Morgunblaðið - 04.12.1965, Side 10

Morgunblaðið - 04.12.1965, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugarflagwr 4. des. 1965 T vö geimskot á 10 dögum Annríki á Kennedyhöfða Á KENNEDYHÖFÐA hefir aldrei verið annað eins ann- 1 ríki og síðustu vikurnar — enda er ætlunin að skjóta tveim Gemini-förum á loft á næstu tíu dögum. Áætlað var í gær, að Gem- ini-7 með tvo menn innan- ^ borðs verði skotið á loft kl. 7 í kvöld eftir íslenzkum tíma og verði það á lofti í hálfan i mánuð. Meðan þetta geimfar verður á braut, verður öðru tveggja manna fari, Gemini-6, skotið á loft og er því ætlað i að hafa „stefnumót" við Gem- , ini-7, meðan bæði förin þjótá um himinhvolfið. 1 í>etta táknar, að verkfræð- ingar og aðstoðarmenn þeirra verða að ljúka á tæpum tveim vikum störfum, sem venjulega taka se^: vikur. Raunar byrj- i uðu nokkur hundruð starfs- d manna á þessu verki í októ- ber, þegar þeir framkvæmdu venjulega frátalningu varð- andi Gemini-6 og Titanflaug þess. Þá átti Gemini-6 að reyna „stefnumót" í geimnum en Agena-flaugin, sem átti að vera hinn aðilinn, tættist sund ur af sprengingu nokkru eftir að henni hafði verið skotið á loft. Þá var lagt til, að næsta mannaða geimfar, sem senda átti á braut, Gemini 7, skyldi taka að sér hlutverk Agena- flaugarinnar. Jafnskjótt og fengið var samþykki fyrir þeirri breytingu, var hafizt handa um allan undirbúning. Ný Titan-eldflaug var þá reist á skotpalli 29. október og samdægurs var Gemini-7-far- ið sett framan á hana, og voru þetta fyrstu skrefin af undir- búningnum. Nokkrum dögum áður höfðu sömu starfsmenn James H. Lovell. tekið Gemini-6 stundur til geymslu, og er sú flaug að mestu tilbúin til skots, þótt margt handtakið sé vissulega eftir. Jafnskjótt og Gemini-7 verður komin á braut, mun starfsliðið, sem sendi hana út í geiminn, hraða sér við að ljúka tíu daga vinnu við að koma Gemini-6 líka á braut. Venjulega líða sex vikur á milli geimskota frá sama skot- palli. Pallurinn er látinn kólna hægt, áður en starfs- menn byrja 4ra daga eftirlit til að athuga skemmdir af völdum ofsahita á sjálfum pallinum, skotturninum og alls konar tækjum. Brunnin eða brotin tæki eru fjarlægð og allt málað hátt og lágt. Leiðslur með kælivökvum eru skolaðar, og allt eftirlit yfir- leitt framkvæmt með mestu hægð og gætni. Sérfræðingar prófa Gemini- farið og Titanflaugina hvort í sínu lagi, en síðan tekur tvo daga að ganga tryggilega frá öllum rafhleðslum jnilli þeirra. Þá tekur við eins dags eftirlit á öllum stjórntækjum og kerfum, svo að geimfararn- ir geti tekið alla stjórn á Titan-flauginni í upphafi, ef þess gerist þörf. Hugsa verk- fræðingar sér þá alls konar aðstæður, sem fyrir geti kom- ið, og hvernig geimfarar eigi að snúast við þeim. Þegar kerfin hafa verið prófuð hvert í sínu lagi, er tveim dögum varið til að prófa þau öll í heild, en næstu fjór- um dögum síðan varið til ná- kvæmrar skotprófunar. Er þá farið yfir öll handtök, sem gera þarf, þegar geimfari er skotið, og allt þaulreynt hvað eftir annað. Eins og þegar er sagt, mundi allur þessi undirbúningur taka sex vikur við venjulegar kringumstæður, en þar sem hann fór