann hefði manna mest hvatt til
framkvæmda vegamála og unnið
ötullega að þeim. Vék Matthías
síðan að einstökum breytingar-
tillögum er fram höfðu komið
og sagði m. a. við tillöguna um
sameiningu sendiráðanna, að í
þeirri tillögu væri margt sem
þyrfti að skoðast nánar, en ekki
mætti minnka framlög til utan-
ríkisþjónustu, sízt í markaðs-
löndum Islendinga. Sagði Matt-
hías að nú væri unnið að nefnd-
aráliti um rekstur skipaútgerðar
ríkisins, þar sem rekstrargrund-
völlur hennar hefði breytzt
mjög mikið á síðustu áum, —
flugið hefði tekið við mestu af
farþegaflutningunum og vörur
væru fluttar í vaxandi mæli
landveg. Gerði Matthías síðan
nokkurn samanburð á framlög-
um ríkissjóðs nú til skólabygg-
inga og var á árinu 1966, sem
Framsóknarmenn vitnuðu gjarn-
an til sem dýrðarárs. Þá hefði
framlag til gagnfræða- og hér-
aðsskólabygginga. verið 3,4 millj.
kr. en væri nú 36 millj. kr. Við
afgreiðslu fjárlaga þá hefði allt
verið talið í sómanum, en 11
mánuðum síðar hefði sú stjórn
gefizt upp, með þeirri yfirlýs-
ingu að hún hefði kki nein úr-
ræði í fjárhagsmálum.
Gils Guðmundsson (K) mælti
fyrir breytingartillögum sem
hann flytur um hækkun nokk-
urra greina í fjárlagafrumvarp-
inu m. a. að hækkað verði fram-
lag til bókakaupa Landsbóka-
safnsins um 2 millj. kr. þá gerir
Gils einnig ráð fyrir með tillögu
sinni að tekinn verði upp nýr
liður í fjárl. til ritstarfa, útgáfu-
starfsemi Og rannsóknarstarfa
að upphæð 2 millj. króna.
Lúðvik Jósefsson (K) mælti
fyrir breytingartillögu sem ger-
ir ráð fyrir 50 þús. kr. framlagi
til náttúugripasafns Neskaup-
stað. Sagði hann það vera sama
framlag og veitt væri til ann-
arra náttúrugripasafna. Erindi
hefði verið sent til fjárveitingar-
nefndar um að veita þetta fram-
lag, en hún hefði ekki tekið það
til greina og
þess v egna
flytti hann þessa
tillögu. Lúðvík
k v a ð s t einnig
vilja beina fyrir
spurn til fjár-
málaráðh. varð-
andi sölu á ríkis
skipinu Þ y r 1 i,
sem hann sagði
að selt hefði verið fyrir óeðlilega
lágt verð. Lúðvík sagði að sér
væri ekki kunnugt um að ríkis-
stjórnin hefði haft neina heimild
til að selja skipið, a.m.k. væri
ekki hægt fyrir ríkið að selja
eyðikot, án þess að leita heimild-
ar fyrir þeirri sölu. Með sölu
þessa skips hefði verið framið
herfilegt hneyksli og kaupendur
þess hefðu hagnazt um nokkrar
millj. kr. á kaupum á því. Að
lokum vék Lúðvík svö nokkuð
að verðbólgunni og dýrtíðarmál-
um og sagði að það væri afleið-
ing af þróun verðlagsmála í land-
inu, og kæmi það bezt fram eftir
samninga við verkalýðsfélögin
1964, en þá hefði ríkið að nokkru
verið gert ábyrgt um verðlagið
í landinu.
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra, sagði að sér bæri að játa
það að sala skipsins væri mál
sem hann hefði
ekki haft tíma
til að kynna sér.