fram — að því er Gemini-6 snerti — að mestu og án vandkvæða um mánaða- mótin september/október, verður hægt að framkvæma hann á miklu skemmri tíma. Svo mikill hiti myndast, þegar geimfari er skotið á loft, að ekki er hægt að ganga nærri skotpallinum klukku- stundum og jafnvel dögum saman. Þess vegna verður fyrsta verkið að kæla skot- pallinn með miklu vatns- magni, svo að hægt sé að vera á ferli á honum. Þegar það verður unnt, verður eldflaug og geimfari — Gemini-6 — komið fyrir við skotturninn og undirbúningur hafinn af krafti, en hann verður miklu styttri en ella vegna þess und- irbúnings, sem fram hefur far- ið, svo sem getið var hér að framan. Eins og sagt hefur verið, er vonazt til þess, að allur undir- búningur fyrir Gemini-6-skot- ið taki aðeins tíu daga, en þar sem geimförin munu hitt- ast sama dag og hinu síðara verður skotið á loft, þolir það þriggja daga bið til viðbótar, að það verði sent á braut. Geimrannsóknaráð Banda- ríkjanna hefur tilkynnt John- son forseta, sem samþykkti „stefnumót“ Gemini-7 og Ge- mini-6, að það eigi ekki að draga úr öryggi geimfaranna, þótt undirbúningi á síðara skotinu sé hraðað eins og hér hefur verið sagt. S/ö bœkur frá Setbergi BLAÐINU hafa borizt sjö í>æk- ■ur frá bókaútgáfunni Setberg. Eru það ævisögur, skáldsögur og frásagnarþættir. Sveinn Sæmundsson, blaða- „ful'ltrúi Flugfélags íslands hefur ritað bókina í brimgarðinum. Eru það fjórtán þættir um þrek- raunir íslenzkra sjómanna. Sveinn Sæmiundsson hefur lagt gjörva hönd á margt. aHnn er Akurnesingur, en fór snemtma að heiman, hélt í siglingar og dvaldist vestanhafs við nám og störf um skeið. Þá gerðist hann blaðamaður og síðan blaðafull- trúi síðusfu átta árin hjá Flug- félagi fslands. Þættirnir fjórtán bera þessi nöfn: í brimgarðinum, Þeir lftfðu allir drukknað, í kafi, Giftusamleg björgun við Kögr- ið, Es. Bahia Blanca, Björgun við bæjardyr, Með síldarhleðslu að skipbrotsmönnum, Það var góður koss, Síðasta ferð Es. Ceres, Skúli fógeti ferst við Eng- land 1914, Flóra í stríðinu, Þor- móður rammi við Sauðanes, Við lokuð sund og Þegar Nirði var sökkt. Bókin er prýdd fjölda mynda. Þá hefur blaðinu borizt bókin Endurminningar Maríu Markan, söngikonu, sem Sigríður Thorla- cíus hefur ritað. Á kápusíðu seg- ir svo um efni bókarinnar: „María Markan er brautryðj- andinn meðal íslenzkra kvenna á erlendum vettvangi. Hún stund- aði söngnám í Berlín og vakti þar athygli þegar á námsárum sín- um. María Markan er fyrsta ís- Imzka söngkonan, sem sungið he. ir í óperum og haldið tón- ^Jeika í þremur heimsálfum og hlotið mikla frægð af. Hún starf- aði við frægustu söngleikahús, svo sem Glyndebourne-óperuna og Metropolitan-óperuna í New York, og fór hljómleikaferðir um Ástralíu á vegum ástralska útvarpsins. Frá því hún fyrst hélt hljómleika á íslandi hefur María Markan skipað sérstakan sess í augum fslendinga. í þessari bók segir María Markan frá æsku- árum sínum í Laugarnesi, söng- námi og starii við erlend söng- leikjahús, vonbrigðum sínum og sigrum.“ Bókina prýðir fjöldi mynda. Þá hefur Setíberg látið frá sér fara skáldsögu eftir sænsku skáld konuna Selmu Lagerlöf. Heitir skáldsaga þessi Anna Svárd, og er þetta framhald bókarinnar Charlotta Lövenskjöld. Selma Lagerlöf fæddist árið 1858. Hún var kennari að menntun og um nokkurt skeið kennslukona við kvennaskóla. í fyrstu fékkst hún einkum við ljóðagerð, og birtust sonnettur eftir hana í sænska tímaritinu Dagný. Selma Lager- löf gerðist mikilvirkur rithöfund ur og samdi fjölda skáldrita á langri ævi. Fjölmrg verka henn- ar hafa verið þýdd á íslenzku; þeirra á meðal tvö þau, er hæst ber, Gösta Berlings saga og Jerúsalem. Selmu Lagerlöf hlotn uðust margvíslegar sæmdir fyrir ritstörf sín. Hún hlaut doktors- nafnbót í heimspeki við Uppsala háskóla árið 1907 og bókmennta- verðlaun Nóbels tveimur árum síðar. Árið 1914 var hún kjörin í sænsku Akademíuna fyrst sænskra kvenna. Hún lézt árið 1940. Skáldsagan Anna Svard, er í þýðingu Arnheiðar Sigurðardótt- ur, og hlífðarkápu hefur Friðrika Geirsdóttir teiknað. Jónas Þorbergsson, fyrrum út- varpsstjóri, hefur ritað bókina Ljós yfir landamærin. Þar er fjallað um áratuga kynni höfund ar af dulrænum fyrirbærum. í bókinni greinir frá öllum megin- dráttum eigin reynslu höfundar á miðilsfundum og í samstarfi með ýmsum miðlum. Höfundur fjallar einnig um trúaibrögð mannsins, og hvernig „ljós hins vísindalega spíritisma" rennur upp yfir mannkyn um miðbik 19. aldar og framgang spíritism- ans. Bókinni er skipt í þrjá meg- inhluta, fyrstu, aðra og þriðju bók. Fyrsta bókin segir frá tveim ur af mörgum dæmum um það, hversu tekizt hefur með aðstoð Hafsteins Björnssonar miðils og stjórnanda hans að koma af reim leikum. Önnur bók er um undur spíritismans og segir frá megin- dráttum eigin renyslu höfundar- ins á miðilsfundum. Þriðja bók- in heitir Ljós yfir landamærin, og fjallar í fyrsta lagi um það, hversu trúarþörf hefur verið mannkyninu eðlislæg frá árdög- um þess á jörðunni. í öðru lagi um forsögu kristindómsins og sögu hans og í þriðja lagi, hversu „ljós hins vísindalega sypírit- isma“ rennur upp yfir mannheim um miðbik 19. aldar. Bókin er prýdd fjlda mynda, margar af miðilsfundum. Þá er komin út önnur útgáfa af endurminningum Eyjólfs frá Dröngum, sem Vilhjálmur S. Vil hjálmsson hefur ritað og nefnist bókin Kaldur á köflum. Á kápu- síðu segir: „Lífssaga Eyjólfs frá Drnögum lýsir ævikjörum á Breiðafjarðar- eyjum og á Fellsströnd, embættis n'önnum og búhöldum fyrir alda mót og átökum milli þeirra. Eyj- ólfur var bóndi og sjómaður. Af hrífandi frásagnargleði segir hann sögur sínar af örlögum sam ferðarmanna og atburðum. En bú skapur var ekki alltaf sældar- brauð, né sóttu menn ætíð gull í greipar Ægi, því að hann var kaldur á köflum. Þá hefur blaðinu borizt bókin Winston Churchill eftir Thorolf Smith. Thorolf Smith er lands- kunnur blaða- og útvarpsmaður, og hann hefur áður ritað tvær ævisögur, ævisögu Abrahams Lincolns árið 1959 og ævisögu Johns F. Kennedys 1964. 