Sagði ráðherra
að með sam-
komulaginu, sem
gert var 1964
við verkalýðsfé-
lögin, hefðu ver-
ið komið á verð-
tryggingu launa
sem orsakaði það að ríkissjóður
yrði að taka til greina það sem
kæmi fram í vísitöluhækkun og
kæmi það m. a. fram á auknum
niðurgreiðslum. Það virtist vera
álit Lúðvíks Jósefssonar að vand-
inn hefði aðeins verið sá að
stöðva verðlag, en þá ætti spurja
að því hvort ekki hefði átt að
hækka verð á landbúnaðarafurð-
um þá um haustið. eða hvort
ekki hefði átt að hækka kaup
aftur sl. sumar. Ráðherra kvað
ekki samræmi í málflutningi
stjórnarandstöðunnar, sem ann-
ars vegar hneykslaðist á niður-
skurði opinberra framkvæmda,
en hins vegar kvartaði hástöfum
undan því hvergu allar ríkis-
stofnanir væru fjárvana. Hvert
yrði áframhaldið væri ekki gott
um að segja, en með slíkri þróun
áframhaldandi mætti búast við
því að setja þyrfti nýja skatta
næsta haust, þótt í sjálfu sér
væru nýir skattar engin fram-
búðarlausn. Þá hefði einnig verið
ráðizt að verzluninni þrátt fyrir
það að skilnings hefði gætt hjá
verzlunarstéttinni að mæta ekki
vinnutímastyttingunni með hækk
uðu vöruverði. Það væri og álit
þeirra manna er um þetta töluðu
að þjónustustofnanir ríkisins
yrðu að fá meira fyrir sitt fram-
lag, dg væri það því ekki óeðli-
legt að verzlunarstéttin þyrfti
það einnig. Þá væri einnig talað
um að frjálst verðlag væri undir-
xót þess að vöruveifí væri hátt,
en menn mættu halda, að sam-
vinnufélögin gætu þá verið nokk-
ur hemill á verðlaginu. Þá sagði
ráðherra að lokum, að ef menn
ætluðu 1 raun og veru að kom-
ast til botns í þessum málum
yrðu þeir að ræða þau af einurð
og raunsæi og reyna að sjá hvar
vandinn lægi grafinn og játa það
hreinskilnislega.
Einar Olgeirsson (K) sagði í
upphafi máls síns að það væri
Alþingi til skammar hvernig
fjárlög væru rædd og afgreidd,
því svo væri komið að enginn
stjórnarflokka maður treysti sér
til að flytja tillögur til breyting-
ar, en áður hefði það verið al-
gengt að allir þingmenn flyttu
breytingartillögur. Fjárveitinga-
nefnd virtist einnig vera farin að
lita á sig sem hún væri af-
greiðslustofnun fyrir ríkisstjórn-
ina, — ætti þetta ekki einungis
við um þessa stjórn, heldur hefði
þessi stefna verið að mótast á
undanförnum árum.
Einar gerði síðan grein fyrir
breytingartillögum þeim er hann
gerir við frumvarpið, en þar er
m. a. gert ráð fyrir að launa þrjá
háskóiakennara, er menntamála-
ráðherra setji til kennslu í ís-
lenzkri sögu og bókmenntum og
áætlað að verja til þess 850 þús.
Einnig leggur Einar til að varið
verði 850 þús. krónum til að
kosta nokkra sendikennara við
erlenda háskóla í íslenzkum bók-
menntum og menningarsögu.
Björn Jónsson (K) mælti siðan
fyrir breytingartillögum er hann
flytur. Gerir hann ráð fyrir með
tillögum sínum að settur verði
nýr liður til að bæta úr skortL
á tannlæknaþjónustu eftir ákvörð
un landlæknis að upphæð 500
þús. kr. Björn leggur það einnig
til, að framlag til hagræðingar-
starfsemi verði hækkaður um 400
þúsund og framlag til Mennta-
skólans á Akureyri verði hækkað
um 1,4 millj. kr. Þá leggur Björn
til, að settur verði inn nýr liður
til ráðstafana gegn atvinnuleysi
á Norðurlandi og í Strandasýslu
að upphæð 10 millj. kr. Vitnaði
Bjöm til samkomulags við verka-
lýðsfélögin frá því í sumar, en
þá hefði ríkisstjórnin skuldbund-
ið sig til þesá" að rannsaka þessi
mál og gera ráðstafanir tfl úr-
bóta.