1 þess- ari bók Thorolfs er ýtarlega rak- in saga Churehills, uppruni, æskuár, menntun, fjölskyldulíf, ennfremur starf hans sem blaða- manns, rithöfundar og stjórn- málamanns um áratuga skeið. Hér koma við sögu flest stór- menni Evrópu og Ameríku síð- ustu 70 árin. Ævisaga Winstons Churchill er stórbrotin saga mik iimennis. Bókina prýða yfir 100 ljósmyndir. Þá hefur blaðinu borizt bókin Mozart ,undraharn og snillingur, í þýðingu Freysteins Gunnarsson ar. Höfundur bókarinnar er Hel- en L. Kaufmann. Þetta er fimmta bókin í bókaflokknum frægir menn, sem Setberg hefur gefið út. Áður hefur komið í þessum bókaflokki ævintýrið um Albert Schweitzer, Thomas Alva Edison, Friðþjófur Nansen og Henry Ford. Mozart var fæddur 1756 í Salzburg og dó í Vínarborg árið 1791. Hann var einn af frægustu tónsnillingum sem uppi hafa ver Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur sent blaðinu fjórar nýjar bækur, tvær skáld- sögur eftir Ingibjörgu Sigurðar- dóttur og tvær barnabækur. Skáldsögur Ingibjargar Sig- urðardóttur heita Sjúkrahúsiækn irinn og Feðgarnir á Fremra- Múla. Ingibjörg Sigurðardóttir hefur nú látið frá sér fara alls tíu skáldsögur og eina Ijóðabók. í skáldsögunni Sjúkrahúslækn- irinn er fjallað um ást ungrar stúlku til læknis. Skáldsagan. Feðgarnir á Fremra-Múla er hinsvegar sveitaróman. Þá hefur bókaforlag Odds Björnssonar gefið út barnabók- Sátu boð ísl. konsúlsins í Hanover ÍSLENZKI konsúllinn í Hanover, V-Þýzkalandi, dr. Werner Blunk, forstjóri, og kona hans, Hilde- gard, héidu 20. nóvember boð fyrir íslenzka stúdenta, að árlegri venju. Hjónin eru mörgum íslending- um að góðu kunn, en þau komu í heimsókn hingað til lands á sl. ári. Allmargir íslenzkir stúdentar við tækniháskólana í Hanover og Braunschweig sátu boð konsúls- ins: Guðm-undur Samúelsson og ið. Eitt kunnasta lag Mozarts með almenningi hér á landi er lagið við jólasálminn 1 dag er glatt í döprum hjörtum. Það lag er úr Töfraflautunni. í íslenzk- um söngbókum eru á milli tíu og tuttugu Ig eftir Mozart. Einna kunnast þeirra mun vera iagið við ljóð Þorsteins Erlingssonar, Nú tjaldar foldin fríða. Saga Mozarts er sögð í þessari bók í stórum dráttum, en það er hug- ljúf saga öllum þeim sem tóniist unna . ina Jóa Gunna eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Þetta er ævintýri litlu, brúnu bjöllunnar. Bók þessi er fyrst og fremst ætluð krökkum upp að tíu ára aldri. Bókin hefur Oddur Björnsson myndskreytt. Hin barnabókin heitir Adda í kaupavinnu og er eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Þetta er fimmta öddubókin sem nú kem- ur út í annarri útgáfu. Bókin er prýdd teikningum eftir Halldór Pétursson. Allar eru bækurnar prentaðar í prentverki Odds Björnssonar á Akureyri og hinar smekklegustu að öllum búnaði. kona hans, Helga; Einar Ásgeirs- son og kona hans, Auður; Ingi- mar H. Ingimarsson og kona hans, Kristín; Þorsteinn Magnús- son, Friðrik Adólfsson, Halldór T. Thorsteinsson, Guðmundur Tulinius og Pálil Pétursson. íslenzkir stúdentar við þessa háskóla eru nú fleiri en árið 1964. Nokkrir þeirra eru nú að hefja nám ytra. Miami, Florida, AP. • Havanaútvarpið skýrir svo frá að innflutningur til Kúbu frá Spáni hefði á fyrstu níu mánuðum ársins numið 16 milljónum dollara. Væru við- skipti þessi meiri en milli Kúbu og nokkurra ríkja Suður-Amer- íku. Tvær skáldsögur og tvær barnabækur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.