Hannibal Valdimarsson (K)
mælti fyrir breytingartillögu er
hann flytur sem gerir ráð fyrir
að framlag til Alþýðusambands
íslands verði hækkað um 50 þús.
kr. Sagði hann að slíkt gæti ekki
talizt ósanngjarnt, þar sem fram-
lag til landssambands iðnaðar-
manna væíi nú hækkað um
helming. Þá leggur Hannibal
einnig til að framlag til orlofs-
heimila verkalýðssamtaka verði
hækkað um 400 þús. eða upp í
2 millj. kr. Sagði hann að það
hefði verið upphæðin á fjárlög-
um í fyrra, en það síðan skorið
niður um 20%. Hannibal kvaðst
einnig vilja taka undir tillögu
Björns Jónssonar um fjárfram-
lag til ráðstafana gegn atvinnu-
leysi á Norðurlandi og í Stranda-
sýslu, en á þessum stöðum rikti
ófremdarástand.
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra, sagði að rétt væri það, að
í samkomulagi við verkalýðsfé-
lögin frá í sumar, hefði verið lof-
að að rannsaka atvinnuástand er
ríkti á tilteknum stöðum á Norð-
urlandi og í Strandasýslu. Það
mundi einnig verða viðurkennt
að staðið hefði verið við það lof-
orð, með flutningi á síld af mið-
unum fyrir austan sl. sumar.
Einnig skyldi það tekið fram, að
gerðar yrðu tilraunir með að
flytja fisk til þessara staða í vet-
ur og þar með kannað, hvort
það bætti úr. Yrði þannig full-
komlega staðið við það sem lofað
var.
Halldór E. Sigurðsson (F) tók
næstur til máls og gerði að um-
talsefni atriði sem komið höfðu
fram í umræðum.
Skúli Guðmundsson (F) gerði
rafmagnsmálin að umtalsefni og
taldi það óhæfu, að fella fram-
lög til rafveitna út af fjárveit-
ingum ríkissjóðs.
Matthías Bjarnason gerði stutta
athugasemd við ræðu Halldórs
E. Sigurðssonar, og lauk þar með
umræðunni.
Kaunda úí
erfiðleikum
Lusaka, 3. des. — NTB:
KAIJNDA, forseti Zambíu, til-
tilkynnti í dag, aff hann hefffi
hafnaff tilboffi brezku stjómar-
innar um að senda fótgönguliffs
sveit til Zambíu.
Á fundi með fréttamönnum
lýsti Kaunda vandræðum sín-
um. Sagðist hann hafa afþakkað
boðið, þvr að hann hefði haft í
hyggju að senda liðið inn fyrir
landamæri Rhódesíu, til að gæta
Kariba-orkuversins, sem Zambía
getur ekki án verið. Brezka
stjórnin hefði hins vegar ekkl
viljáð láta liðið fara frá Zambíu,
inn í Rhódesíu, enda hefur Ian
Smith, forsætisráðherra Rhódes-
íu lýst því yfir, að hann myndi
ekki þola brezkt lið í landi sínu
nú.
Kaunda sagði, að þótt hann
hefði hafnað þessu tilboði brezku
stjórnarinnar, myndi samninga-
umræðum við Breta haldið áfram
Væru brezkar herþotur þegar
komnar til Zambíu, til gæzlu-
starfa.
Fyrsti áfangi verkstæðis
SVR ffekin í notkun
— síðari hluta næsta árs -
Tillaga um 10 ný biðskýli
Á fundi borgarstjómar í gær
skýrffi borgarstjóri, Geir Hall-
gímsson, frá því, aff fyrsti áfangi
hinnar fyrirhuguffu verkstæffis-
byggingar Strætisvagna Reykja-
vikur væri tilbúinn til útboffs
og mundi verða boffinn út innan
skamms og væntanlega tekin í
notkun síffari hluta næsta árs
Þá skýrffi borgarstjóri frá því,
aff forstj. SVR hefffi gert tillögu
um byggingu 10 nýrra biffskýla
á næsta ári.
Upplýsingar borgarstjóra komu
fram í ræðu er hann hélt vegna
tillögu frá Guðmundá Vigfús-
syni, sem tii umræðu var í borg-
arstjóm ál. fimmtudag, en 1
Framhald á bls. 20.